Morgunblaðið - 12.06.1993, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 12.06.1993, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1993 VEGGTENNIS / ISLANDSMOT Þrjár efstu í kvennaflokki voru, f.v.: María Sigurðardóttir sem varð þriðja, Edda Svavarsdóttir íslandsmeistari og Soffía Halldórsdóttir sem varð í öðru sæti. Verðlaunahafar. Frá vinstri: Sigtryggur Hreinsson sem varð í þriðja sæti, Jó- hannes Guðmundsson Islandsmeistari og Þrándur Arnþórsson sem varð í öðru sæti. Jóhannes og Edda meistarar KNATTSPYRNA / LANDSLIÐIÐ Óbreytt landslið gegn Ungveijum JÓHANNES Guðmundsson varð á dögunum íslandsmeist- ari i veggtennis (raquetball) annað árið í röð, er hann sigr- aði Þránd Árnþórsson i úrslita- leik. Edda Svavarsdóttir sigraði í kvennaf lokki fjórða árið í röð. 1 irslitaleikurinn í karlaflokki var jafn og spennandi, en Jóhann- es sigraði að lokum 3:1. í þriðja sæti varð síðan Sigtryggur B. Hreinsson sem sigraði Gunnar Hall í úrslitaleik um þriðja sætið. Edda Svavarsdóttir vann Soffíu Halldórsdóttur í úrslitaleik 2:0. María Sigurðardóttir varð í þriðja sæti en Guðrún Ásta Gunnarsdóttir í fjórða. ÁSGEIR Elíasson, landsliðs- þjálfari, hefur ákveðið að tefla fram sama liði gegn Ungverjum í undankeppni HM á Laugar- dalsvelli í næstu viku og gerði jaftefli við Rússa fyrir tæpum hálfum mánuði. Leikur íslands gegn Ungveijum er næst síðasti leikurinn í und- ankeppni HM, síðasti leikurinn verður gegn Lúxemborg á Laugar- dalsvelli 8. september. ísland er í þriðja sæti í riðlinum á eftir Rússum og Grikkjum með 4 stig eftir 6 leiki en Ungveijar hafa 3 stig eftir 5 leiki. Það er því til mikils að vinna hjá íslenska landsliðinu til að halda þriðja sætinu í riðlinum. Ásgeir hefur valið eftirtalda 16 leikmenn (landsleikir í sviga): Markverðir: Birkir Kristinsson, Fram (19) Ólafur Gottskálksson, KR (4) Varnarmenn: Guðni Bergsson, Tottenham (51) Hlynur Birgisson, Þór (5) Kristján Jónsson, Fram (25) Izudin Daði Dervic, KR (1) Miðjumenn: Ólafur Þórðarson, ÍA (49) Baldur Bragason, Val (5) Andri Marteinsson, FH (16) Haraldur Ingólfsson, ÍA (5) Rúnar Kristinsson, KR (31) Amar Grétarsson, UBK (13) Hlynur Stefánsson, Örebro (9) Sóknarmenn: Eyjólfur Sverrisson, Stuttgart (12) Arnór Guðjohnsen, Hácken (48) Amar Gunnlaugsson, Feyenoord (3) Ungverska liðið kemur til lands- ins á sunnudagskvöld. Þrír leik- menn liðsins leika með liðum í Belg- íu. Markvörðurinn Zsolt Petry leik- ur Gent, Emil Lorincz með Molenbe- ek og Flórian Urban með Waregem. Hinir allir leika með liðum í heima- landi sínu. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli á miðvikudaginn kemur kl. 20.00. Einn nýliði í U-21s árs liðinu Ásgeir Elíasson og Gústaf Bjömsson aðstoðarmaður hans, völdu í gær U-21s árs landsliðsins sem leikur gegn Ungveijum í und- ankeppni EM í Keflavík á þriðju- dagskvöld kl. 20. Einn nýliði er í hópnum, Helgi Kolviðsson úr HK. Annars eru hópurinn skipaður eftir- töldum leikmönnum (U-21s árs landsleikir í sviga); Markverðir: Ólafur Pétursson, ÍBK (12) Friðrik Friðriksson, Fylki (2) Varnarmenn: Láms Orri Sigurðsson, Þór (7) Sturlaugur Haraldsson, ÍA (5) Gunnar Pétursson, Fylki (4) Mjólkurbikarkeppni KSÍ Dregið hefur verið 13. umferð Mjólkurbikar- keppni KSÍ. Eftirtalin lið drógust saman: Suðvesturland: Grótta - Breiðablík, Stjaman - HK og Víðir - Haukar. • Norðurland: Völsungur - Leiftur og Hvöt - KA. Austurland: Austri - Höttur. ■ Það lið sem fyrr er talið upp fær heima- leik. Leikirnir eiga að fara fram þriðjudag- inn 22. júní kl. 20. Þau sex lið sem komast áfram leika í 16-liða úrslitum ásamt 1. deildarliðunum. ■ FYRRUM golffélagi Michaels Jordan hefur gefið út bók þar sem hann lýsir veðmálafíkn körfubolta- kappans. í bókinni segir hann Jord- an áfláðan í að veðja um úrslit í golfleikjum sínum við aðra, og aldr- ei minna en 100 þúsund dollurum í hvert sinn. ■ JORDANhelur gefið út yfirlýs- ingu vegna þessa og segist vissu- lega hafa veðjað sér til gamans en þær upphæðir sem nefndar væru í bókinni væru alveg út úr kortinu. ■ FIMMTÁN ára kylfingur úr GR, Þorkell Snorri Sigurðsson, fór holu í höggi á 17. braut vallar- ins í Grafarholti á þriðjudaginn. Hann sló af hvítum teig með tré- kylfu nr. 3 í mótvindi. Hann var að keppa í stigamóti unglinga GR og lék á 75 höggum og spilaði sig þar með inn í meistaraflokk. ■ SIGURÐUR VaJur Sverrísson var kjörinn formaður Borðtennis- sambands íslands á ársþingi sam- bandsins um síðustu helgi. Hann tók við formennsku af Gunnari Jóhannssyni, sem hafði gengt því starfi í 17 ár. Aðrir í stjórn BTÍ eru: Pétur Stephensen, Árni Si- emsen, Halldór Haralz og Helgi Gunnarsson. ■ SIGRÚN Másdóttir, hand- knattleikskona úr Stjörnunni, sleit krossbönd í hægra hné á Iandsliðs- æfingu í síðustu viku og leikur því væntanlega ekki handknattleik fyrr en eftir áramót. Miðjumenn: Steinar Guðgeirsson, Fram (14) Þórhallur Dan Jóhannsson, Fylki (5) Finnur Kolbeinsson, Fylki (11) Ágúst (fylfason, Val (10) Ásgeir Ásgeirsson, Fylki (7) Ásmundur Amarsson, Þór (2) Helgi Kolbiðsson, HK (0) Sóknarmenn: Kristinn Lárusson, Val (4) Þórður Guðjónsson, ÍA (8) Ómar Bentsen, KR (1) Helgi Sigurðsson, Fram (2) UM HELGINA Knattspyrna Laugardagur: 2. deild karla: Þróttarv.: Þróttur R. - Þróttur N..kl. 14 Grindavík: UMFG-BÍ.................kl. 14 Akureyri: KA - Tindastóll..........kl. 14 Ólafsfjörður: Leiftur-ÍR...........kl. 14 2. deild kvenna: Framvöllur: Fram - Fjölnir.........kl. 11 Reyðarfj.: Aust./Val. - Sindri.....kl. 16 3. deild karla: Garðsvöllur: Víðir-Dalvík..........kl. 14 4. deild: Grýluvöllur: Hamar - Árvakur.......kl. 14 Stykkish.:Snæfell - HB............kl. 14 Valbjarnarv.: Fjölnir-Vík. Ó1......kl. 14 Selfoss: Ernir - Leiknir...........kl. 14 Kópavogsvöllur: Hvatberar-Ægir....kl. 14 Sauðárkrókur: Þrymur-HSÞ-b.........kl. 14 Dvergasteinn: Dagsbrún-Hvöt..:.....kl. 14 Reyðarflörður: Valur-Sindri........kl. 14 Mánudagur: Bikarkeppni kvenna, 1. umferð: Sangerði: Reynir-Stjaman...........kl. 20 Neskaupstaður: Þróttur-UBK.........kl. 20 KR-völlur: KR-Valur...............kl. 20 Hvaleyrarholtsv.: Haukar-ÍA........kl. 20 4. deild karla: Höttur-Einheqi.....................kl. 20 ■Pæjumótið í knattspyrnu fer fram ! Vest- mannaeyjum og lýkur á morgun, sunnudag. Golf Opna Boss-mótið fer fram á Grafarholts- velli um helgina. Leikið er í karla og kvenna- flokki án forgjafar. Mótið gefur stig til landsliðs f karla- og kvennaflokki. Þetta er í þriðja sinn sem mótið er haldið. Tvö mót verða hjá Golfklúbbi Akureyrar um helgina. Jóhannsbikarinn í dag, laugar- dag, og LEK-mót á sunnudag. Þessi mót era síðustu viðmiðunarmótin fyrir val á 12 manna landsliði sem tekur þátt í Evrópu- móti senora sem fram fer i Frakklandi 30. júní. Opið unglingamót verður í dag á Keili- svellinum í Hafnarfirði. Keppt verður í flokkum 15 - 18 ára og 14 ára og yngri. Ræst verður út frá kl. 9. Körfuknattleikur f dag, laugardag, verður körfubolta- keppni Tommahamborgara haldin á Lækj- artorgi. Keppnin stendur yfir frá kl. 13 til 16 og er öllum heimil þátttaka. Umsjón keppninnar er í höndum KKÍ. Karlalandslið Islands mætir á svæðið og sýnir götubolta (Street Ball). Pílukast Opna sumarmót Fjarðarins í pílukasti verður haldið um helgina. Spilað verður 501 einmenningur í riðlum. Á mótið kemur er- lendur gestur, Jamie Harvey og er hann talinn einn af 20 bestu pílukösturum heims- ins í dag. Hann hefur spilað pílu I 11 ár og er núverandi skoskur meistari. Hann vann opna kanadíska mótið í tvímenningi 1992 og nýlega opna finnska mótið. Hann verður í Firðinum á sunnudaginn og spilar við sig- urvegara mótsins. Hjólreiðar Islenski fjallahjólaklúbburinn og Hjól- reiðafélag Reykjavikur standa fyrir bikar- meistaramóti í klifri og brani og verður það haldið á Bláfjallaafleggjaranum við Sand- skeið sunnudaginn 13. júní. Keppt verður I karla- og kvennaflokki 16 ára og eldri. Keppni í klifri hefst kl. 13 og í bruni kl. 14. Tennis Tennisdagur verður í dag hjá TFK í Kópavogi. Kynning verður á tennis við Kópavogsskóla kl. 13 til 17. Fulltrúar meiri- hluta og minnihluta úr Bæjarstjórn Kópa- vogs mætast í sérstakri keppni. Línuskautar Alla laugardaga í sumar frá kl. 12 verð- ur línuskautakeppni á Skautasvellinu i Laugardal. Keppt verður í samhliðabraut, Ramppallaæfíngum, hraða (500 og 5000 m) og „streethokki“. Keppt verður i fjórum flokkum: 9 ára og yngri, 10-12, 13-15 pg 16 ára og eldri. Oryggishlífar era skilyrði, þ.e. úlnliðs-, olnboga- og hnéhlífar auk hjálms. Keppnisgjald er kr. 300. Línu- skauta- og hlífaleiga ÍTR verður opin með- an á keppni stendur. KVENNAKNATTSPYRNA q Egilsstöóum Stórmót sumarsins! Dagana 2.-4. júlí nk. verður haldið glæsilegt hraðmót íknattspyrnu á Egilsstöðum hjá meistaraflokki kvenna. Leikið verður í 7 manna liðum á hálfan völlinn. KiiattsPU’Áhon *MSSSS»r st peli^ógi EgÍlSSiín?kuhátíð. iteTííl Jtdaéskra «2?tT^ricuðunt. Flugleiðir bjóða flug til og Irá Egilsstöðum á tilboðsverði fyrir Dátttakendur i mfitinu. Nánari upplýsingar og skráning í síma 97-11579 eða 97-11991 (Hilmar) eftir hádegi alla daga. í tilefni af þessu móti verður ekkert leikið í 1. og 2. deild þessa helgi. Þátttökugjald er kr. 10.000 fyrir hvert lið, en sendi sama félag fleiri en eitt lið þá er gjaldið kr. 5.000 fyrir hvert aukalið. Öllum þátttakendum verður útvegað svefnpláss. Pelikan ó stórtónleikum íEgilsstaða- skógi laugardagskvöldið 3.júlí. íþróttof élagið Höttur Egilsstödum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.