Morgunblaðið - 14.07.1993, Page 31

Morgunblaðið - 14.07.1993, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1993 31 ur ár var hann frá vinnu vegna veik- inda. Eftir það vann hann hjá Fast- eignamati ríkisins til ársins 1982, en þá fékk aftur heilablæðingu. Eftir seinna áfallið lærði hann bókband sem hann undi sér vel við og batt inn mikinn fjölda bóka fyrir sjálfan sig og aðra. Sveinbjörn var mikill bókaunnandi og byijaði strax sem ungur maður að kaupa sér bæk- ur. Hann var einnig mikið fyrir ljóð og voru Davíð Stefánsson, Tómas Guðmundsson og Einar Ben. í miklu uppáhaldi hjá honum. Einnig hafði hann mikla ánægju af sígildri tónlist og var það algeng sjón að sjá Svein- björn vinna við bókbandið og hlusta á óperur. Tengdafaðir minn var höfðingi í orðsins sönnustu merkingu. Heiðar- leiki, vinnusemi, vilji og kjarkur voru hans aðalsmerki. Hann var hár mað- ur og myndarlegur, gekk alla tíð beinn í baki og hárið var þykkt og mikið. Hann hafði stórt skap, en var jafnframt mjög hlýr og gefandi mað- ur sem öllum leið vel hjá. Það voru margir sem sóttu tii hans ráð og ófáir sem hann hjálpaði án þess að á það væri minnst. Hann var vandað- ur til orðs og æðis og sérlega kurt- eis maður. Sveinbjöm hafði mjög 'gaman af allri útivist. Hann var t.d. mikið á skíðum sem ungur maður og síðar meir stundaði hann laxveiði og var mjög fiskinn. Tengdafaðir minn var vel kvæntur og mat hann konu sína mikils. Tengdamóðir mín hún Gauja stóð alla tíð við hlið hans og var samband þeirra sérstaklega fallegt og virðing- in og væntumþykjan gagnkvæm. I 48 ár stóðu þau þétt saman þar til hann að lokum sofnaði sínum hinsta svefni í örmum konu sinnar. Heimili þeirra hjóna var mikið rausnarheimili og þau bæði gestrisin með afbrigðum og höfðingjar heim að sækja. Það leið ekki sá dagur að einhver liti ekki inn og oft dvöldust ættingjar og vinir utan Reykjavíkur á heimili þeirra um lengri eða skemmri tíma. Sveinbjörn og Gauja áttu sér sinn sælureit, sumarbústað í Borgarfirði, þar sem þau og við fjölskyldan áttum saman margar góðar stundir. Gaman var að fylgjast með Sveinbirni girða landið, byggja við og lagfæra það sem þurfti. Ekki má gleyma bíla- stæðinu sem hann bjó til af sínu ein- staka hyggjuviti. í sumarbústaðnum var gott að vera og á kvöldin þegar slappað var af sagði hann mér marg- ar sögur frá ævi sinni allt frá því að hann var ungur drengur í sveit. Við hjónin ásamt Tómasi syni okkar áttum þess kost tvisvar að dveljast með tengdaforeldrum mínum erlend- is og þar var Sveinbjörn heimsmaður- inn sem hafði ánægju af því að bjóða upp á allt það besta. Það er af svo ótal mörgu að taka í minningunum um Sveinbjörn, þann mæta mann, en efst í huga á kveðju- stundu er þakklætið fyrir allt sem hann var mér og mínum og er missir- inn mikill. Börnin syrgja góðan föður sem allt vildi fyrir þau gera. Bama- börnin hafa misst afa sinn sem þau mátu svo mikils. Mestur er þó missir Gauju hans góðu konu sem missir eiginmann sinn og jafnframt besta vin. Guð gefi þeim öllum styrk á þessum erfiðu stundum. Það er alltaf sárt að kveðja ástvin sinn, en huggun er að fallegum minningum um mæt- an mann. í veikindum sínum naut Svein- bjöm frábærrar umönnunar frá hjúkrunarfræðingum Heimastoðar krabbameinslækningadeildar Land- spítalans. Þeim er ljúft að þakka. Einnig vill fjölskyldan þakka öllum ættingjum og vinum sem hafa staðið með henni og stutt alla tíð. Guð blessi ykkur öll. í kveðjuskyni langar mig að setja hér eitt erindi úr ljóðinu „Höfðingi smiðjunnar" eftir Davíð Stefánsson sem mér fmnst allt eins og geta verið um Sveinbjörn, svo vel á það við. Hann tipar þau lög, sem lffið með logandi eldi reit. Hann lærði af styrkleika stálsins að standa við öll sín heit. Hann lærði verk sín að vanda og verða engum til meins. Þá væri þjóðinni borgið, ef þúsundir gerðu eins. Með þökk fyrir samveruna sem við áttum saman kveð ég tengdaföð- ur minn með hlýju og væntumþykju. Blessuð sé minning hans. Þórður Kristjánsson. t Elskulegur sonur okkar, faðir, eiginmað- ur og bróðir, GUÐNI LÚÐVÍKSSON, Keilufelli 23, lést í Landspítalanum mánudaginn 12. júlí. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 16. júlí kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Lúðvík Guðmundsson, Guðrún Thorarensen. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓHANNES ÖRN ÓSKARSSON forstöðumaður, Víðimel 35, er lést föstudaginn 9. júlí, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 16. júlí kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er vinsamlegast bent á Velunnara- félag Borgarspítalans, hjartadeild. Ólöf Erla Kristinsdóttir, Laufey Erla Jóhannesdóttir, Hannes Sigurðsson, Arndís Birna Jóhannesdóttir, Kristinn Örn Jóhannesson, Brynhildur Ólafsdóttir, Þórhildur Ýr Jóhannesdóttir, Einar Örn Hannesson. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi, ÞORVALDUR KRISTINN ÞORVALDSSON frá Skerðingsstöðum, Grettisgötu 92, sem lést 9. júlí sl., verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudag- inn 16. júlí kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Hjartavernd. Steinunn H. Ólafsdóttir, Margrét R. Þorvaldsdóttir, Freyja Þorvaldsdóttir, Auður Þorvaldsdóttir, Ólafur G. Egilsson, Eydfs Egilsdóttir, Erna S. Egilsdóttir Jeffrey R. Pease, Hörður Sigþórsson, Elf Halldórsson, Sigrún Hannibalsdóttir, og barnabörn. t Elskuleg móðir okkar, fósturmóðir, tengdamóðir, amma og langamma, EMILÍA BENEDIKTSDÓTTIR, vistheimilinu Seljahlíð, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 15. júlí kl. 13.30. Anna Helga Kristinsdóttir, Þór Þorsteinsson, Jóhanna Halldórsdóttir, Rudolf Kristinsson, Ragnheiður Þormóðsdóttir, Ólafur Björn Guðmundsson, Brynjar Þormóösson, Ingþór Pétur Þorvaldsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk- ar, tengdafaðir og afi, SVEINBJÖRN HAFSTEINN PÁLSSON vélsmíðameistari, lést.5. júli sl. á heimili sínu, Jökulgrunni 22, áður Langholtsvegi 144, Reykjavík. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju, í dag, miðvikudaginn 14. júlí, kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afbeðin, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Heimastoð krabbameinslækningadeildar Landspítalans. Guðríður Guðmundsdóttir, Guðlaug St. Sveinbjörnsdóttir, Þórður Kristjánsson, G. Erla Sveinbjörnsdóttir, Gérard Vautey, Kári Hafsteinn Sveinbjörnsson, íris Björnæs Þór, Erla, Örvar Hafsteinn, Marít Guðríður, Nfls Sveinbjörn, Sólveig Guðrfðurog Tómas Þór. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁSTU M. STEFÁNSDÓTTUR, Álftamýri 22. Kristín Egilsdóttir, Ástbjörn Egilsson, Stefán Egilsson, Gunnar Egilsson, Margrét Egilsdóttir, Elín Sæmundsdóttir, Sigrún Halldórsdóttir, + Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir okkar, stjúpfaðir, tendafaðir og afi, ÖRN PÁLMI AÐALSTEINSSON, bifreiðastjóri, Rjúpufelli 46, Reykjavfk, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 15. júlí kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á Krabbameinsfélagið. Kristfn Helga Waage, Aðalsteinn H. Vígmundsson, Elfsabet Arnardóttir, Helga Arnardóttir, Arndfs Arnardóttir, Eyjólfur Þ. Eyjólfsson, Stefán Arnarson, Laufey Nábye, Matthfas Waage, Bryndfs F. Sigmundsdóttir, Yngvi Ármannsson og barnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir okkar, bróðir, tengdasonur, tengdafaðir og mágur, STEFÁN G. ÁGÚSTSSON, Krókahrauni 4, Hafnarfirði, sem lést 6. júlí, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði föstu- daginn 16. júlí kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á minningarkort Félags nýrnasjúkra. Sjöfn Jónasdóttir, Þóra Bachmann, Þóra Stefánsdóttir, Kristinn Ó. Marteinsson, Silja Stefánsdóttir, Jón Ingvi Geirsson, Jónas Stefánsson, Jónína Ágústsdóttir, Ragnar Ö. Ásgeirsson, Guðríður Elíasdóttir, Jónas Sigurðsson, Elfas Jónasson, Ingibjörg M. (saksdóttir. + Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, UNNAR FINNSDÓTTUR, Þorfinnsgötu 12. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á deild 14G Land- spítalanum. Halldór Garðarsson, Hulda Halldórsdóttir, Stefán Ásgrímsson, Garðar Halldórsson, Adda G. Sigurjónsdóttir og barnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR M. MAGNÚSDÓTTUR, Hnitbjörgum, Blönduósi. Elsa Óskarsdóttir, Gunnar Sig. Sigurðsson, Kristín Gunnarsdóttir, Lúðvík Vilhelmsson, Óskar Gunnarsson, Sigurður Gunnarsson, Jóhanna Kjartansdóttir og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra fjölmörgu, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför INGVA GUÐMUNDSSONAR, Brekkugötu 15, Ólafsfirði. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks á Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar. Halldóra Gottliebsdóttir, Júlíanna Ingvadóttir, Óskar Finnsson, Sigurbjörg Ingvadóttir, Árni Helgason, Birgir Ingvason, Berglind Demusdóttir og barnabörn. barnabörn og barnabarnabörn. + Hjartanlegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna and- láts og útfarar eiginkonu minnar, dóttur, móður okkar, tengda- móður og ömmu, ÁSTHILDAR ÁSU JÓNSDÓTTUR, Hringbraut 128, Keflavik. Gunnar Lfkafrónsson, Geirný Tómasdóttir, Dagfrfður Arnardóttir, Dóra Fanney Gunnarsdóttir, Sigurlaug Kr. Gunnarsdóttir, Gunnar Þór Gunnarsson, Sævar Jósep Gunnarsson, Sigurvin Guðfinnsson, Annel Þorkelsson, Daníel Eyþórsson, Hólmfríður Jónsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.