Morgunblaðið - 01.07.1993, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.07.1993, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1993 15 Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur Viðdvöl í bílageymslu Kringlunnar óæskileg Heiibrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur skilað skýrslum um loft- gæði í Reykjavík. Loftmengun var mæld á fjórum stöðum í borginni. Styrkur loftmengandi efna náði ekki viðmiðunarmörk- um nema á einum stað. Kolmónoxíð mældist nokkrum sinnum yfir mörkum í bílageymslu Kringlunnar. Fé streymir í skákina Bftir upplausn Sovétríkjanna gömlu hefur samkeppni atvinnu- manna um verðlaun og þátttöku á mótum aukist gífurlega. Ný mót eru því kærkomin og viðbrögð flestra stórmeistara eru á þá lund að þeir ætli að bíða og sjá til áður en þeir taka afstöðu til þess hvort þeir gangi þeim Kasparov og Short í PCA á hönd. Líklega munu margir reyna að bera kápuna á báðum öxlum og njóta góðs af öllu sem í boði er. Reyndar eru þriðju samtökin að lifna við. Gamla stórmeistarasambandið, GMA, sem hélt heimsbikarkeppnina á sínum tíma, mun fá 18 milljóna króna framlag úr verðlaunasjóðnum hjá Karpov og Timman og verður væntanlega að enn einum virkum aðila í mótahaldi. Heimasigur í Malmö Sænski stórmeistarinn Ferdinand Hellers sigraði á alþjóðlegu skák- móti í Malmö í Svíþjóð í júní. Hell- ers hefur verið á mikilli uppleið að undanfömu. Á svæðamótinu í fyrra vann hann sér sæti á millisvæðamót- inu í Biel í júlí, í vor varð hann efst- ur ásamt sex öðrum á stóra opna mótinu í New York og sigraði síðan Ulf Andersson í einvígi, 3l/2—2Vi. Hellers sem er 24 ára er sá fyrsti til að ógna 25 ára veldi Ulfs Anders- son í sænsku skáklífi. Hellers tók forystu á mótinu í Malmö strax í upphafi og hélt henni til loka. í síðustu umferð leyfði hann sér meira að segja að taka jafntefli á sigurvænlega stöðu gegn landa sínum. Ég byrjaði mjög illa, tapaði fyrir þeim Hellers og Rogers í annarri og þriðju umferð en með því að ná fimm vinningum úr sex síðustu skákunum tókst mér að komast upp í verð- launasæti. Það voru vonbrigði að ná ekki að taka þátt í baráttunni um efsta sætið þótt lokaniðurstaðan hafi verið viðunandi. Úrslit á mótinu urðu þessi: 1. Ferdinand Hellers, Svíþjóð 6V2 v. af 9 mögulegum 2. Lars Bo Hansen, Danmörku 6 v. 3. -6. Margeir Pétursson, Ian Ro- gers, Ástralíu, Oleg Romanishin, Ukraínu og Edouard Rozentalis 5‘/2 v. 7. Jonny Hector, Svíþjóð 4 v. 8. Magnus Eriksson, Svíþjóð 2V2 v. 9. -10. Reynir Helgason, Svíþjóð og Stellan Brynell, Svíþjóð 2 v. Hellers er mjög hvass sóknar- skákmaður, og sérlega vel heima í byijunum. í flestum sigurskáka sinna í Malmö náði hann vinnings- stöðu mjög snemma. Við skulum líta á snaggaralegan sigur hans gegn öflugasta skákmanni Litháa, sem fær þó að tefla sitt uppáhalds- afbrigði: Hvítt: Rosentalis, Litháen Svart: Hellers, Svíþjóð Sikileyjarvörn I. e4 - c5 2. c3 - Rf6 3. e5 - Rd5 4. g3!? Þetta afbrigði er eigin uppfinning Rosentalis og hann teflir það ávallt þegar færi gefst með athyglisverð- um árangri. Seinna á mótinu vann hann Rogers með því. 4. — d6 5. exd6 — Dxd6 Algengara er 5. — e6 6. Bg2 — Bxd6 eins og Rogers gerði. 6. Bg2 - Rc6 7. Re2 - g6 8. Ra3 - Rc7 9. 0-0 - Bg7 10. d3 - 0-0 II. Rc4 - Dd7 12. Be3 - Re6 13. Hel - He8 14. Da4!? - Hb8 15. Ra3? Leyfír svarti að hrifsa til sín frum- kvæðið. Nauðsynlegt var að fylgja síðasta leik eftir með 15. Db5. 15. - b5! 16. Dc2 16. Rxb5 var slæmt vegna 16. — Re5 17. c4 — a6 18. Rbc3 — Dxa4 19. Rxa4 — Rxd3 16. - Bb7! 17. Rf4 Eftir leikvinninga svarts á drottn- ingarvængnum er f3 reiturinn í kóngsstöðu hvíts orðinn ískyggilega veikur og þessi leikur bætir ekki úr skák. Hellers leggur nú til atlögu og nær vinningsstöðu: 17. - Re5! 18. Rxe6 - Bxg2 19. Kxg2 19. Bf4 svarar svartur best með 19. - Ba8! 20. Bxe5 - Dd5 21. He4 — Bxe5 og vinnur 19. - Dd5+ 20. Kfl - Dxe6 Nú vinnur svartur, því hvítur kem- ur engum vömum við á hvítu reitun- um 21. Bf4 - Dh3+ 22. Ke2 - Dh5+ 23. Kfl - Dxh2 24. Bxe5 - Bxe5 25. Ddl - Dhl+ 26. Ke2 - Dg2 27. Hgl - Dc6 28. Dd2 - Bg7 29. Rc2 - Hbd8 30. De3 - Hd6 31. Kfl - e5 32. f3 - Hed8 33. Rel — c4 34. Hg2 — cxd3 35. Hd2 — f5 og hvítur gafst upp, því það kostar mann að drepa peðið á d3. Á vegum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur fara fram sérstakar mælingar á loftmengun á nokkr- um stöðum í Reykjavík. Mælt er á stöðum þar sem mengun getur orðið mikil, s.s. á gatnamótum, við fjölfarnar og þröngar götur, í bílageymslum. Niðurstöður loft- mengunarmælinganna eru settar fram með tilliti til viðmiðunar- marka fyrir loftmengandi efni. Viðmiðunarmörkin byggja einnig á ákveðinni tímalengd mælinga, svokölluðum viðmiðunartíma. Skýrslur varða mælingar á loft- mengun á fjórum stöðum í borg- inni, við Hofsvallagötu, í bíla- geymslu Kringlunnar, við Hlemm og í Austurstræti. Mælt var fyrir fjórum mengunarefnum, kol- mónoxíði (CO), niturdíoxíði (NO2), brennisteinsdíoxíði (SO2), og einn- ig var svifryk mælt. í bílageymslu Kringlunnar fóru mælingar fram í maf 1992. Styrk- ur loftmengandi efna annarra en kolmónoxíðs (CO) náði ekki viðm- iðunarmörkunum á mælitímabil- inu. Styrkur kolmónoxíðs fór einu sinni yfir viðmiðunarmörk sé mið- að við klukkustundarmeðaltal og átta klukkustundameðaltal kolm- ónoxíðs var þrisvar_ sinnum yfír viðmiðunarmörkum. í skýrslu heil- brigðiseftirlitsins segir að þessar mælingar bendi til að kolmónoxíð- mengun geti orðið vandamál á neðstu hæð bílageymslunnar fyrir þá sem hafa þar lengri viðdvöl, s.s. blaðasölubörn við anddyri á neðstu hæð og starfsmenn Hag- kaups sem sækja innkaupakerrur úr bílageymslunni. Mælingar á öðrum stöðum í borginni sýndu styrk loftmengun- arefna undir viðmiðunarmörkum. Þó má geta þess að meðalstyrkur kolmónoxíðs í Austurstræti, á átta klukkustunda tímabili, 26. janúar 1993, frá kl. 9 til 17, náði tæpum 90% af viðmiðunarmörkum. I ' 1 a Bæjarstjórinn í Garðabæ, Ingimundur Sigurpálsson, afhendir Sigríð- ir Sigurjónsdóttur listhönnuði starfsstyrk úr menningarsjóði Garða- bæjar. Hlaut styrk ur menn- ingarsjóði Garðabæjar AÐ TILLÖGU menningarmálanefndar Garðabæjar hefur bæjarstjórn Garðabæjar samþykkt að veita Sigríði Sigurjónsdóttur, listhönnuði, Blikanesi 13, Garðabæ, starfsstyrk úr menningarsjóði á árinu 1993, en ellefu umsóknir og ábendingar manna í Garðabæ. Vorið 1992 samþykkti bæjar- stjóm Garðabæjar að fela menning- armálanefnd bæjarins að gera ár- legar tillögur til bæjarstjórnar um úthlutun starfsstyrkja til listmanna í Garðabæ. Fyrir réttu ári voru starfsstyrkir afhentir í fyrsta sinn, en þá hlutu Bryndís Halla Gylfa- dóttir sellóleikari, og Pétur Bjama- son myndhöggvari. í fréttatilkynningu segir: „Sigríð- ur Siguijónsdóttir er fædd árið 1968 og er því 25 ára gömul. Að loknu stúdentsprófi frá Verslunar- skóla íslands stundaði Sigríður nám við Eastboume College of Art and Technology og síðar við West Surr- ey College of Art and Design, en bárust um styrkveitingu til lista- þaðan lauk hún BA prófi sl. haust. I vetur hefur hún stundað nám í listasögu við Háskóla íslands, jafn- hliða því sem hún hefur unnið að list sinni. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Sigríður vakið mikla eftirtekt fyrir störf sín. Hún hefur tekið þátt í þremur samsýningum erlendis og fjölhæfni sína sýndi hún í verki, þegar hún hannaði og sá um leik- mynd fyrir kvikmyndina Veggfóð- ur, sem hlotið hefur metaðsókn. Nú vinnur hún ásamt öðrum lista- manni við að hanna og smíða leik- mynd fyrir nýja kvikmynd sem Frið- rik Þór Friðriksson framleiðir og kvikmynduð verður í sumar.“ Kœrar kveöjur og þakkir sendi ég öllum þeim, sem glöddu mig meÖ skeytum, gjöfum og heim- sóknum á 80 ára afmœli mínu þann 21.júní sl. Frímann Jónsson, Álfheimum 40. STÓRÚTSALA GARÐHÚSGÖGN 20-40% AFSLÁTTUR ítölsk gæðavara Seld með 20-40% afslætti meðan birgðir endast. Hvítt veðurþolið plast. Mikið úrval - Frábært verð! FSSTIVAL Kringlótt borð 90 cm breitt Verð nú kr. 2.674,- CLUB Armstóll. Setdýpt 58 cm. __J&Fð-áðurtar895T Verð nú kr. 695,- VIENNA Armstóll. Setdýpt 58 cm. _JÚ2i3-áðtiHarÚ095"- Verð nú kr. 876,- Öll sumarblóm á kr. 39,- Risabúnt: 12 afskornar rósir á aðeins kr. 895,- 6BANDS0LEIL ARREDA SPAZI APERÍTI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.