Morgunblaðið - 01.07.1993, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1993
Minning
Ingólfur Páll Böðv-
arsson — Minning
Fæddur 27. janúar 1926
Dáinn 19. júní 1993
Er nokkuð betra eða verðmætara
til en góðir vinir, sannir vinir? Það
held ég ekki. En það er flókið mál
að tala um vini sína, þættimir eru
svo margir og fjölskrúðugir að fátt
eitt verður sagt. Ég læt aðra um
ættir og uppmna Ingólfs Böðvars-
sonar enda ekki fróð þar um, en
mannsins skal minnst.
Þrjú hjól undir bflnum en áfram
skröltir hann þó. Mér kemur þessi
texti í hug þegar vinur minn og
svili fer fyrstur undan fereykinu
sem hefur látið eitt yfír sig ganga
í rúmlega fjöratíu ár.
Minningargrein? Já, víst er þetta
minning en hún er ekki dapurleg,
þvert á móti, hún er ljúf.
Og hvemig ætti annað að vera?
Þessi maður dæmdi engan, var orð-
var og gætinn gagnvart öðram. Ég
minnist þess ekki að þessi hægláti
maður hafí nokkurn tíma hækkað
róminn þótt æsingur hafi komið upp
í umræðum um mál málanna.
Eina undantekningin þar sem
sveiflu gætti í rómnum var þegar
meðspilari, en Ingólfur var mikill
og góður bridsspilari, framdi það
óhæfuverk að tapa spili sem stóð á
borðinu á bridsmáli. Ég held að
fátt hafi vakið honum meiri gremju
og fengum við hin úr fereykinu þá
að heyra það.
Ingólfur er þekktur í bridsheimi
Reykjavíkur og víst að margir munu
sakna hans þar enda verðugur and-
stæðingur og þægilegur meðspilari.
Á gleðistundum þar sem söngur
og góðar veigar stigu hátt sótti
hann gjaman dragspilið og breyttist
þá hægláti maðurinn í slíkan fjör-
kálf að yndi var að.
Hann var ótrúlega fljótur til svars
þegar glens var á ferðinni og örlaði
aldrei á illkvittni, enda var sú kennd
ekki til í hans huga.
Minningar okkar hjónanna af
þessum góðvini okkar eru slíkar að
þar ber hvergi skugga á. Við mun-
um sakna hans mikið því að sam-
gangurinn var slíkur að þar sem
eitt fór var talið víst að hin fylgdu
á eftir.
Spilaboxin okkar fara í hvíld, en
þau vora notuð vikulega nær allt
árið og ferðalögin bæði innanlands
og utan fara líka í hvfld. Svona er
að missa eitt hjólið, nú verðum við
hin að reyna að skrölta áfram.
Hvenær næsta hjól fer veit enginn.
Lífsmynstrið er sífellt að breyt-
ast, ekkert varir að eilífu, raðir riðl-
ast, skörð koma i hringa og það sem
var ferhyrnt er orðið að þríhym-
ingi, en ég hef þá trú að einhvem-
tíma verði glatt á hjalla þegar öll
hjól fara að snúast á nýjan leik.
Við hjónin sendum kærri systur
og mágkonu Sigríði Ottósdóttir, svo
og bömum og öðram ættingjum,
innilegar samúðarkveðjur, einnig
okkur sjálfum.
Guðjón og Dóra.
Við fráfall vinar og félaga,
Ingólfs Böðvarssonar, er okkur
efst í huga þakklæti og tregi.
Þakklæti fyrir það óeigingjama
starf, sem hann vann fyrir klúbb-
inn okkar, tregi yfír því, að hann
skuli vera horfínn úr hópnum,
þakklæti fyrir hans fölskvalausu
vináttu.
Ingólfur gekk í Krammaklúbb-
inn við stofnun hans 26. janúar
1964 og var hann því einn af
stofnfélögum. Ingólfur sýndi
klúbbnum ætíð mikla tryggð og
var einn virkasti félaginn öll
árin, sem klúbburinn hefur starf-
að. Saman fór hans aðaláhuga-
mál, briddsinn, og félagsskapur-
inn við tilgang Krammaklúbbs-
ins.
Sjálfur varð ég þess aðnjótandi
að hafa hann fyrir spilafélaga í
nokkram keppnum utan Kramma-
klúbbsins og fann maður þá hversu
umburðariyndur og skapgóður Ing-
ólfur var.
Vorferð klúbbsins var farin að
venju og mætti Ingólfur í hana, þó
sárþjáður væri, og var það síðasta
samverustund okkar félaganna. Á
kveðjustund stöndum við félagamir
í Krammaklúbbnum allir í þakkar-
skuld við Ingólf Böðvarsson. Um
leið og honum era þökkuð fórnfús
störf og ánægjulegur félagsskapur
sendum við eiginkonu hans, Sig-
ríði, börnum og fjölskyldum þeirra
innilegar samúðarkveðjur á sorgar-
stundu.
Blessuð sé minning Ingólfs
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja,
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar
gðngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér mepm,
þér síðar fylgja í friðarskaut.
(V.Briem)
Mig langar með fáeinum setning-
um að minnast elsku afa míns sem
lést 19. þ.m.
Afí var mér og öðram sérlega
góður og studdi mig í einu og öllu,
sem lýsir því best hve jákvæður og
góður maður hann var. Mér er
minnisstæðast hve hlýjar hendur
hans vora og ávallt tilbúnar til að
ylja litlum fíngum, en ég byijaði
iðulega á því að hjúfra mig að hon-
um þegar ég kom í heimsókn. Ég
átti margar góðar stundir með afa
sem ég varðveiti í hjarta mínu að
eilífu því að hann virkilega sýndi
hvað honum þótti vænt um mig.
Elsku afí, guð geymi þig.
Katla María Jónsdóttir.
Vel metinn, vinsæll en umfram
allt góður maður er nú fallinn frá.
Vel metinn vegna vinnu sinnar, vin-
sæll við græna borðið og elskaður
af fjölskyldu sinni og vinum.
Dauðastríðið var stutt en strangt
og alvara málsins duldist fáum.
Samt heyrðist engin uppgjöf af
vöram þess sem þjáðist mest, við-
kvæðið var alltaf: Ég hef það fínt.
Það má segja að þessi afstaða hafí
verið einkennandi fyrir Ingólf Böð-
varsson. Hann var alltaf hress og
kátur þegar maður hitti hann. Það
var engin ástæða til annars, hann
átti góða eiginkonu, Sigríði Ottós-
dóttur (Sissu), fjögur mannvænleg
böm, bamaböm, og bamabarna-
börn og ekki síst tengdabömin fjög-
ur, sem elskuðu hann ekki síður.
Samstaða þeirra var áberandi.
Það sást best þegar þau réðust í
að byggja saman sumarbústað í
landi Reynifells á Rangárvöllum,
öll fjölskyldan undir styrkri stjóm
Ingólfs. Þar leið honum vel, enda
kunnugur þar fyrir austan frá
fyrstu tíð, fæddist í Bolholti á Rang-
árvöllum 27.1. 1926.
Eftir að hann fluttist til Reykja-
víkur nam hann bifvélavirkjun, en
starfaði lengstum sem tjónaskoðun-
armaður hjá Almennum trygging-
um (síðar Sjóvá-Almennum), alveg
þar til hann lét þar af störfum fyr-
ir fáum vikum vegna veikinda.
Tilefni þessara ófullkomnu minn-
ingarskrifa minna er ekki að rekja
æviferilinn nánar, heldur að minn-
ast þess sem átti hug Ingólfs í hans
frístundum. Það var bridsíþróttin.
Þar var hann ávallt á heimavelli,
slunginn og sókndjarfur þegar það
átti við, en jafnan athugull og yfír-
vegaður. Umfram allt var hann
kurteis við spilaborðið og óspar á
að benda þeim sem minna kunnu
fyrir sér á það sem betur mátti
fara og naut undirritaður þess oftar
en einu sinni. (Það er annað mál
hvort hinar þörfu ábendingar höfðu
tilætluð áhrif!)
Eins og nærri má geta var Ingólf-
ur vinsæll spilafélagi alla tíð og hin
síðari ár vora spilafélagarnir m.a.
konan hans, hún Sissa, sonurinn
Jón Steinar, mágur hans Guðjón
Ottósson og vinur Bemharður Guð-
mundssön auk annarra, t.d. félag-
arnir úr Krammaklúbbnum þar sem
Ingólfur spilaði um árabil. Allt þetta
fólk minnist góðra stunda með Ing-
ólfi við græna borðið.
Og við hjá Bridsdeild Rangæinga
drúpum höfði og minnumst þess
hve mjög við nutum hans við stofn-
un deildarinnar og allar götur síð-
an. Það var aldrei mikið mál hjá
Ingólfi að hjálpa til, hvort sem
þurfti að stjórna spilamennsku eða
að fá fólk til að koma og spila. Það
sögðu fáir nei við Ingólf. Það þótti
alltaf heldur betri keppni ef Ingólf-
ur var meðal þátttakenda.
Til að sýna Ingólfi að við mátum
mikils hans ljúfa viðmót í okkar
garð, efndum við til tvímennings-
keppni fyrir síðustu áramót, þar
sem keppt var um farandbikar til-
einkaðan Ingólfí Böðvarssyni, „Ing-
ólfsbikar". Eg veit fyrir víst, að
þetta gladdi Ingólf, en þó miklu
fremur urðum við ánægð hjá Brids-
deildinni, að geta auðsýnt honum
þakklæti okkar.
Og nú er spilað í æðra veldi.
Félagarnir sem áður hafa kvatt
þessa jarðvist fagna góðum félaga.
Hinir sem eftir era eiga dýrmætar
minningar um ljúfan vin. Állir hafa
misst, en mest þó þið, kæru vinir,
Sissa, Jón Steinar og Berglind,
Dóra og Svavar, Eddi og Svana,
Gróa og Tryggvi og aðrir afkom-
endur. Þeim og öðram aðstandend-
um vil ég f.h. fjölskyldu minnar
fyrir áratuga langa vináttu og f.h.
Bridsdeildar Rangæinga votta mína
dýpstu samúð.
Guð blessi minningu Ingólfs Böð-
varssonar.
Loftur Pétursson.
Hinn 19. júní sl. lést í Reykjavík
Ingólfur Böðvarsson tjónaeftirlits-
maður. Ingólfur var fæddur að
Móeiðarhvolshjáleigu í Hvolshreppi
hinn 27. janúar 1926 og var því
rúmlega 67 ára gamall er hann lést.
Hann var sonur hjónanna Gróu
Bjamadóttur og Böðvars Böðvars-
sonar og var einn fimm systkina.
Ungur var hann settur í fóstur að
Húsagarði í Landsveit til Steinunn-
ar Gunnlaugsdóttur og Jóns Hánn-
essonar og þar dvaldi hann til 14
ára aldurs er hann fluttist til
Reykjavíkur. Ingólfur stundaði al-
genga vinnu til sjós og lands en
sjómennsku hætti hann árið 1949
og vann eftir það við bílaviðgerðir.
Hann starfaði hjá Sverri Svendsen
í Bílaiðjunni og síðar ráku þeir
Sverrir ásamt Bjarna Guðbrands-
syni eigið verkstæði við Höfðatún.
Sverrir Svendsen réðst sem tjóna-
eftirlitsmaður til Almennra trygg-
inga hf. árið 1960 og sex árum síð-
ar fylgdi Ingólfur í fótspor hans.
Hjá Almennum og síðar Sjóvá-
Almennum starfaði hann til dauða-
dags eða í 27 ár.
Ingólfur var afbragðs starfsmað-
ur sem vann öll verk sín af trú-
mennsku og heiðarleika. Starf
tjónaeftirlitsmanns er oft erfitt því
að hlutverk hans er að gæta hags-
muna félagsins án þess að ganga
á rétt þess sem eftir bótum leitar.
Ingólfur var þeim eiginleikum
gæddur að honum reyndist auðvelt
að rata þann gullna meðalveg sem
oft verður að þræða í slíkum mál-
t
ELÍN PÁLSDÓTTIR,
Dalbraut 27,
(áður Bárugötu 3),
lést f Landspítalanum 17. júní sl.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Guðrún Benjamínsdóttir.
t
Ástkær eiginmaður minn,
ÞÓRHALLUR BJÖRN SIGURJÓNSSON,
Heiðarhrauní 30c,
Grindavfk,
sem lést 27. júní sl., verður jarðsunginn frá Grindavíkurkirkju laug-
ardaginn 3. júlí kl. 14.00.
Fyrir mína hönd og annarra aðstandenda,
Aðalbjörg Þorvaldsdóttir.
t
Fósturmóðir mfn, tengdamóðir og amma,
GUÐRÚN SIGRÍÐUR HJALTADÓTTIR,
Hlégerði 1,
Hnífsdal,
sem lést f Fjórðungssjúkrahúsinu á l’safirði 24. júní, verður jarð-
sungin frá Hnífsdalskapellu laugardaginn 3. júlí kl. 14.00.
Hrafnhildur Samúelsdóttir, Jósef H. Vernharðsson,
Guðrún Sigríður Jósefsdóttir, Ingibjörg Jósefsdóttir,
Hermann Vernharður Jósefsson, Svava Rán Valgeirsdóttir,
t
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
KRISTVEIG KRISTVINSDÓTTIR
(DÍDÍ),
Miðtúni 2,
Reykjavík,
sem lést í Borgarspítalanum 26. júní, verður jarðsungin frá
Árbæjarkirkju föstudaginn 2. júlí kl. 10.30.
Björn Guðmundsson,
Guðmundur Hlíðar Björnsson, Anna Hlín Guðmundsdóttir,
Birna Björnsdóttir, Björn Karlsson,
Stefanía Björnsdóttir, Jón Helgason,
Haraldur Björnsson, Ingibjörg Gfsladóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær eiginmaður minn, bróðir, faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
GUÐMUNDUR V. STEINSSON,
Hólavegi 8
Sauðárkróki,
sem lést á heimili sínu föstudaginn 25. júní, verður jarðsunginn
frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 3. júlí kl. 14.00.
Stefanía Jónsdóttir,
Sigvaldi Steinsson,
Sigmundur Guðmundsson, Amalfa Sigurðardóttir,
Anna S. Guðmundsdóttir, Ragnarl.Tómasson,
Jón Guðmundsson, Margrét Guðmundsdóttir,
Björgvin Guðmundsson, Margrét Pétursdóttir,
Guðmundur Ö. Guðmundsson, Erna Baldursdóttir,
Steinn Guðmundsson, Guðrún Gunnarsdóttir,
Hólmfríður Guðmundsdóttir, Friðrik Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
ERFIDRYKKJUR
jf-v Verð frá kr. 850-
P E R l A N sími620200
ERFIDRYKKJUR
€)¥El
BB©R«
Sími 11440
Erfidrykkjur
Glæsileg kaffi-
hlaðborð fedlegir
salir og mjiig
góð [ijónusUL
Upplýsingar
í sínia 2 23 22