Morgunblaðið - 14.07.1993, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1993
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar:
691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1368 kr. með vsk. á mánuði
innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið.
Fjárhagsstaða
Reykjavíkurborgar
Iskýrslu á vegum félagsmála-
ráðuneytisins frá árinu
1990, en það ráðuneyti fer með
málefni sveitarfélaga, er sett
fram sú viðmiðun varðandi
skuldastöðu að nettóskuldir
sveitarfélaga megi helst ekki
vera hærri en 50% af nettótekj-
um. Hættumörk, að því er
skuldastöðu varðar, eru síðan
sett á bilinu 80-90%. í ljósi þess-
arar viðmiðunar er skuldastaða
Reykjavíkurborgar, tæplega
25% af tekjum um síðustu ára-
mót, tiltölulega góð, þrátt fyrir
minnkandi skatttekjur, vegna
alhíiða samdráttar í þjóðarbú-
skapnum.
Pjárhagur Reykjavíkurborg-
ar er mjög traustur, þótt skulda-
staða hennar hafí versnað nokk-
uð síðustu misserin. Skýringin
á verri skuldastöðu er þríþætt.
í fyrsta lagi hefur samdráttur-
inn í þjóðarbúskapnum bitnað
illa á sveitarfélögum, bæði í
rýrari skattstofnum og lakari
skattskilum. Þannig urðu tekjur
Reykjavíkurborgar árið 1992
rúmlega 700 milljónum króna
lægri en gert var ráð fyrir í fjár-
hagsáætlun; 400 milljónir króna
voru afskrifaðar vegna gjald-
þrota og 300 milljónir skiluðu
sér ekki vegna lægri tekna
skattgreiðenda.
í annan stað hafa útgjöld
aukist, m.a. vegna atvinnuleys-
is. Meirihluti sjálfstæðismanna
í borgarstjóm kaus að halda
uppi óbreyttu framkvæmda-
stigi, þrátt fyrir tekjusamdrátt,
til að leggja sitt af mörkum í
baráttunni við atvinnuleysið.
Auk þess að halda uppi óbreyttu
framkvæmdastigi veitir borgin
á þessu ári fimm þúsund ung-
mennum sumarstörf, bæði í
Vinnuskólanum og við önnur
verkefni, svo sem garðyrkju,
skógrækt og malbikun.
I þriðja lagi hefur breytt
verkaskipting ríkis og sveitarfé-
laga skilað Reykjavíkurborg
lakari hlut en öðrum sveitarfé-
lögum. Frá því að nýju tekju-
stofnalögin tóku gildi hafa
skatttekjur minni hreppa og
kauptúna hækkað að meðaltali
um 40-50%, kaupstaða um 20%
en höfuðborgarinnar aðeins um
5,9%. Þá höfðu aðstöðugjöld,
sem nú eru felld niður, mun
meira vægi í tekjum Reykjavík-
ur en annarra sveitarfélaga.
í umræðum um ársreikning
borgarsjóðs 1992 gerði Markús
Örn Antonsson, borgarstjóri,
samanburð á skuldastöðu stærri
sveitarfélaga í landinu. I máli
hans kom fram að skuldahlut-
fall Reykjavíkurborgar var um
síðustu áramót 24,9% af tekj-
um. Garðabær, sem er mjög
stöndugt sveitarfélag, hefur
svipaða stöðu, það er 24%
skuldahlutfall. Önnur stærri
sveitarfélög standa ver að vígi,
sum mun ver. í Mosfellsbæ er
skuldahlutfallið 35%, á Akureyri
42%, í Hafnarfírði 49%, á Sel-
tjarnarnesi 70% og í Kópavogi
104%.
Borgarstjóri notaði einnig
mælikvarða eigna umfram
skuldir til samanburðar á fjár-
hagsstöðu hinna stærri sveitar-
félaga í landinu. Eignir Reykja-
víkurborgar á hvern íbúa, um-
fram skuldir, voru um síðustu
áramót 596 þúsund krónur, eða
verulega hærri en annarra sveit-
arfélaga í þessum samanburði.
Annar í röðinni var Seltjarnar-
neskaupstaðar með rúma 201
þúsund króna eign á íbúa um-
fram skuldir. Síðan kemur
Hafnarfjarðarkaupstaður með
160 þúsund krónur, Akureyri
með 117 þúsund, Mosfellsbær
með 103 þúsund, Garðabær með
95 þúsund og Kópavogur með
25 þúsund.
Fjárhagsstaða Reykjavíkur-
borgar er traust, á hvaða mæli-
kvarða sem mæld er; traustari
en flestra ef ekki allra annarra
sveitarfélaga í landinu. Miðað
við þá stöðu og með hliðsjón
af atvinnuástandinu í landinu
undanfarið eru það ekki gagn-
rýnisverð viðbrögð af hálfu
meirihlutans í borgarstjórn, að
halda uppi óbreyttu fram-
kvæmdastigi, þrátt fyrir um-
talsverðan tekjusamdrátt, til að
sporna gegn vaxandi atvinnu-
leysi.
Samt sem áður verður hið
opinbera, bæði ríkið og sveitar-
félögin, borgarstjórnarmeiri-
hlutinn í Reykjavík ekki undan
skilinn, „að virða skáldskap
þann, sem veruleikinn yrkir
kringum hann“. Virða þann
efnahagsveruleika, sem segir til
sín í skertum þjóðartekjum,
rýrnandi skattstofnum og verri
skattskilum, það er í minni ráð-
stöfunartekjum. Virða þann
þjóðfélagsveruleika sem kallar
annars vegar á hagræðingu,
ráðdeild og spamað í opinberum
rekstri og hins vegar á rann-
sóknir, vöruþróun og markaðsá-
tak í þágu atvinnuveganna, sem
og bætt rekstrarumhverfi
þeirra, þann veg, að staða at-
vinnulífsins styrkist, verðmætin
í þjóðarbúskapnum aukist og
störfunum í samfélaginu fjölgi.
Það verður aldrei fram hjá þeirri
staðreynd komist, að sveitarfé-
lögin og samneyslan sækja,
ekkert síður en einkaneyslan,
kostnaðarlega undirstöðu sína
til þeirra verðmæta sem verða
til í atvinnulífinu.
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1993
23
Morgunblaðið/Sigurður P. Bjömsson
Mikill snjór á hálendinu
MIKINN snjó var að sjá yfir öllu hálendinu þegar flogið var yfir það í gær.
Oræfaleiðir kannaðar úr
lofti með vél frá Mýflugi
Húsavík.
SVAVAR Jónsson, vegaeftirlitsmaður á Húsavík, flaug með Mýflugi
inn yfir hálendið í gær til að kanna ástand vega þar um slóðir og
bauð hann fréttamanni Morgunblaðsins á Húsavík með sér í þessa 2
klst. könnunarferð.
Flogið var frá Húsavíkurflugvelli
austur yfir Reykjaheiði og verður
hún fijótlega fær, að mati Svavars,
en hún er nú ekki mikið ekin, svo
ekki hefur verið lögð áhersla á að
opna hana. Þá var stefnan tekin á
Trölladyngju ,en í nálægð hennar og
á leiðinni norðan hennar er allmikill
snjór. Flogið var yfir Hrímöldu og
um Urðarháls og þar vestur yfir
Gæsavatnaleið, sem er enn að mestu
á kafi í snjó. Brúin yfir Skjálfanda-
fljótið er hulin skafli svo ekki sást í
hana, „en þarna er hún þó þú sjáir
hana ekki“, segir Svavar.
Mikil aurbleyta
Á Sprengisandsleið, sem rudd var
fyrir viku, er að sjá töluverða aur-
bleytu, sem menn skyldu ekki reyna
að sneiða fyrir, því þó vegurinn sé
blautur er enn verra að aka utan
vegar og skyldu menn ekki reyna
það.
Þá var farið yfir Sprengisandsleið
upp úr Skagafirði sunnan Lauga-
fells, en á henni er enn töluverður
snjór og enn meiri snjó er að sjá á
leiðinni upp úr Eyjafirði, svo ekki
er hægt að búast við því að hún
verði fær fyrr en um næstu mánaða-
mót.
Fylgst verður með öllum þessum
leiðum, segir Svavar og þær opnaðar
eins fljótt og talið verður fært.
- Fréttaritari
Formaður danska dómarafélagsins um réttarfarsbreytinguna
Finnst ánægjulegt að sjá
hversu vel hefur til tekist
CLAUS Larsen, formaður danska dómarafélagsins, segir að breyt-
ingarnar sem gerðar voru á réttarfari hér á landi fyrir um ári síð-
an hafi genglð ótrúlega vel og ánægjulegt sé að sjá hversu vel hafi
til tekist. „Það tekur alltaf mikinn tíma að aðlagast nýjum breyting-
um, sérstaklega jafn miklum breytingum á reglum og hefðum sem
gerðar voru á réttarfari á íslandi á síðasta ári. Það hefur greini-
lega tekist vel til og það er áhrifamikið að sjá hversu vel þetta
hefur gengið,“ sagði Larsen í samtali við Morgunblaðið.
Claus Larsen er nú dómstjóri í
dómstólnum í Frederiksberg í
Kaupmannahöfn auk þess að vera
formaður danska dómarafélagsins,
en tekur við sem forseti bæjarþings-
ins í Kaupmannahöfn í september.
Hann var hér á landi í síðustu viku
og heimsótti meðal annars héraðs-
dómstólana á Reykjanesi og í Borg-
arnesi, og kynnti sér aðstæður og
þær breytingar sem gerðar voru á
réttarfari hér á landi fyrir rúmu ári.
Larsen sagði í samtali við Morg-
unblaðið að dómskerfið hér á landi
væri að mörgu leyti líkt því danska,
enda væru rætur þessara dóms-
kerfa mjög líkar. „Aðalmunurinn
felst í því að hér eru aðeins tvö
dómstig, héraðsdómstólar og síðan
Hæstiréttur. í Danmörku og reynd-
ar flestum öðrum löndum eni þrjú
dómstig.“
Hæstiréttur á að fjalla um
grundvallaratriði
- Finnst þér að taka ætti upp þriðja
dómstigið hér á landi?
„ísland er fámennt land en gallinn
við að hafa aðeins tvö dómstig er
sá að mörg mál sem ekkert erindi
eiga í Hæstarétt fara þangað. Mér
skilst að hér á landi sjái Hæstirétt-
ir um að dæma í ósköp venjulegum
sakamálum, sem lítið sem ekkert
erindi eiga þangað. Því er oft verið
T Morgunblaðið/Sverrir
Claus Larsen
að eyða dýrmætum tíma dómar-
anna til einskis. Hæstiréttur ætti
að fjalla um grundvallaratriði,
dæma í grundvallarmálum, og ætti
ekki að hafa of mörg mál á sinni
könnu.“
- Dómarar hér hafa verið gagn-
rýndir fyrir litla skilvirkni að und-
anförnu, kannast þú við slíka gagn-
rýni í Danmörku?
„Nei, skilvirkni hjá okkur er ágæt
og virðist vera ágæt hér á landi
eftir réttarfarsbreytingarnar. En
hefðirnar eru aðrar í Danmörku en
á íslandi að því leyti að hér mætir
fólk í réttinn í einkamálum allt frá
byijun, en við spörum tíma með
því að kalla fólk ekki í réttinn fyrr
en nauðsynlegt er. Sú staðreynd
að á íslandi eru aðeins tvö dómstig
gæti gert það að verkum að dómar-
ar í héraðsdómstólunum þurfi að
sýna meiri nákvæmni og vandvirk'ni
og leggja meiri vinnu í hvert mál
en dómarar í bæjarþingunum í
Danmörku þurfa að gera,“ sagði
Larsen.
í bæjarþinginu í Kaupmannahöfn
hefur einn blaðamaður um langt
skeið haft aðgang að deildum dóm-
stólsins og hafa fjölmiðlar fengið
upplýsingar hjá honum um áhuga-
verð mál og keypt af honum grein-
ar. Aðspurður sagði Claus Larsen
að þetta hefði gefist vel. „Það sem
skiptir mestu máli í þessu er að
dómstólinn geti treyst blaðamann-
inum og auðvitað að blaðamaðurinn
geti treyst dómurunum.“
- Hvaða umræða er í gangi í Dan-
mörku nú um réttarkerfið?
*Það eru fjögur atriði sem mest eru
áberandi í umræðunni í dag. Eitt
atriðið er hvaðan dómararnir skuli
koma, eiga þeir að vera dómarafull-
trúar áður en þeir fá skipun sem
dómarar, eiga þeir að koma úr
dómsmálaráðuneytinu eða hafa
starfað sem lögfræðingar og mál-
flytjendur. Annað er hver eigi að
skipa dómara, þriðja málið er um
þjálfun dómara, hvort það eigi að
þjálfa tilvonandi dómara með
ákveðnum hætti, og fjórða málið
er sjálfstæði dómstólanna,“ sagði
Claus Larsen.
Skorað á ráðherra
HALLDÓRI Blöndal samgönguráðherra afhent áskorun Vestfirðinga
búsettra víðs vegar um iand. F.v. Halldór Blöndal, Einar S. Einarsson
formaður Isfirðingafélagsins, Guðni Ásmundsson húsasmiður sem safn-
aði undirskriftum víða á Vestfjörðum og Guðfinnur R. Kjartansson vara-
formaður ísfirðingafélagsins.
Vestfirðingar vilja
fá feijubryggjur
HALLDÓRI Blöndal samgöngu-
ráðherra var á mánudag afhent
áskorun um að hafist verði handa
um smíði á bryggjum við Isafjarð-
ardjúp vegna ferjunnar Fagranes.
1.500 manns skrifuðu undir þessa
áskorun.
Skorað er á ráðherra að sjá til
þess að þegar í stað verði hafist
handa um smíði á bryggjum í ísa-
fjarðardjúpi vegna ferjunnar Fagra-
ness. Undir þessa hvatningu skrifa
rúmlega 1.500 manns; heimamenn á
norðanverðum Vestfjörðum og Vest-
firðingar búsettir annars staðar á
landinu.
Bæta samgöngur
í áskoruninni kemur fram að bíl-
feijan Fagranes kom til landsins á
vordögum árið 1990. Bent á að Al-
þingi hafi veitt heimild til smíði á
feijubryggjum og 20 milljónir króna
séu ætlaðar til þessa verks á fjárlög-
um ársins 1993. Greint er frá því
að þegar hafi verið gerðar rannsókn-
ir á hugsanlegum bryggjustæðum.
Einnig er sagt frá því að sérstök
nefnd Vegagerðar ríkisins og heima-
manna láti nú vinna að markaðs-
rannsókn vegna fyrirhugaðs rekstrar
á bílfeijunni. Áskorendur segja því
ljóst: „Áð allar heimildir eru til stað-
ar svo hefjast megi handa um smíði
á 2 feijubryggjum við Isafjarðar-
djúp, á Nauteyri eða Amgerðareyri
og á ísafírði. Slíkar feijubryggjur
myndu auðvelda og bæta samgöngur
við ísafjörð og norðaverða Vestfirði,
sérstaklega yfír vetrarmánuðina,
auk þess að auka ferðamannastraum
og gera þjónustu fjölbreyttari."
Nú er laxveiðin víðast tekin að einhverju leyti við sér þó víðast hvar
sé enga mokveiði að hafa. Þrátt fyrir að kominn sé miður júlí er
það svo, að sums staðar jaðrar við að ekki sé hægt að tala um sumar
í vatnabúskapnum. Kuldar fyrir norðan og áhrif mikilla snjóalaga
þar og víðar verða til þess að hitastig og vatnshæð eru óstöðug.
Hitinn verður ef til vill þokkalegur er líður á skárri dagana, en
hrapar svo niður að nóttu til ef það gerir hreinlega ekki flóð vegna
vatnsveðurs. Þetta hefur haft í för með sér að lax hefur dreift sér illa
í mörgum ám, sérstaklega þeim sem hafa fossa og gildir þá einu
hvort fiskvegir eru í umræddum fossum. Annað lýsandi dæmi um
ástand þetta er niðurganga gönguseiða úr ánum. Böðvar á Barði i
Miðfirði sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að seiðin væru núna
fyrst að síga úr ánum, en það á sér yfirleitt stað í maí eða júní.
Gamla netasvæðið gefur vel...
Hin síðustu sumur hafa fundist
nokkrir vænlegir veiðistaðir á
gamla netaveiðisvæðinu í Hvítá í
Borgarfirði og má þar helst nefna
svokallaða Þvottaklöpp, rétt neðan
ármóta Hvítár og Grímsár, einnig
á svokölluðum Eyrum beint þar á
móti. í fyrradag veiddust sjö laxar
á eina stöngina, einn á Þvottaklöpp,
hinir sex á Eyrunum, en oftar er
þó vænlegra á Klöppinni. Að sögn
Árna Ingvasonar leigutaka svæðis-
ins voru þá komnir milli 30 og 40
laxgir á land, auk 60 sjóbirtinga og
bleikja. Einnig hafa menn verið að
setja í laxa á svokölluðu Flóðatanga-
svæði í Hvítá, til aðgreiningar frá
samnefndu svæði í Norðurá. Flestir
hafa laxamir veiðst á maðk og ver-
ið milli 5 og 8 pund, en svæðið get-
ur vel boðið upp á fluguveiði, sér-
staklega þessa dagana er áin hefur
hreinsað sig í norðanáttinni. Fyrir
skömmu setti veiðimaður í mikinn
bolta á Þvottaklöpp, en missti hann
í löndun, 18 til 20 punda fisk.
Loks að dreifa sér í Kjósinni...
„Hann er loksins farinn að dreifa
sér, síðustu daga hafa verið að veið-
ast fiskar í Bugðu og svæði fjögur
var einnig að gefa í morgun," sagði
Árni Baldursson leigutaki Laxár í
Kjós í gærdag. Sagði hann „sterkar
göngur" vera í ána þessa dagana
og veiði gengi, nokkuð vel. Væru
nú komnir nærri 400 laxar úr ánni
sem væri þolanlegt miðað við
hversu seint veiði fór af stað.
Miðfjarðará: „Er að koma...“
„Þetta eru engin stóruppgrip, en
laxinn er að koma jafnt og þétt
þótt það sé smástreymt þessa dag-
ana og það í sjálfu sér veit á gott.
Annars hefur verið ægilegur kuldi
og það hefur sitt að segja. Laxinn
gengur ekki sem skyldi, gengur
hægt og tekur grannt og illa hjá
veiðimönnum. Það eru komnir um
150 laxar á land, þetta er mun lak-
ara en í fyrra, en við örvæntum
Marteinn Árnason með sjö laxa sem hann veiddi í Hvítá í Borgarfirði
á mánudagsmorguninn. Veiðisvæðið, Eyrarnar nær, og Þvottaklöpp
fjær, eru í baksýn.
ekkert. Ef það nær að hlýna eitt-
hvað gæti allt gerst,“ sagði Böðvar
Sigvaldason á Barði í gærdag.
Sagði hann laxinn allan vera neðar-
lega á svæðinu, í Teigarhúsahyl,
báðum Ármótunum, svo og neðst í
Austurá og neðan til í Vesturá.
Fyrstu laxarnir gengu um gildruna
í Núpsá í fyrrinótt, einir fimm tals-
ins. Reyndar var einn fyrir löngu
farinn í gegn, en svo ekkert fyrr
en nú.
Gengur vel í Blöndu
„Þetta gengur alveg prýðilega, við
félagarnir vorum með sex laxa í
morgun og níu stykki á rúmum
tveimur tímum í gærkvöldi," sagði
Haraldur Ámason, Siglfirðingur, í
samtali í gærdag. Síðustu daga
sagði Haraldur að vart hefðu veiðst
færri en 5 til 6 laxar á stöng á dag
og mikil ganga væri í ána. „Svo
er hún orðin svo tær að það er
ekkert húkk stundað hér lengur,“
bætti Haraldur við. Til marks um
veiðina voru tveir félagar fyrir
skömmu í ánni með tvær stangir í
tvo daga og fóru þeir heim með 24
laxa, marga stóra. Níu laxa fengu
þeir á flugu. Nú munu um 180 lax-
ar vera komnir á land og samkvæmt
upplýsingum Haraldar Árnasonar
geta Svartármenn búist við góðu á
næstunni, því Svartárlaxinn sé far-
inn að „hellast inn“. Haraldur hefur
gert það gott það sem af er í Blöndu,
hann er búinn að skreppa nokkrum
sinnum og hafa 40 laxar komið á
stöngina.
Glæðist í Rangánum
„Það eru nú komnir tæplega 40
laxar á land úr Rangánum og þetta
hefur verið að glæðast að undan-
förnu," sagði Þröstur Elliðason
leigutaki Ytri Rangár í samtali í
gærdag. Af umræddum 40 voru
komnir 30 úr Ytri Rangá og um
10 stykki úr Eystri Rangá, en þar
veiddust 5 stórir fiskar í gærmorg-
un, fjórir á Bergsnefí á svæði 6 og
einn í Djúpadal. Þetta voru 12 til
13 punda laxar. í Ytri Rangá hefur
til þessa mest veiðst fyrir neðan
Ægissíðufoss, en síðustu daga hafa
menn dregið nokkra fiska á Rang-
árflúðum og í gærmorgun settu
menn í fyrstu laxana í Árbæjar-
kvísl, tvo, en misstu reyndar báða.
Silungsveiði hefur verið fremur lítið
stunduð, en þeir sem hafa reynt
hafa sett í væna físka, sérstaklega
á svæði 3.
Drög að deiliskipulagi Laug-
arness verða endurskoðuð
Nesið hefur verið undir borgarvernd en þar er áformað að reisa listiðjur
DRÖG að deiliskipulagi Laugar-
ness eru til endurskoðunar hjá
borgaryfirvöldum. Nesið hefur
verið undir borgarvernd en þar er
einnig gert ráð fyrir nokkurri
byggð. Eins og fram hefur komið
í fréttum hyggst Hrafn Gunnlaugs-
son framkvæmdasljóri sjónvarps-
ins og kvikmyndagerðamaður,
reisa þar kvikmyndavinnustofu og
hefur Lánasjóður Vestur-Norður-
landa veitt fimm milljón króna lán
til að kanna möguleika á byggingu
og rekstri kvikmyndaversins í
Laugarnesi. Að auki er gefinn
kostur á að sækja um 25 milljón
króna viðbótarlán til tíu ára.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson for-
maður skipulagsnefndar segir, að
Laugarnesið hafi verið undir borg-
arvernd. Drög að deiliskipulagi fyr-
ir nesið hafi verið kynnt í nefndum
en það ekki hlotið endanlega sam-
þykkt, þar sem beðið er niðurstöðu
rannsókna borgarminjavarðar á
nesinu. í deiliskipulaginu er gert
ráð fvrir að auk Listasafns Sigur-
jóns Ölafssonar verði tvö önnur hús
á nesinu fyrir listiðju og er gert ráð
fyrir viðbyggingu við þau hús.
Sagði hann að þar væri annars
vegar hús Magnúsar Kjartanssonar
myndlistamanns og hins vegar hús
Hrafns.
Samkvæmt drögum
„Það hafa verið gerðar samþykktir
í bygginganefnd og borgarsjórn um
byggingu Magnúsar,“ sagði hann.
„Hjá borgarskipulagi eru til skoðunar
óskir Hrafns um útfærslu á viðbygg-
ingu eins og deiliskipulagsdrögin gera
ráð fyrir og einnig er til skoðunar
beiðni frá Listasafni Siguijóns um lóð-
arafmörkun. Öll þessi mál eru í skoðun
í tengslum við aðkomu að svæðinu."
„Helstu stuðningsmenn Rannveig-
ar eru í hópi þeirra sem telja rökrétt
að ekki sé tekið þátt í varaformanns-
kjöri nú eftir það sem á undan er
gengið. Rannveig hefur afdráttar-
laust gefið það út að hún gefi ekki
kost á sér sem varaformaður, breyt-
ist það á það eftir að koma í ljós.
Þetta er ákvörðun sem Rannveig
hefur tekið og hún er studd af þeim
konum í flokknum sem helst hafa
stutt hana. Það hefur verið gagn-
Sagði Vilhjálmur að hugmynd að
viðbyggingu Hrafns tæki mið af deili-
skipulagsdrögum og að ekki væri um
stórhýsi að ræða. „Þetta hús mun
ekki gnæfa uppúr þeirri litlu byggð
kvæmur skilningur og stuðningur í
þessu tiltekna máli sem öðrum sem
við Rannveig höfum tekið þátt í í
pólitíkinni. Við höfum alltaf tekið
tillit hvor til annarrar og ég sé ekki
fyrir mér breytingar á því. Ég býst
við að það henti ýmsum að kasta
fleyg í samstöðu okkar Rannveigar
í gegnum tiðina við framkvæmd á
stefnu flokksins. Fái ég einhveiju
um það ráðið mun það ekki takast,“
sagði Jóhanna. Hún sagði jafnframt
sem fyrir er,“ sagði Vilhjálmur. Gert
er ráð fyrir að deiliskipulagsdrögin
verði tekin til umfjöllunar í ágúst
næstkomandi.
að í tillögunni fælust mótmæli við
því hvemig skoðanir kvenna í for-
ystusveit flokksins hefðu verið
hundsaðar.
Rannveig skoraðist undan
í kjölfar tillögu um hjásetu fluttu
Ragnheiður Björk Guðmundsdóttir
og Margrét Björnsdóttir tillögu um
að Rannveig gæfi kost á sér í vara-
formannsembættið. Töldu þær eðb-
legast að konur tækju sameiginlega
ákvörðun og sameinuðust um vara-
formann en samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins skoraðist Rannveig
undan þeirri tillögu. Enn búast þó
ýmsir við því að Rannveig komi til
með að taka áskorun um að bjóða
sig fram til varaformannsembættis-
ins. Ekki náðist í Rannveigu Guð-
mundsdóttur vegna þessa máls í
gærkveldi.
Jóhanna Sigurðardóttir styður tillögu um hjásetu
Hentar ýmsum að kasta
fleyg í okkar samstarf
JÓHANNA Sigurðardóttir félagsmálaráðherra segist, styðja þá til-
lögu sem fram kom á fundi Sambands Alþýðuflokkskvenna sl.
mánudagskvöld um að konur sitji hjá við kjör á varaformanni
flokksins. En miklar deilur komu upp á fundi Sambands Alþýðu-
flokkskvenna síðastliðið mánudagskvöld þegar rætt var um væntan-
lega varaformannskosningu í Alþýðuflokknum. Fram komu tvær
tillögur á fundinum, annars vegar um að konur sætu hjá í kjöri
um varaformann og hins vegar um að sameinast yrði um Rann-
veigu Guðmundsdóttur sem varaformann.