Morgunblaðið - 01.07.1993, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1993
Eg tala í sólgosum
Bókmenntir
Skafti Þ. Halldórsson
Jón Stefánsson: Hún spurði hvað
ég tæki með mér á eyðieyju. Ljóð.
Forlagið 1993.
Það má hafa töluverða ánægju
af lestri nýrrar ljóðabókar Jóns
Stefánssonar, Hún spurði mig hvað
ég tæki með mér á eyðieyju. Að
mörgu leyti eru ljóð Jóns sviplík
ýmsu sem yngri skáldakynslóðin
hefur verið að gera að undanfömu.
Jón kallast gjarnan á við önnur
ungskáld (Þorstein Joð, Hrafn Jök-
ulsson) eða vísar til skálda á annan
hátt. Rómantískt mynstur og róm-
antísk gildi eru á sveimi og ljóðsjálf-
ið er í forgrunni. Jón er þó ekki
allur þar sem hann er séður. Hann
er háðskur og glettinn og þessir
eðlisþættir gefa skáldskapnum auk-
ið vægi.
Kveðskapur Jóns hefur tekið
nokkmm breytingnm frá fyrri ljóða-
bókum hans.‘ Orðfærið er hnitmið-
aðra en áður og að mörgu leyti
fágaðra án þess þó að ljóðin verði
endilega miðleitin eða innhverf.
Jón skiptir bókinni í fjóra ljóða-
flokka. Allir hefjast þeir á tilvísun-
um í ljóð annarra skálda og tengj-
ast þær efni flokkanna. Þannig er
vísað til Majakovskís sem boðar
kvensemi, Tom Waits sem leiðir
okkur inn í heim firringar og nihil-
isma, Keki Amn Das sem boðar
lífsnautnina fijóu og Þorsteins frá
Hamri sem yrkir um myrkrið í hjart-
anu en þó ekki endilega það. Efni
flokkanna er því fjölskrúðugt. Allt
frá kenndum til kvenna, vináttu,
lífsnautn, Ijóðinu sjálfu og lífínu til
harmsefna, einsemdar, myrkurs en
ekki síst þverstæðu lífsins og dauð-
ans.
Ljóðmál Jóns er myndríkt og
hann beitir oft sterkum meðulum,
ekki síst ofhvörfum til að ná fram
tilætluðum áhrifum. Einkum tengj-
ast þau á sjálfhæðinn hátt ljóðmæl-
anda sjálfum með þeim afleiðingum
að ljóðsjálfið virkar stundum allt
að því uppbelgt eða eins og ofláti
og minnir dálítið á Majakovskí:
Kona
ég talá í sólgosum
ég dey eins og guð
Kona
þú ert einungis 37 gráðu heitt augnablik
á leið minni til sólar
og ég verð endilega
að snerta þig
þama
Mesta vinnu sýnist mér skáldið
hafa lagt í fyrsta ljóðaflokk bókar-
innar sem fjallar um kenndir til
konu og framangreind tilvitnun er
úr. Hann er heilsteyptur og margt
er þar hnyttilega ort. Hins vegar
finnst mér ekki alltaf ganga upp
hjá skáldinu að túlka kenndirnar.
Ef til vill er það aðferðin, vitsmuna-
legur leikur með orð og hugmyndir
Söngleikur í
Langholtskirkju
NEMENDUR Midt-Djurs Musik-
skole frá Jótlandi mun flytja
söngleikinn „Godspell" í Lang-
holtskirkju í kvöld, fimmtudag
1. júlí kl. 20. Textinn er sóttur í
Mattheusarguðspjallið og er hér
fluttur á dönsku.
Hópurinn hefur undanfama daga
heimsótt Selfoss, Reykjavík og
Akranes og flutt söngleikina „Jos-
eph and the Amazing Technicolor
Dreamcoat" eftir Tim Rice og
Andrew Lloyd Webber og söngleik-
inn „Godspell" eftir John Michael
Tebelak og Stephen Schwartz.
Tónlistin í söngleikjunum er pop-
rokk tónlist 7. áratugarins. Meðal
laga sem koma fyrir eru „Day by
day“ og „Tum Back“. Þetta er síð-
asta sýning hópsins hér á landi að
þessu sinni.
(Fréttatilkynning)
Nemendur frá Midt-Djurs Musik-
skole frá Jótlandi munu flytja
söngleikinn „GodspelI“ í Lang-
holtskirkju i kvöld kl. 20.
EIGNASALAIM
REYKJAVIK
Símar 19540-19191
Yfir 35 ára reynsla
tryggir öryggi þjónustunnar
DÚFNAHÓLAR 5 HERB.
M/30 FM BÍLSKÚR
Vorum að fá í sölu sérl. góða 5 herb.
rúml. 120 fm. endaíb. á 2. haeð í fjölb.
Skiptist í 3 svherb. og saml. stofur
m.m. (geta veriö 4 svherb.). Sór
þvottah. í íbúöinni. Gluggar á 3 hliöum.
Óvenju glæsil. útsýni yfir borgina. Tæpl.
30 fm. innb. bílsk. á jarðh. hússins fylg-
ir meö. Eign í sérfl.
STARRAHÓLAR
SALA - SKIPTI
Um 300 fm mjög góö íbúð á frób. útsýn-
isstaö. Innb. bílsk. á jarðh. Bein sala
eða skipti á minni eign.
SEUENDUR ATHl
OKKUR VANTAR ALLAR GERÐIR
FASTEIGNA A SÖLUSKRÁ. SKOÐUM
OG VERÐMETUM SAMDÆGURS.
EIGNASALAN
REYKJAVIK
Ingólfsatræti 8
Sími 19540 og 19191 ||
Magnús Einarsson,lögg.fastsali,
Eggert Elfasson, hs. 77789,
Svavar Jónsson, hs. 33363.
, ® 62-20*30
{ FASTEIpNA
| MIÐSTOÐIN
Skipholti 50B
Raðhús — parhús
LAUGARNESHVERFI 6171
Mjög fallegí 190 fm endaraðh. ásamt 25
fm bllsk. Kj. + 2 hæðir. Mögul. á séríb. í
kj. Suðursvalir mað stiga niöur á fallega
lóð. Eign sem býður uppá mikla mögul.
Verð 13,4 millj.
VlÐIHLÍÐ 6331
Vorum að fá I einkesölu perh. é
þessum eftírsótta stað. Efgnln er
é tveimur heeðurn u.þ.b. 188 fm.
Áhv. 2,6 mlllj. Mjög éhugaverð
eign.
2ja herb.
SPÓAHÓLAR 1446
Til sölu falleg 2ja herb. 75 fm íb. i litlu
nýviögerðu og máluöu fjölb. Sórgaröur.
Áhv. 2,7 millj. veðdeild. Verð 6,3 millj.
Jón Stefánsson
um kenndir, sem gerir það að verk-
um að kenndimar sjálfar falla hálf-
partinn í skuggann af andagift
skáldsins. Mér finnst t.d. ljóðið tólfta
kennd til konu missa marks þótt
það gangi í sjálfu sér upp sem heild.
Þar segir frá árangurslausri leit ljóð-
mælanda að orði yfír bros sem þeg-
ar upp er staðið „auðvitað / er ekki
til“ frekar en orðið yfír það. Ef til
vill má líta á þetta ljóð sem umfjöll-
un um vanda skáldsins í viðleitni
þess að túlka óræðar kenndir en
einhvem veginn finnst mér megin-
hugmyndin of iangsótt og ljóðið
verkar á mig fyrst og fremst sem
orðaleikur.
Mörg ljóða Jóns í þessum ljóða-
flokki sem öðrum standa þó vel fyr-
ir sínu. Helsti styrkur hans er góð
kímnigáfa blönduð dálítilli kald-
hæðni. Þótt örli á harmrænum yrk-
isefnum er Jón ekki ýkja sannfær-
andi í hlutverki hins harmræna
skálds. Að sönnu yrkir Jón um jazz-
manninn „sem þlæs myrkri" og
nóttina „sem réttir þér snöru og
trjágrein / eins og sigurmerki". En
myrkrið verður fyrir kaldhæðinni
gengisfellingu í kvæðinu júní og
reynist „bara svartur köttur / sem
hleypur yfír götuna / með fugl í
kjaftinum".
Jón hefur einnig glöggt auga fyr-
ir skoplegu hliðum hins blúsaða
mannlífs eins og í kvæðinu ástæðu-
laust (eða nafnlaust barljóð):
I
hann sagði:
um hvað var ég aftur að tala
og rýndi gepum
þétta vímuna
eftir orðum
sem gætu haldið nafni
hans á lofti
II
Musica antidogma
Tónlist
Jón Ásgeirsson
Musica antidogma er nafn á
ítalskri kammersveit og á Lista-
hátíð Hafnarfjarðar lék kvartett
úr þessari sveit nokkur ítölsk
nútímaverk og eitt verk eftir
Hauk Tómasson. Það er nú svo
með nútímann í nútímatónlist-
inni, að hann er orðinn býsna
gamall og hefur verið kenndur
lengi í skólum en skóla er það
áskapað, að þar er það aðeins
kennt, sem hefur verið sannað
og staðlað í kennanlegt form.
Tónleikamir hófust á Souffle
(blástur) fyrir einleiksflautu eft-
ir ítalska tónskáldið Goffredo
Petrassi (1904). Verkið er samið
fyrir þrjár flautur (Alt, sópran
og piccolo) og var frábærlega
vel leikið. Verkið sjálft er „hljóð-
leiks-klisja“ og aðeins skemmti-
legt áheyrnar því flautuleikar-
inn, Tommaso Valletti, hefur
einstaklega mikið vald á tón-
myndun og lék sér að alls konar
fallegum blæbrigðum, eins og
t.d. á piccolo-flautuna.
Sjö smámunir fyrir klarinett
og píanó eftir Hauk Tómasson
er, að því er undirritaðan minnir,
skólaverk og ágætlega samið og
var vel flutt af Edmondo Te-
desco á klan'nett og Marinella
Tarenghi á píanó. Gymel (nafn
á tvísöng frá því á 5. öld) fyrir
flautu og píanó eftir ítalska tón-
skáldið Castilione (1932) er
samið 1960. í þessu verki skipt-
ast á hljómklasar á píanó, þar
sem pedal-eftiróman er notuð á
móti tónlínum flautunnar og
flautuleikarinn leikur sér með
„klofna“ tóna og yfirtóna en
verkið endar á stuttu tremolo-
stefi, þar sem lítil þríund er nið-
urlag verksins. Þetta verk, sem
er að mörgu leyti vel unnið en
ekki frumlegt, var mjög vel flutt.
Preghiera di ringraziamento
(Þakkarbæn) fyrir einleiksflautu
eftir Savatore Sciarrino er sér-
kennilegt verk, þar sem skiptast
á nokkuð reglubundið hratt tre-
molostef og staktónabrot, þar
sem leikið er með alls konar
blæbrigði. Hraða tremolostefið
minnti á hraðlestur venjubundnu
bænanna en á milli þeirra er
staldrað við og hugleitt eitthvað
breytilegt. Þessi reglubunda
skipan tónhugmyndanna var of
oft endurtekin og kæmi þessi
snjalla hugmynd betur út, ef
verkið væri stytt að nokkru.
Flautuleikarinn Valletti lék
verkið aldeilis stórkostlega vel.
Skemmtilegasta verk tónleik-
anna var tvíleiksverk fyrir flautu
og klarínett eftir Giacinto Scelsi,
er heitir Ko-Lho. Verkið er
byggt upp sem sérkennileg tog-
streita um tónskipan á milli
hljóðfæranna og var alveg laust
við þær tónbrellur, sem ein-
kenna alla nútíma skólamúsík.
Þrátt fyrir að hvergi sé brugðið
frá þessari sérkennilegu tog-
streitu og verkið sé í raun ákaf-
lega tilbreytingalítið, býr það
yfir undarlegum seiðandi krafti,
sem naut sín í afburðagóðum
samleik félaganna.
Tónleikunum lauk með tveim-
ur verkum eftir Enrico Corregg-
ia, Ocean inconnu fyrir píanó
og Samek-Shin fyrir klarínett,
píanó, flautu og fiðlu (Nilis
Cranitch). Píanóverkið var
áheyrilegt og mjög vel leikið en
það síðara, kvartettinn, var hins
vegar heldur lakari og ófrumlegt
og hékk aðeins saman á ágætum
leik félaganna en þó sérstaklega
frábærum flutningi klarínettu-
leikarans.
NYJAR BÆKUR
Ljóðasafn
finnskra skálda
þetta voru bestu ár ævi minnar
enda man ég ekkert eftir þeim
Hin nýja ljóðabók Jóns Stefáns-
sonar hefur að geyma fjölbreyttan
og skemmtilegan skáldskap. Hún
er kunnáttusamlega samin og ljóðin
bera þess vitni að hér er þroskað
skáld á ferð.
VÁKORTALISTI
Dags. 1.7.1993.NR. 131
5414 8300'2760 9204
5414 8300 1028 3108
5414 8300 0310 5102
5414 8300 1130 4218
5414 8300 1326 6118
5414 8300 2814 8103
5414 8300 3052 9100
5422 4129 7979 7650
5221 0010 9115 1423
Ofangreind kort eru vákort,
sem taka berúrumferð.
VERÐLAUN kr. 5000.-
fyrir þann, sem nær korti
og sendir sundurklippt til
Eurocards.
KREDITKORT HF.,
Ármúla 28,
108 Reykjavík,
sími 685499
ÚT ER komið á vegum bók-
menntafélagsins Hringskugga
safn Ijóða finnskra skálda í
túlkun Lárusar Más Björns-
sonar.
Safnið ber heitið Veraldir og er
sjálfstætt framhald safnsins Vor-
aldir, sem út kom á sl. ári.
Voraldir hafði að geyma ljóð
eftir Solveig von Schoultz og Gösta
Agren, en í hinu nýja safni, Ver-
öldum, er úrval ljóða Martin Enc-
kell, Paavo Haavikko, Lars Huldén
og Sirrka Annikki Turkka. Skáldin
eru fædd á timabilinu 1926-1954
og eru öll í fremstu röð í heima-
landi sínu.
Auk ljóða er að finna í safninu
ítarlega kynningu á þeim höfund-
um sem eiga verk þar. Veraldir
er 93 bls., gefín út með styrk frá
Norræna þýðingarsjóðnum. Off-
setfjölritun sá um prentverk, en
Magnús Kjartansson hannaði
kápumynd.
í 111^1 ^8)
laU>
Lárus Már Björnsson
Upplestur á þremur
tungumálum
Auk ljóðatúlkana hefur Lárus
Már Björnsson gefið út frumsamin
ljóð og birt greinar um bókmennt-
ir, m.a. í Lesbók Morgunblaðsins.
Safnið Veraldir verður kynnt
með upplestri á veitingastaðnum
Café au Lait í Hafnarstræti í
kvöld, fimmtudagskvöldið 1. júlí,
kl. 21.
Ljóðin verða lesin á íslensku,
vsænsku og finnsku. Lesarar verða
Katarina Sandelin og Lárus Már
Björnsson.