Morgunblaðið - 12.06.1993, Page 40

Morgunblaðið - 12.06.1993, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1993 ,71 ér er /évÖLdma.tun'nn. þ)nny ég cr bum cuf boncu golfi& ■ " Mcð morgimkafílnu Jæja elskan, bráðum mun draumurinn um að búa í stærra húsi rætast. Skattalöggan var að tala við mig áðan. * Ast er... ...eins og að vera umvafinn blómum Eg vorkenni honum Óla svolít- ið, hann er ekki eins og börn eru flest. HÖGNI HREKKVÍSI L' 1: ? < £KT HEPP/NN! FLEST//Z. VE&/VIANGARAR HE/MTA STAOGEEÐSLU pliorftMiWíitíiiíi BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Fyrstu maraþ onhlaup kvenna Frá Ingimar Jónssyni: Þegar konur vítt og breitt um landið búa sig nú undir þátttöku í fjórða kvennahlaupinu sem fram fer þann 19. júní nk., rifjast upp frásögur af tveimur grískum kon- um sem fyrir tæpum 100 árum urðu fyrstar kvenna til þess að hlaupa maraþonhlaup. Önnur þeirra var sjö barna móðir! Melpomene er nafn á grískri konu sem lítið er vitað um. Meira að segja er ekki vitað hvort nafnið Melpomene er hennar stúlkunafn eða ættarnafn. En hvað um það, þá er víst að hún var fyrst allra kvenna til þess að hlaupa maraþon- hlaup. Það gerði hún nokkru áður en fyrstu Ólympíuleikar nútímans hófust í aprílmánuði árið 1896 í Aþenu. Melpomene hljóp þá frá Maraþonsvöllum til Aþenu, sömu leið og hlaupin var á Ólympíu- leikunum skömmu síðar, þ.e. rúm- lega 40 km. Hjólreiðamenn fylgdu henni eftir til halds og trausts ef einhver vandræði skyldu koma upp. En Melpomene þurfti ekki á þeirra aðstoð að halda og lauk hlaupinu hress í bragði. Það tók hann fjóra og hálfa klukkustund að komast á leiðarenda. Stuttu síð- ar og reynslunni ríkari, kvaðst. Melpomenes reiðbúin til að keppa í maraþonhlaupinu á sjálfum Ólympíuleikunum og sótti um leyfi til þess. Þessi áhugi hennar setti forráðamenn leikanna í óþægilega klípu. Á dagskrá leikanna var eng- in keppnisgrein fyrir konur og yfir- leitt var ekki ætlast til þess að konur kepptu á leikunum! Það kom því ekki til greina að leyfa henni að keppa á leikunum og allra síst í erfiðustu greininni, maraþon- hlaupinu, sem óvíst væri að jafnvel þolnustu karlmenn réðu við. Og þrátt fyrir að Melopmene gæti staðfest að hún hefði þegar hlaup- ið maraþonhlaup sátu forráðamenn leikanna við sinn keip. Melpomene KVENNAHLAUP ÍSÍ 19.júní 1993 var því ekki í hópi keppenda í fyrsta maraþonhlaupi Ólympíuleik- anna þann 10. apríl 1896. Grikkj- um til mikillar gleði varð það landi þeirra Spiridon Louis sem sigraði í hlupinu. Á samri stundu varð hann þjóðhetja þeirra. Hrifningin yfir sigri hans varð til þess að önnur grísk kona, Stamasía Potrisi að nafni, 35 ára gömul og sjö bama móðir, fetaði í fótspor Melpomene. Sagan segir að snemma morgun- inn eftir maraþonhlaup Ólympíu- leikanna hafi hún lagt af stað fót- gangandi til Maraþonvalla. Þangað komin hafi hún látið yfirvald þorpsbúa skrifa á blað að kl. 8 myndi hún leggja af stað í hlaup- ið. Ekkert segir af ferðum hennar fyrr en hún kom til Aþenu. Þar hitti hún tvo hermenn á götu úti og gerði þá umsvifalaust að „tíma- vörðum", lét þá votta að hún væri stödd í borginni og skrá á blaðið hvað klukkan væri. Klukkan var þá 13.30. Hún hafði því verið fímm og hálfa klukkustund á leiðinni, klukkustund lengur en Melpomene og um tveimur og hálfri klukku- stund lengur en sigurvegarinn á Ólympíuleikunum, Spiridon Louis. Grískt blað skýrði frá því að Stamasía hefði verið að því spurð hvers vegna hún hefði lagt á sig þessa þolraun og hún svarað: „Konungurinn ætti að vita þetta svo hann gefí einu bama minna kost á skólagöngu.“ Engar sögur fara af því að gríski kóngurinn hafí fengið að heyra um afrek Stamasíu eða orðið við ósk henn- ar, en víst er að ritari fram- kvæmdanefndar Ólympíuleikanna í Aþenu lét kalla hana til sín því hann trúði ekki sínum eigin eyrum þegar hann heyrði af uppátæki hennar. Stamasía kom til hans og til sannindamerkis um afrek sitt, hafði hún með sér gatslitna skóna sem hún hafði hlaupið á. Loks er að geta þess, að haft var eftir Stamasíu að hún hefði getað náð miklu betri tíma í hlaupinu ef hún hefði ekki sóað tíma í að skoða í búðarglugga á leiðinni! INGIMAR JÓNSSON íþróttakennaraskóla íslands, Laugarvatni Gott gistiheimili í New York Frá Birni Pálssyni: Vegna bréfs, sem birtist sunnu- daginn 6. júní í dálkinum Bréf til blaðsins, um unga stúlku sem lenti í vandræðum vegna tengiflugs til New York vil ég benda á mjög góða þjónustu gistiheimilis í New York sem heitir Systol en það er rekið af hjónunum Systu Thorberg og Ólafí G. Jónssyni. Þau bæði sækja farþega út á flugvöll og fara með þá aftur hvort sem um er að ræða tengiflug eða annað flug. Síðastliðið sumar gistum við hjónin hjá Systol og á sama tíma var hjá þeim ungt fólk sem var á svipuðu ferðalagi og fyrrgreind stúlka. Hjá þessum hjónum eru allir í góðum höndum. BJÖRN PÁLSSON, Víðilundi 4, Garðabæ. Víkverji skrifar Víkverji ætlaði einn daginn að grípa til símaskrárinnar til þess að fletta upp á því, hvar ákveð- inn sveitabær væri í sveit settur, hvað hreppurinn héti o.s.frv. Og viti menn, hafði ekki ritstjórn síma- skrárinnar hreinlega fellt þessar upplýsingar á brott, heilar 25 blað- síður. Og þetta er gert án þess að fólk sé varað við að henda gömlu skránni, sem innihélt þessar upplýs- ingar, svo sem símaskráin hafði gert frá því er Víkveiji fyrst man til. Víkveiji verður að segja það, að mjög er misráðið að fella þessar upplýsingar niður úr skránni. Skrá- in, sem hét „Skrá um bæi í sveit- um, sem hafa síma“ innihélt upplýs- ingar um hreppinn, sýsluna, nafn símstöðvarinnar, sem bærinn var tengdur við ásamt póstnúmeri og nafni póstdreifingarstöðvarinnar. Og Víkveija er spurn: Hvað eiga menn að gera, t.d. þegar þeir fara að skrifa jólakort, sem senda þarf upp til sveita, til að fínna rétt póst- fang viðkomandi? Varla er hægt að ætlazt til þess, að menn muni öll þessi númer og nákvæmlega hvaða bær tilheyrir hvaða póstdreif- ingastöð. Þessi skrá var afskaplega hand- hæg, t.d. fyrir blaðamenn, sem oft og iðulega þurfa að fletta því upp hvar bær er í sveit, þegar skrifað er um atburði, sem þar gerast. Menn tóku nýju skránni fegins hendi og þegar henni var dreift, skiluðu menn gömlu skránni, því að nóg er nú af pappímum samt, þótt menn séu ekki að hafa síma- skrána hjá sér í tvítaki, gamla og nýja. Þegar svo þurfti að grípa til skrárinnar um bæina, fannst hún hvergi, þótt grannt væri leitað og hófst þá leit að gömlu skránni, ef einhver hefði trassað að henda henni og var það líkt og að fínna fjársjóð að komast yfír eina slíka. Að mati Víkveija er þetta stórgalli á nýju símaskránni, sem því miður verður ekki lagfærður að nýju fyrr en að ári. xxx Starfsmenn gatnamálastjóra eiga nú annríkt við að end- urnýja slitlag á fjölmörgum götum í borginni. Af þessu þarfa verki hlýst óhjákvæmilega mikil röskun á umferð um borgina en þó virðist ótrúlega lítið gert til að koma í veg fyrir þær tafir og óþægindi sem Víkveiji og fjölmargir Reykvíkingar hafa orðið fyrir af þessum sökum undanfama daga á ferðum um borgina. Er ekki eðlilegt að ætlast til þess að Reykjavíkurborg auglýsi daglega með skilmerkilegum hætti hvaða götur verða lokaðar þann daginn vegna verklegra fram- kvæmda og bendi jafnframt vegfar- endum á aðrar akstursleiðir. xxx á kemur áþreifanlega í ljós á hveiju sumri að löngu er orð- ið tímabært að stórbæta varúðar- merkingar við gatnagerðarfram- kvæmdir. Með því að vara ökumenn nægilega snemma við framkvæmd- um og töfum má spara tíma og draga úr slysahættu. Úr þessu hlýt- ur að vera einfalt að bæta. Kunnug- ir hafa tjáð Víkveija að ekki vanti það að reglur hér á landi séu jafnaf- gerandi í þessu efni og í nágranna- löndunum, það sem á vanti sé að reglunum sé framfylgt. x x x Enn um gatnagerð. Miðað við umferð um götur hér á landi er ending slitlags áreiðanlega margfalt síðri en í nágrannalöndun- um. I Reykjavík líða vart nema 2-3 ár milli þess að leggja þurfi nýtt slitlag á stofnbrautir borgarinnar. Áhugamaður um þessi efni nefndi við Víkveija að skýringin væri m.a. sú að ekki væri til nægilega gott jarðefni hér á landi til að blanda úr slitsterkt malbik.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.