Morgunblaðið - 01.07.1993, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1993
t
Ástkær eiginkona mín,
AUÐUR ÞORLÁKSDSÓTTIR,
Grænukinn 17,
Hafnarfirði,
andaðist í Landspítalanum 29. júní.
Fyrir hönd aðstandenda,
Gunnar MárTorfason.
t
Fósturfaðir minn, tengdafaðir og afi,
HERMANN JÓNSSON
fyrrv. fulttrúi verðlagsstjóra,
Kleppsvegi 120,
Reykjavik,
andaðist í Landakotsspítala sunnudaginn 27. júní sl.
Sigurður Pétur Sigurðsson, Kolbrún Gunnarsdóttir,
Hrafnhildur Ósk Sigurðardóttir, Dagbjört Ólöf Sigurðardóttir,
Kristín Edda Sigurðardóttir.
t
Faðir okkar,
ÁGÚST JÓHANNESSON,
áöur Suðurgötu 58,
Hafnarfirði,
lést á Hrafnistu 28. júní.
'V
Aðalbjörg Ágústsdóttir,
Sigurlín Agústsdóttir,
Kristján Ágústsson,
Bjarni Ágústsson.
t
GUÐRÚN M. MAGNÚDÓTTIR,
Hnitbjörgum,
Blönduósi,
lést sunnudaginn 27. júní sl.
Jarðsett verður frá Blönduóskirkju laugardaginn 3. júlí kl. 14.00.
Elsa Óskarsdóttir, Gunnar Sig. Sigurðsson,
börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Ástkær eiginkona mín,
KATRÍN ÁSGEIRSDÓTTIR,
Bogaslóð 4,
Höf n í Hornafirði,
lést í Borgarspítalanum aðfaranótt 30. júní.
Minningarathöfn fer fram í nýju kapellunni í Fossvogi föstudaginn
2. júlí kl. 17.00. Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigurður Lárusson.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
JÓHANN STEINÞÓR GUÐNASON
skipaafgreiðslumaður,
Hólavegi 38,
Siglufiröi,
lést í Borgarspítalanum hinn 24. júní.
Útför hans verður gerð frá Siglufjarðar-
kirkju laugardaginn 3. júlí kl. 13.00.
Una Dagný Guðmundsdóttir,
Marfa Jóhannsdóttir, Sigurður Þór Haraldsson,
Hreiðar Þór Jóhannsson,
Eirfkur Sævaldsson, Jóna Gýgja Eiðsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær sonur minn, bróðir okkar, mág-
ur og frændi okkar,
JÓN TRAUSTI ÚRANUSSON,
sem lóst af slysförum þann 28. júní sl.,
verður jarðsunginn frá Landakirkju,
Vestmannaeyjum, laugardaginn 10. júlí
kl. 14.00.
Jórunn Lilja Magnúsdóttir,
Viktor Þór Úranusson, Hulda Jensdóttir,
Pálína Úranusdóttir,
Gylfi Þór Úranusson,
Skúli Úranusson,
Oddgeir M. Úranusson,
Lilja Kristinsdðttir, Kristinn Þór Ágústsson,
Þóra Sif Kristinsdóttir,
Úranus Ingi Kristinsson, Sigrfður Diljá Magnúsdóttir,
Viktor Björn Viktorsson,
Karen Sif Viktorsdóttir.
Gunnlaugur Þorsteins-
son — Minning
Fæddur 25. febrúar 1920
Dáinn 19. júní 1993
Gunnlaugur Þorsteinsson lést á
Landspítalanum 19. júní sl.
Ég kynntist Gulla, eins og hann
var ávallt kallaður, fyrst þegar ég
var 12 ára í sveit á Minni-Borg í
Grímsnesi hjá honum og fyrri konu
hans Ester. Heimili þeirra hjóna var
rómað fyrir snyrtimennsku og
reglusemi. Ekki var bústofninn stór,
en það var hugsað vel um allar
skepnur og lagt upp úr því að þeim
liði vel og þær gæfu vel af sér hver
og ein. Gulli var með afbrigðum
hjálpsamur. Hann fór ótaldar ferðir
frá verkum heima á Minni-Borg til
að gera við vélar á næstu bæjum.
Skipti þá engu hvemig á stóð heima
fyrir. Gulli var rokinn strax og eitt-
hvað bjátaði á hjá grannanum.
Það var gott að vera í sveit hjá
Gulla og Ester á Minni-Borg.
Snyrtimennska, myndarskapur og
reglusemi var á öllum hlutum og
vel séð fyrir því að mönnum og
málleysingjum liði vel. Þetta sumar
var verið að reisa félagsheimilið á
Minni-Borg, og veturinn eftir hættu
þau hjón búskap og tóku að sér
rekstur félagsheimilisins. Jafnframt
því rak Gulli vélaverkstæði í gamla
félagsheimilinu á Minni-Borg.
Aftur lágu leiðir okkar Gulla
saman í Reykjavík um tíu árum
síðar. Þá hafði Gulli misst Ester
fyrri eiginkonu sína, og dóttirin
Aðalheiður var flutt til Spánar.
Gulli var orðinn einstæðingur. En
hann var virkur í félagslífi meðal
fólks á svipuðum aldri. Alltaf fylgdi
honum glens og gaman, hlátur og
jákvætt lífsviðhorf. Oft var hringt
í Gulla með litlum fyrirvara til að
spila brids. Skipti þá engu máli
hvort spilað var í hörkukeppni eða
gölskyldubrids, Gulli naut sín við
hvort tveggja.
Síðar fylgdist ég með Gulla
hvemig hann brást við og hvernig
hann reyndist dóttur sinni Aðalheiði
þegar hún átti við afar erfið veik-
indi að stríða og lá á Borgarspítal-
anum. Það veit sá sem allt veit,
hver þáttur Gulla var í þeirri lækn-
ingu sem Aðalheiður dóttir hans
fékk.
Og ég minnist Gulla þegar hann,
ásamt síðari eiginkonu sinni Guð-
laugu, og dóttur hennar og tengda-
syni, Önnu og Jimmy, stofnsettu
veitingahúsið Singapúr í Hafnar-
firði fyrir fáum árum. Allt var það
gert af miklum myndarskap, ráð-
deildarsemi, heiðarleika og dugnaði.
En nú er Gulli horfínn til þeirra
framtíðarlanda þangað sem leið
okkar allra liggur. Eftir lifír minn-
ingin um einstaklega heilsteyptan,
greindan og vandaðan mann, manfi
sem leysti með sóma þau verkefni
sem fyrir hann voru lögð í lífínu.
Ávallt var Gulli hress og kátur og
ávallt var stutt í hlátur, bros og
kátínu.
Fyrir sína einstöku persónutöfra
verður Gunnlaugur Þorsteinsson
ógleymanlegur fjölda samferða-
manna sinna.
Ég sendi eftirlifandi eiginkonu,
Guðlaugu Sveinsdóttur, Aðalheiði
og Önnu og öðrum aðstandendum
mínar innilegustu samúðarkveðjur.
Brynjólfur Jónsson.
Okkur langar líka til að kveðja
hann „Gulla afa“ frænda okkar og
þakka honum fyrir hvað hann var
góður og skemmtilegur.
Við vissum að hann var mikið
veikur, en vonuðumst til að honum
batnaði í sumar. En eins og Hulda
Björg sagði eitt sinn þegar við
ræddum um hvað gæti gerst: „En
við getum alltaf munað eftir honum
samt og það er gott, er það ekki?“
Við sendum samúðarkveðjur til
Laugu ömmu og allra barnabarn-
anna hans Gulla _afa.
Ósk, Óskar, Páll og
Hulda Björg.
í dag kveðjum við hann Gunn-
laug Þorsteinsson, hann Gulla, okk-
ar góða bróður og mág, sem skilur
eftir svo stórt skarð í lífí okkar og
var um árabil svo nátengdur fjöl-
skyldunni. Við kveðjum hann Gulla
frænda sem alltaf var tilbúinn að
taka þátt í glensi og gamni, sem
var „Éster og Gulli“ þegar við vor-
um lítil, og seinna „Gulli og Lauga“
og hefur ætíð reynst bömunum
okkar eins og þau væru bamabörn-
in hans líka. Hann eyddi með okkur
jólum þegar „litli“ Gulli bættist í
systkinahópinn, dóttursonurinn sem
átti alltaf svo stóran hlut í hjarta
afa síns og missir nú sína styrkustu
stoð.
Elsku Guðlaug og Aðalheiður og
fjölskyldur, okkar kæmstu kveðjur
og samúð.
Pálína, Óskar og systk-
inin á Kaldárhöfða.
í dag verður borinn til grafar
Gunnlaugur Þorsteinsson eða Gulli
eins og við kölluðum hann. Gulli
var glaður persónuleiki, fullur af
fjöri og glettni. Hann kom inn í líf
okkar er hann hóf sambúð með
móður okkar og fannst okkur strax
við fyrstu kynni eins og við hefðum
ávallt þekkt hann, því að hann var
opinn og skemmtilegur. •
Það var um allt rætt milli himins
og jarðar því að mikil var viska
hans og þekking. Það var einkenn-
andi fyrir hann hvað hann hafði
gott lag á að halda uppi skemmti-
legum samræðum um fortið og
nútíð. Hann var óeigingjam og sér-
staklega bamgóður. Þegar við leit-
uðum ráða hjá honum reyndi hann
aldrei að letja mann heldur hvatti
mann með sínum aðferðum og
reyndist það yfírleitt besta leiðin.
Þau allt of fáu ár sem við þekktum
Gulla hafa algerlega verið laus við
leiðindi og kergju.
Gulli reyndist okkur svo sannar-
lega sem annar faðir og börnunum
okkar sem hinn eini sanni afí. Börn-
in dáðu hann, virtu og elskuðu.
Mikil var sorgin þegar þau vissu
að þau sæju hann ekki aftur. Mikið
var spurt um Guð og dauðann og
gátum við gefíð þau svör sem Krist-
ur kenndi okkur að gefa.
Jafnvel í miklum veikindum kem-
ur dauðinn okkur alltaf á óvart og
er hann alltaf jafn vægðarlaus. Það
er ekki að lifa lengi sem skiptir
máli, heldur hvemig við vinnum úr
þeim ámm sem við höfum til af-
nota. Okkur fínnst þau ár sem við
áttum með Gulla hafa verið notuð
mjög vel og hafa verið skemmtileg
og við emm þakklát fyrir þær sam-
verustundir sem við áttum með
honum.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Stjúpdætur og tengdasynir.
Gunnlaugur, móðurbróðir minn,
var fæddur á Hellugerði á Árskógs-
strönd í Eyjafirði hinn 25. febrúar
1920. Er Gunnlaugr var sjö ára
fluttust foreldrar hans suður í Ár-
nessýslu og hófu búskap, fyrst á
Fossi í Grímsnesi, en síðan á Gísla-
stöðum í sömu sveit. Gunnlaugur
átti sín uppvaxtarár í Grímsnesinu,
allt til þess að hann ungur maður
flyst til Reykjavíkur, þar sem hann
starfaði að bílaviðgerðum, fyrst hjá
Ræsi hf. en síðan í Drekanum sf.,
sem hann átti og rak í félagi með
öðmm um margra ára skeið.
Árið 1948 kvæntist Gunnlaugur
fyrri konu sinni, Ester Sigur-
bjamardóttur, ættaðri frá Hænuvík
í Rauðasandshreppi, en Ester lést
árið 1974, langt um aldur fram.
Var með þeim hjónum mikið jafn-
ræði, bæði að gjörvuleik og mann-
kostum. Eignuðust þau eina dótt-
ur, Aðalheiði. Gunnlaugur hélt
jafnan mikill tryggð við Grímsnes-
ið, enda hafa móðursystkini mín
allt til þessa dags átt þar fulltrúa
í bændastétt, á Kaldárhöfða Pálínu,
gifta Óskari Ögmundssyni, og einn-
ig um margra ára skeið Garðar,
sem bæði bjó að Mosfelli og síðar
á Ormsstöðu, en Garðar er látinn
fyrir nokkrum ámm. Árið 1958
ákveða þau Gunnlaugur og Ester
að kaupa Ormsstaði í Grímsnesi í
félagi við bróður Gunnlaugs, Garð-
ar, og konu hans, Rakel Guðmunds-
dóttur. Bjuggu þeir bræður ásamt
konum sínum félagsbúi á Orms-
stöðum til 1962, er Gunnlaugur og
Ester fluttust að Minniborg í
Grímsnesi, þar sem þau bjuggu til
ársins 1966. Þá brá Gunnlaugur
búi og gerðist húsvöður í hinu nýja
félagsheimili Grímsnesinga, Borg,
þar sem hann starfaði til ársins
1976. Þá, orðinn ekkjumaður, flyst
hann suður til Reykjavíkur og hef-
ur störf hjá Olíufélaginu hf. á bif-
reiðaverkstæði, þar sem hann vann,
allt til þess að hann lét af störfum
fyrir aldurs sakir.
Gunnlaugur átti því láni að fagna
að kynnast síðari konu sinni, Guð-
laugu Sveinsdóttur, sem hann bjó
með frá árinu 1987. Tók Gunnlaug-
ur miklu ástfóstri við dætur Guð-
laugar og böm þeirra, sem reynd-
ust honum hin ástríkasta fjölskylda
allt til dauðadags.
Sagt er að menn velji sér vini
en ekki frændur. Oft fer þó saman
vinátta og fjölskyldubönd og
treysta þá ættartengslin gjarnan
vináttuna. Ég var svo lánsamur að
eignast frænda minn, Gunnlaug,
að góðvini og eru mér flestar minn-
ingar sem tengjast honum og fjöl-
skyldu hans ljúfar.
Tilviljun olh því að mér barst
fregnin af láti frænda míns austur
í Grímsnes, þar sem ég var staddur
í sumarbústað mínum, en minning-
ar mínar um Gunnlaug tengjast
flestar Grímsnesinu, þar sem ég
og kona mín áttum ótal ógleyman-
legar stundir með þeim Gunnlaugi
og Ester, svo og Garðari og Ra-
kel, meðan þau bjuggu félagsbúi á
Ormsstöðum, en síðan vorum við
tíðir og ætíð velkomnir gestir, bæði
á Minni Borg og í félagsheimilinu
á Borg. Var þá oft glatt á hjalla,
enda Gunnlaugur gleðimaður í
þessa orðs bestu merkingu, en
heimilisbragur allur með höfðings-
skap, enda húsmóðirin bæði
stórglæsileg og myndarleg.
Gunnlaugur var greindur vel og
ágætlega að sér, enda þótt ekki
nyti hann langskólagöngu, en allt
sem hann tók sér fyrir hendur fórst
honum vel, hvort sem voru rétting-
ar á bifreiðum eða sveitabúskapur,
og skilaði hann árangri svo eftir
var tekið í mjólkurframleiðslu,
meðan hann stundaði kúabúskap á
Minni-Borg.
Gunnlaugur var fastur fyrir í
skoðunum og lét hvergi hlut sinn
í umræðu um menn eða málefni.
Sló stundum í brýnu milli okkar
um hin ýmsu þjóðfélagsmál, en allt-
af endaði sú umræða í hinu mesta
bróðerni, stundum þó þannig að
við urðum sammála um það að
vera ósammála.
Er ég nú að leiðarlokum kveð
frænda minn og vin, sendi ég og
fjölskylda mín eftirlifandi eigin-
konu hans, dóttur hans og fjöl-
skyldum þeirra innilegar samúðar-
kveðjur í þeirri von að minningin
um góðan dreng megi ylja þeim
um ókomin ár.
Þorsteinn Júlíusson.