Morgunblaðið - 14.07.1993, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1993
Heilbrigðisþjónusta við aldraða
• •
Oldrunarlækningar og-
öldrunarlækningadeildir
eftir Þór Halldórsson
Öldrunarrannsóknir undanfar-
inna ára og áratuga hafa leitt til
sérhæfíngar í öldrunarlækningum
innan læknisfræðinnar. Við deilda-
skipt sjúkrahús hafa komið öldrun-
arlækningadeildir, sem víða gegna
stóru hlutverki innan sjúkrahúss-
ins. Víða er talið (t.d. í Bretlandi)
að um 40% af sjúkrarúmum al-
mennra sjúkrahúsa séu notuð af
öldruðum og 25% af tilvísunum sem
berast til sjúkrahúsa eru vegna
aldraðs fólks. Hlutverk öldrunar-
lækningadeildar í deildaskiptu
sjúkrahúsi er því margþætt og nær
starfsemi hennar langt út fyrir
veggi deildarinnar eða inn á allar
þær deildir þar sem aldraðir eru í
einhvers konar sérhæfðri meðferð
hvort sem þar er um að ræða hand-
lækningar eða lyflækningar. Sér-
hæfð þjónusta öldrunarlækna
stuðlar að því að stytta legutíma
aldraðra sjúklinga. Sjúkdómar
haga sér oft öðruvísi í öldruðum
líkama en ungum. Það tekur lengri
tíma að jafna sig eftir veikindi og
sjúklingar þarfnast lengri endur-
hæfingartíma. Viðbrögð við lyfjum
og lyfjaþol breytast með aldrinum
og aukaverkanir af lyfjum eru al-
gengari. Félagslegar afleiðingar
veikinda þurfa sérstakra úrlausna
við. Víða er viss verkaskipting inn-
an sjálfrar öldrunarlækningadeild-
arinnar. í Bretlandi eru víða svo-
kallaðar greiningareiningar (ger-
iatric assessment unit). Þar er legu-
tími venjulega 1-3 vikur og þar fer
fram sjúkdómsgreining, lyfjameð-
ferð og öldrunarmat (geriatric as-
sessment). Þá eru víða sérstakar
endurhæfíngareiningar þar sem
meðferðartími er 3-4 mánuðir.
Mjög víða eru sérstakar einingar
sem sérhæfa sig í greiningu og
meðferð sjúklinga með heilabilun.
Þá eru dagspítalar mjög víða hluti
af öldrunarlækningadeild og
sjúkrahústengd heimaþjónusta (sjá
síðar).
Öldrunarlækningadeild á deilda-
skiptu sjúkrahúsi gegnir veigam-
iklu hlutverki í ráðgjöf og meðferð
aldraðra, sem liggja á öðrum deild-
um sjúkrahússins. Má þar nefna
deildir eins og bæklunarlækninga-
deildir þar sem m.a. er gert að
lærleggshálsbrotum aldraðra,
þvagfæraskurðlækningar, tauga-
lækningadeildir, geðdeildir, svo og
hinar ýmsu sérdeildir innan ly-
flækningadeildar þar sem oft er
mikið af öldruðu fólki. Síðast en
ekki síst má nefna bráðamóttöku
þangað sem gamalt fólk leitar mik-
ið. Það sem einkennir störf á öldr-
unarlækningadeild er hópstarf
lækna, hjúkrunarfræðinga, sjúkra-
og iðjuþjálfa og félagsráðgjafa.
Slíkur vinnuhópur kallast öldrunar-
teymi. Meðlimir öldrunarteymisins
vinna sameiginlega að lausn þeirra
vandamála sem veikindi hins aldr-
aða hafa í för með sér. Slík sam-
vinna er mjög mikilvæg til þess að
árangur náist við lækningu og end-
urhæfíngu hins aldraða. Öldrunar-
teymið vinnur einnig í náinni sam-
vinnu við heimaþjónustuna (þjón-
ustuhóp aldraðra). Þetta er mikil-
vægt til að draga úr endurinnlögn-
um aldraðra á sjúkrahús. Endur-
innlagnir eru vandamál í heilbrigð-
isþjónustunni og stór hluti þeirra
stafar af ófullnægjandi undirbún-
ingi fyrir útskrift eftir bráðaveik-
indi á sjúkrahúsi. Göngudeildareft-
irlit frá öldrunarlækningadeild er
því mjög mikilvægur þáttur í starf-
semi deildarinnar. Eins og fram
kom hér að framan eru nýútskrif-
aðir aldraðir sjúklingar áhættuhóp-
ur sem þarf að fylgjast sérstaklega
með fyrstu mánuðina eftir bráða-
veikindi.
Kennsla og vísindarannsóknir
Þar sem aldraðir eru stór hluti
neytenda í heilbrigðisþjónustu er
mikilvægt að góð kennsla sé til
staðar fyrir hina ýmsu starfsstéttir
innan heilbrigðisþjónustunnar. Má
þar nefna lækna, hjúkrunarfræð-
inga, sjúkra- og iðjuþjálfa og fé-
lagsráðgjafa. Nauðsynlegt er að
allar þessar stéttir fái þjálfun á
öldrunarlækningadeildum í námi
sínu. Mjög misjafnlega hefur verið
staðið að þessari þjálfun og kennslu
innan ofangreindra starfsstétta og
hefur þar sérstaklega verið áfátt
kennslu Iæknanema í öldrunar-
lækningum þar sem við stöndum
langt að baki nágrannaþjóðum okk-
ar. Vonir standa þó til að úr þessu
rætist nokkuð á næstunni með til-
komu kennslustöðu í öldrunarlækn-
ingum innan læknadeildarinnar.
Mjög mikið er unnið að vísinda-
rannsóknum á hinum ýmsu þáttum
öldrunar svo sem lífeðlisfræði,
læknisfræði, sálfræði og félagsvís-
indum. Mjög víða í nágrannalönd-
um okkar eru sérstakar stofnanir
sem helga sig þessum fræðum og
þá venjulega í tengslum við há-
skóla eða öldrunarlækningadeildir
(gerontologisk institut). Engin slík
stofnun er til hérlendis enn þá og
væri mikill fengur fyrir öldrunar-
þjónustuna sem og stjórnendur í
heilbrigðis- og félagsmálum að
hafa slíka stofnun til að gera kann-
anir á ýmsum heilsufarslegum og
félagslegum vandamálum í sam-
bandi við öldrunarþjónustu. Með
slíka starfsemi að bakhjarli væri
mun auðveldara fyrir yfírvöld og
stjórnendur að taka ákvarðanir sem
byggðar eru á grunni vísindalegra
rannsókna.
Dagspítalar
Dagspítalar eru mjög víða reknir
í tengslum við öldrunarlækninga-
deildir. Hlutverk þeirra er marg-
þætt en stærsta hlutverk er endur-
hæfíng ýmis konar eftir bráðaveik-
indi eða hægfara sjúkdómsástand
sem er á leið að leggja sjúkling í
rúmið (kör). Á dagspítala er einnig
hægt að stunda lækningarannsókn-
ir og sjúkdómsgreiningar á þeim
sjúklingum sem eru ferðafærir.
Venjulegur meðferðartími á dag-
spítala eru 2-3 mánuðir sé um
endurhæfíngu að ræða en styttri
ef um sjúkdómsgreiningu og lyfja-
meðferð er að ræða eða svipað og
á legudeild (matsdeild) þar sem
legutími (t.d. í Bretlandi) er 2-3
vikur.
Sjúkrahústengd
heimaþjónusta
Víða í nágrannalöndum okkar
er boðið upp á svokallaða sjúkra-
hústengda heimaþjónustu í sam-
bandi við öldrunarlækningadeildir
á deildaskiptu sjúkrahúsi. Hér er
um að ræða mikið veika sjúklinga
sem kjósa að dvelja í heimahúsi (og
Þór Halldórsson
„Sjúkdómar haga sér
oft öðruvísi í öldruðum
líkama en ungum. Það
tekur lengri tíma að
jafna sig eftir veikindi
og sjúklingar þarfnast
lengri endurhæfingar-
tíma. Viðbrögð við lyfj-
um og lyfjaþol breytist
með aldrinum og auka-
verkanir af lyfjum eru
algengari. Félagslegar
afleiðingar veikinda
þurfa sérstakra úr-
lausna við.“
jafnvel fá að deyja þar). Þetta er
yfírleitt meiri þjónusta en heima-
þjónustan ræður við en þarna er
um að ræða hjúkrun og lækniseftir-
lit beint frá deildinni allan sólar-
hringinn. Jafnframt er alltaf til
reiðu pláss á deildinni ef viðkom-
andi eða ættingjar hans óska eftir
Strætó, strætó
eftir Ara Hauksson
ogArna Davíðsson
Síðastliðið haust voru gerðar
gagngerar breytingar á rekstri
strætisvagna á höfuðborgarsvæð-
inu. Stofnað var byggðasamlagið
Almenningsvagnar (AV), sem þjón-
ar nágrannabæjum Reykjavíkur og
tók við af þeim þremur fyrirtækjum
sem fyrir voru. Tekið var í notkun
grænt kort, sem gildir í einn mánuð
á öllu höfuðborgarsvæðinu. Um
leið voru fargjöld fullorðinna hækk-
uð töluvert og skiptimiðar giltu
ekki lengur milli Kópavogs og
Reykjavíkur.
Það er tvennt varðandi breyting-
arnar sem við gagnrýnum. í fyrra
lagi að skiptimiðar skuli ekki gilda
milli SVR og AV, þó þeir gildi inn-
an hvors fyrirtækis um sig, og í
síðara lagi teljum við að græna
kortið sé of dýrt.
Skiptimiðar
Tilgangur skiptimiðakerfa er sá
að fólki sé ekki mismunað eftir
„Þó fólki kunni að
þykja það mótsagna-
kennt mun þjóðfélagið
í heild hagnast töluvert
á því að lækka fargjöld
1 strætó. Verðlækkun
ein og sér skilar þó tak-
markaðri fjölgun far-
þega. Vænlegt væri að
beita líka fræðslu, aug-
lýsingum, breyta ímynd
strætós og bæta leiða-
kerfið.“
búsetu í borg, t.d. að íbúar í út-
hverfum þurfí ekki að borga fleiri
ferðir en þeir sem liggja betur við
helstu strætóléiðum. Hjá SVR gilda
skiptimiðar milli strætisvagna inn-
an leiðakerfisins og sömu sögu er
að segja innan leiðakerfis AV. Að
okkar dómi hefði verið eðlilegast
að láta skiptimiðana einnig gilda
milli SVR og AV til að koma í veg
fyrir mismunun eftir búsetu. Eins
og kerfíð er nú kostar það Miðbæ-
ing sem staðgreiðir fargjaldið 100
kr. að ferðast til t.d. Hafnarfjarðar
en 200 kr. fyrir þann sem býr í
Vestur- eða Áusturbænum. (Aust-
ur- eða Vesturbæingurinn þarf að
taka SVR strætó að stoppistöð AV
strætós.) Sami munur er ef öfug
leið er farin.
Fargjöld
í viðtali við Svein Andra Sveins-
son1, stjórnarformann SVR, kom
fram að gert væri ráð fyrir að
meðalferðafjöldi á græna kortið
yrði 70 ferðir og að breytingin skil-
aði ekki betri afkomu fyrir SVR.
Niðurstaðan út frá þessum forsend-
um var sú að kortið ætti að kosta
2.900 kr. Tvenn rök færum við
fyrir því að kortið sé of dýrt. Þau
fyrri eru að afkoma SVR hefur
batnað mikið, m.a. vegna aukinna
tekna af fargjaldasölu2. Hin síðari
eru að í ljós kom í könnun í októ-
ber að fólk fer ekki nema 52 ferð-
ir að meðaltali á hvert kort3. Út frá
því að afkoman eigi ekki að batna,
drögum við þá ályktun að meðalfar-
gjald hækkaði um 21-27% (fer
eftir forsendum), fór úr 49,2 kr. í
59,3 kr. til 62,7 kr. Þess má geta
að fyrir þá sem nota kortið til og
frá vinnu (40 sinnum í mánuði) er
hækkunin 45%. Samkvæmt okkar
reikningum batnar afkoma SVR
um 70-90 milljónir á ári vegna
hækkunar fargjalda. Ljóst er að
eina leiðin til að láta upphaflegar
forsendur standa er að lækka verð-
ið á græna kortinu.
Ari Hauksson
Strætó er þjóðarhagur
Á síðustu áratugum hefur bílum
fjölgað og strætófarþegum fækk-
að4, eins og sést glöggt á línuritinu
sem fylgir. Það kemur fram í
skýrslu frá Hagfræðistofnun Há-
skóla íslands6 að þessi þróun er
mjög óhagkvæm fyrir þjóðarhag.
Því hlýtur það að vera markmið
yfirvalda að snúa þessari þróun
við. Þá má heldur ekki gleyma því
að strætó er „grænn“ ferðamáti
þannig að farþegar leggja minni
skerf til mengunar borgarloftsins
og lofthjúpsins og gróðurhúsaáhrif-
anna á jörðinni. Höfuðáherslu ættu
SVR og AV að leggja á að fjölga
farþegum en ekki að einblína á
rekstrarlega afkomu. Skref í þeirri
viðleitni gætu t.d. verið að lækka
fargjöld og samræma skiptimiða-
kerfíð. í áðurnefndri skýrslu bendir
Hagfræðistofnun á að hugsanlega
geti farþegum fækkað um 2-5%
ef fargjöld hækka um 10% og þjóð-
hagslegt tap gæti orðið 18-45
Árni Davíðsson
milljónum króna á ári ef fargjöld
yrðu hækkuð um 1 kr. Hið öfuga
gerist ef fargjöld eru lækkuð. Þó
fólki kunni að þykja það mótsagna-
kennt mun þjóðfélagið í heild hagn-
ast töluvert á því að lækka fargjödl
í strætó. Verðlækkun ein og sér
skilar þó takmarkaðri fjölgun far-
þega. Vænlegt væri að beita líka
fræðslu, ^auglýsingum, breyta
ímynd strætós og bæta leiðakerfið.
Heimildiri'Morgunblaðið 19. júní 1992.
Hirein eftir Svein Andra Sveinsson í
Morgunblaðinu 21. janúar 1993.
•Utreikningur meðalfargjalds fyrir hækk-
un: Við sóttum upplýsingar í Árbók Reykja-
víkur um dreifingu farþegar SVR eftir
„borgunarhópum" árið 1991 (bls. 111),
margföldum stærð hópsins með fargjaldi
hahs fyrir breytingu (bls. 183), lögðum alit
saman og deildum í með heildarfarþega-
fjölda 1991. Meðalfargjald fyrir hækkun
áætluðum við 49,17 kr. og heildartekjur
SVR af fargjöldum hefðu orðið um 335
milljónir kr., miðað við heilt ár á sömu far-
gjöldum.
Meðalfargjald eftir hækkun: Við notuðum
enn farþegafjöldann 1991 ogdreifingu hans
! borgunarhópa. Fargjöld bama og aldraðra
hækkuðu ekki og eru heildargjöld þeirra