Morgunblaðið - 01.07.1993, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.07.1993, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1993 31 um. Hann var maður sanngjarn en líka fastur fyrir þegar þess var þörf. Hann naut trausts vinnuveit- enda sinna og ekki síður viðskipta- mannanna sem töldu málum sinum vel borgið í höndum hans. Þess varð ég oft var. Ingólfur var hóg- vær maður og naut vinsælda sam- starfsmanna sinna. Hann var ein- staklega þægilegur maður í allri umgengni og létt lund hans og spaugsemi lífgaði upp á hversdags- leikann. Hann tók virkan þáttí fé- lagslífi samstarfsfólksins, var ómissandi maður í bridssveitinni og naut þess að gleðjast á góðri stund. Hinn 3. desember 1948 kvæntist Ingólfur eftirlifandi konu sinni Sig- ríði Unni Ottósdóttur og eignuðust þau fjögur böm: Svanhvíti Gróu, maki Tryggvi Þór Aðalsteinsson, Eðvarð, maki Svanhildur M. Ólafs- dóttir, Jón Steinar, maki Berglind H. Ólafsdóttir og Dóra, Maki Svav- ar Ingvarsson. Á sl. sumri kenndi Ingólfur sér meins sem reyndist vera illvígur sjúkdómur. Ingólfur tók veikindum sínum af stakri karlmennsku og sinnti störfum sínum svo lengi sem hann mátti. Hann tók sér sumar- leyfi nú í vor til að heimsækja dótt- ur sína og fjölskyldu hennar í Sví- þjóð, en átti ekki afturkvæmt á vinnustað eftir það. Að leiðarlokum kveðjum við sam- starfsmennirnir Ingólf með söknuði og færum fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Ingólfs Böðv- arssonar. Ólafur B. Thors. Enginn getur tapað nema sá sem á kost á að vinna. Þetta kom upp í huga minn þegar að mér barst andlátsfregn Ingólfs Böðvarssonar. Kynni okkar byijuðu hjá Almenn- um Tryggingum hf. fyrir u.þ.b. 25 árum. Þá vann margt af góðu fólki þar, þó má segja að skoðunarmenn- irnir okkar hafi borið af. Einn af þeim var auðvitað Ingólfur Böðv- arsson. Þegar minningabrotin fara að koma upp í hugann man ég hvað Ingólfur og Sissa voru alltaf hress og skemmtileg. í öllum ferðalögum sem við fórum í kunnu þau ógrynni af söngvum sem þau kenndu okk- ur. Á milli þeirra og okkar sem yngri vorum var ekkert til sem hét kynslóðabil. Ég var líka svo heppin að búa nálægt þeim fyrstu hjúskaparárin mín. Það var ekki svo sjaldan sem þau réttu okkur hjálparhönd þá með ýmsu móti. Þó var einn hlutur sem tengdi okkur hvað mest saman, en það var brids. Áttum við margar ógleyman- legar stundir á þeim vettvangi, ég man hvað hláturinn dillaði í Ingólfi þegar að hann vann, sem var oft- ast, og eða þegar svíningarnar tók- ust, en því miður tókst ekki að svína á þennan illvíga sjúkdóm sem leiddi hann til dauða á svo stuttum tíma.. Sissa mín, börn og aðrir aðstand- endur, ég votta ykkur mína innileg- ustu samúð. Ólöf Sigurðardóttir. Það er erfitt að setjast niður til að setja á blað minningarorð um góðan starfsfélaga. Það er svo stutt síðan hann var heill heilsu. í fyrra- sumar veiktist Ingólfur af krabba- meini sem núna hefur haft betur í baráttunni. Ingólfur tókst á við veikindin með stillingu og prýði, hann brosti ávallt þegar hann var spurður um líðan og sagði að sér liði bara ágætlega. Þannig var Ing- ólfur, hann bar ekki áhyggjur sínar og vanlíðan á torg, heldur sýndi hannn okkur alltaf björtu hliðarnar pg tókst á við sjúkdóm sinn í hljóði. í minningunni er Ingólfur brosandi og svo léttur á sér að oft fannst okkur að hann kæmi varla við jörð- ina nema í öðru hverju spori. Ingólf- ur hafði mikinn áhuga á að spila brids og tók þátt í keppnum sem voru árviss viðburður í félagslífi starfsmanna. Þótti hann ómissandi í bridsliðinu og spilaði seinast núna seinni hluta vetrar, þótt veikur væri. Við trúum því að nú líði honum vel og takist á við nýja veröld með sömu gleði og samviskusemi og ] hann tókst á við okkar veröld. Með örfáum orðum er svo erfitt að tjá hug okkar til Ingólfs og við kveðjum með söknuði góðan félaga. „Þó að ég sé látinn, harmið mig ekíri með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta, ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið ... En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins: Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur, og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu... (Óþekktur höfundur) Við biðjum almáttugan guð að styrkja fjölskyldu Ingólfs í sorg sinni. Blessuð sé minning hans. F.h. Starfsmannafélags Sjóvár- Almennra, Soffía Dröf Halldórsdóttir og María Richter. Mig langar til að minnast með nokkrum orðum mágs míns, Ingólfs Páls Böðvarssonar, sem lést á heim- ili sínu hinn 19. júní sl. eftir erfið veikindi. Kynni mín af Ingólfi ná eins langt aftur og ég man eftir mér. Hann kvæntist systur minni Sigríði Unni Ottósdóttur eða Sissu eins og við í fjölskyldunni köllum hana, hinn 3. desember 1948, ári eftir að ég fæð- ist. Ingólfur og Sissa bjuggu í sama húsi og foreldrar mínir í 13 ár og var mikill samgangur á milli fjöl- skyldnanna, ekki síst mín og frænd- systkina minna, barna þeirra. Ófáir voru bíltúrarnir sem Ingólfur og Sissa buðu mér í austur fyrir fjall í heimsókn til foreldra Ingólfs og átti jafnan góða bíla og man ég eftir að hafa fengið að fara með í ferðalag á Snæfellsnes á De Sódón- um hans. Ingólfur og Sissa eignuðust fjög- ur börn, þau eru: Svanhvít Gróa, gift Tryggva Þór Aðalsteinssyni og eiga þau þijú börn og eitt barna- bam; Eðvarð, kvæntur Svanhildi Ólafsdóttur, þau eiga tvo syni og eitt barnabam; Jón Steinar, kvænt- ur Berglindi Ólafsdóttur, þau eiga tvær dætur; Dóra, gift Svavari Ingvasyni, þau eiga einn son, en fyrir átti Dóra eina dóttur. Þessi hópur sér nú á eftir elskulegum föður, tengdaföður, afa og langafa. Ingólfur var með afbrigðum barn- góður maður. Hann átti mjög auð- velt með að umgangast böm og ná til þeirra með góða skapinu sínu. Þannig sé ég hann fyrir mér á Búðum á Snæfellsnesi fyrir tveimur árum síðan þar sem saman voru komnir afkomendur tengdaforeldra hans. Ingólfur spilaði að sjálfsögðu á harmonikkuna og hópurinn í kringum hann tók lagið. Þannig vil ég muna Ingólf, alltaf kátur, en þó hógvær og prúður í allri framkomu. Að lokum vil ég þakka Ingólfi fyrir samveruna hér og ekki síst langar mig að þakka honum fyrir þá góðvild að taka son minn, Birgi, inn á heimili sitt meðan hann var við nám í Reykjavík. Þar naut hann umhyggju þeirra beggja eins og sonur þeirra væri. Elsku Sissa, það er gæfa hverrar konu að eiga tryggan lífsföranaut, það tel ég þig hafa átt og er miss- ir þinn því mikill. Megi góður Guð styrkja þig og vernda í sorg þinni. Við ykkur Gróu, Edda, Steinar og Dóru vil ég segja, þið áttuð elsku- legan föður, megi minning hans lifa í hjörtum okkar. Svandís. Elsku afi minn. Ég veit að núna líður þér vel og það finnst mér gott. Ég sakna þín, ég sakna þess að sjá þig ekki sitja í stólnum þínum við eldhúsborðið, ég sakna þess að fínna ekki lyktina þína, en ég er þakklát fyrir að hafa átt þig fyrir afa og að Ása Rut hafi fengið að kynnast þér. Takk fyrir allt sem þú hefur gef- ið mér og kennt. Ég mun alltaf minnast þín, minnast þess hvað þú varst alltaf góður. Það er margt sem ég vil segja þér en það er nóg að ég hugsi til þín því að þú ert hjá mér og veist að eg elska þig. Ég kveð þig með þessum orðum: Að þreyja þolinmóður jafnvel þá er úti virðist öll von, það er þolgæði. (Japanskt spakmæli.) Þín Unnur. Fleiri greinar um Ingólf Pál Böðvarsson bíða birtingar og munu birtast næstu daga. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR frá Fremri-Breiðadal, Önundarfirði, Hafnarstræti 45, Flateyri, sem lést 24. júní í Landspítalanum, verður jarðsungin frá Holts- kirkju í Öndundarfirði laugardaginn 3. júlí kl. 14.00. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARGIT BORLAUG GUÐMUNDSSON, sem andaðist hinn 26. júní, verður gerð frá Fossvogskapellu þann 2. júlí kl. 15.00. Erling V. Árnason, Einar Róbert Árnason, Margrét Guðmundsdóttir, Ingi R. Árnason, barnabörn og barnabarnabörn. t Systir mín og mágkona, GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR frá Kistufelli, Höfða, Akranesi, verðurjarðsunginfrá Akraneskirkju föstudaginn 2. júli kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á að láta Samband íslenskra kristniboðsfélaga njóta þess. Jóhannes Gunnarsson, Steinunn Þorsteinsdóttir. t Ástkær systir mín, INGUNN DAGBJARTSDÓTTIR, Furugerði 1, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 2. júlf kl. 13.30. Þorsteinn Dagbjartsson. t Eiginmaður minn, KRISTINN FRIÐRIKSSON frá Borgarfirði eystra, Vogatungu 59, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Garðakirkju föstudaginn 2. júlí kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á líknarstofnanir. Fyrir hönd aðstandenda, Ágústa Gústafsdóttir. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐLAUG DAHLMANN, Birkimel 10a, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 2. júlí kl. 13.30. Ebba Dahlmann, Gunnar Kristjánsson, Jóhanna Dahlmann, Guðmundur Ásgeirsson, Jón Dahlmann, Dagný Kristjánsdóttir, Svanborg Dahlmann, Örn Arnþórsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg móðir mín, amma, langamma og systir, ‘ INGIBJÖRG EDITH MÖLLER, Njálsgötu 8, verður jarðsungin frá Lágafellskirkju föstudaginn 2. júlí kl. 14.00. Gunnar Gunnarsson, Lilja Möller, Birkir Örn Jónsson, Nanna R. Möller, Katrín Vilhelmsdóttir, Melitta Klement, Gerda Rentz. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður minnar, VIKTORÍU ÞORLEIFSDÓTTUR. Fyrir hönd vandamanna, Hanna S. Georgsdóttir. t Kærar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föðursystur minnar, mágkonu og frænku, GUÐRÚNAR SVEINBJARNARDÓTTUR, Hvassaleiti 56. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunarheimilisins Sunnuhlíðar fyrir alla þá góðu umönnun sem henni var veitt þar. Ólöf Vigdís Baldvinsdóttir, Anna Vigdís Ólafsdóttir, Ragnheiður Finnsdóttir. Lokað Lokað verður á aðalskrifstofu Sjóvá-Almennra, Kringlunni 5, í dag, fimmtudaginn 1. júlí, frá kl. 13.00 til 15.00 vegna jarðarfarar INGÓLFS BÖÐVARSSONAR. Sjóvá-Almennar tryggingar hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.