Morgunblaðið - 12.06.1993, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1993
31
Ég fékk einnig að njóta návistar við
hann eftir að ég varð aðeins fullorðn-
ari, með því að ég var við búskap í
Eyjarkoti eftir að faðir minn lést,
þá var ég ungur maður og nýkvænt-
ur. Þá má segja að ég hafi kynnst
annarri hlið Magnúsar, kynnst hon-
um sem mjög hjálpsömum og velvilj-
uðum nágranna og félaga sem allt
vildi gera fyrir þennan frænda sinn
og gefa ráð um hin ýmsu mál í dag-
legu amstri, sem oft var mikil þörf
fyrir hjá ungum manni. Frændi minn
var gestrisinn maður og margir komu
til hans að Syðri-Ey. Hann var gleði-
maður í góðum hópi, fróður vel og
kunni fjölda vísna og sagna, eflaust
mestanpart óprentaðar vísur og sög-
ur sem gengu manna á milli og hafa
að einhverju leyti glatast m’eð honum
og öðrum af hans kynslóð.
Fyrir allmörgum árum fór Magnús
frændi að kenna þess sjúkdóms sem
síðar leiddi til þess sem nú er. Hann
var fluttur til Reykjavíkur á Landa-
kotsspítala og fór ég þá til hans og
hélt satt að segja að ekki myndi
hann fara aftur heim að Syðri-Ey.
Raunin varð önnur. Magnús var vilja-
sterkur maður og lét ekki bugast og
fór aftur heim, átti þar notalegt kvöld
ævi sinnar, þótt sjúkdómur hans
læknaðist ekki að fullu, heldur biði
seinni tíma, kannski þess tíma sem
frænda mínum þótti hæfilegur, hver
veit. Eitt er það sem víst er, þegar
við fæðumst þá er óhjákvæmilegt
að dauðinn komi þegar hans tími
rennur upp. Okkur finnst oft dauðinn
koma allt of fljótt og í mörgum tilfell-
um er það svo. Ekkert okkar veit
þó hvenær tími okkar er búinn, „til-
vera okkar er undarlegt ferðalag"
eins og skáldið Tómas Guðmundsson
sagði. En ferðalag tekur alltaf enda,
það sem stendur eftir eru minning-
ar, minningar okkar samferðamanna
um góðan og kæran ferðafélaga, sem
nú hefur lokið farsælu ferðalagi sínu,
spor sem hann skildi eftir á langri
og farsælli vegferð sinni.
Ég votta eftirlifandi eiginkonu
frænda míns, börnum hans og bama-
börnum, svo og öllum ættingjum
hans, mína dýpstu samúð og er þess
fullviss að dýrmætar minningar um
hann eru okkur öllum huggun á þess-
ari stundu._
Daníel Árnason frá Eyjarkoti.
Ég vil að lokum þakka elsku afa
og ömmu fyrir allt það sem þau
voru mér og minni ijölskyldu.
Guðrún Sólveig.
Það er margs að minnast þegar
við kveðjum elsku afa Axe!. Hann
var okkur mjög kær og strákunum
minum fannst alltaf gaman þegar
afi kom í heimsókn, oft færandi
hendi. Alltaf hafði afi tíma fyrir
okkur krakkana og lék sér oft við
strákana mína og hafði gaman af.
Stundum söng hann með þeim, en
hann var mikill söngmaður. Á sínum
yngri árum söng hann með kirkju-
kórnum í Neskaupstað og nú síðustu
misserin með kór eldri borgara.
Ávallt var hægt að treysta á afa
ef á þurfti að halda. Iðulega keyrði
hann Guðna fyrir mig á leikskólann
og sótti.
Afi hafði mjög gaman af stang-
veiði og fór á hvetju sumri í veiði-
ferð. Eina slíka vorum við að skipu-
leggja í ágústlok, en vegir Drottins
eru óútreiknanlegir.
Dáinn, horfinn - harmafregn
hvílíkt orð mig dynur yfir!
En ég veit að látinn lifir
það er huggun harmi gegn.
(M.Jo ch.)
Ég hafði búið á Eskifirði um nokk-
urt skeið en þegar ég fluttist aftur
til Neskaupstaðar var ég heimavinn-
andi og afi kom oft í heimsókn og
fékk sér kaffisopa hjá mér. Alltaf
glaðnaði yfir umræðunum við eld-
húsborðið þegar hann var gestur.
Elsku afi, nú ertu kominn til
ömmu, en við þökkum fyrir allar
stundirnar sem við áttum með þér
og söknum þín sárt.
Ég lifi’ og veit, hve löng er mín bið.
Ég lifi’ uns mig faðirinn kallar.
Ég lifi’ og bið, uns ég leysist í frið.
Ég lifi’ sem farþegi sjóinn við
uns heyri ég að Herrann minn kallar.
(Stef. Thor.)
Hugrún.
Jóhanna Eysteins
dóttír - Minning
Amma okkar Jóhanna Eysteins-
dóttir fæddist 18. febrúar 1906 að
Tjarnarkoti í Austur-Landeyjum.
Árið 1936 stofnaði hún heimili
með afa okkar, Jóni Á. B. Þorsteins-
syni frá Bakkafirði. Lengst af
bjuggu þau í Mávahlíð 19 í Reykja-
vík. Síðustu árin bjuggu þau í Hjall-
aseli 47 í Reykjavík. Þau eignuðust
þijú böm, Eystein, Birgi og Nönnu.
Það var ömmu mikið áfall þegar
afi dó árið 1989 og fór heilsu henn-
ar smám saman að hraka upp frá
þvi. Eins og konur af þessari kyn-
slóð helgaði hún krafta sína um-
hugsun um heimili og uppeldi barn-
anna.
Margar góðar minningar hrann-
ast upp þegar litið er til baka og
rifjað er upp það sem við systkinin
upplifðum í heimsóknum okkar til
ömmu og afa. Okkur barnabörnun-
um fannst heimili þeirra eins og
ævintýraheimur. Þar voru margir
spennandi og öðruvísi hlutir til að
skoða og leika sér með. Ofarlega
er okkur í huga töluboxið hennar.
Tímunum saman sátum við á gólf-
inu í eldhúsinu og lögðum vegi og
gerðum þorp út tölunum. Við syst-
urnar stóðum við snyrtiborðið, heill-
aðar af öllum fallegu hlutunum,
sem þar var snyrtilega upp raðað
og okkur datt ekki til hugar að
hrófla við neinu. Heima hjá ömmu
og afa voru líka staðir sem voru
heillandi fyrir lítil börn. Undir súð-
inni í eldhúsinu var geymsla þar
sem geymt var kók og annað góð-
gæti og við fengum alltaf eitthvað
í munninn þegar afi opnaði hurðina
á þessari litlu geymslu.
Kökurnar og rifsberjasultan voru
hreinasta sælgæti. í sérstöku uppá-
haldi hjá okkur voru þó rúsínukök-
urnar og kleinurnar sem voru með
ömmubragði. Amma og afi komu
til okkar á hverjum afmælisdegi
eins lengi og kraftar leyfðu.
Okkur er sérstaklega minnis-
stætt hvað amma var alltaf hlátur-
mild og broshýr. Ekki munum við
eftir að hún hafi nokkurn tíma ávít-
að okkur. Amma var mikil hann-
yrðakona og allt sem hún heklaði,
pijónaði og saumaði út var og er
enn þann dag heinustu listaverk. í
öllum sínum tómstundum sat hún
með handavinnu og þeir eru ófáir
vettlingamir og sokkamir sem hafa
hlýjað köldum höndum og fóturh.
Seinustu árin pijónaði hún nær
eingöngu útpijónaða sokka sem
eiga sér enga líka og við erum stolt
af að eiga svo fallega muni eftir
ömmu okkar. Barnabarnabörnin
hafa einnig notið góðs af sokkum
og vettlingum sem hún pijónaði.
Við emm þakklát fyrir að hafa
átt góða ömmu sem sýndi okkur
alltaf nærgætni og væntumþykju,
ömmu sem fyigdist með uppvexti
okkar og deildi með okkur gleði-
stundum í lífí okkar.
Blessuð sé minning hennar.
Jóhann, Jón Björn, Sigrún og
Sigríður.
Minning
Hallgrímur Siguralda-
son, Eiðsstöðum
Fæddur 6. apríl 1917
Dáinn 6. júní 1993
Enn hefur fækkað um einn hér
í sveitinni okkar, Hallgrímur á
Eiðsstöðum lést á sunnudaginn
var, eftir vanheilsu nokkur undan-
farin ár. Ekki efa ég að hann
hafi verið hvíldinni feginn, því að
fjarri var það skapgerð hans að
vera upp á aðra kominn eftir að
heilsa hans gaf sig.
Eiðsstaðir er fremsti bær í
byggð á vestanverðum Biöndudal,
framar eru Eldjámsstaðir og
Þröm, en era nú í eyði. Á Eiðsstöð-
um hafa búið síðan 1953 bræðurn-
ir Hallgrímur og Jósef, en bjuggu
þar áður fram á Eldjárnsstöðum.
Bæir þessir liggja hátt yfir sjó,
Eiðsstaðir auk þess í bratta og því
erfið til ræktunar þó að landrými
sé þar nóg. Veðursæld er þar þó
meiri en víða annars staðar og það
sagði Hallgrímur mér eitt sinn,
að það væri viðburður ef stórhríð
stæði þar yfir í heilan dag. Saman
hafa þéir bræður því búið á þess-
ari jörð í 40 ár og aðallega stund-
að fjárbúskap, haft kú til heimili-
safnota og fáein hross.
Við Hallgrímur urðum vinir, lík-
lega meiri en almennt gerist og
það fyrir löngu. Var þó á okkur
verulegur aldursmunur. Það gerð-
ist eins og af sjálfu sér. Fyrst man
ég eftir Hallgrími þegar hann kom
með föður mínum hingað heim úr
göngum og réttum til næturgist-
ingar. Kom hann hér í mörg haust
eftir slíkar ferðir og trúlega hefi
ég ekki verið gamall er við fórum
að spjalla saman.
Hallgrímur var stór maður og
þrekmikill og hefur á sínum yngri
áram örugglega verið með þrek-
mestu mönnum hér um slóðir. Var
hann bæði áræðinn og fylginn sér
við vinnu og tamdi sér þann sið
að kvarta aldrei á hveiju sem
gengi. í göngur og eftirleitir fór
hann í allmörg haust og var þá
mjög oft sendur í lengstu göngur
og hefur þá vart dregið af sér.
Til er sögn er segir frá því, er
hann og fleiri voru í göngum hér
á heiðinni og voru á ferð við Seyð-
isá. Þetta var síðla hausts og krap
og snjóruðningur kominn í ána og
því ill yfirferðar. Menn þurftu að
komast yfir ána til náttstaðar, en
leist hún ófær og hugðu því til
gistingar á öðrum stað. Hallgrím-
ur hugði að ánni, þagði um stund
og sagði síðan stundarhátt: „Ég
ætla ekki að gista hér í nótt,“ og
fór yfír og hinir á eftir.
Ævistarf Hallgríms var að
mestu unnið á Eiðsstöðum og Eld-
járnsstöðum, hann fór lítið að
heiman, vann þó í mörg haust við
fláningu á sláturhúsinu. Hann var
natinn við skepnur og vildi hirða
þær mjög vel. Eitt sinn er ég kom
í gamla bæinn til hans síðla vetr-
ar, sýndi hann mér lambhrúta er
þar voru og spurði hvort þeir væru
ekki þokkalegir. Hefí ég vart séð
þvílíkt eldi á hrútum fýrr eða síðar.
Hallgrímur var í eðli sínu hlé-
drægur maður, fór sjaldan á
mannamót, en var þó afar eftir-
tektarsamur og minnugur í hátt-
erni annarra og gieymdi fáu sem
við hann var sagt. Komst hann
oft meinlega að orði, þannig að
orðin „hittu“. Er staup var haft
við hönd hýmaði hann allur og
gat þá orðið býsna hnýflóttur til
orða þannig að skeytin misstu
ekki marks. Trygglyndur var hann
og vinafastur.
Mörg undanfarin haust og vor
hefí ég komið til þeirra bræðra
og nær alltaf staldrað lengi við.
Hefur þá margt verið skrafað og
margs að minnast. Síðastliðið
haust þegar ég kom til þeirra, kom
Hallgrímur með vín: „Við skulum
lyfta glasi, Halldór," sagði hann,
„það er ekki víst að það verði oft-
ar.“ Sú varð raunin. Nú heyrum
við kunningjar hans ekki oftar
kunnuglegt „nú“ eða ,jæja“, hvað
þá heldur „hmm“, sem var jafn
sjálfsagt og sól rís að morgni þá
er Hallgrímur var annars vegar.
Hallgrími vil ég að leiðarlokum
þakka samfylgdina og einlæga
vináttu og trygglyndi í áranna rás.
Halldór Guðmundsson.
HÁSKÓLANÁM í KERFISFRÆÐI
Innritun á haustönn 1993 stendur nú yfir í Tölvuháskóla Vl’. Markmið kerfis- fræðinámsins er að gera nemendur hæfa til að vinna við öll stig hugbúnað- argerðar, skipuleggja og annast tölvu- væðingu hjá fyrirtækjum og sjá um kennslu og þjálfun starfsfólks. Námið tekur tvö ár og eru inntökuskilyrði stúd- entspróf eða sambærileg menntun. Tölvubúnaður skólans er sambærilegur við það besta sem er á vinnumarkaðinum og saman stendur af Vict- or 386MX vélum, IBM PS/2 90 vélum með 80486 SX örgjörva, IBM RS/6000 340 og IBM AS/400 B45. Nemendur við Tölvuháskóla VI verða að leggja á sig mikla vinnu til þess að ná árangri. Þeir, sem vilja und- irbúa sig í sumar, geta fengið ráðgjöf í skólanum. Mikil áhersla er lögð á forritun og er gagnlegt ef nem- endur hafa kynnst henni áður.
Eftirtaldar greinar verða kenndar: Fyrsta önn: Forritun í Pascal Kerfisgreining og hönnun Stýrikerfi Fjárhagsbókhald Önnur önn: Fjölnotendaumhverfi og RPG Gagnasafnsfræði Gagnaskipan með C++ Rekstrarbókhald Þriðja önn: Gluggakerfi Kerfisforritun Hlutbundin forritun Fyrirlestrar um valin efni Fjórða önn: Staðbundin net Tölvugrafík Hugbúnaðargerð
Raunhæf verkefni eru í lok hverrar annar eftir að hefðbundinni kennslu lýkur. Lokaverkefni á 4. önn er gjarnan unnið í samráði við fyrirtæki, sem leita til skólans. Umsóknarfrestur fyrir haustönn 1993 er til 18. júní. Umsóknir, sem berast eftir þann tíma, verða afgreiddar eftir því sem pláss leyfir. Kennsla hefst 30. ágúst. Umsóknareyðublöð og frekari upplýsingar fást á skrifstofu TVÍ frá kl. 8-16 og í síma 688400.
IVÍ TÖLVUHÁSKÓLI VÍ, Ofanleiti 1, 103 Reykjavík.
Þvottavélar
á verði
sem allir
ráða við!
Þær nota
HEITT OG KALT vatn
- spara tíma og rafmagn
•Fjöldi þvottakerfa eftir
þínu vali
•Sérstakt ullarþvottakerfi
•Fjölþætt hitastilling
•Sparnaöarrofi
•Stilling fyrir hálfa hleöslu
' BS
Verð 42.000,-
39.900,- Stgr.
Verð 52.500,-
49.875,-Stgr.
(D
Ah *
munXlán
Heimilistæki hf
SÆTÚNI 8 SlMI 69 15 00 . FAX 69 15 55
Stretsbuxur
kr. 2.900
Miki& úrval af
allskonar buxum
Opib ó laugardögum
kl. 11-16