Morgunblaðið - 01.07.1993, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 01.07.1993, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1993 TENNIS / WIMBLEDONMÓTIÐ ft Meistarinn úr leik Pete Sampras sigraði landa sinn, Andre Agassi í átta manna úrslitum. Boris Beckervann Michael Stich ílyrsta sinn á grasi Sigurmark á síðustu stundu LEIFTUR færðist uppfyrir Blika á toppi 2. deildar þegar liðið sigr- aði KA á heimavelli sínum í gærkvöldi 3:2. KA-menn voru tvö eitt yfir er fimm mínútur voru eftir, en tvö mörk Leiftursmanna undir lokin tryggðu þeim sigurinn. Fyrri hálfleikur var fjörugur og fengu bæði lið sín færi. Leift- ursmenn voru þó heldur grimmari í að skapa sér færi, Benjamin en mikil barátt? var Jósefsson í KA-mönnum. I síð- skrifarfrá ari hálfleik harðnaði Ólafsfirði leikurinn, Leifturs- menn héldu áfram að skapa sér færi og skoruðu fyrsta markið á 68. mínútu. Þar var að verki Gunn- ar Már Másson með skalla eftir hornspyrnu. Á 82. mínútu jafnaði Halldór Kristinsson með skalla og þremur mínútum síðar kom ívar Bjarklind KA yfir eftir sendingu Ormarrs Örlygssonar. En Leiftursmenn voru ekki á því að gefast upp. Á 88. mínútu tók Páll Guðmundsson hornspymu inn í teig þar sem Pétur Björn Jónsson skallaði í markið. Sigurmarkið kom mínútu síðar, Leiftursmenn skutu í varnarmenn KA, þaðan hrökk bolt- inn til Páls Guðmundssonar sem skoraði. Hálfri mínútu síðar fékk hann aftur dauðafæri en brást bogalistin í það skiptið. KA-menn börðust vel í leiknum og áttu góða möguleika á sigri, en Leiftursmenn rifu sig upp í restiria og hirtu öll stigin. Einar Einarsson, Gunnar Már Másson og Páll Guð- mundsson voru bestir Leifturs- manna en ívar Bjarklind og Ormarr Örlygsson stóðu upp úr liði KA. Reuter Virding ANDRE Agassi og Pete Sampras hneigja sig fyrir hinum konungbornu eftir leikinn í átta manna úrslitum. Agassi tapaði fyrir Sampras í fimm hrinu leik og nær því ekki að veija titil sinn, en Boris Becker vann Mich- ael Stich, einnig í fimm hrinu leik, en Stich hafði til þessa alltaf unnið gras- viðureignir þeirra. ÚRSLIT KR-Valur KR-völiur, íslandsmótið í knattspymu, 1. deild — 7. umferð, miðvikdaginn 30. júní 1993. Aðstæður: Blautur völlur og háll, smá gjóla og heldur kalt. Mörk KR: Tómas Ingi Tómasson (19.), Ómar Bendtsen (82.) Gult spjald: Ómar Bendtsen (54.), Einar Þór Daníelsson (61.), Þormóður Egilsson (82.), allir KR, Þórður B. Bogason (67.) og Jón S. Helgason (81.), báðir Val - allir fyr- ir brot. Rautt spjald: Enginn. Dómari: Gylfi Orrason. Frábær; besti mað- ur vallarins. Línuverðir: Gunnar Ingvarsson og Gfsli Björgvinsson. Áhorfendur: 1.414. KR: Ólafur Gottskálksson - Atli Eðvalds- son, Þormóður Egilsson, Izudin Daði Dervic - Bjarki Pétursson (Steinar Ingimundarson 75.), Gunnar Skúlason, Heimir Guðjónsson, Rúnar Kristinsson, Einar Þór Daníelsson - Ómar Bendtsen, Tómas Ingi Tómasson. Valur: Bjami Sigurðsson - Jón Grétar Jóns- son, Steinar Adolfsson, Jón S. Helgason - Sigurbjöm Hreiðarsson, Sævar Jónsson, Ágúst Gylfason, Hörður Már Magnússon, Kristinn Lárasson (Þórður Birgir Bogason 62.) - Gunnar Gunnarsson (Amljótur Dav- íðsson 69.), Antony Karl Gregory. PP Bjami Sigurðsson, Val. m Ólafur Gottskálksson, Þormóður Egilsson, Atli Eðvaldsson, Einar Daníelsson, Tómas Ingi Tómasson, Ómar Bendtsen, KR. Sævar Jónsson, Val. WIMBLEDONMEISTARINN íeinliðaleik karla frá þvi ífyrra mun ekki verja titilinn íár; með öðrum orðum, hinn bandarfski Andre Agassi tapaði í átta manna úrslitum fyrir landa sínum Pete Samp- ras, í spennandi fimm hrinu leik. Boris Becker bar sigurorð af landa sínum Michael Stich, einnig ífimm hrinu leik, en Sampras og Becker munu mætast í undanúrslitunum á morgun. Stefan Edberg sigraði andstæðing sinn Cedric Pioline auðveldlega og sömu sögu er að segja af Jim Courier sem lék gegn Todd Mart- in. Báðir sigruðu þeir 3:0 og mætast í hinum undanúrslitaleiknum. Feðgar á toppnum FEÐGARNIR Pétur Marteinsson leikmaður með Leiftri og Marteinn Geirsson þjálfari félagsins eru nú á toppnum í annarri deild. Stich var yfir eftir þijár hrinur, 1:2, en Becker vann tvær síðustu hrinumar 6-2 og 6-4 og tryggði sér þar með sæti í undanúrslitunum. Sigur Becker á Stich var söguleg- ur, því þótt ótrúlegt megi virðast hefur Becker aldrei sigrað hann áður á grasvelli. Stich sigraði t.a.m. Becker í úrslitaleiknum á Wimble- don fyrir tveimur árum. „Ég var ekki að leita hefnda. Það er fyrir fólk sem hatar og ég hata engan,“ sagði Becker eftir leikinn. „Þetta er örugglega besti leikurinn minn til þessa á Wimbledon, að minnsta kosti sá lengsti. Hann vann mig fyrir tveimur árum svo þetta var nokkuð taugatrekkjandi,“ sagði Becker. Stich sagði að þeir hefðu líklega báðir leikið vel. „Hann [Bec- ker] einbeitti sér mjög að því sem hann var að gera. I úrslitunum 1991 var hann alltaf að öskra á sjálfan sig. í dag sagði hann ekki orð,“ sagði Stich. Ómögulegt að spá Ómögulegt er að segja til um hvort Sampras eða Becker fari í úrslitin, Sampras er efstur á heims- listanum og á styrkleikalista móts- ins og ætti samkvæmt því að vinna Becker, sem aðeins er í fjórða sæti á styrkleikalistanum. Becker hins vegar virðist í ágætu formi og er sérfræðingur á grasinu, og meiðslin sem hafa verið að hijá Sampras setja án efa strik í reikninginn. Stefan Edberg, sem er númer tvö á styrkleikalistanum, er líklegri en andstæðingur hans Jim Courier til að sigra í viðureign þeirra, þó eng- in skyldi afskrifa Courier. Agassi byijaði ákaflega illa á móti Sampras, og tapaði fyrstu hrinunum tveimur 6-2 og 6-2. Hann tók sig hins vegar á í næstu tveimur hrinum og vann þær 3-6 og 3-6 en tapaði úrslitahrinunni 6-4. Báðir hafa átt við meiðsli að stríða og áttu þau án efa sinn þátt í slökum köflum beggja í leiknum. Sampras meiddist reyndar í leiknum og þurfti að leita aðhlynningar hjá þjálfara sínum um stund, en náði samt sigri. Agassi var ekki ánægð- ur með frammistöðu sína og sagði hana langt fyrir neðan það sem hann hefði sýnt undanfarin ár. „Ég er alls ekki ánægður með leik minn í fyrstu tveimur hrinunum. Það gekk allt illa, ég var mjög ragur.“ En Agassi sagðist ekki vera að öllu leyti óánægður. „Þetta hefði verið miklu verra hefði ég tapað þriðju hrinunni jafn illa og tveimur fyrstu. Hann [Sampras] hins vegar náði upp það góðum leik á réttum tíma að ég átti ekkert svar. Það er málið og auðvelt að viðurkenna það,“ sagði Agassi. Rafmögnuð spenna Hinn toppleikurinn, leikur Þjóð- veijanna Beckers og Stich, var jafn- vel enn meira spennandi en leikur Barbara Strelsand flaug sérstak- lega til London til að fylgjast með vini sínum Agassi. Ekki er enn komið á hreint hvers kyns form af vináttu er á milli þeirra Streisand, sem er 51 árs gömul, og hins unga Agassi. Bandaríkjamannanna. Becker, sem þrisvar hefur unnið á Wimbledon og fimm sinnum leikið til úrslita á síðustu sex árum, þurfti á allri sinni reynslu að halda til að sigra Stich, í ótrúlegum baráttu- og tauga- trekkjandi leik sem stóð í fjórar klukkustundir og fjórtán mínútur. KNATTSPYRNA Húsrannsókn hjá Marseille ÓVÆNT húsrannsókn var framkvæmd í höfuðstöðvum franska knattspyrnufélagsins Marseille ígær af lögreglu og var hún í sjö klukkustundir að fara í gegnum ýmis skjöl sem varpað gætu Ijósi á þær ásakanir sem félagið hefur verið borið varð- andi mútugreiðslur. Lögreglan hafði á brott með sér nokkur skjöl, en eftir á að koma i ijós hvor þau skýri málið eitthvað. Jorge Burruchaga, leikmaður með Valenciennes, kom frá Argentfnu í gær til Parísar, en hann er einn af þremur leikmönn- um félagsins sem halda því fram að Marseille hafi boðið sér greiðsl- ur fyrir að sjá til að Marseille sigr- aði í leik iiðanna í frönsku deilda- keppninni í vor. Leikmennimir segja að Jean-Jacques Eydelie, miðvallarleikmaður hjá Marseille, hafi ásamt stjórnarformanni Mar- seille boðið þeim fé fyrir að tapa leiknum. Eydelie er enn í varða- haldi í Vaienciennes þar sem hann er yfirheyrður um þátt sinn í málinu. Silvio Berlusconi, forseti ítalska knattspymufélagsins AC Milan, sem tapaði fyrir Marseille f úr- slitaleik Evrópukeppni meistara- liða í vor með einu marki gegn engu, sagði að ef þetta mál leiddi til þess að bikarinn yrði tekinn af Marseille, myndu þeir aldrei samþykkja að taka við honum, heldur fara fram á að nýr úrslita- leikur færi fram, milli þeirra og Glasgow Rangers, sem tapaði fyr- ir Marseille í undanúrslitum keppninnar. 2. DEILD KARLA ÍR - UBK .....................0: 1 TINDASTÓLL- STJARNAN .........3: 5 LEIRUR- KA....................3:2 ÞRÓTTURN,- GRINDAVfK .........2: 1 Bi- ÞRÓTTUR R.................2: 2 Fj. leíkja u J T Mörk Stig LEiFTUR 7 5 1 1 18: 9 16 UBK 7 5 1 1 11:2 16 STJARNAN 7 4 2 1 15: 8 14 ÍR 7 3 1 3 12: 12 10 GRINDAVÍK 7 3 1 3 8: 9 10 ÞRÓTTURN. 7 3 1 3 10:16 10 ÞRÓTTURR. 7 2 3 2 10: 11 9 TINDASTÓLL 7 1 2 4 13: 17 5 KA 7 1 1 5 8: 14 4 Bí 7 0 3 4 6: 13 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.