Morgunblaðið - 01.07.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.07.1993, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1993 Lögreglan sunnanlands undirbýr sig fyrir mikla ferðahelgi í upphafi júlímánaðar Þúsundir ætla í Þórs- mörk o g Þjórsárdal FYRSTA helgin í júlí hefur undanfarin ár verið að þróast yfir í að verða næstmesta ferðahelgi ársins á eftir verslunarmannahelginni. Fjöldi þeirra, sem leggja land undir fót, fer þó mikið eftir veðri, að sögn Ómars Smára Armannssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns í Reykjavík. Veðurstofan spáði í gær norðvestanátt um helgina, mildu veðri og smá vætu sunnanlands. Ómar sagði að búast mætti við að margir legðu leið sína út úr borginni og myndi lögreglan í Reykja- vík hafa aukið eftirlit af þeim sökum. Líklegt er að í Þórsmörk verði um 1.200 manns og að í Þjórsárdal geti fjöldinn orðið allt að 3.000. Ómar Smári sagðist búast við að umferðin yrði mest á Suður- landsvegi og Vesturiandsvegi og mundi dreifast á svæði frá Reykja- vík austur fyrir Seifoss og upp í Borgarnes. Hann sagði að veður hefði ekki verið mjög hlýtt fyrir norðan og þess vegna ætti hann ekki von á miklum fjölda á leiðinni þangað. Áfengisbann á Þingvöllum Fyrstu helgina í júlí í fyrra þurfti að kalla út aukalið frá lögreglunni á Selfossi til Þingvalla vegna óláta. Stefán Jóhannsson hjá lögreglunni á Selfossi sagði að þar hefði bland- ast saman fyrsta helgin í júlí og fyrsta opnunarhelgi tjaldstæða á Þingvöllum það sumar og því hefði fyöldi verið óvenju mikill. Stefán sagði að viðbúnaður núna yrði hefð- bundinn, lögreglan myndi hafa menn bæði á Þingvöllum og í Þjórs- árdal eins og venja væri. Sigurður Ámi Þórðarson, deildarstjóri í þjóð- garðinum á Þingvöllum, sagði að enginn sérstakur viðbúnaður yrði þessa helgi en benti á að öll með- ferð áfengis á tjaldstæðunum væri bönnuð og því myndi verða fylgt eftir. Mikill fjöldi í Þjórsárdal Búist er við miklum fjölda í Þjórs- árdal um helgina, þar sem 30 hljóm- sveitir munu leika á tónleikum, að sögn Kristjáns Más Haukssonar, annars framkvæmdastjóra tónleik- anna. Tónleikamir bera yfirskrift- ina íslensk tónlist í íslenskri nátt- VEÐUR y 1 ' ý . ý .....ý ..j j j í DAG kl. 12.00 Heimild: Veðursiofa íslands (Byggt ó veðurspó kl. 16.15 (gær) VEÐURHORFUR í DAG. 1. JÚLÍ YFIRLJT: Við Vestmannaeyjar er 995 mb neidur vaxandi iægð, sem hreyf- ist hægt austnorðaustur. SPÁ: Norðan- og norðvestankaldi eða stinningskaldi og rigning norðan- lands en þurrt að mestu syðra, þó smáskúrir vestanlands. Hiti 5-14 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG OG LAUGARDAG: Norðan- og norðvestanátt, víðast fremur hæg. Vætusamt á Norður- og Norðausturlandi og einnig dálítil rigning öðru hverju um landið vestanvert. Suðaustantil verður lík- ast til þurrt. Fremur svalt í veðri, einkum norðanlands. Á sunnudag er útlit fyrir ákveðnari norðvestanátt, einkum austanlands, en litlar breyting- ar að öðru leyti. Nýir veðurfregnatfmar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 18.30, 22.30. Svarsími Veðurstofu Islands - Veðurfregnir: 980600. Heiðskírt / / / / r r r r Rigning Léttskýjað * / * * r / * / Slydda Hálfskýjað * * * * * * * * Snjókoma á Skýjað Alskýjað V Ý V Skúrir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaörimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig.^ 10° Hitastig V Súld = Þoka itig.. FÆRÐÁ VEGUM: (Kl.17.30ígær) Greiðfært er um alla helstu þjóðvegi landsins. Hálendisvegir eru óðum að opnast hver af öðrum, og er t.d. orðiö fært um Uxahryggi, í Eidgjá að sunnan, Veiðivötn, Jökulheima, Herðubreiðarlindir. Kverkfjöll og Land- mannalaugar um Sigöldu. Einnig er Kjalvegur orðirin fær stórum bílum. Víða er unnið við vegagerð, og eru vegfarendur af gefnu tilefni beðnir um að virða þær merkinga/ sem þar eru. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti I síma 91-631500 og á grænni línu, 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hitl veður Akureyrl 13 akýjað Reykjavík 7 rigning og súld Bergen 16 skýjað Helsinki 18 skýjað Kaupmannahöfn 20 léttskýjað Narssarssuaq 7 léttskýjað Nuuk 3 skýjað Ósló 22 léttskýjað Stokkhólmur 22 léttskýjað Þórshöfn 11 alskýjað Algarve 27 léttskýjað Amsterdam 23 heiðskírt Barcelona 23 hálfskýjað Berlín 22 léttskýjað Chicago 16 skúr Feneyjar 24 léttskýjað Frankfurt 26 léttskýjað Glasgow 17 úrkoma Hamborg 18 léttskýjað London 26 léttskýjað Los Angeles 18 mistur Lúxemborg vantar Madríd 26 skýjað Malaga 32 heiðskfrt Mallorca 27 léttskýjað Montreal 17 léttskýjað NewYork 22 léttskýjað Orlando 22 skur Parls 22 skýjað Madeira 21 skýjað Róm 26 léttskýjað Vín 24 hálfskýjað Washington 23 alskýjað Winnipeg 14 skúr Tjaldafjöldi REIKNA má með að mikill fjöldi tjalda verði í Þjórsárdal og Þórs- mörk. úru. Kristján sagði að flestir, sem kæmu í Þjórsárdalinn væru á aldrin- um 18 til 20 ára en aldurstakmark- ið á tónleikana er 16 ár. Hann sagði að 800 miðar á tónleikana hefðu selst í forsölu og miðað við það og veðurútlit mætti eiga von á allt að 3.000 manns í Þjórsárdalinn. Mikill viðbúnaður verður á vegum tón- leikahaldaranna, að sögn Kristjáns, og hafa verið fengnir gæslumenn til að fylgjast með, Stígamót verða á svæðinu og einnig Slysavarnafé- lagið og hjúkrunarkona. Fólk í Þórsmörk eldra en áður í Þórsmörk munu væntanlega verða um 1.200 manns og virðist meðalaldur þar ætla að verða hærri en mörg undanfarin ár. Gunnar Sveinsson, framkvæmdastjóri BSÍ, taldi að í Húsadal yrði fólk nokkrum árum eldra en það, sem færi í Þjórs- árdalinn, eða yfir 20 ára. Omar Óskarsson, framkvæmdastjóri Austurleiða hf., sem leigja út tjald- stæði í Húsadal í Þórsmörk, sagði að búið væri að panta tjaldstæði fyrir um 600 manns og mikið bæri á stórum hópum. Miðað er við að mesti fjöldi í Húsadal geti verið 1.000 manns, að sögn Ómars. Ferðafélag íslands sér um Langadal í Þórsmörk. Kristján Baldursson, framkvæmdastjóri Ferðafélagsins, sagði að til skamms tíma í sumar hefðu ekki verið tekn- ar niður bókanir í Langadal vegna slæmrar reynslu af ölvun og ungl- ingalátum fyrstu helgina í júlí í fyrra og hittifyrra. Hann sagði að gert væri ráð fyrir að 350 manns gætu verið í einu í Langadal. Þegar hefðu 200 pantað og væri það mest- megnis fjölskyldufólk. „Ég á von á því að þetta verði góð helgi og við ætlum að stefna að því að fólk geti notið þarna friðsældar, kyrrðar og ánægju í þessari náttúrupara- dís,“ sagði ‘Kristjá'n Baldursson. Borað eftir heitu vatni í Reykhólahreppi 7 5 stiga heitt vatn úr holu í Geiradal Miðhúsum. RÚMLEGA 20 sekúndulítrar af 75 stiga heitu vatni hafa fengist úr 578 metra djjúpri borholu sem boruð var í landi Kletts í Geiradal í vor og mun vera hægt að fá meira vatn úr borholunni með dæl- ingu. Reykhólahreppur hefur staðið fyrir rannsóknum og borunum eftir heitu vatni á þessu svæði og að sögn Bjarna P. Magnússonar, sveitarstjóra á Reykhólum, mun vatnið úr holunni nægja til upphit- unnar í Króksfjarðarnesi og þeim bæjum í Geiradal sem vijja. Einn- ig munu Saurbæingar geta fengið heitt vatn frá Klettsholunni þegar Gilsfjarðarbrúin verður komin. Reykhólahreppur fékk á sínum tíma Orkustofnun til að gera úttekt á vatnsbúskap í hreppnum, en um borunina sáu Jarðboranir hf. Að sögn Kristjáns Sæmundssonar, jarðfræðings hjá Orkustofnun, var volgra með 19 stiga heitu vatni á jörðinni Kletti og hófust rannsóknir þar haustið 1991. í fyrrahaust var boruð 400 metra djúp rannsóknar- hola, en í vor var síðan boruð önn- ur 580 metra djúp hola skammt frá og fengust þá rúmlega 20 sekúndu- lítrar með dælingu af rúmlega 70 stiga heitu vatni, en holan var próf- uð síðastliðinn þriðjudag. Berggrunnurinn í Reykhóla- hreppi er að mestu hlaðinn upp úr basaltlögum sem runnu fyrir 10 til 12 milljónum ára og í honum eru þijár fornar eldstöðvar. Elsta eld- stöðin er undir Reiphólsfjöllum og á bæ sínum í Djúpadal lét Samúel Zakaríasson bora eftir heitu vatni og hefur hann nú virkjað þar heitt vatn til heimilisnota og byggt litla sundlaug. Önnur forn eldstöð er við Berufjörð og Króksfjörð, sem hún er kennd við, og er Klettur í Geirad- al í jaðri þeirrar eldstöðvar. Nálægt Flatey á Breiðafirði er síðan þriðja eldstöðin þannig að líkur eru á að þar megi bora eftir heitu vatni. Sveinn Sleipnir Nýir kjara- samningar undirritaðir BIFREIÐASTJÓRAFÉLAGIÐ Sleipnir, félag langferðabílstjóra, og viðsemjendur þess hafa undir- ritað nýja kjarasamninga sem eru sainhljóða kjarasamningum ASI og samtaka vinnuveitenda. Efnis- legt samkomulag hefur legið fyrir frá í maí en ágreiningur hefur verið um hvaða atvinnurekendur ættu að skrifa undir samningana. Guðlaugur Þorvaldsson ríkissátta- semjari sagði að endanlega hefði verið gengið frá undirritun samning- anna í gær. Hann sagði að um fjöl- marga atvinnurekendur væri að ræða sem ekki væru allir í Félagi sérleyfishafa, Félagi hópferðaleyfis- hafa eða aðilar að Vinnuveitenda- sambandi íslands en samninganefnd Sleipnis krafðist þess að allir við- semjendur langferðabílstjóra kæmu að undirritun samninganna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.