Morgunblaðið - 12.06.1993, Qupperneq 34
34
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1993
fclk f
fréttum
Morgunblaðið/Árni Helgason
Lárus Kristinn Jónsson setur niður í kartöflugarðinn.
ATORKA
Áttræður fjörkálfur
Lárus Kristinn Jónsson í Stykkishólmi lætur ekki aldurinn á sig
fá. Nýverið hélt hann upp á áttatíu ára afmælið og nú hefur
hann hafist handa við að stinga upp kartöflugarðinn og sá. Þetta
hefur hann gert í íj'ölmörg ár og sér enga ástæðu til að breyta því.
NÁMSKEH)
- Veist þú að við búum öll yfir stórkostiegum
eiginleikum til að lækna okkur sjálf?
- Veist þú að með því að nýta okkur þessa eigin-
leika getum við einnig hjálpað öðrum?
- Vilt þú nýta þér þessa eiginleika?
- Reikinámskeið er ein af mörgum leiðum til þess.
Námskeið í Reykjavík:
22.-24. júní 1. stig, kvöldnámskeið.
27.-29. juní 2. stig, kvöldnámskeið.
Upplýsingar í síma 33934 á kvöldin eftir 14. júní.
Guðrún Oladóttir, reikimeistari, s. 33934.
í tilefni af góðum árangri var bor-
in fram dýrindis terta og á mynd-
inni má sjá yfirmann flotastöðvar-
innar Charles T. Butler kaftein,
lengst til vinstri, Harald Stefáns-
son slökkviliðsstjóra og Michael
D. Haskins flotaforingja skera
tertu með öxi sem oft er notuð sem
tákn siökkviliðsmanna.
Hin lágvaxna fjölskylda, Sharon
og Stacy Bowen með Brittany á
milli sín.
ÆTTLEIÐING
Dvergvaxin
fjölskylda
Hin smávöxnu hjón, Sharon og
Stacy Bowen, gátu ekki
eignast böm á venjulegan hátt og
höfðu sætt sig við að lifa barn-
lausu hjónabandi. En maður skyldi
aldrei tapa voninni fyrr en í fulla
hnefana.
Dag einn var haft samband við
þau frá Samtökum dvergvaxins
fólks í Bandaríkjunum, sem sjá
um að koma dvergvöxnum börnum
sem hafa ekki aðstæður til að búa
hjá foreldrum sínum í fóstur.
Þau hjónin tóku því fegins hendi
þegar þau voru beðin að taka sér
stúlkuna Brittany, sem nú er
tveggja ára. „Hún verður kannski
aldrei stór í eiginlegri merkingu,
en hún verður örugglega stór á
annan hátt,“ segja stoltir foreldr-
arnir.
I Bandaríkjunum er fjöldinn all-
ur af dvergvöxnum bömum sem
búa á munaðarleysingjaheimilum,
en að sögn þeirra Sharon og Stacy
telja þau börnunum fyrir bestu að
búa hjá foreldrum sem eru í sömu
aðstæðu og þau.
VEÐREIÐAR
Mikið lagt undir
Veðreiðar eru fyrir nokkru hafn-
ar á ný bæði í Bretlandi og
Bandaríkjunum með öllu sínu tildri
og fínheitum. Það vekur alltaf for-
vitni hver var hvar og með hveijum.
í síðasta mánuði var fjöldi fólks
saman kominn í Bandarílg'unum við
slíka athöfn og meðal gesta voru
fyrrverandi forseti Bandaríkjanna,
George Bush, söngvarinn Rod
Steward og hinir ýmsu leikarar.
Meðfylgjandi myndir voru teknar
við það tækifæri.
Morgunblaðið/Bjöm Blöndal
Yfirmaður varnarliðsins, Michael D. Haskins flotaforingi af-
hendir Haraldi Stefánssyni slökkviliðsstjóra viðurkenningar-
skjöld við þetta tækifæri.
VIÐURKENNING
Unnu til verðlauna
þnðja arið 1 roð
Michael D. Haskins flotafor-
ingi afhenti nýlega Haraldi
Stefánssyni yfirmanni flotastöðv-
arinnar og slökkviliðinu á Kefla-
víkurflugvelli verðlaun sem liðið
vann nú þriðja árið í röð. Hér var
um samkeppni á vegum samtaka
um brunavarnir milli allra
slökkviliða bandaríska flotans og
landgönguliðs og kennd er við
stofnanda samtakanna, Allen G.
Ogden.
Keppt var um besta viðbúnað
og árangur í brunavörnum mann-
virkja í flotastöðvum og á skips-
fjöl. Var slökkviliðið á Keflavíkur-
flugvelli valið það þriðja besta í
sínum flokki. Slökkviliðið á Kefla-
víkurflugvelli annast brunavamir
allra fasteigna á varnarsvæðinu
að meðtalinni flugstöð Leifs Eiríks-
sonar, svo og allra flugvéla sem
leið eiga um flugvöllinn. Auk þess
sjá starfsmenn þess um hreinsun
hættulegra efna. Slökkviliðið á
Keflavíkurflugvelli er skipað ís-
lenskum starfsmönnum og veitir
Haraldur Stefánsson slökkviliðs-
stjóri verðlaununum viðtöku fyrir
hönd sinna manna.
Rachel Hunter
eiginkona Rods
Stewarts hvíslar
einhverju í eyra
bónda síns á veð-
reiðunum.
John Goodman
söng „Blue Suede
Shoes“ með mikl-
um tilþrifum
ásamt George
Strait. „Ég ætla
að veðja hárri
upphæð og tapa
þar af leiðandi
hárri upphæð,“
var yfirlýsing
Johns og bætti
við að það væri
bandaríska
aðferðin.
Bush hef-
1 vill meiri •
tíma nú en áður
til að sækja veð-
reiðar. Af mynd-
unum að dæma á
hann enn fjölda
aðdáenda.