Morgunblaðið - 12.06.1993, Page 33

Morgunblaðið - 12.06.1993, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1993 33 Minning Haraldur Sigurðs- son frá Skúfsstöðum Fæddur 11. okt. 1909 Dáinn 3. júní 1993 Einn þeirra manna, sem settu svip á Siglufjörð um áratugaskeið, Haraldur Sigurðsson frá Skúfsstöð- um, er Iátinn. Hann var starfsmaður Rafveitu Siglufjarðar hálfan fjórða áratug, tvo áratugi sem línumaður og fimmtán ár sem skrifstofumað- ur. Starfsmaður er raunar ekki nægilega sterkt orð þegar slíkur maður sem Haraldur átti í hlut. Hann vann fyrirtækinu af slíkri samvizkusemi, tryggð og trúnaði, að betur var ekki hægt að gera. Haraldur var eindreginn sjálf- stæðismaður af gömlum og góðum skóla og vann flokknum allt sem hann mátti áratugum saman. Hann hafði miklar mætur á fyrstu stefnu- yfirlýsingu Sjálfstæðisflokksins, sem þannig var orðuð, „að vinna að víðsýnni og þjóðlegri umbóta- stefnu á grundvelli einstaklings- frelsis og atvinnufrelsins með hags: muni allra stétta fyrir augum“. í hans huga áttu stjómmálin að tryggja sjálfstæði og frelsi þjóðar og einstaklinga, skjalda tungu, bók- menntir og menningararf okkar og treysta lýðræðið og þingræðið í landinu. Á kveðjustundu þakka ég Haraldi góð kynni í áratuga samstarfí norð- ur í Siglufirði, ekki sízt á vettvangi Sjálfstæðisflokksins. Með honum er genginn greindur, víðsýnn og góður maður, sem vann bæjarfélagi sínu langa og farsæla starfsævi. Fari hann í friði þangað sem leið okkar allra liggur. Ég sendi syni hans, Þorleifi, inni- legar samúðarkveðjur. Stefán Friðbjamarson. Haraldur Sigurðsson frá Skúfs- stöðum í Hjaltadal í Skagafírði verð- ur jarðsunginn frá Siglufjarð- arkirkju í dag. Haraldur hafði átt við hjarta- og lungnasjúkdóm að stríða um nokkuð langan tíma, en hann dvaldi á Vífílsstöðum þegar andlát hans bar að. Haraldur fæddist á Skúfsstöðum í Hjaltadal 11. október 1909. For- eldrar voru Sigurður Jónsson og Anna Sigurðardóttir sem bjuggu þar. Hann var þriðji elstur af fímm systkinum sem nú em látin nema Þórey systir hans sem býr á Akur- eyri. Haraldur ólst upp við öll venjuleg sveitastörf. Um tíma var hann á Vatni í Sléttuhlíð hjá Ingibjörgu Jónsdóttur föðursystur sinni og Þor- steini manni hennar. Veit ég að Haraldi þótti mjög vænt um þá fjöl- skyldu alla tíð. Var honum því mjög að skapi að frændi hans Sigurður Þorsteinsson frá Vatni tók við jörð- ini, þegar faðir hans lét af búskap árið 1965. Eftir fermingu fer Haraldur að vinna fyrir sér hjá ýmsum á summm og við skepnuhirðingu á vetuma. Hann naut almennrar bama- fræðslu í æsku, en árið 1927 fór hann í skóla að Laugum í Þingeyjar- sýslu, en þar hafði verið stofnaður skóli nokkmm ámm áður. Eftir að námi þar lauk fór hann í Bændaskólann á Hólum og braut- skráðist þaðan sem búfræðingur 1930. Þó átti ekki fyrir honum að liggja að verða bóndi. Næstu árin sem erfið vom mörgum Islendingum vann Haraldur fyrir sér þar sem vinnu var að fá og tekjuvonin mest. Hann kom til Siglufjarðar fyrst árið 1934 í atvinnuleit og vann þá m.a. á síldarplani hjá Ingvari Guðjóns- syni og Síldarverksmiðjum ríkisins. erfidrykkjur €>VKlt »©R® Sími 11440 Á þessum ámm fór hann heim á haustin og dvaldist þar á veturna, en hann átti þá alltaf bæði hesta og sauðfé. Haraldur fluttist til Sigluíjarðar 1938 og bjó lengst af hjá Friðleifi Jóhannssyni á Lindargötu 6b, eða í 21 ár. Hann batt mikla tryggð við Friðleif og þegar Friðleifur missti sjónina tók Haraldur við að rita dagbók, en það hafði Friðleifur gert í langan tíma. Þessi dagbók kom sér oft vel og kom Haraldur með gagnmerkar upplýsingar úr þeim skrifum þegar við ræddum eldri tíma. í apríl árið 1947 er Haraldur fast- ráðinn hjá Rafveitu Siglufjarðar, en áður hafði hann unnið hjá rafveit- unni sem lausamaður af og til. Har- aldur vann sem línumaður í 19 ár og sá þá um háspennulínuna frá Skeiðsfossvirkjun svo og bæjarkerf- ið sem var í loftlínum á þessum tíma. Mig langar til að segja frá einni viðgerð á Siglufjarðarlínu sem kom í hlut hans að framkvæma. Skeiðsfossvirkjun var gangsett í apríl 1945, og hafði rekstur hennar gengið ágætlega. I aprílmánuði 1947 bilaði háspennulínan í norð- austan stórhríð og ísingarveðri. Hinn 28. apríl fór Haraldur inn í Fljót um Sigluljarðarskarð og með honum var Jónas Stefánsson sem kunnugur var á þessari leið, enda ættaður úr Fljótum. Þegar þeir koma upp undir skarðið sjá þeir að vestasti vírinn sem liggur yfír skarð- ið er slitinn úr endaklemmu. Halda þeir síðan áfram inn yfír skarðið og þiggja góðgerðir á Lambanes- Reykjum. Þegar komið er inn á Lambanesás sjá þeir að háspennu- línan liggur öll niðri inn að Brúna- staðaá. Viðgerðarefni var sent til Haganesvíkur á vélbátnum Villa SI og þaðan voru staurar og slár dregn- ar á hestum að Illhugastöðum. Síðan urðu menn að draga staura með handafli því snjórinn var svo mikill og erfíður að ekki var hægt að koma hestum við. Öll viðgerðin fór fram með handverkfærum þar sem ekki þekktust þau tæki sem notuð eru í dag við viðgerðir sem þessar. Um tuttugu menn unnu við þessa við- gerð undir stjórn Antons Kristjáns- sonar rafveitustjóra og Haralds sem þá var nýráðinn til rafveitunnar. Viðgerðin tók tvær vikur, veðrið var gott, sólskin á daginn og hörkufrost á nóttunni. Þegar Haraldur og Jón- as fóru til Siglufjarðar til baka yfír Siglufjarðarskarð sáu þeir hvernig best yrði að gera við bilunina í sjálfu skarðinu, en þar lá niðri 800 m lang- ur, 120 mm sver vír sem þurfti að festa upp. Fóru þeir til Siglufjarðar, útbjuggu sig með krafttalíur sem dregnar voru upp á hestasleða og strengdu vírinn upp. Var þá liðinn 21 dagur síðan línan bilaði. Ég segi þessa sögu til þess að lýsa þeim aðstæðum sem starfsmenn rafveitn- anna urðu að mæta við viðgerðir á bilunum sem komu fyrir á þessum tíma. Haraldur hóf störf á skrifstofu rafveitunnar í janúar 1966 og vann þar í 15 ár, til 31. mars 1981, eða samtals vann hann í- 34 ár hjá raf- veitunni undir stjórn fímm rafveitu- stjóra. Ég kynntist Haraldi fyrst á árun- + Mágkona mín, ANNA MAGNEA EIRÍKSDÓTTIR frá Reykjarhóli íVestur Fljótum, lést í Borgarspítalanum 9. júní. Fyrir hönd aðstandenda, Lfney Guðmundsdóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTA M. STEFÁNSDÓTTIR, Álftamýri 22, lést á heimili sínu fimmtudaginn 10. júní. Jarðarförin auglýst síðar. Kristín Egilsdóttir, Ástbjörn Egilsson, Stefán Egilsson, Gunnar Egilsson, Margrét Egilsdóttir, Elín Sæmundsdóttir, Sigrún Halldórsdóttir. + Ástkær eiginmaður minn, KJARTAN Ó. ÞÓRÓLFSSON vaktformaður hjá SVR, Ásgarði 73, lést í Borgarspítalanum að morgni 10. júní. Stella Guðnadóttir. + lést 11 LEIFUR BLUMENSTEIN byggingafræðingur, Brekkustfg 10, Reykjavík, júní í Landspítalanum. Bragi Blumenstein, Sigfús Tryggvi Blumenstein, Eiríkur Freyr Blumenstein. um 1949-54 þegar ég var við nám í rafvirkjun á Siglufírði. Mæddi þá oft mikið á starfsmönnum rafveit- unnar við að halda straumi á lögnum að yfír tuttugu síldarsöltunarstöðv- um með íveruaðstöðu fyrir tugi sölt- unarstúlkna. Á þessum árum voru allar raflagnir í loftlínum og sá Haraldur um viðhald þeirra og end- urnýjun. Seinna átti ég þess kost að vinna með honum við viðgerðir á Sigluíjarðarlínu þann tíma sem Tryggvi Sigurbjarnarson var raf- veitustjóri á Siglufirði. Kynntist ég Haraldi þá betur sem verkmanni og félaga, en hann var mjög útsjón- arsamur og nákvæmur verkmaður. Hann hvatti mig til þess að sækja um starf rafveitustjóra þegar það losnaði og réðst ég til rafveitunnar í maí 1966. Hann var þá byijaður að vinna á skrifstofu rafveitunnar. Nýttust þar góðir kostir hans, en hann var mjög töluglöggur, minn- ugur, og samviskusamur starfsmað- ur. Við unnum saman til ársins 1981, eða þar til að rafveitustofan var sameinuð bæjarskrifstofunni. Ég mat störf hans svo mikils að ég fékk hann til þess að vinna hálfan daginn síðustu ijögur árin eftir að hann fór á eftirlaun. Haraldur var félagslyndur og starfaði m.a. af miklum krafti í Skagfirðingafélaginu í Siglufírði og var einn af stofnendum starfs- mannafélags Siglufjarðarkaupstað- ar. Haraldur var alla tíð sjálfstæðis- maður og var oft spjallað um stjóm- málin á kaffístofu rafveitunnar. Stóð ég oft í ströngu þegar Eyþór Hallsson var kominn í kaffísopa, en skrifstofa hans var við hliðina á okkar og þeir tóku mig báðir til bæna. Allt var þetta í góðu gert, en á þessum árum hvarf síldin frá Siglufirði með margvíslegum erfíð- leikum fyrir sveitarfélagið og fyrir- tæki þess. Árið 1946 eignaðist Haraldur soninn Þórleif með Guðrúnu Krist- jánsdóttur, en hún lést árið 1991. Þórleifur ólst upp hjá móður sinni og Björgu Þorbergsdóttur móður hennar, en árið 1968 flyst Haraldur til þeirra á Hólaveg 18, þar sem heimili þeirra hefur verið síðan. Mig langar að kveðja þennan heiðursmann með kærri þökk fyrir góð kynni og áralangt samstarf, sem aldrei bar skugga á, með erindi eftir Ásmund Jónsson föðurbróður hans. Ein friðarstjama á fapr-himni glitrar. Eitt friðarljós í sölum uppheims skín, sem veitir fró og hvíld, þá tárið titrar á tæru auga hvarms við náða-lín. Þín Ijúfa minning lifir mér í hjarta, hún hljóma slær á ævi minnar braut. Ég á þig enn, svo fagra blíða bjarta, - ég bý sem fýrr við töfra þinna skaut. Ég votta aðstandendum dýpstu samúð mína. Sverrir Sveinsson. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför ástkærrar sambýliskonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu, dóttur og tengdadóttur, GYÐUSÓLRÚNAR LEÓSDÓTTUR, Suðurgötu 16, Keflavík. Kærar þakkir til starfsfólks deildar 7a, Borgarspítalnum. Guðbjörn Haffjörð Jónsson, Inga Lóa Steinarsdóttir, Ása Dóra Halldórsdóttir, Skjöldur Skjaldarson, Jóhannes Pétur Halldórsson, Halldór A. Halldórsson, Guðrún Eiríksdóttir, Leó Guðmundsson, Gyða Jóhannesdóttir, Jón Hansson, Þorgerður Sigurjónsdóttir og barnabörn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og stuðning við fráfall unnusta míns, föður okkar, sonar, tengdasonar, bróður og mágs, GRÉTARS LÝÐSSONAR, Sóleyjargötu 8, Akranesi. Sérstakar þakkir til Smábátafélags Akraness og einnig til Lúðvíks Karlssonar fyrir veitta aðstoð. Kristm Harpa Þráinsdóttir, Guðrún Bryndís Jónsdóttir, Guðjón Þór Grétarsson, Egill Fannar Grétarsson, Lýður Sigmundsson, Vigdís Matthíasdóttir, tengdafaðir, systkini og makar. Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall sonar okkar, bróður og mágs, GRÉTARS SIGURÐSSONAR, Akranesi. Sérstakar þakkir til Félags smábátaeigenda og starfsfólks dvalar- heimilisins Höfða. Þuriður Jónsdóttir, Sigurður Árnason, Jón Sigurðsson, Rún Elfa Oddsdóttir, Kristin Sigurðardóttir, Gunnar Þór Júlíusson, Árni Sigurðsson, Inga Sverrisdóttir, Svævar Sigurösson, Hólmfríður Guðmundsdóttir. + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát móð- ur okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, LYDIU GUÐMUNDSDÓTTUR, Stangarholti 32. Hilda Guðmundsdóttir, Gunnar Felixson, Þórhildur Guðmundsdóttir, Sigurður Einarsson, Pétur R. Guðmundsson, Sólveig Ó. Jónsdóttir, Hafsteinn Örn Guðmundsson, Aldís Gunnarsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og Þorlákur Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.