Morgunblaðið - 14.07.1993, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDÁGUR 14. JÚLÍ 1993
29
TRÚIN Á MOLDINA
þau, sé landiými nægt og viðvörun
gefin. Allt öðru máli gegnir í Heima-
ey. Þar er sá möguleiki raunverulega
fyrir hendi, eins og sannaðist 1973,
að jörðin bókstaflega opnist undir
fótum manna, spýjandi eldi og ei-
myiju. Hvert á þá að flýja?
Það mætti halda, að einhveijir
hefðu þurft að farast í eldinum þeg-
ar sprungan opnaðist 23. janúar
1973 til þess að Vestmanneyingar
og aðrir skildu, hvílík dauðans al-
vara hér er á ferðum. Þá hefði verið
farið varlegar í að flytja aftur heim.
Skynsamlegast væri að yfirgefa
eyjuna alfarið. Annar kostur væri
að sjúklingar, böm og gamalmenni
fiyttu til meginlandsins, en enn væri
þama verstöð þar sem starfaði fullf-
rískt fólk á besta aldri, tilbúið til
að hlaupa í bátana jafnskjótt og sír-
enur væm þeyttar til marks um
gosóróa undir eyjunni.
Ég verð að játa að ég er ekki
bjartsýnn á að á þetta verði hlustað
fremur en Kassöndru hina grísku til
foma. Engir íslendingar eru jafn
bundnir heimahögum sínum og
Vestmanneyingar. Þeir hafa skapað
sína eigin menningu og barist við
náttúruöflin og sigrað frá upphafi
íslandsbyggðar. Þeir sigmðu meira
að segja jarðeldinn 1973, og halda
kannski sumir að þeir geti það aft-
ur. En jafnvel þeir geta ekki ráðið
því hvar jarðskorpunni þóknast að
rifna.
1973 var það austan Helgafells.
Næst gæti hún opnast annars stað-
ar, kannski vestan Helgafells.
Þá duga engin mannalæti.
Það er ekki ætlun mín með þess-
ari grein að hræða fólk og skelfa,
öllu heldur er ég að reyna að koma
viti fyrir það. Sjálfur er ég dálítið
tengdur Vestmannaeyjum og þykir
vænt um eyjarnar og íbúa þeirra.
Einhver verður að taka blað frá
munni um þetta mál.
Kannski eru líkumar á gosi litlar,
vonandi engar. Hver veit það? Eitt
er þó alveg víst: Áhættan er allt of
mikil.
Of mikið er í húfi.
Það er til of mikils ætlast að
reikna með, að kraftaverkið frá janú-
ar 1973 endurtaki sig.
Höfundur er ritstjóri
bókaflokksins íslenskur annáll.
eftirÞórarin
Magnússon
Á því blessaða vori 1993, í miðjum
gróandanum, helltist yfír byggðir
landsins sjónvarpsmynd er nefnd var
því háfleyga nafni „Þjóð í hlekkjum
hugarfarsins". Mér hefði þótt betur
við hæfi að nota orð listaskáldsins
góða, þó þau væm sögð í ofurlitlu
öðm tilefni: „Öllu snúið öfugt þó/
aftur og fram í hundamó." Svo marg-
ar rangfærslur og öfgar koma fram
í myndinni. En vera má að höfund-
amir sjálfír séu þó haldnir einhveij-
um helfjötmm eigin hugarfars. Aðal-
skapari þessa nýja mikla sköpunar-
verks kvað heita nafni hins góða eða
hvita áss en ekki veit ég hvort hann
líkist honum að öðru> en nafninu. Og
einhverja hjálparkokka mun hann
hafa haft sér til aðstoðar. Ekki þekki
ég nú neitt til þessa góða Baldurs
né kann að rekja ætt hans eða upp-
rana. „Eins og þú heilsar öðrum,
ávarpa aðrir þig.“ En eftir þeim anda
sem svífur yfir vötnum myndarinnar
dettur mér helst í hug að hann kunni
að vera af ætt Húsavíkur-Jóns, enda
er sá þá mjög í hávegum hafður í
myndinni. Nú skal víkja að öðm.
Næst vil ég sjálfur gera afdráttar-
lausa játningu, sem ég þó hélt að
aldrei þyrfti til að koma. Eg hef rat-
að í herfílegan glæp þótt ekki hafí
ég enn drepið neinn Krók-Álf. Ég
hef trúað á moldina. Nú kemur það
alit í einu í ljós og er sú skoðun
auðvitað byggð á hávísindalegum
gmnni, að ætlan höfundar, að alla
ógæfu íslensku þjóðarinnar megi
rekja til trúarinnar á moldina. Öll
fátæktin hungursneyðin, drepsótt-
imar og síðast en ekki síst, öll glæpa-
verkin sem framin vom í sveitum
landsins, allt var það afleiðing af
trúnni á „bölvaða" fósturmoldina.
Ljóta yfirsjónin hjá Bjama Thorar-
ensen að vera að segja „Ástkæra
fósturmold" o.s.frv. þvi ef við hefðum
haft vit á að afneita trúnni á moldina
með öllu og flytja á mölina væmm
við fyrir löngu orðin vellrík milljóna-
„Höldum áfram þar til
ekki stendur steinn yfir
steini í því „hugarfars-
lega“ hrófatildri sem
Baldur Hermannsson
hefur tjaslað upp.“
þjóð. Þá hefðu glæpimir horfið eins
og dögg fyrir sólu og sönn menning
blómstrað og vaxið, að vísu ekki í
lundum nýrra skóga, heldur á Stein-
lögðum strætum með öl- og vínkrám
á hveiju götuhomi. Hvílíkur munur!
Þótt glæpalýðurinn virðist standa
hjarta höfundanna næst, em þó
nafngreindir tveir menn er hingað
til hafa talist njóta nokkurrar virð-
ingar með þjóðinni. Annar þeirra er
eldklerkurinn, forfaðir minn sr. Jón
Steingrímsson. Ekki er hans þó að
neinu getið vegna sinna alkunnu
Iíknarstarfa og frábæm forystu á
þeim almestu neyðartímum sem yfír
íslenska bændasamfélagið hefur
gengið. Nafn hans er eingöngu nefnt
vegna þess að hann skal leiddur fram
sem vitni og hefur þá líklega verið
talinn öðram trúverðugri. Það var
ekki alveg nægilegt að geta sannað
með afgömlum annálum, dómskjöl-
um og slúðursögum að sem flestir
bændur og aðrir sveitamenn (kon-
umar síst undanskildar með tilber-
ana og svoleiðis) hafí verið annað-
hvort eða allt í senn: þjófar, böðlar,
hrottar, bamamorðingjar, ofbeldis-
menn, nauðgarar og sifjaspellsmenn,
heldur og velflestir kynvillingar og
um það skal sr. Jón Steingrímsson
bera vitni, á hæpnum forsendum þó.
Þá er Bólu-Hjálmar leiddur fram á
sviðið. Hann sagði um sinn Akra-
hrepp: „Em þar flestir aumingjar,
en illgjamir þeir sem betur mega.“
Gott! gott á Skagfirðingana, hafa
víst myndarhöfundar hugsað og yfír-
færa Akrahreppinn á allar sveitir
landsins. En þeir gleyma því algjör-
lega að Hjálmar fann einnig að guð
átti þar marga glóandi gimsteina.
En þeir vora sannarlega ekki að leita
að slíkum steinum eða dýrmætum
perlum. Þeir vom að leita að og baða
sig í öllu því argasta mannlífssorpi
sem unnt var að fínna í þjóðsögunni
í gegnum þær 4-5 aldir sem niður-
læging þjóðarinnar var mest. Og er
alveg víst að Hjálmar hefði orðið
betra skáld, eða skorið út fallegri
gripi, ef einhvem Halllands-Manga
hefði fleygt honum inná munaðar-
leysingjahæli í einhverri auðugri
stórborg? Ekki hafa myndarhöfundar
munað eftir orðum þjóðskáldsins:
Aðgát skal höfð í nærvem sálar.
Glæparegistur þeirra nær fram á
þessa öld, meðan enn era ofan moldu
böm, bamaböm og aðrir nánustu
ættingjar og vinir þess fólks er rat-
aði í þær raunir að nöfn þess tengd-
ust óhæfuverkum. Ekki veit ég hvort
Baldur og félagar kunna jafn vel
Passíusálma Hallgrims sem glæpa-
registur sinn. Ég má til að minna á
eitt vers sem hér á svo mætavel við,
það er 6. v. í 50.s .
Forðastu svoddan fíflskugren,
framliðins manns að lasta bein, •
sá dauði hefur sinn dóm með sér,
hver helst hann er,
sem best haf gát á sjálfum þér.
Hér held ég sr. Hallgrímur hitti
beint í mark sem endranær og beini
einnig sjónum sínum til vorsins 1993.
Hér verður að skjóta því inn í, að
ekki var alveg nóg að níða bændum-
ar sjálfa, heldur verður einnig að
níðast á vamarlausu búfénu. Þessi
heimska og ljóta skepna. Ekkert skal
ég segja um vænleik Baldurs Her-
mannssonar, en hitt vil ég segja og
miða þá við alla gerð myndarinnar
og prísa mætti hann sig sælan, ef
hann hefði skynsemi sauðkindarinn-
ar. Svo margar sannar frásögur em
til um að forystukindur hafí bjargað
bæði hjörðinni go fjármanninum úr
bráðum lífháska. í þriðja þætti meist-
araverksins fínnst mér andinn svífa
hæst. Þann þátt leiði ég þó hjá mér
að mestu, enda skortir mig þar alla
orðgnótt viðeigandi hrósyrða. Þó vil
ég segja að vegna þess þáttar ætti
nafn Baldurs að verða skráð í Heims-
metabókina. Tilgangurinn helgar
meðalið, hafa höfndar greinilega
haft að einkunnarorðum. En erfiðara
er að giska á, hvað er svo mikilvægt
að brúka þurfí svo beisk meðul sem
hér er gert. Gæti verið t.d. að hér
hilli undir EB-hrútinn svarta, hinum
megin á bakkanum? Höfundur gefur
opinskátt í skyn að hann gildi einu,
þótt íslenski mstakynstofíninn deyi
hreinlega úti Hvað sem þvi líður
gæti ég trúað að verði myndin send
til sýningar í stórborgum Evrópu,
sem varla þarf að efast um, hljóti
hún margföld gullverðlaun. Það væri
líka skárri bölvuð sneypan ef mynd,
sem kostuð er af sjóðum, sem kenna
sig við menningu, hlyti ekki einhver
sæmileg verðlaun. Hér mun ég nú
brátt ljúka mínum reiðilestri, því
sjiara verður dýrmætan pappírinn.
Ég þakka öllum og ekkí síst Hall-
dóri Kristjánssyni á Kirkjubóli sem
undanfarið hafa hrakið margar firmr
Baldvins Hermannssonar. En betur
má ef duga skal. Höldum áfram þgj^.
til ekki stendur steinn yfír steim f
því „hugarfarslega" hrófatildri sem
Baldur Hermannsson hefur tjaslað
upp.
Höfundur er fyrrverandi bóndi og
kennari.
RADA UGL YSINGAR
FJÖLBRAUTASKÓLI SUÐURLANDS
Brekkubæjarskóli,
Akranesi
Sérkennara til að veita forstöðu sérdeild
fatlaðra barna vantar til starfa.
Umsóknarfrestur er til 25. júlí nk.
Upplýsingar veita:
Ingi Steinar Gunnlaugsson, skólastjóri,
vs. 93-11938, hs. 93-11193 og
Ingvar Ingvarsson, aðstoðarskólastjóri,
vs. 93-11938, hs. 93-13090.
Ritari
Ecoline hf. óskar eftir ritara til fjölbreyttra
skrifstofustarfa. Tölvukunnátta, leikni í rit-
vinnslu, bílpróf og góð enskukunnátta nauð-
synleg. Önnur tungumálakunnátta æskileg.
Upplýsingar hjá framkvæmdastjóra
í síma 98-34670.
Ecoline hf.,
Sunnumörk4,
Hveragerði.
Fjölbrautaskóli Suðurfánds á Selfossi leitar
fyrir haustönn eftir kennurum í þýsku og í
samskiptum og tjáningu (hlutastarf).
Umsóknir berist fyrir 20. júlí til skólameist-
ara, Tryggvagötu 25, 800 Selfossi, en hann
veitir nánari upplýsingar í síma 98-22190.
Þór Vigfússon,
skólameistari.
Notaðar vinnuvélar óskast
Óska eftir að kaupa gegn staðgreiðslu góðar,
notaðar Caterpillar-vinnuvélar til útflutnings.
Vinsamlegast hafið samband við Davíð Er-
lendsson á Hótel Loftleiðum í síma 22322
til 21. júlí, eftir það í síma 901-805-269-1477
eða fax 901 -805-269-1487 í Bandaríkjunum.
Rannsóknaráð ríkisins
Skrifstofa Rannsóknaráðs ríkisins verður lokuð
vegna sumarleyfa frá 19. júlí til 6. ágúst.
FERÐAFÉLAG
(§) ÍSLANDS
MÖRKINNI 6 ■ SÍIMI 682533
Hellaferð miðviku-
daginn 14. júlí
Hellaferð í Strompahella (Blá-
fjallahella). Tilvalin fjölskyldu-
ferð. Hellarnir eru vestan Blá-
fjalla. Hafið góö Ijós með og
húfu. Brottför frá BSÍ, austan-
megin, (og Mörkinni 6) kl. 20.00.
Verð kr. 800. Frítt fyrir böm.
Helgarferðir 16.-18. júlí
Brottför föstud. kl. 20:
1. Þórsmörk - Langidalur.
Gist í Skagfjörðskála.
2. Landmannalaugar.
Gist í sæluhúsi Ff.
3. Fjallmannaþríhyrningur:
Dalakofi - Hrafntinnusker
(íshellar) - Laugar.
Ný og spennandi gönguleið. Fá
sæti laus.
Brottför laugardag kl. 08:
Yfir Fimmvörðuháls.
Gengið frá Skógum og yfir til
Þórsmerkur (8 klst.). Gist 1
Skagfjörðsskála/Langadal.
Ferðafélag l'slands.
Hvítasunnukirkjan
Fíladelfía
Biblíulestur kl. 20.30. Ræðu-
maður Hafliði Kristinsson.
Efni: Ávöxtur Heilags anda.
Allir hjartanlega velkomnir.
Hörgshltð 12
Boðun fagnaðareríndisins.
Almenn samkoma í kvöld
kl. 20.00.
7
SÍK, KFUM/KFUK-KSH
Háaleitisbraut 58
„Saman sendum við.“ Almenn
samkoma í Kristniboðssalnum í
kvöld kl. 20.30. Upphafsorð:
Valgerður Gísladóttir. Ræðu-
maður verður Guðlaugur Gunn-
arsson. Guðmundur Karl Brynj-
arsson syngur.
Allir hjartanlega velkomnir.
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
Sumarleyfisferðir:
Miðsumarsferð á háiendið
17.-25. júlí:
Ekið austur með suðurströnd-
inni, gist í Stafafelli, næst á
Hallormsstað og síðan liggur
leiðin inn á hálendið, s.s. Snæ-
fell, Kverkfjöll, Öskju, Hvanna-
lindir, Herðubreiðarlindir, Mý-
vatn og víðar. Til baka verður
ekið um Sprengisand. Einstök
ferð um stórbrotið landslag -
hálendið norðan Vatnajökuls -
allt í einni ferð!
16. -23. júlí (8 dagar): Lónsöræfi.
Flogið til Hafnar í Homafirði. Gist
í Múlaskála, Lónsöræfum.
17. -23. júlí (7 dagar): Snæfell -
Lónsöræfi. Gönguferð. Gist f
húsum. Þægileg gönguleið.
Upplýsingar og farmiðasala á
skrifstofunni, Mörkinni 6.
Ferðafélag fslands.
*