Morgunblaðið - 14.07.1993, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 14.07.1993, Qupperneq 1
56 SIÐURB/C 156. tbl. 81.árg. MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1993 Prentsraiðja Morgunblaðsins Hassfundur íhafi við Azoreyjar KAFARAR portúgalska flotans koma með tunnu fulla af hassi upp á yfirborðið en í gær fund- ust 60 tonn af hassi sem komið hafði verið fyrir á 40 metra dýpi skammt undan ströndum Azoreyja. Hassfundurinn er árangur tveggja ára samstarfs kanadískra, hollenskra og portúgalskra lögregluyfirvalda. Trabant- inn útlæg- ur úr Ung- verjalandi Búdapest. Reuter. YFIRVÖLD í Búdapest hafa skorið upp herör gegn reykspúandi bílum af gerð- unum Trabant og Wartburg sem framleiddar voru í A- Þýskalandi er var. Þeir sem afhenda Trabant til nið- urrifs fá að ferðast frítt næstu tvö árin með almenningsfarartækjum; Wartburg er metinn til þriggja ára. 120.000 bílar af þessum tegundum eru enn á götum Búdapest. Vænni bílar niðurgreiddir Áætlað er að kostnaður ríkissjóðs af þessu nemi jafnvirði 1,7 millarða króna. Eigendum gamalla aust- antjaldsbíla sem afhenda rennireið- ar til niðurrifs standa einnig til boða niðurgreidd lán til að kaupa umhverfisvænni farskjóta. Reuter Mannskæðasti jarðskjálftinn í Japan í tíu ár JAPANSKA sjónvarpið NHK skýrði frá því í gær að tveir snarpir jarðskjálftar, sem riðu yfir norðurhiuta Japans í fyrradag, hefðu kostað að minnsta kosti 61 mann lífið og 17 til viðbótar væri saknað. Aðrar fregnir hermdu að manntjónið hefði verið mun meira, en Ijóst er að þetta er mannskæðasti jarðskjálftinn í Japan í tíu ár. „Við óttumst að allt að 200 manns kunni að hafa látið lífið,“ sagði Yukio Koshimori, bæjarstjóri á eyjunni Okushiri, sem kom verst út úr skjálftunum. Skjálftarnir ollu einnig miklum flóðöldum og húsbrunum. Á myndinni má sjá bugður sem mynduðust í skjálftunum á vegi á Okushuri. Sjá „Oflugasti jarðskjálfti í Japan í aldarfjórðung" á bls. 20. Vilja fisk- veiðistjóm- imiiia heini Reuter Mikilvæg atkvæðagreiðsla í bresku lávarðadeildinni StjórnMajors stefnir hefðarfóM til Lundúna N orður-N oregur Gegn flokknum Verði Major forsætisráðherra að ósk sinni fer samkomulagið á ný til Neðri málstofunnar til endan- legrar staðfestingar og verður væntanlega að lögum í næsta mán- uði. Neðri málstofan hafnaði þjóð- aratkvæði um Maastricht-sam- komulagið fyrr í sumar. Thatcher hefur sagst myndu greiða atkvæði gegn samkomulag- inu í lávarðadeildinni en það yrði í fyrsta sinn sem hún gengi gegn íhaldsflokknum í þau 34 ár sem hún hefur setið á þingi. London. Reuter. BRESKA stjórnin reynir með öllum ráðum að kveða í kútinn hóp sem lafði Thatcher af Kesteven er í forystu fyrir í lávarða- deild breska þingsins og skorið hefur upp herör gegn Maa- stricht-sáttmálanum. Til þess að verjast Thatcher, forvera Johns Majors í forsætisráðuneytinu, hefur stjórnin látið boð út ganga til ystu nesja og hefur barónum, barónessum, lávörðum og löfð- um verið stefnt til Lundúna til að greiða samkomulaginu atkvæði. í lávarðadeildinni eiga 1.200 hefðarmenn og -konur sæti en jafn- vel í stærstu málum finna einungis lítill hluti þeirra, nokkur hundruð, hjá sér hvöt til þess að leggja leið sína til Lundúna. Þannig er vart gert ráð fyrir að nema um 500 svari kalli og taki þátt í atkvæðagreiðslunni í dag. Engu að síður eru fulltrúar stjómar- innar sem staðið hafa í smölun hefð- arfólksins vongóðir um sigur; að deildin samþykki sáttmálann og hafni breytingartillögu sem myndi knýja stjómina til þess að efna til þjóðaratkvæðis um samkomulagið. Stoltenberg og Owen lávarður vara við afleiðingum síversnandi ástands í Bosníu Hætt við að SÞ þurfi að draga gæshdiðið úr landi Sameinuðu þjóðunum, Sarajevo. Reuter. THORVALD Stoltenberg, sáttasemjari í Bosníudeihmni, átti í gær fund með Ör- yggisráðinu í kjölfar skýrslu sem hann og Owen lávarður gáfu ráðinu seint í fyrradag. Þar gerðu sáttasemjararnir grein fyrir því að Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) yrðu ef til vill að draga gæslulið sitt burt frá Bosníu, ef átök myndu magnast og minna fengist af hjálpar- gögnum. Hætta er talin á að samkomu- lag um að koma rafmagni aftur á í Sarajevo verði rofið. Stoltenberg og Owen segja í skýrslu sinni að ráðið hljóti að „íhuga hið skelfílega ástand í land- inu í ljósi þeirra möguleika sem séu á samningum um frið. Haldi ástandið áfram að versna svo sem nú gerist, er veruleg hætta á að sveitum SÞ reynist ógemingur að dvelja áfram í Bosníu og Herzegovinu.“ Þá segir í skýrslunni, að ekki sé einvörðungu um að ræða útbreidd átök, heldur einnig víðtækar truflanir á og átök um dreifingu hjálpargagna. Sanlt ættu SÞ að halda áfram hjálparstarfi eins lengi og mögulegt væri. Það væri með naumindúm að hjálparstofnanir gætu mætt þörfinni nú í sumar, og því síður yrði það mögulegt á vetri komanda. SÞ ber ekki að hóta brottför /. Sáttasemjararnir segja ennfremur að sú breyt- ing hafi nýlega orðið á að átökin séu ekki leng- ur staðbundin milli Serba og múslima í austur- hluta Bosníu, heldur séu nú orðin að víðtæku stríði milli Króata og múslima. Það hindri flutn- ing hjálpargagna í mið Bosníu. Friðargæslusveitir SÞ hafi enn ekki nægan mannafla til þess að halda uppi gæslu á griðar- svæðum múslima, þar á meðal í höfuðborginni Sarajevo. Auk þess verði gæsluliðar í auknu mæli fyrir árásum, og hingað til hafi 548 þeirra særst, og þar af 51 látist. Sáttasemjararnir ítrek- uðu samt, að þeir væru ekki að gefa í skyn að SÞ bæri að hóta því að fara brott úr landinu ef múslimar neituðu að semja um friðartillögu Serba og Króata. Samningur um raforku Leiðtogi Bosníu-Serba, Radovan Karadzic, og forseti Bosníu, Alija Izetbegovic, gerðu á mánu- dag, samning um að starfsmenn SÞ myndu njóta griða á meðan þeir gerðu við raflínur í Sarajevo. Þannig myndi aftur komast á rafmagn í borg- inni og þar með yrði gas og vatn fáanlegt á ný. í gær sögðust embættismenn SÞ hins vegar ótt- ast að samkomulagið yrði ekki virt af hálfu múslimskra yfirvalda landsins, þar eð rafmagnið gæti gagnast Serbum við vopnaframleiðslu. BYGGÐIR í nyrstu lilutum Noregs eiga í vök að veijast vegna fiskleysis og íbúum fer fækkandi. Vaxandi kröfur eru nú um að ákvarðanir í tengslum við fiskveiðikvóta verði teknar í héruðunum sjálfum en ekki í Ósló, að sögn Aftenposten. Bent er á að í samningaviðræðum við Evrópubandalagið, EB, krefjist norsk stjórnvöld þess að fá sjálf að stjórna fiskveiðum við landið og hafna í reynd miðstýringu frá Brussel. Eðlilegt sé að sama hugsun sé lögð til grundvallar innanlands. „Takist ríkisstjórninni að fá sam- þykkt að nálægðarhugtakið gildi í fiskveiðistefnu EB á ég erfitt með að imynda mér að hægt sé að halda fast við miðstýringu í fiskveiðimál- unum hér,“ segir Svein Jentoft, félagsfræðiprófessor í Tromso. Hann hefur árum saman rekið áróð- ur fyrir því að þessum málefnum sé stjórnað í auknum mæli í héraði. Fulltrúar Norðmanna í viðræðum við EB taka greinilega undir það sjónarmið. „Fjarlægðin milli þeirra sem taka ákvarðanir og sjómann- anna getur skipt öllu þegar sann- færa skal sjómenn um réttmæti niðurstöðunnar,“ segir í vinnuskjali samninganefndarimlar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.