Morgunblaðið - 14.07.1993, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1993
33
Þrjár fegurstu konur Evrópu. F.v. Julia Aleksejeva frá Rússlandi
hlaut annað sætið; Arzum Oman frá Tyrklandi lenti í fyrst sæti og
Dana Avrish frá Israel í því þriðja.
FEGURÐARSAMKEPPNI
Tyrknesk stúlka kosin
ungfrú Evrópa 1993
HÆFILEIKAR
Myndhöggvarínn
Anthony Quinn
Svala Björk Arnardóttir, sem
kjörin var fegurðardrottning
íslands 1993, hreppti fimmta sæt-
ið í fegurðarsamkeppninni Ungfrú
Evrópa 1993, sem fram fór í Tyrk-
landi i fyrradag. Tyrkneska stúlkan
Arzum Oman var kjörin ungfrú
Evrópa 1993, í öðru sæti varð Julia
Aleksejeva frá Rússlandi og í þriðja
sæti Dana Avrish frá ísrael og í
fjórða sæti stúlka frá Spáni, en hún
hlaut einnig titilinn „Miss Palm-
olive“ eða sú sem var hárprúðust.
Svala Björk vakti athygli
ljósmyndaranna
Morgunblaðið náði sambandi við
Svölu í gærmorgun, þar sem hún
var stödd á hóteli í Istanbúl og innti
hana eftir keppninni. „Þetta er búið
að vera alveg óskaplega gaman, en
mjög strangt. Við höfum verið vakt-
ar klukkan sjö á morgnana og far-
ið seint að sofa, þannig að við höf-
um ekki náð nema svona 5-6 tíma
svefni. Það hefur verið mikið um
myndatökur og ég hef fengið mikla
athygli hjá ljósmyndurunum. Sem
sagt allt hefur gengið mjög vel.“
Svala Björk var í skósíðum rauð-
um ermalausum kjól með armbönd
og eyrnalokka frá versluninni Flex.
„Eg var glöð og hamingjusöm með
úrslitin,“ sagði hún.
Norðurlandastúlkur hlutu
þrjár titla
Aðspurð hvernig hinum Norður-
landastúlkunum hefði gengið sagði
Svala að ungfrú Finnland hefði
verið kosin besta ljósmyiidafyrir-
sætan og ungfrú Noregur vinsæl-
asta stúlkan. „Ég hafði mest sam-
band við þær og stúlkuna frá Belg-
íu. Um það bil viku fyrir keppni
fékk sú belgíska botnlangakast og
var skorin upp, þannig að hún gat
ekki tekið þátt í keppninni. Það var
mjög leiðinlegt."
Að síðustu var Svala spurð að
því hvort hún hefði orðið vör við
forræðismál Sophiu Hansen, en hún
kvaðst ekki hafa orðið neitt vör við
það. Svala kemur til landsins síðar
í dag.
Leikarinn Anthony Quinn, sem
á aðeins tvö ár eftir í áttrætt,
segist þess fullviss að hann eigi
eftir að verða þekktari fyrir högg-
myndir sínár en kvikmyndaleik þeg-
ar fram líði stundir. Síðustu árin
hefur hann að mestu dvalist í
Chevreuse í Frakklandi, þar sem
hann skapar hvert listaverkið á
fætur öðru og þau seljast vel. Verð-
ið er allt upp í þijár milljón krónur
stykkið.
Fyrstu höggmynd sína bjó hann
til aðeins tíu ára gamall, en það
var stytta af Abraham Lincoln.
Fyrir vikið vann hann samkeppni
sem efnt var til í Kaliforníu.
Anthony Quinn er ekki sá eini í
fjölskyldunni sem býr yfir þessum
hæfileikuni, því sonur hans Lorenzo
Lorenzo, yngsti sonur Anthonys,
hefur fylgt í fótspor föður síns.
Hér er hann ásamt konu sinni
Giovanna.
heggur einnig út myndir og hafa
ýmis listaverksöfn keypt verk eftir
hann. Lorenzo hefur einnig starfað
sem kvikmyndaleikari sem og bræð-
ur hans Daníel og Francesco. Er
þess skemmst að minnast að þeir
léku allir þrír í sjónvarpsmyndinni
Stradivarius, sem var sýnd á Stöð
2 síðastliðinn vetur.
„Innst inni veit ég að skúlptúrar
mínir eiga eftir að gera mig
þekktari en kvikmyndirnar,"
segir Anthony Quinn.
- ávallt
skammt undan
mmmm
Bíldshöfða 14 - sími 672900
KOMI
HÖGGDEYFAR
Ef þú vilt hafa
besta hugsan-
lega veggrip
á malbiki
vegar
velur þú KONI!
sem og
utan
VERJIIR
FYRIR EIGUR ÞIHflR!
Leigjum mjög vandaðar
yfirbreiðslur (4x6 m) til lengri
eða skemmri tíma.
Allar nánari uppiýsingar og
pantanir t síma 625030.
TJALDALEIGA
KOLAPORTSINS
Emilia Soder-
man frá Finn-
landi var
kjörin besta
Ijósmynda-
fyrirsætan.
Fyrir aftan
hana má sjá
Svölu Björk
Arnardóttur
og Dönu Avr-
ish frá ísrael.
Kynnir
kvöldsins var
leikarinn
Daniel
McVictal.
G|A|G|N|h/f
Golfarar, golfarar
Hvar fáið þið nýja, stóra boltann, Top Flite Magna?
Hvar finnið þið mesta úrvalið af Balata boltum?
Auðvitað hjá Gagni hf. Við höfum landsins mesta
úrval af golfboltum og tínum á lager.
Munið vinnuregluna okkar: Bjóði aðrir sömu vöru
og við seljum á betra verði en við, munum við lækka
okkar vöruverð, þannig að við verðum alltaf með
besta verðið.
Allar pantanir yfir kr. 6.000 sendum við þér heim
að kostnaðarlausu, hvert á land sem er!
V_______________________________________J
Picasso hefur haft mikil áhrif á Anthony.
Electrolux Goods Protection
tSuni
1
X
(EtútVá* 3 %JlÉ%
Sát--—
611720
&óffw/eiH£fneff
VÉLADEILD FÁLKANS • VELADEILD FALKANS • VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FALKA,
FARARBRODDI
‘ FJÖRUTÍU
ÁR!
SLÁTTUORF
Mótor 250 og 400 vött.
Verð kr. 5.800 og 6.800
LIMGERÐISKLIPPUR
Mótor 400 vött
með öryggisrofa.
Blaðlengd 450 og 550 mm.
Klippa allt að 14 mm greinar.
Verð kr. 12.300 og 14.600
Þekking Reynsla Þjónusta
FÁLKINN
SUÐURLANDSBRAUT 8*108 REYKJAVÍK
SlMI: 91-81 46 70 • FAX: 91-68 58 84
Gagnhf. ★ Kríunesi7 ★ 210Garðabæ ★ Sími 642100
• VÉLADEILD FÁLKANS- VELADEILD FALKANS • VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKANS • VELADEILD FÁLKANS •