Morgunblaðið - 14.07.1993, Síða 26

Morgunblaðið - 14.07.1993, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1993 Áróðurinn gegn bændum Svar til Eiríks Eiríkssonar eftir Torfa Guðbrandsson Norður á Akureyri býr áhuga- maður um sagnfræði, Eiríkur Eiríksson að nafni. Hann sendi mér og fleirum línu í Morgunblaðinu 11. júní sl. undir fyrirsögninni: Jónás 'frá Hriflu er ennþá hér. Hvað mig snertir, var Eiríkur með í huga grein í Tímanum 5. maí, þar sem ég gagn- rýndi fyrsta þátt Baldurs Her- mannssonar af fjórum er fluttir voru í sjónvarpinu undir heitinu: „Þjóð í hlekkjum hugarfarsins." í grein minni rakti ég í stuttu máli þá rógsherferð, sem farin hefur verið gegn bændum. Eiríkur er greinilega hrifinn af þeirri neikvæðu og einhæfu sögu- skoðun, sem kemur fram í þáttum Baldurs. Þar með skipar hann sér í flokk þeirra furðufugla, sem finnst ekkert athugavert við það, að al- ræmdur óbótamaður á borð við Axlar-Björn er leiddur fram sem verðugur fulltrúi fyrir bændastétt- ina. En uppsetningu í þeim dúr geta áhugamenn um sagnfræði ekki leyft sér ætlist þeir til þess að mark sé tekið á orðum þeirra. Eiríkur telur að ég geri lítið úr gróðurfarsrannsóknum okkar fær- ustu náttúrufræðinga, en það er misskilningur. Enginn andmælirþví að landið sé að blása upp, en það stafar af völdum náttúruaflanna, þar eru að verki stormar, kuldar, þurrkar og eldgos, stórrigningar og vatnagangur. Um ofbeit sauðfjár er ekki að ræða nema á einstöku svæðum. Það hefur verið mjög í tísku að benda á sauðkindina sem óvin gróðursins númer eitt. Og Baldur klykkti út þáttum sínum með því að bæta um betur og gefa henni nafnið: Tortímandinn. Og skýring hans á nafngiftinni er sú, að þetta ljóta húsdýr lætur sér ekki nægja að éta grösin upp tii agna, heldur ræðst hún á jarðveginn sjálf- an og hámar í sig mold og steina! Sannleikurinn er hins vegar sá, að sauðkindin hafði slíkt gildi fyrir framleiðslu matfanga og klæða að án hennar var óhugsandi að lifa í landinu á liðnum öldum. Hún vat- því Bjargvættur þjóðarinnar I öðrum lið greinar minnar var bent á, að bændum var legið á hálsi fyrir að vera dragbítar á hag- vöxt þjóðartekna vegna offram- leiðslu á kindakjöti. Nú vita hins vegar margir og þ.á m. Eiríkur Ei- ríksson að bændur hafa að tilmæl- um yfirvalda fækkað fé sínu í stór- um stíl ár frá ári og orðið þannig fyrir afar mikilli kjaraskerðingu, sem þeir hafa af skilningi og sér- stökum þegnskap tekið á sig. Sann- leikurinn er því sá, að kindakjöts- birgðir nú s'tafa alls ekki af offram- leiðslu, heldur, þrátt fyrir stórum minna framboð á kindakjöti, vegna gjörbreyttra neysluvenja þjóðarinn- ar. Ef sú breyting hefði gengið hægar fyrir sig hefði ekki komið til útflutningsbóta vegna þeirrar vöru á síðustu árum. Um þriðja atriðið varðandi holl- ustu landbúnaðarvara, þá má benda á það, að nýjustu rannsóknir sýna, að of mikið hefur verið gert úr þeirri hættu, sem er samfara fítuneyslu úr dýraríkinu. Þar vegur og hár meðalaldur sveitafólks þungt á metunum sem vitni um hollustu fæðunnar. Hitt mun sönnu nær, að það hreyfingarleysi, sem er velferð- arþjóðfélaginu samfara, sé ekki hollt fyrir heilsu manna, enda er nú sem óðast leitað úrbóta í því efni og er það vel. Af bókmenntum Eiríki finnst á skorta að ég skyldi ekki lýsa viðtökum „sveitamanna- samfélagsins" við skáldskap Jónas- ar Hallgrímssonar og Halldórs Lax- ness úr því að ég fór að minnast á þjóðmenninguna. Um þetta er það að segja, að út af fyrir sig er það rétt, að skáldskap þeirra Jónasar og.Halldórs var tekið misjafnlega í fyrstu og skýringar þess eru kunn- ar. Jónas var boðberi nýrrar stefnu í bókmenntum með þeim glæsilega árangri að verða ástsælasta skáld þjóðarinnar. En hann gagnrýndi rímurnar harkalega, hið aldagamla kveðskaparform og rímnaskáldið Sigurð Breiðíjörð þannig að það vinsæla skáld bar ekki sitt barr eftir þá útreið og rímurnar féllu í skuggann fyrir Ijóðrænum kveð- skap Jónasar. Þetta hörmuðu marg- ir á þeirri tíð. Skáldið Jónas var töframaðurinn, sem bæði gaf og tók. En nú munum við aðeins gjaf- ir hans, sem eru sígildar. Eiríkur rifjar upp viðbrögð sveitafólks við „Sjálfstæðu fólki“ Halldórs Laxness og er á honum að finna að þetta skáldverk hafi ekki verið metið að verðleikum af þeim.hópi þjóðfélagsins. Víst var Laxness umdeildur á sínum yngri árum og umrædd bók varð ekki til að auka vinsældir hans meðal sveitafólks, síður en svo. En það var hvorki af glámskyggni né dóm- greindarskorti að þessu skáldverki var ekki fagnað í sveitum. Að vísu var textinn víða hnyttinn og stíllinn lipur, en það var efni bókarinnar, innihald og boðskapur, sem margir voru ósáttir við. Höfuðpersónunni, Bjarti í Sumarhúsum, vegnaði illa í búskapnum og hann fór halloka fyrir erfiðleikunum. Boðskapur bókarinnar virtist þannig vera þessi: Búskapur á íslandi býður ekki upp Torfi Guðbrandsson. „Þar með skipar hann sér í flokk þeirra furðu- fugla, sem finnst ekkert athugavert við það, að alræmdur óbótamaður á borð við Axlar-Björn er leiddur fram sem verðugur fulltrúi fyrir bændastéttina.“ á annað en eymdarlíf. — Það var því engin furða þótt bændur tækju ekki þeim boðskap með fögnuði. Þéttbýli fyrirfinnst hvergi Eiríki Eiríkssyni líkar miður, að ég skuli ekki sáttur við þá nýju söguskoðun, að jarðeigendur hafi hindrað þéttbýlismyndun hér á landi í rás aldanna. I mínum huga er önnur skýring miklu nærtækari. Verstöðvar mynduðust þar sem hafnarskilyrði voru góð og fiskimið nærliggjandi. Þar var oft margt um manninn. En þegar vertíð lauk hurfu flestir á brott. Á Snæfells- nesi var ákveðin viðleitni til þéttbýl- ismyndunar í tengslum við ver- stöðvarnar undir Jökli. En þær til- raunir mistókust. Ekki þó vegna þess, að slíkt væri bannað af einum eða neinum, heldur af því, að það reyndist örðugt að lifa af fískveið- um eingöngu. Þegar harðnaði í ári og afli brást var voði á ferðum og oftar en ekki var það eina lífsvonin að fara á .vergang. En það var ein- mitt þetta, sem var bannað: Að flakka um landið, því að menn höfðu slæma reynslu af þeirri áþján og búsifjum, sem förumannaflokkamir ollu búendum, er sjálfir áttu fullt í fangi með að sjá sér og sínum far- borða. F’leira kom til, sem hindraði uppbyggingu þorpa og kaupstaða, þótt ekki verði það tilgreint hér. íslandssaga Jónasar Eiríkur talar í upphafi greinar sinnar um „glansmyndasagnfrpði" Jónasar frá Hriflu og vill sjáanlega með því orðalagi gera lítið úr Is- landssögu hans. Athugum hversu réttmætt það er. Flestir hafa talið sögu hans góða enda hefur hún verið öllum kennslubókum vinsælli í grunnskólum landsins. Þar með er þó ekki sagt að hún sé galla- laus, enda verður slík bók seint skrifuð. í íslandssögu Jónasar koma fram flestir þættir þjóðlífsins, bæði hinar glæstu hliðar á gullöld íslend- inga og eins þrengingar og fátækt á tímum ófrelsis og einokunar. Þar er einnig að finna lýsingar á harð- indum, eldgosum og dréþsóttum og afleiðingum þeirra. Síðan er rakið, hvernig þjóðin að lokum reis úr öskustó og hóf frelsisbaráttu sína og náði þar fyrstu áfangasigrum. Frásögnin er skipuleg, alhliða og trúverðug. Sem sagt: Vel heppnað verk, sem þeim einum tekst að skrifa, sem gæddir eru snilligáfu og hafa mikla þekkingu og yfirsýn um svið sögunnar. — Sómi er að þeim áhugamönnum um sögu, sem hafa af slíku að státa. Höfundur er fyrrverandi skólastjóri. il Nordia 1993 Verðlaunapeningur NORDIU 93 er hinn fegursti gripur. Frímerki Jón Aðalsteinn Jónsson Á liðnu vori tóku íslenzkir frí- merkjasafnarar þátt í nokkrum frímerkjasýningum. Enda þótt nokkuð sé um liðið, síðan þessar sýningar voru haldnar, er sjálf- sagt að segja lesendum þessara þátta nokkuð frá þeim og því, sem þar gerðist. Tekið skal fram, að hér hafa íslenzkir umboðsmenn téðra sýninga erlendis látið þætt- inum í té umsagnir sínar, ekki sízt um íslenzka þátttakendur og þau verðlaun, sem þeir hlutu. Færi ég þeim þakkir fyrir. Að þessu sinni verður greint frá sam- norrænu sýningunni NORDIA 93. Dagana 6.-9. maí sl. var NORDIA 93 haldin í sýningarhöll- inni Másscentrum í Helsinki. Umboðsmaður sýningarinnar hér á landi var Ólafur Elíasson, en þeir Hálfdan Helgason og Sigurð- ur R. Pétursson voru í dómnefnd hennar. Þessi sýning var stór á norrænan mælikvarða eða alls yfir 1.400 sýningarrammar. Ekki verður sagt, að þátttaka íslenzkra frímerkjasafnara hafi verið almenn, enda eftir því tekið. Tæplega er það þó með öllu sann- gjarnt, sem segir í Rapporti Is- landssamlama í Svíþjóð, að guð- irnir einir viti, hvar íslenzkir frí- merkjasafnarar ali manninn, því að þeir sýni sig sjaldan á sýning- um utan íslands. Hér er a.m.k. nærtækt að nefna NORDIU 92 í Noregi á liðnu hausti, þar sem þó nokkur mjög góð íslenzk söfn voru sýnd. Á NORDIU 93 sýndu samt þrír í samkeppnisdeild, en einn raunar erlent efni, og fjórir í unglingadeild. Ber einkum að þakka þann áhuga, sem unglingar okkar sýndu þessari sýningu, enda vöktu söfn þeirra verðskuld- aða athygli. Páll H. Ásgeirsson sýndi fiug- safn sitt: íslenzkur flugpóstur 1928-1945, í átta römmum. Við könnumst vel við þetta safn af ýmsum sýningum, en Páll hefur verið svo iðinn við að bæta í það og lagfæra á undanförnum árum, að hann hefur komizt mjög langt á þessu sviði. Safnið hlaut líka 85 stig og stórt gyllt silfur. — Þorvaldur S. Jóhannesson átti þarna annað mjög skemmtilegt íslenzkt flugpóstsafn, sem nær yfir tímabilið 1945-1960. Hlaut hann fyrir það 70 stig og silfur. — Höfundur þessara þátta átti þarna safn af dönsku tvílitu frí- merkjunum 1870-1905 í sex römmum, og hlaut það 76 stig og stórt silfur. Þessi kafli úr sögu danskra frímerkja er mjög eftir- sóttur af þeim, sem safna Dan- mörku, og þá ekki sízt dönskum söfnurum, enda um flest mjög sérstæður. Fjórir íslenzkir unglingar sýndu í unglingadeild, og varð árangur þeirra þessi. Björgvin Ingi Ólafs- son fékk 77 stig og stórt silfur fyrir safnið „Fuglar frá eyjum í Norður-Atlantshafi“. — Kári Sig- urðsson 74 stig og silfur fyrir safnið „Merkir íslendingar". — Pétur H. Ólafsson 68 stig og silfr- að brons fyrir safnið „Sumar- ólympíuleikar 1936-1988“ og Jón Þór Sigurðsson 66 stig og silfrað brons fyrir safn sitt „Saga flugs- ins“. Enda þótt ýmsir söknuðu hefð- bundinna íslenzkra safna héðan' að heiman, var ekki svo, að þau sæjust ekki. Hins vegar voru þau í eigu erlendra safnara. Finninn Lars Trygg átti þarna safn, sem við hér heima þekkjum vel frá fyrri sýningum. Það mun hafa fengið 88 stjg og stórt gyllt silfur. — Stig Ósterberg frá Svíþjóð fékk gyllt silfur fyrir safn sitt af Tveim- ur kóngum, en í fyrra fékk hann stórt silfur í Noregi. Öllum þeim, sem ég hef rætt við, kemur saman um, að Stig hafí bætt safn veru- lega frá því í haust og þessi verð- laun hafí verið sanngjörn. — Ann- ar Svíi, Lars Ingemann, fékk stórt silfur fyrir íslandssafn sitt. Við könnumst einnig vel við þetta safn, en í því er margt góðra hluta. LÍF gaf heiðursverðlaun á sýn- inguna, svo sem venja er, og hlaut þau Norðmaðurinn Arne J. Bay fyrir safni sitt „Norsk póstsaga 1712-1855“. Enn fremur gaf ís- lenzka póststjórnin heiðursverð- laun á sýninguna. Þau fékk Finn- inn Yijö Lehtonen fyrir safnið „Finnland 1856-1888“. Umboðsmaður NORDIU 93 segir, að sýningarefni íslenzku póststjórnarinnar á sýningunni hafí mjög stungið í stúf við sýning- arefni annarra póststjórna. Voru þetta óstimpluð frímerki og ark- arbútar frá seinustu tuttugu árum. Því miður er þetta ekki einsdæmi. Um það get ég sjálfur vitnað. Hér þarf póststjórnin að taka sig á, enda á hún í fórum sínum margt mjög áhugavert. Helzt ætti hún að fá fróða menn úr röðum frí- merkjasafnara til þess að velja úr öllu því ágæta efni, sem hún vissu- lega á, og búa það smekklega til sýninga. Hér má minna á, að Þjóð- skjalasafn íslands hefur fengið kunnáttumenn til þesá að búa glæsilegt sýningarefni þess undir sýningar. Sama hefur og Þjóð- minjasafn íslands gert. Hvort tveggja hefur þetta náð góðum árangri innan lands sem utan og vakið verðskuldaða athygli. Umboðsmaður okkar, Ólafur Elíasson, var tilnefndur af LIF til þess að taka sæti í nefnd sér- fróðra manna til þess að yfirfara söfn á sýningunni með hliðsjón af því, hvort þau hefðu að geyma falsaða hluti eða viðgerða. Er þetta í fyrsta skipti, sem þess konar athugun fer fram á nor- rænni sýningu. Varð slíkur árang- ur af starfi nefndarinnar, að full- víst má telja, að því verði haldið áfram. Á síðustu áratugum hafa því miður verið allmikil brögð að því, að gömul umslög hafi verið „hresst við“ með áh'mdum göml- um frímerkjum og stimplar um leið lagfærðir og falsaðir að hluta eða algerlega. Hrekklausir safn- arar, sem hafa haft góð fjárráð, hafa síðan fallið í þá freistni að kaupa þessa fölsuðu hluti, vafa- laust í góðri trú, og sett þau í söfn sín. Ljóst er af þeim fréttum, sem ég hef haft af NORDIU 93, að sýningin heppnaðist vel. Sýning- arhöllin reyndist hin hentugasta fyrir frímerkjasýningar af þeirri stærð sem NORDIA 93 var. Lýs- ing var góð og eins rýmið milli rammanna. Ymsum fannst hel^ur stuttur tími milli tveggja síðustu NORDIU-sýninga. Er vafalaust réttmæt sú athugasemd, sem komið hefur fram, að bezt fari á því, að þessar samnorrænu sýn- ingar séu haldnar á svipuðum tíma ár hvert og eitt ár líði á milli þeirra. — Aðsókn var mjög góð að sýningunni. Sýndu gestir sýningarefninu mikinn áhuga, að sögn eins fréttaritarans, og „það var alls ekki svo, að básar frí- merkjakaupmanna væru einungis í brennideplinum," bætir hann við. „Engu að síður voru þeir ánægðir með sinn hlut, að því er maður heyrði og sá,“ segir hann að lok- um. Verðlaunapeningur sýningar- innar er einstaklega skemmtileg- ur, en hann gerði kunnur finnskur myndhöggvari, Kauko Rasánen.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.