Morgunblaðið - 01.07.1993, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1993
TELEFAX
PAPPÍR
260 krónur
30 metrarúlla.
10% afsláttur
af kassa með
6rúllum.
cmr
HALLARMÚLA 2
AUSTURSTRÆTI18
KRINGLUNNI
AGU
REGNFATNAÐUR
í miklu úrvali.
100% vind- og vatnsheldur.
TRAVEL - st. S-XL
Verð kr. 7.795,-
AGU - st. XS-XXL
Verð kr. 4.990,-
Sendum í póstkröfu.
Mikið úrval af regnfatnaði.
»hummél^P
SPORTBUÐIN,
ÁRMÚLA 40, SÍMAR 813555 OG 813655.
Stríð í skákheiminum
Skák
Margeir Pétursson
ÞEIR Gary Kasparov og Nigel
Short með sín nýju atvinnu-
mannasamtök hafa ekki aðeins
skipulagt heimsmeistaraeinvígi
sitt sjálfir, án atbeina FIDE. At-
vinnumannasamtök þeirra, PCA,
hafa nú boðað að undanrásir
næstu heimsmeistarakeppni
þeirra hefjist strax í desember á
þessu ári. Fimmtíu skákmenn,
valdir eftir stigum, munu tefla
um 14 milljóna króna verðlaun í
Groningen í Hollandi. Nigel Short
hefur sjálfur reynt að koma í veg
fyrir að Alþjóðaskáksambandið
nái að fjármagna.fyrirhugað ein-
vígi Karpovs og Timmans. Samt
hefur FIDE náð að safna hærri
verðlaunasjóði en þeir Kasparov
og Short.
Heimsmeistaraeinvígi FIDE á
milli þeirra Timmans og Karpovs
mun hefjast í Amsterdam eða Arn-
hem í Hollandi í fyrstu viku septemb-
ermánaðar. Verðlaunin verða 4 millj-
ónir svissneskra franka, eða jafn-
virði 188 milljóna ísl. króna, sem er
heldur hærra en 180 milljóna króna
sjóðurinn í London. í FIDE einvíginu
fara 20% af pottinum til FIDE og
stórmeistarasambandsins gamla, en
Kasparov og Short afhenda sínum
samtökum 10%.
Florencio Campomanes, forseti
FIDE, beitti góðum samböndum sín-
um í Asíu og Arabaríkjum til að
tryggja þessi geysiháu verðlaun.
Seinni hluti einvígisins verður í fur-
stadæminu Óman á Arabíuskaga.
Nýlegir uppgreftir fomleifafræðinga
sýna að skáktaflið var útbreitt í
Oman á öldunum milli 800-1200.
Það var þó ekki fyrr en í vor að
Óman gerðist 149. meðlimaþjóðin í
FIDE.
Erfiðlega gekk að finna fyrri hluta
einvígisins stað. Til stóð að tefla í
Grikklandi, en skv. heimildum sviss-
neska blaðsins „Schachwoche“ gekk
Short ásamt grískri eiginkonu sinni
á fund menntamálaráðherra Grikk-
lands, Doru Bakoyanni, dóttur Mit-
sotakisar, forsætisráðherra og fékk
hana til að stöðva slík áform. Sam-
kvæmt sömu heimildum gerði Short
sér einnig ferð til Hollands til að
reyna að spilla fyrir því að fyrsta
umferð áskorendaeinvígja FIDE yrði
haldin þar í landi í janúar næstkom-
andi. Mikil reiði ríkir hjá FIDE vegna
þessa, en sambandið hefur nýlega
flutt höfuðstöðvar sínar til Aþenu.
Skammt er síðan allt lék í lyndi milli Campomanesar, FIDE forseta,
til vinstri, og Gary Kasparovs, heimsmeistara.
Stórsýning í London
Campomanes ritaði á þriðjudag
Guðmundi G. Þórarinssyni, forseta
Skáksambands íslands, bréf þar sem
hann biður um stuðning SÍ í barátt-
unni við Kasparov og Short. Campo-
manes telur stórhættu steðja að
FIDE og skáklistinni og reynir að
kveða niður allan misskiling um að
PCA eigi nokkuð skylt við gamla
stórmeistarasambandið, sem gert
hafði samkomulag við FIDE, áður
en það hætti starfsemi.
Skipuleggjendur í Lundúnum eru
komnir mjög vel á veg með undir-
búning einvígis Kasparovs og Shorts
í London. Það verður teflt í Savoy
leikhúsinu frá 7. september til 30.
október í haust. Teflt verður á þriðju-
dögum, fimmtudögum og laugar-
dögum og heíjast skákirnar kl. 15.30
að staðartíma. Hægt er að bóka
miða frá íslandi í síma 9044-71-497-
9977.
Það verður boðið upp á ýmsar
nýjungar í sambandi við einvígið.
Skák verður í sjónvarpi í Englandi
í a.m.k. 60 klukkustundir meðan á
því stendur, en athyglisverðasta nýj- |
ungin er líklega sú að skákunnendur
víða um heim munu geta fylgst með
því beint í gegnum textavarp og j
giskað á leiki. Þeim sem hafa flesta
leiki rétta mun verða boðið til Lond-
on og fá að tefla við Kasparov og
Short, auk þess sem mörg önnur
verðlaun verða veitt. Það er hol-
lenska fjölmiðlunarfyrirtækið
Teleworld sem stendur fyrir þessu
og að sögn fulltrúa íslensku síma-
þjónustunnar, sem hefur umboð hér
á landi, standa allar líkur til þess
að íslenskir skákáhugamenn muni
einnig njóta góðs af þessari þjón-
ustu.
Brids
Umsjón: Arnór Ragnarsson
Sumarbrids
Þriðjudaginn 22. júní mættu nærri
100 manns í sumarbrids, alls spiluðu
46 pör. Miðlungur 420. Úrslit í N/S
voru þannig:
Bjöm Amars. - Stefan Kalmannss. ' 489
Halla Ólafsd. - Þóra Ólafsd. 489
EyjólfurMagnússon-JónV.Jónmundsson 487
EggertBergsson-ÓskarKarlsson 471
Jón Stefánsson - Sveinn Sigurgeirsson 470
A/V - riðill:
Guðlaugur Sveinsson - Lárus Hermannsson 547
Sveinn Þorvaldsson - Halldór Þorvaldsson 499
ÓðinnÞórannsson-TómasÁmiJónsson 489
SigfusÖmÁmason-PriðjónÞórhalls. 484
Eiríkur Sæmundsson - Guðmundur Gunnarss. 475
Miðvikudaginn 23. júní voru 27 pör
að spila. Miðlungur 270. Úrslit f N/S
riðli voru þannig:
GuðlaugurSveinsson-LámsHermannsson 369
Kristján Þórarinsson—Vigfús Pálsson 342
SigfúsÞórðarson-ValtýrPálsson 331
Ámína Guðlaugsdóttir - Bragi Erlendss. 297
A/V - riðill:
RúnarEinarsson-GuðjónSiguijónsson 362
StefánÓlafsson-HjaltiBergmann 336
SveinnÞorvaldsson-PállÞórBergsson 295
Guðrún Jóhannesdóttir - Ragnh. Tómasdóttir 288
Fimmtudaginn 24. júní spiluðu
30 pör. Miðlungur 420. Úrslit í N/S
riðli:
Aron Þorfinnsson-Guðmundur Pétursson 516
BjömÁmason-ÓliBjömGunnarsson 491
Garðar Garðarsson — Sigfús Þórðarson 481
Garðar Kr. Sigurðsson - Bjöm Amarson 477
A/V riðill:
HermannLámsson-ViðarJónsson 527
Geirlaug Magnúsdóttir - Torfi Axelsson 523
Ragnheiður Nielsen - Helgi Samúelsson 292
Eyjólfur Magnússon - Jón V. Jónmundsson 486
Staða efstu mann í bronsstigum í
sumarbrids að* lokinni spilamennsku
fimmtudaginn 24. júní er sem hér
segir;
Guðlaugur Sveinsson 242 bronsstig
Bjöm Theódórsson 216 bronsstig
SveinnÞorvaldsson 213bronsstig
Sveinn Sigurgeirsson 207 bronsstig
Lárus Hermannsson 194 bronsstig
Þórður Bjömsson 178 bronsstig
Sigfús Þórðarson 174 bronsstig
Jón V. Jónmundsson 173bronsstig
Eggert Bergsson 169 bronsstig
Gísli Hafliðason 168 bronsstig
Eysteinn Einarsson - Jón Friðriksson 188
Meðalskor 165
Þriðjudaginn 22. júní sl. var spilað-
ur tvímenningur og mættu 18 pör og
var spilað í tveim riðlum. Úrslit urðu:
A-riðill:
Júlíus Ingibergsson - Jósef Sigurðsson 128
ÁmiJónasson-StefánJóhannesson 121
Þorsteinn Erlingsson - Gunnþórunn Erlingsd. 109
Garðar Sigurðsson - Eysteinn Einarsson 109
Meðalskor 108
B-riðill:
Hannes Alfonsson - Alfreð Harðarson 106
BergurÞorvaldsson-ÞórarinnÁmason 96
Eggert Einarsson - Karl Adolfsson 91
Meðalskor 84
Næst verður spilað þriðjudaginn 29.
júní kl. 19 í Fannborg 8 (Gjábakka).
Síðasta spilakvöld fýrir sumarfrí.
Spilamennska hefst aftur 3. septem-
ber.
ur tvímenningur og mættu 18 pör og
var spilað í tveim riðlum. Úrslit urðu:
A-riðill:
Júlíus Ingibergsson-Jósef Sigurðsson 128
ÁmiJónasson-StefánJóhannesson 121
Þorsteinn Erlingss.-Gunnþórunn Erlingsd. 109
Garðar Sigurðsson-Eysteinn Einarsson 109
Meðalskor: 105 st.
B-riðill:
Hannes Alfonsson-Alfreð Harðarson 106
Bergur Þorvaldsson-Þórarinn Árnason 96
Eggert Einarsson-Karl Adolfsson 91
Meðalskor: 85 st.
Næst verður spilað þriðjudaginn 29.
júní kl. 18.00 að Fannborg 8 (Gjá-
bakka). Síðasta spilakvöld fyrir sum-
arfrí. Spilamennska hefst aftur þann
3. ágúst.
s
s
Bridskeppni eldri borgara
Bridgeklúbbur Félags eldri
borgara, Kópavogi
Félag eldri borgara
Föstudaginn 18. júní sl. var spilaður
tvímenningur, 12 pör mættu og urðu
úrslit þessi:
ValdimarLárusson-EinarElíasson 205
Þórarinn Ámason - Bergur Þorvaldsson 195
Föstudaginn 18. júní '93 var spilað-
ur tvfmenningur. 12 pör mættu og
urðu úrslit þessi:
ValdimarLárusson-EinarElíasson 205
ÞórarinnÁmason-BergurÞorvaldsson 195
Eysteinn Einarsson-Jón Friðriksson 188
Meðalskor: 165 st.
Þriðjudaginn 22. júní '93 var spilað-
Úrslit úr bridskeppni félags eldri borgara
sem haldin var í Risinu.
Úrslit:
GuðmundurDaðason-JónHermannsson 253
Ásthildur Sigurgislad. - Lárus Amórsson 252
Samúel Samúelsson — Guðmundur Samúelsson 250
BergurÞorvaldsson-EysteinnEinarsson 248
16 pör tóku þátt í keppninni og var
meðalskor 210 stig. Til gamans má
geta þess að Guðmundur Daðason sem
lenti í 1. sæti er 93ja ára gamall.
Tjaldadagar í Skátabúðinni
L J Ó $
^■^.okZe' 'Br. \
Alla fimmtudaga í sumar sýnum við þær
49 tegundir af tjöldum sem fást í
Skátabúðinni. Þá færðu tjaldið sem þig vantar
með allt að 10% staðgreiðsluafslætti.
'O
R Iff þ,ST F„
A
u.
9,1 'A
-SKAWK fKAMÚK
Snorrabraut 60 • Sími 61 20 45