Morgunblaðið - 14.07.1993, Síða 9

Morgunblaðið - 14.07.1993, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1993 9 Sumaráætlun Flugleiða '93 Frá íslandi Dagur Til M Þ M F F L S Amsterdam M M M M Baltimore S S S S S S S Barcelona S Frankfurt M M * M M Færeyjar M M Gautaborg M M Glasgow s M M Hamborg M/S M/S M/S M/S M/S M M/S Kaupmannahöfn M/S M/S M/S M/S M/S M M/S London M S M S M S S Lúxemborg M M M M M M M Frá íslandi Dagur Til M Þ M F F L S Mílanó S Múnchen S Narsarsuaq S S Nuuk S s New York s s s S S S s Orlando s S Óstó M M M M M M París s S S S s Stokkhólmur M M M M M M M Vín S Zúrich S S M = Morgunflug S = Síðdegisflug Bein flug í júlí 1993 Eitt áreiðanlegasta spamabarformið í þrjá ámtugi í nærri þrjá áratugi hafa spariskírteini ríkissjóðs verið ein öruggustu verðbréfin á markaðnum. Og þau eru alltaf jafn vinsæl sparnaðarleið enda fá verðbréf sem standa þeim jafnfætis í öryggi, arðsemi og sveigjanleika: Þú getur komið í Þjónustumiðstöð ríkisverðbréfa og keypt spariskírteini fyrir litlar sem stórar fjárhæðir í almennri sölu. Þú getur tekið þátt í mánaðarlegum útboðum á spariskírteinum með aðstoð starfsfólks Þjónustumiðstöðvarinnar. Þú getur keypt spariskírteini í mánaðarlegri áskrift og þannig sparað reglulega á afar þægilegan hátt. Gulltryggðu sparnaðinn með spariskírteinum ríkissjóðs. ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ RÍKISVERÐBRÉFA Hverfisgötu 6, sími 91-626040 „Framsóknaráratugir11 Framsóknarflokkurinn fór með landbún- aðarmál lengst af þrásetu flokksins í ríkis- stjórnum 1971-1991. Þar komu þó fleiri við sögu: Bragi Sigurjónsson 1979-80, Pálmi Jónsson 1980-83 og Steingrímur J. Sigfússon 1988-91. Framsóknarflokk- urinn fór að auki með sjávarútvegsmál í ríkisstjórnum allan níunda áratuginn, 1980-1991. Hvern veg farnaðist þessum undirstöðuatvinnuvegum með áttavita Framsóknarflokksins að leiðarljósi? Sljórnsýsluleg ábyrgð á land- búnaðar- og sjávarútvegs- málum Framsóknarflokkur- inn hefur borið stjóm- sýslulega ábyrgð á land- búnaðar- og sjávarút- vegsmálum, undirstöðu- greinum í þjóðarbú- skapnum, öðrum flokk- um fremur, síðustu tvo áratugi. Alþýðublaðið segir í forystugrein síð- astliðinn föstudag: „Framsóknarstefnan í landbúnaði hefur orðið öllum til tjóns, ekki sízt bændum. Fjötrar ríkis- styrkjanna drápu niður allt fnunkvæði þeirra, og fyrir vikið örlar varla á þróun til eðlilegra fram- leiðsluhátta... Framsókn hefur þann- ig tekizt að hindra eðli- lega samkeppni í verzlun með landbúnaðarvörur, og fyrir bragðið em þær hvergi á byggðu bóli jafn dýrar og á Islandi. Þess er skemmst að minnast, að þar sem örlar á auknu frelsi, eins og í sölu á nautakjöti og svinakjöti, — þar hefur verðið lækk- að. Framsóknarflokkur- inn hefur hins vegar lagt steina í götu allra sem reynt hafa að auka frelsi og samkeppni í landbún- aði. Fyrir neytendur skipt- ir þessi barátta Fram- sóknar fyrir hagsmunum afdankaðs kerfis gríðar- legum upphæðum...“ Offjárfesting. og sjóðasukk í leiðara Alþýðublaðs- ins segir og: „Sama máli gegnir um sjávarútveginn. Meðan Framsókn fór með sjáv- arútvegsmálin hófst hér linnulitil fjárfesting í skipurn og vinnslustöðv- um, studd sjóðasukki, sem flokkurinn stóð fyr- ir, ekki sízt til að hjálpa fyrirtækjum tengdum SÍS. Þessi offjárfesting er ásamt aflabresti ein meginorsök þess mikla vanda sem hrjáir sjávar- útveginn núna. Til að vinda ofan af offjárfestingunni í grein- inni áformar ríkisstjórn- in að stofna sérstakan Þróunarsjóð sjávarút- vegsins til að flýta úreld- ingu í greininni. Það er hins vegar athyglisvert að einn flokkur hefur lagst harkalega gegn Þróunarsjóðnum: og það er auðvitað Framsóknar- flokkurinn. Hann er sam- ur við sig. Framsókn er alltaf á móti framþróun. Og hver eru svo úr- ræði Framsóknarflokks- ins núna? Hvaða leiðir sjá forystumenn flokks- ins út úr þeim erfiðleik- um sem íslendingar ganga í gegnum? Svarið er einfalt: Framsókn skilar auðu. Steingrímur Hermannsson, hinn þreytulegi formaður flokksins, hefur komið með eina tillögu, aðeins eina. Hann vill að ríkis- sjóður taki stórfelld er- lend lán...“! Byggðastefna Framsóknar- flokksins Landbúnaður og sjáv- arútvegur hafa mun meira vægi fyrir afkomu og atvinnu á landsbyggð- inni en á höfuðborgar- svæðinu. Það skipti höf- uðmáli fyrir stijálbýlið, sveitir og sjávarpláss, að þessir undirstöðuat- vinnuvegir fengju að þróast í takt við efna- hags- og markaðsfram- vindu i umheiminum, að ekki sé nú talað um framvinduna í lífríki sjávar. Framsóknar- flokkurinn, sem bar sljómsýslulega ábyrgð á þessum atvinnugreinum, öðrum flokkum fremur, siðustu áratugi, fór mik- inn í stjómsýslunni undir inerkjum meintrar „byggðastefnu". Minna var upp úr því lagt að búa atvinnuvegunum viðunandi rekstrarskil- yrði. En hver er dómur reynslunnar? Aldrei í sögu þjóðarinnar hefur fólksstreymið úr sveitum í þéttbýli, af landsbyggð til höfuðborgarsvæðis, verið meira né stríðara en á þessum „framsókn- aráratugum". Lands- byggðin hefur aldrei ver- ið leikin eins grátt og undir forræði Framsókn- arflokksins á byggða-, landbúnaðar- og sjávar- útvegsmálum á niunda áratugnum! Skáksambandið styður Campomanes STJORNARFUNDUR Skáksam- bands Norðurlands var haldinn í Sandvági í Færeyjum 5. júní sl. Akveðið var að svæðismót Norð- urlandanna yrði haldið í Reykja- vík í upphafi árs 1995. Einnig var ákveðið að fella niður keppni í neðri flokkum á skákþingi Norð- urlandanna vegna þátttökuleysis. I staðinn er verið að undirbúa Grand Prix-mótaröð með 6 skák- mótum á tveggja ára tímabili. Sim- en Agdestein var valinn skákmað- ur Norðurlanda árið 1991-92. Á fundinum var samþykkt að senda F. Campomanes forseta FIDE stuðningsyfirlýsingu vegna ágrein- ings FIDE og Kasparovs og Shorts um heimsmeistaraeinvígið í skák. Forseti skáksambands Norður- landa er Jón G. Briem, lögmaður. 8,6% FÖST ÁVÖXTUN VERÐTRYGGING GÓÐ LAN GTÍ MAFJÁRFESTIN G I síma 91 - 681531) er hccgt að fá uþplýsingar um Glilnisbréf. Já takk, ég vil fá sendar upplýsingar um Glitnisbréf. Nafn: _____________________ Skuldabréf Glitnis uppfylla þessa kosti. Glitnir hf. er eignarleigufyrirtæki og dótturfyrirtæki Islandsbanka hf. Skuldabréf Glitnis ertt verðtryggð og bera fasta vexli. Þatt ertt nú fáanleg með 8,6% ávöxtun til gjalddaga. Bréftn eru með gjalddaga árið 1997 og henta því vel til langtímafjárfestingar. Þau eru eignarskattskyld. Eigendum Glitnisbréfa með gjalddaga 15. júlí n.k. bjóðast nú ný Glitnisbréf til endurfjárfestingar á sérkjörum með 8,8% ávöxtun til gjalddaga. Ráðgjafar VIB veita frekari upplýsingar um Glitnisbréf og einnig er hægt að fá sendar upplýsingar í pósti. Verið velkomin í VÍB! | Heimili: Póstfang: I Sími:---------------------1 ! VlB i | VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. j ‘---- Ármúla 13a, 155 Reykjavík. -1

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.