Morgunblaðið - 14.07.1993, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JUU 1993
Eymundur Magnússon á Vallanesi gagnrýnir sæstrengsáform á Austurlandi
Héraðsbúar sætta
sig ekki við virkjun
og flutning jökuláa
SUMARIÐ hefur reynst bændum á Austurlandi erfitt. Kal var
mikið í túnum í vor og snjókoma í miðjum mai bætti ekki úr skák.
Þetta hefur leitt til þess að ekkert hefur verið hægt að heyja það
sem af er sumri. Eymundur Magnússon bóndi á Vallanesi á Fljóts-
dalshéraði telur tíðina óvenju slæma og segir þetta sumar það
versta i sinni búskapartíð. Að sögn Eymundar er fleira sem ógnar
búskap á Austurlandi. Hann varar við og mótmælir harðlega fyrir-
huguðum virkjanaframkvæmdum í tengslum við sæstrengsáform
ríkissljómarinnar sem hann segir geta haft alvarlegar veðurfars-
og loftslagsbreytingar í för mdð sér á Héraði og í Fljótsdal. Ey-
mundur og kona hans Kristbjörg Kristmundsdóttir láta þó hvorki
tíðarfar né fyrirhugaðar virkjanaframkvæmdir á sig fá og hvetja
til nýsköpunar í landbúnaði. Þau hafa undanfarin misseri stundað
lífræna ræktun landbúnaðarafurða en Eymundur segir að slíkar
afurðir geti verið útflutningsvara framtíðarinnar.
Bóndinn
EYMUNDUR Magnússon bóndi á Vallanesi á Fljótsdalshéraði óttast
afleiðingar lagningar sæstrengs fyrir byggð á Héraði og í Fljótsdal.
Stór hluti búskapar Eymundar
felst í ræktun lífrænna landbúnað-
arafurða svo sem koms, grænmet-
is og tejurta. „Sem betur fer vomm
við búin að sá áður en stórhríðin
brast á í maí. Ef það hefði ekki
tekist hefðum við getað gleymt
allri ræktun í sumar.“ í fyrra frasu
kartöflugrös Eymundar og enn er
ekki öraggt að bú hans komist hjá
áföllum í sumar.
Kom, grænmeti og te á
neytendamarkað
Eymundur og kona hans Krist-
björg Kristmundsdóttir hafa
undanfarin misseri ræktað kom
til manneldis. Öll sú ræktun er líf-
ræn og hingað til hafa afurðir
þeirra að mestu verið seldar í
heilsubúðir. Komið hefur enn-
fremur verið selt í bakarí á Egils-
stöðum og í eitt bakarí í Reykja-
vík. Nú hyggja þau á frekari sölu
á neytendamarkaði og ef uppskera
bregst ekki alveg má búast við
lífrænt ræktuðu komi, grænmeti
og tei í neytendaumbúðum frá
Vallanesi undir einu vöramerki
„Móðir jörð“.
„Ég sé mikla framtíð í ræktun
og sölu lífrænna landbúnaðarvara.
Þessar vörar era mjög vinsælar í
dag og það má segja að þær séu
í tísku,“ sagði Eymundur. Hann
óttast ekki dræmar viðtökur
markaðarins. „Markaðssetning
hefur ekki reynst okkur erfíð. Það
hefur miklu frekar reynst erfítt
að framleiða nógu mikið fyrir
markaðinn."
Eymundur telur að íslendingar
ættu að huga betur að lífrænni
ræktun og þeim möguleikum sem
henni fylgja. „Ég sé fyrir mér að
vörar á borð við þessar gætu ver-
ið arðvænlegar útflutningsvörar.
Á íslandi er lítil loftmengun og
því er fullljóst að lífrænt ræktaðar
vörar á Islandi era betri en lífræn-
ar afurðir ræktaðar í útlöndum.
Að sögn Eymundar var nýlega
stofnað Félag bænda í lífrænni
ræktun. Einkunnarorð félagsins
era vemdun og ræktun en að
mati félagsmanna er lífræn rækt-
un jafnframt vemdun íslenskrar
náttúra. Meðal verkefna félagsins
verður að þýða reglur nágranna-
landanna um lífræna ræktun en
félagið stefnir jafnframt að því að
halda uppi eftirlitskerfí með býlum
sem stunda slíka ræktun. „Stofn-
félagar voru fjórir en þeim mun
að öllum líkindum fara fjölgandi.
Við viljum aukinheldur láta hanna
gæðamerki sem þau býli mættu
nota sem væra undir eftirliti.
„Það er hreinasta kraftaverk
að íslenskir landbúnaðarráðunaut-
ar hafí í vor hafíð umræðu um
framtíð lífrænnar ræktunar á ís-
landi. í nágrannalöndum okkar er
stefnt að því leynt og ljóst að öll
ræktun skuli vera lífræn.“ Ey-
mundur leggur áherslu á þessi
ræktun sé ein leið til nýsköpunar
í íslenskum landbúnaði og segir
menn verða að vera opna augun
fyrir þessum möguleika. „Ef ís-
land byggir upp þá ímynd að vera
hreinasta land í heimi þá getur
sala lífrænna landbúnaðarafurða
verið góð tekjulind."
Viljum engan sæstreng á
Hérað
Umræðan um hreint land og um-
hverfisvemd leiðir huga Eymund-
ar að stóriðjum og áformum um
sæstreng. „Ég hvet til þess að við
gleymum stóriðjudraumum og
snúum okkur að náttúravænum
smáiðnaði og framleiðslu lífrænna
landbúnaðarafurða." Eymundur
bendir í því sambandi á nýjasta
stórdraum yfírvalda sem væri
lagning sæstrengs frá landinu og
virkjun tveggja jökuláa í því skyni.
Hann segir aðgerðimar hafa al-
varlegri afleiðingar en menn
ímyndi sér og að Héraðsbúar og
Fljótsdælingar muni aldrei sætta
sig við þessi áform. Hann segir
að ef af þessum áformum yrði
verði jökulánum veitt um Fljóts-
dal. Við það hækkaði yfírborð
Lagarfljóts veralega og líklega
yrði að sprengja ánum leið við
Egilsstaði. Ennfremur hefðu hefðu
framkvæmdimar umtalsverðar
veðurfarsbreytingar í för með sér
og hitastig í byggðinni gasti lækk-
að um nokkrar gráður. „Ég bendi
á að brautryðjendastarf í skóg-
rækt yrði dauðadæmt við gjör-
breyttar veðurfarsaðstæður,"
sagði Eymundur.
„Það er í raun fáranlegt að láta
sér detta þetta í hug. Milljónum
verður nú varið til kannana en ég
fullvissi yfirvöld að af þessum
áformum getur ekki orðið því íbú-
ar byggðarinnar muni koma í veg
fyrir þau. Það mun enginn sætta
sig við þetta. Ég legg því til að
yfírvöld gleymi þessum skamm-
sýnu og biluðu hugmyndum.
„Eymundur harmar einnig
hvemig staðið var að kynningu
sæstrengsáforma hér á Austur-
landi. „Hér var haldin hallelúja-
samkoma á þeim tíma dags þegar
mjög fáir bændur áttu heiman-
gengt. Þar vora hugmyndir yfír-
valda kynntar til málamynda og
„fulltrúi bænda" sem svo var
nefndur átti augljósra hagmuna að
gæta. Hann var því enginn fulltrúi
bænda.“ Hann segir að nýlega
hafí verið boðað til aðalfundar fé-
lags skógarbænda en þar var mót-
mælt harðlega „flutningi vatnsfall-
anna Jökulsár á Fjöllum og Jökuls-
ár á Dal vegna fyrirhugaðra virkj-
unarframkvæmda þar sem það
mun valda ófyrirséðri umhvrfísr-
öskun og loftslagsbreytingu á
Fljótsdalshéraði".
Viðtal: Þórmundur Jónatansson
Skemmtiferðaskip
RÚSSNESKT skemmtiferðaskip fyrir utan Súgandisey í Stykkis-
hólmi.
Skemmtifer ða-
skip í Hólminum
Stykkishólmi.
ÞAÐ ERU stórviðburðir ef skemmtiferðaskip koma hingað til Stykk-
ishólms, svo ekki sé meira sagt. En þetta gerðist nú sl. mánudag
að stórt rússneskt skemmtiferðaskip kom hingað með fjölda ferða-
manna frá Þýskalandi, sem ætla sér að skoða Snæfellsnes og dýrð-
ina þar, eins og sagt var. Þeir hafa kynnt sér söguna lítils háttar
en hafa góða leiðsögn.
Um eða yfír 150 þeirra sem era
með skipinu fóra svo á bifreiðum,
þrem stóram rútum frá Sæmundi í
Borgamesi, og með þau þaulvanur
kynnir.
Við Hólmarar vorum svo vissir
um, eftir að búið var að gera höfn-
ina okkar svo góða, að skipið mjmdi
leggjast að landi við bryggjuna, en
því var ekki að heilsa heldur lagðist
skipið fyrir utan Súgandisey og var
fólkið síðan selflutt í land. Þar með
var einnig útilokað að heimamenn
gætu fengið að skoða skipið. Marg-
ir brugðu sér út í Súgandisey til
að horfa á þetta tignarlega skip.
Ami.
Nýir póstbílar aka 24.000
kílómetra hvem mánuð
Póstflutningabílar
ÞETTA eru nýju póstflutningabílarnir sem flytja póst að nætur-
lagi milli Akureyrar og Reykjavikur. Hér má sjá eiganda bOanna,
Öm Johansen (t.h.) og Sigfús Ásgeir Kárason frá Glitni, handsala
fjármögnunarleigusamninginn vegna bQakaupanna.
Á HVERRI nóttu aka tveir
hlaðnir póstbQar mUli Reykja-
víkur og Akureyrar, þ.e.a.s. að
annar ekur að sunnan en hinn
að norðan. Með þessum hætti
berst pósturinn á milli Iands-
hlutanna á sama sólarhring.
Það er ekki Póstur og sími sem
á þessa bíla, heldur bauð
stofnunin aksturinn út í hag-
ræðingarskyni. Öm Johansen,
vöruflutningabílstjóri, sem átti
lægsta tílboð í fyrra, hefur nú
enduraýjað samninginn við
Póst og síma fram til ársins
1996.
Örn Johansen hefur fest kaup
á tveimur nýjum fjórhjóladrifs
Scania-flutningabflum að upphæð
15 milljónir króna til þess að sinna
þessum mikilvægu flutningum. Til
að fjármagna kaupin gerði Öm
íjármögnunarleigusamning við
Glitni, og að hans sögn hentar
þetta fjármögnunarform mjög vel.
Óm segir bflana fara fímm nætur-
ferðir á viku allt árið og er hver
ferð um 570 kflómetrar sem þýðir
að samtals era eknir af báðum
bflunum 24 þúsund kflómetrar á
mánuði. í hverri ferð er komið við
með póst á Akranesi, Borgamesi,
Brú, Hvammstanga, Blönduósi,
Skagaströnd, Varmahlíð og Sauð-
árkróki, að viðbættum endastöðv-
unum Reykjavík og Akureyri.
íslensk yfirbygging
íslenska iðnfyrirtækið Vagnar
og þjónusta hf. annaðist yfírbygg-
ingu og frágang bflanna og er frá-
gangur þeirra til fyrirmyndar að
sögn Amar Johansen. Merkingar
eru hannaðar hjá Góðu fólki, en á
hliðum bflanna stendur „Pósturinn
hér í dag — þar á morgun". Að-
eins tveir ökumenn starfa við
flutningana, að Emi meðtöldum.
Nýju bflamir voru sýndir almenn-
ingi hjá flutningafyrirtækinu Ein-
ar og Tryggva hf. á hafnardaginn
í Sundahöfn nýverið.