Morgunblaðið - 01.07.1993, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.07.1993, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JUU 1993 11 I ) I ) ) í > > í í í í Frá vortónleikum kórs Keflavíkurkirlq'u. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Kór Keflavíkurkirkju með vortónleika Keflavík. KÓR Keflavíkurkirkju hélt fyrir nokkru sína árlegu vortónleika í kirkjunni og fékk kórinn ágætar viðtökur viðstaddra. Áður hafði kórinn haldið tónleika í Akranes- kirkju þar sem sóknarpresturinn í Keflavík, sr. Ólafur Oddur Jóns- son, messaði ásamt sr. Birni Jóns- syni sóknarpresti á staðnum, en hann var prestur Keflvíkinga í mörg ár. Þar fékk kórinn einnig innilegar viðtökur. Á efnisskrá voru bæði andleg og veraldleg lög, svo og íslensk alþýðu- lög um vorið og sumarið. Einsöngv- arar á tónleikunum voru María Guðmundsdóttir, Sverrir Guð- mundsson, Steinn Erlingsson, Guð- mundur Ólafsson og Böðvar Þ. Páls- son. Gróa Hreinsdóttir var undir- leikari á píanó en stjórnandi var Einar Örn Einarsson organisti í Keflavíkurkirkju. - BB Ingibjörg S. Torfadóttir sýn- ir leirlistaverk í Listmunahúsi Ingibjörg S. Torfadóttir, leirlist- arkona, sem býr í Winnipeg í Kanada, opnar sýningu á verkum sinu í Listmunahúsi á Skóla- vörðustíg á mogun, 2. júlí og stendur sýningin til 18. júlí. Þetta er fyrsta einkasýning hennar á íslandi og er titill og þema sýn- ingarinnar Ævintýraheimur í leir. Ingibjörg S. Torfadóttir hefur verið búsett í Kanada i fimmtán ár og starfað í Winnipeg, þar sem hún á hlut í Stoneware Gallery ásamt tíu öðrum konum. Sem barn dvaldi Inga langdvölum á Hólmavík og þangað sækir hún hugmyndir í „fjöruna, sjóinn, fiskana og rekavið- inn.“ í sýningarskrá segir Ingibjörg: „Eins og titill þessarar sýningar ber með sér, þá fjalla verkin um ævin- týri og þá undraveröld sem þau færðu okkur í bernsku. Ævintýrin sem mömmur okkar og ömmur lásu fyrir okkur í rökkrinu hafa um ald- araðir verið hluti af menningararf- leifð okkar. Þessi ævintýraheimur hafði sterk áhrif á mig og eru það íbúar hans, álfar, dvergar og tröll, sem fínna sér hér farveg í verkum mínum.“ Ingibjörg lærði fyrst við Mynd- lista-og handíðaskóla Íslands, síðan hjá Stoneware Studio, og einnig hjá listskóla Listasafnsins í Winnipeg. Hún hefur tekið þátt í fjölda sam- sýninga í Kanada og hlotið margs- konar viðurkenningar fýrir verk sín. Hún starfar jöfnum höndum að nytjalist og skúlptúr, en í Manitóba- fylki er löng hefð fyrir notkun leirs- ins í nytjalist, allt frá dögum Indí- ána og fýrstu landnemanna frá Evrópu. Öll verkin á sýningunni eru unnin á síðustu tveimur árum í steinleir eða postulín og brennd í gasofni. Hin síðari ár hefur Ingi- björg fengist við kennslu, bæði á vegum Stoneware Studio, Lista- safnsins í Winnipeg og í grunnskól- um borgarinnar. Nýjar bækur íslenski kiljuklúbburinn hefur sent frá sér þijár nýjar bækur: Meistarinn og Margaríta eftir Mikhaíl Búlgakov í þýðingu Ingi- bjargar Haraldsdóttur. Bókin er 367 bls. Seld! - Sönn saga konu í ánauð eftir Zönu Muhsen og Andrew Crofts. Guðrún Finnbogadóttir þýddi bókina sem er 267 bls. Leyniskyttan er spennusaga eftir bandaríska höfundinn Ed McBain. Illugi Jökulsson þýddi bókina sem er 201 bls.. Hver bók kostar 690 kr. fram til 1. júlí, en eftir það 786 kr. Ingibjörg S. Torfadóttir við nokkur verka sinna. Píanótónleikar Uiin- ar Vilhelmsdóttur Tónlist Gísli Magnússon Oft heyrir maður talað um gróskuna í íslensku tónlistarlífí. Hver viðburðurinn rekur annan. Tvær listahátíðir í gangi samtím- is. Ungt lista- fólk streymir til landsins eft- ir áralangt nám erlendis og lætur að sér kveða. Er nú svo komið að ómögulegt er að fylgjast með öllu sem í boði er. Þetta kem- ur óneitanlega niður á aðsókn á einstaka tónleika og þá vaknar spurningin: Verðum við að taka upp einhverskonar kvótakerfi á tónleikahald? Það var ánægjulegt að hlýða á tónleika Unnar Vilhelmsdóttur, píanóleikara í Tjarnarsal Ráð- hússins síðastliðið sunnudags- kvöld. Tónleikarnir voru á vegum Óháðrar listahátíðar 1993. Unnur útskrifaðist úr einleikaradeild Tónlistarskólans í Reykjavík fyrir tveimur árum og hefur síðan stundað framhaldsnám í Banda- ríkjunum. Það kom strax í ljós hve áslátt- ur Unnar er tær og pedalanotkun hófleg. Þessi leikmáti ásamt fag- urlega mótuðum hendingum átti vel við Tokkötuna í c-moll BWV 911 eftir Bach, sem var upphafs- verk tónleikanna. Tokkatan er stórbrotið verk og var í heild mjög vel leikin. Næst á efnisskránni var Sónata í a-moll KV.310 eftir Mozart. Hér bættist við dramatísk spenna og tregi sem þessi sónata er svo rík af. Unnur skóp sitt lista- verk af einlægni og næmri stíl- kennd. Eftir hlé fengum við að heyra Tilbrigði (1988) eftir Hróðmar Inga Sigurbjörnsson. Verkið vinn- ur á við hveija hlustun enda heil- steypt í formi og byggingu og naut sín vel í höndum Unnar. Að endingu lék Unnur Fantasíu í f-moll op. 49 eftir Chopin. Þetta er öndvegis tónskáld slaghörp- unnar hefur verið næsta fátíður gestur á tónleikum í seinni tíð. Unnur dró fram skírar línur og sýndi tilþrif sem voru við hæfi í lokaverkefni tónleikanna. Unnur er nú að stíga sín fyrstu skref á þyrnum stráðri listabraut-' inni. Ástæða er til að óska henni til hamingju með þessa „debut“- tónleika~og vonandi á hún eftir að auðga tónlistarlíf okkar í fram- tíðinni. Nýi Steinway-flygillinn í Ráð- húsinu er fyrirtaks hljóðfæri, en hljómburður salarins er því miður afleitur. Verður þvi enn einu sinni vakin athygli á brýnni þörf fyrir tónlistarhús í Reykjavík. Ný tímarit ■ Skáldskaparmál, timarit um íslenskar bókmenntir fyrri alda er nú komið út í annað sinn. í fyrstu ritgerð þessa heftis rekur Ólafur Halldórsson samskipti Áma Magnússonar og Þormóðs Torfa- sonar. Þá koma greinar eftir Francois Xavier Dillmann, Robert Cook, Jón Karl Helgason og Viðar Hreinsson um íslendingasögur: Hvernig túlka eigi frásagnir um seið, mannlýsingar í Laxdælu, ýmis atriði Egils sögu, Grettis sögu og Gísla sögu. Einnig fjalla Guðrún Ingólfsdóttir og Bergljót S. Krist- jánsdóttir um stöðu kvenna í samfé- lagi íslendingasagna og óvanalega afstöðu til þeirra í ýmsum yngri sögum. Hermann Pálsson og Jón Torfason sömdu greinar í tilefni af 750. ártíð Snorra Sturlusonar og fjalla um túlkun á Íslendingaþáttum og ýmsu í Heimskringlu. Þá er yfír- lit Ulfars Bragasonar um rannsókn- ir á Sturlungu og að síðustu er vik- ið að klerklegum lærdómi í greinum eftir Ásdísi Egilsdóttur, Margaret Cormack, Svanhildi Óskarsdóttur og Marianné Kalinke: eðli biskupa- sagna, afstöðu til fordæðuskapar.í helgisögum, trúarviðhorfí Guð- mundar Arasonar og Reykjahóla- bók sem er síðasta helgisagnasafn úr kaþólskri tíð á íslandi og fleira. Ritstjórar Skáldskaparmála eru Gísli Sigurðsson, Gunnar Harðarson og Örnólfur Thors- son. Ritið kostar kr. 2.980. Útgef- andi er Stafaholt hf. en Mál og menning annast dreifingu. MENNING/LISTIR Myndlist Rýmisverk í Gall- erí Sævars Karls Katrín Sigurðardóttir sýnir rýmis- verk í Gallerí Sævars Karls, Banka- stræti 9, 2.-30. júlí 1993. Hún er fædd 1967 og stundaði nám við Myndlistar- og handíðaskóla íslands í Nýli- stadeild 1986- 1988 en lauk síðan námi frá San Francisco Art Institute 1990. Verkið sem Katrín sýnir samanstendur af teikningum og þrykki, þróuðum út frá eigindum mannslíkamans. Jafnframt eru í verk- inu könnuð tengsl myndlistar við hefðbundin innanhúss-skreyti. Katrín hefur haldið tvær einkasýn- ingar í Bandaríkjunum og tekið þátt í hinum ýmsu samsýningum. Sýningin er opin á verslunartíma, á virkum dögum frá kl. 10-18. Kjarvalssýning í Gall- erí Borg Sölusýning á Kjarvalsverkum opn- ar í Gallerí Borg við Austurvöll í dag, fimmtudaginn 1. júlí. Á sýningunni eru um 20 olíumyndir og um 10 vatns- litamynndir og teikningar. Fæstar myndanna hafa verið sýndar hér á landi áður, en sumar þeirra koma erlendis frá. Allar myndirnar eru til sölu. Samtímis verður opnuð sölusýning á verkum gömlu meistaranna í kjallar- anum i Pósthússtræti 9. Þar eru t.d. verk eftir Ásgrím Jónsson, Nínu Tryggvadóttur, Júlíönu Sveinsdóttur, Jóhann Briem, Gunnlaug Scheving, Jón Stefánsson, Gunnlaug Blöndal, Þorvald Skúlason, Kristínu Jónsdótt- ur, Svavar Guðnason, Jón Þorleifsson, Erró og Kristján Davíðsson. Gallerí Borg er opið virka daga frá kl. 12 til 18. Nú ber vel í veiði! Tilboð! Þegar þú kaupir Cardinal Gold Max hjól getur þú valið þér Abu Garcia veiðivörur fyrir 2.000 kr. í kaupbæti. Cardinal Gold Max er nú þegar metsöluhjól í Evrópu og Bandaríkjunum. Það er smíðað fyrir þá sem gera miklar kröfur til hönnunar, styrks og endingar. Nú getur þú eignast þetta vandaða hjól á einstöku verði. Söluaðilar: Sportval-Kringlan Kringlunni 8-12 ■ Útilíf Glæsibæ Versturröst Laugavegi 178 • Musik & sport Hafnarfiröi ■ Veiöibúö Lalla Hafnarfriöi • Akrasport Akranesi ■ Kaupfélag Skagfiröinga Sauöárkróki ■ KEA Akureyri • Kaupfélag Þingeyinga Húsavlk Kaupfélag Héraösbúa Egilsstööum • Sportbær Selfossi Stapafell Keflavík HAFNARSTRÆTl 5 • REYKJAVÍK • SÍMAR 91-16760 & 91-14800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.