Morgunblaðið - 14.07.1993, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1993
27
PARLE VÚ FRANSÍ?
Blóm vikunnar
Umsjón: Ágústa
Björnsdóttir
273. þáttur
Lesendur Blóms vikunnar vita
sjálfsagt margir að Garðyrkjufé-
lag íslands hefur garðaskoðunar-
dag á hveiju ári í Reykjavík eða
nágrannabæjum. Hitt vita líklega
færri að við höldum okkur ekki
eingöngu við garðaskoðun á ís-
landi, heldur höfum við farið 4
sinnum utan í skoðunarferðir. Nú
eru nýkomnir til landsins 44 fé-
lagar úr Frakklandsferð. Farið
var um Loiredalinn, Normandí og
loks dvalið 2 daga í París og garð-
ar og annað markvert skoðað.
Leið okkar lá fyrst um Loiredal-
inn, en þar er mjög gróðursælt
og skemmtilegt um að litast. í
Loiredalnum eru mörg hundruð
hallir og kastalar og þar blasti
við okkur hver byggingin á fætur
annarri, prýdd tumum og flúri svo
furðu sætti.
Það kvað vera fallegt í Kína,
keisarans hallir skína
hvítar mót safírsænum...
Þessar ljóðlínur Tómasar áttu
svo sannarlega við um hallimar í
Loiredalnum, sem standa á bökk-
um Loire eða þveráa hennar, svo
skínandi hvítar. Byggingarefnið
er kalksteinn, sem hefur þá nátt-
úra að vera tiltölulega mjúkur og
auðtelgdur fyrst í stað en harðnar
síðan og hvítnar með tímanum.
Steinflúrið í sumum þeirra halla
sem við skoðuðum er með ólíkind-
um, manni kæmi frekar til hugar
að um gipssteypu væri að ræða
en steinhögg. Stærstu kalksteins-
námurnar eru við bæinn Beurre,
sem stendur við Cher, þverá Lo-
ire, en þar era gífurieg setlög,
margmilljón ára gömul, frá þeim
tíma er þama var sjávarbotn.
Ekki var um opið gijótnám að
ræða, heldur vora grafin út náma-
göng á mörgum hæðum, en á
landinu yfir námunum var ræktað
grænmeti, korn og vínviður og
unnu námamennimir við það á
sumram. Námagöngin í Beurre
era um 80 km löng, en gijótnám-
ið fór stöðugt minnkandi á þess-
ari öld uns það lagðist alveg niður
1954, enda komin önnur bygging-
arefni til sögunnar.
Námumar standa þó ekki ónot-
aðar, franskt hugvit og útsjónar-
semi hefur séð sér leik á borði og
nýtt göngin á stórmerkilegan hátt.
Og nú er ég loks komin að því
hvers vegna félagar GÍ skoðuðu
þessi námugöng. I námugöngun-
um í Beurre eru ræktaðir sveppir.
Frakkar era þriðji stærsti sveppa-
framleiðandi heims, á eftir Kína
og Bandaríkjunum, en fýrirtækið
sem á svepparæktina í Beurre,
framleiðir um 57% þeirra sveppa,
sem ræktaðir era í Frakklandi.
Forn-Egyptar töldu sveppina
guðafæðu, fæðu af himnum ofan,
Rómveijar nauðsynlegt grænmeti
við matargerð, en Frakkar iitu á
sveppi sem mikið hnossgæti. Á
síðari hluta 17. aldar, dögum Loð-
víks 14., komust Frakkar upp á
lag með að rækta sveppi, en áður
hafði eingöngu verið um villi-
sveppi að ræða. Sveppir vora fyrst
ræktaðir í 14. og 15. hverfí París-
ar og af því er komið nafnið,
Champignions de Paris. Sveppa-
ræktunin er þónokkuð flókinn fer-
ill og fengum við að kynnast
nokkram hluta hans. Vaxtarefnið
er mjög mikilvægt í ræktuninni,
en það er hálmur og blanda af
hrossahlandi og hrossataði, sem
flutt er víðs vegar úr Frakklandi
og var okkur sagt, að ekki væri
nú notað tað frá hvaða bykkju sem
væri!
Þessi metall er látinn geijast í
nokkrar vikur og honum bylt við
reglulega til að hæfilegt loft
blandist saman við. Við geijunina
myndast verulegur hiti og þessi
eðla blanda brotnar hæfilega nið-
ur — sami ferill og á sér stað í
safnhaugnum. Eftir hæfílegan
tíma er geijunin stöðvuð með
Pasteuríseringu — hitun í 70-
80°C — en þá drepst megnið af
óæskilegum bakteríum. Þegar
vaxtarefnið hefur síðan kólnað
hæfílega niður, er réttum sveppa-
gróum blandað saman við. Á
nokkrum dögum taka gróin að
vaxa og mynda sveppaþræði eða
micellur. Vaxtarefnið með sveppa-
þráðunum er síðan sett í djúpa
bakka á vögnum sem ekið er inn
í bása í göngunum, en þessum
básum er svo lokað með plastdúk.
Þama era hin ákjósanlegustu
vaxtarskilyrði, hitinn stöðugur,
14-15°C, 95% loftraki, myrkur og
góð loftræsting, enda er fyrsta
uppskeran fljót að líta „dagsins"
ljós. Uppskeramar era alls 6, sem
fást á örfáum vikum, sú fyrsta
mest og síðan smáminnkar af-
raksturinn. Þama era sveppimir
handtíndir, við það vinna 30-35
stúlkur og dugleg sveppatínslu-
stúlka getur tínt um 100 kg á
klukkutíma. Þegar síðasta upp-
skeran hefur verið tínd, er
vögnunum ekið út, þeir og básam-
ir sótthreinsaðir í mánuð, en not-
aða vaxtarefnið fá aspargusrækt-
endur. Liðlega 95% sveppanna,
sem þarna era ræktaðir, era París-
arsveppir, eins og þeir sem hér
era ræktaðir og fást í búðum. Þó
er hafin tilraunaframleiðsla á fleiri
sveppategundum og fyrir tveimur
til þremur árum komust þeir upp
á lag með að rækta í námu-
göngunum sérstaka sveppi, sem
vaxa venjulega á rotnandi viði,
og þykja sérstakt lostæti.
Að lokinni einstaklega fróðlegri
skoðunarferð snæddum við ljúf-
fengan hádegisverð sem var
sveppasalat, niðursneiddir sveppir
með örlitlu vinagre-dressing,
steiktir sveppir í aðalrétt og á
eftir camambert- og geitaostur og
epli og hvítVín, rósa- eða rauðvín
með að vild. Til gamans læt ég
fljóta með uppskriftina að steiktu
sveppunum:
Gallipetti (sem þýðir víst koll-
hnís, sveppir á skallanum?)
stórir sveppir, hvítlaukssmjör,
steikt eða grillað í u.þ.b. 10 mín.
Leggurinn er brotinn af (nota
má hann t.d. í súpu eða salat),
sveppahausnum hvolft við og hvít-
laukssmjör, sem er smjör, salt,
pipar, marinn hvítlaukur og fínt
söxuð persilla, sett í holuna, steikt
hæfílega og borið fram með
snittubrauði. Mjög gott og einfald-
ara getur það ekki verið.
Ath. Garðaskoðunin er sunnu-
daginn 18. júlí kl. 2-6.
S.Hj.
ÁRNAÐ HEILLA
Ljósmyndastofa Ólafs Árnasonar
HJÓNABAND. Gefín voru saman
hinn 12. júní í Akraneskirkju af sr.
Hreini Hjartarsyni Elísabet Rafns-
dóttir og Ríkharður Pálsson Beck.
Heimili þeirra er í Hrísrimi 11,
Reykjavík.
Ijósm. Sigr. Bachmann
HJÓNABAND Gefín vora saman
í hjónaband 12. júní 1993 í Bústaða-
kirkju af sr. Pálma Matthíassyni
Björk Reynisdóttir og Elías Fells
Elíasson. Heimili þeirra er í Hrís-
rima 31, Reykjavík.
Ljósni. Sigr. Bachmann
HJÓNABAND Gefín vora saman
í hjónaband 12. júní 1993 í Lága-
fellskirkju af föður brúðarinnar, sr.
Jóni Þorsteinssyni, Jófríður A. Jóns-
dóttir og Rune Johansen. Heimili
þeirra verður í Osló, Noregi.
Ljósm. Sigr. Bachmann
HJÓNABAND Gefín vora saman
í hjónaband 8. maí 1993 í Dómkirkj-
unni af sr. Hjalta Guðmundssyni
Auður Sigurðardóttir og Jóhann
Ingi Hinriksson. Heimili þeirra er á
Laufásvegi 3, Stykkishólmi.
Happamáltíðir í Staðarskála
Í SAMKVÆMI sem haldið var til
heiðurs félögum í Fombíla-
klúbbnum fór fram útdráttur á
Júnídögum Staðarskála.
Ferðamálafulltrúi svæðisins sá
um að allt færi fram eftir settum
reglum meðan Kristinn Snæland,
formaður Fornbílaklúbbsins, dró úr
innsendum svarseðlum. Hinir
heppnu vinningshafar voru: 1. Mat-
ur fyrir tvo í Staðarskála af sérrétt-
arseðli: Friðrik Rúnar Halldórsson,
Háteigi 4, Akranesi. 2. Matur fyrir
tvo í Staðarskála af matseðli dags-
ins: Hafdís Sigurðardóttir, Ólafstúni
7, Flateyri.
Sæðisbankabamalán
Kvikmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
Bióhöllin:
Getin í Ameríku - Made in Amer-
ica.
Leikstjóri Richard Benjamin.
Handrit Holly Goldberg Sloan.
Aðalhlutverk Whoopie Goldberg,
Ted Danson, Nia Long, Will
Smith. Bandarísk. Warner Bros
1993.
Það hlaut að koma að því að ein-
hver spaugari sæi broslegu hliðina
á jafn miklu alvörumáli og þeirri
ágætu og lífsnauðsynlegu þjónustu
sem rekin er af sæðisbönkum. Þar
útbýta stjórar bamaláni, svona í
flestum tilfellum skulum við vona,
og svo fer hér að lokum.
Hugmyndin er bráðsmellin.
Stúlkan Long kemst af tilviljun að
því að hún er ekki dóttir hans föður
síns sáluga heldur kraftaverk nú-
tímavísinda þar sem móðir hennar
(Goldberg) varð að grípa til þess
örþrifaráðs að slá sæðisbanka um
lífssafann er kærastinn féll skyndi-
lega frá. Og Long leitar nú upprana
síns og líst ekki á blikuna er lausn-
in ræðst. Pabbinn (Danson) er
nefnilega ekki hár, greindur og
myndarlegur afróameríkani heldur
snakahvítur bílasali og skellikjaft-
ur, hávaxinn að vísu.
Höfundurinn, Holly Goldberg
Sloan (vafalaust náið ættmenni
aðalstjömunnar) leikur sér að þess-
um fáránlegu kringumstæðum en
en nær því miður ekki að virkja
þær sem skyldi. Efnið og meðferð-
in er oftast brosleg en það glittir
víða í alvöruna á bak við; stúlkan
þráir föðurímyndina og pabbinn
saknar fjölskyldulífsins. En bland-
an hristist ekki nógu vel saman í
penna Sloans sem skilur eftir sig
brotalamir og þversagnir í sögu-
þræðinum. Og því síður í höndun-
um á leikstjóranum Benjamin, sem
kemur þeim ekki á óvart er séð
hafa My Stepmother is an Alien,
The Money Pit eða City Heat, allt
mislukkaðar gamanmyndir þessa
uppgjafa grínleikara. En það -er
ekkert útá leikinn að setja og hann
einn gerir það vel afsakanlegt að
eyða kvöldstund í myndina. Gold-
berg, sem fer með vandræðalegt
hlutverk, sýnir gamalkunna takta
og sjarma og Danson gefur henni
ekkert eftir, nema síður sé. En það
er hin unga Long sem stelur sen-
unni og gefur þessari annars anð-
gleymdu mynd tilfinningalega dýpt
og aukið gildi.