Morgunblaðið - 14.07.1993, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 14.07.1993, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1993 et ájj man þá. tié þegar ma&ur gat ktypt fullan poktx af maívoru fyrir T.S'knlnur. * Með morgunkaffinu Það var mjög gaman að spjalla við þig. Ég vona svo sannarlega að næst takist þér að hringja í rétt númer BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Um hjólreiðar Frá Margréti Sæmundsdóttur: NÝLEGA var ég á ferð um Suður- götu í Reykjavík á leið út á flug- völl. Þar sem umferð er þar bæði mikil og hröð, kom það mér óþægi- lega á óvart að mæta allt í einu manneskju á hjóli, á móti mér á sömu akrein og ég var á. Eftir að hafa sveigt fram hjá varð mér hugsað til þess hvernig stæði á því að hjólreiðamenn virðist marg- ir hverjir ekki skilja að það gilda sömu umferðarreglur á akbrautum fyrir hjólreiðamenn og þá sem aka bíl. Það er eins og hjólreiðamenn rugli saman reglum fyrir gangandi vegfarendur og akandi. í um- ferðarlögum, 11. grein, segir: „Gangandi vegfarandi skal nota gangstétt, gangstíg eða þann hluta vegar sem liggur utan ak- brautar (vegaröxl). Ef ekki er gangstétt, gangstígur eða vegar- öxl meðfram vegi má nota ak- braut, skal þá gengið við vinstri vegarbrún í gönguátt og ekki fleiri en tveir samhliða." Um hjólreiðamenn sem hjóla á akbrautum gilda hins vegar sömu reglur og um aðra ökumenn. í umferðarlögum, 39. gr. í kafla um hjólreiðar, segir m.a.: „Hjólreiða- maður, sem nálgast vegamót og ætlar að fara beint áfram eða beygja til vinstri, má vera áfram hægra megin á vegi. Ætli hann til vinstri skal hann fara beint áfram yfír vegamótin og beygja þá fyrst, þegar það er unnt án óþæginda fyrir aðra umferð.“ Það er gaman að hjóla. Það er einnig ágætur ferðamáti, reiðhjól mengar ekki, það er ódýrt í rekstri og hjólreiðar eru einnig góð lík- amsþjálfun. En hjólreiðanjienn verða að fara eftir umferðarregl- um eins og aðrir vegfarendur. MARGRÉT SÆMUNDSDÓTTIR, fræðslufulltrúi Umferðarráðs. Góð verk og drambsemi Frá Jan Habets: JAKOB Sverrisson dæmir ein- kennilegt það sem Sigurður A. Magnússon skrifar í greininni: „Hvað virðist yður um Krist?“. Sigurður hafði skrifað: „En þeir sem réttlátir eru gagnvart lögmál- inu — farísearnir á máli Biblíunnar — þeir sem allt hafa gert rétt og hafa ekkert að álasa sjálfum sér fyrir, þeir munu aldrei komast í tæri við heilagleikann og þann alltumlykjandi kærleik sem sprett- ur af iðrun og er hinsti leyndar- dómurinn, hin mikla guðsgjöf.“ Voru „farísearnir á máli Bibl- íunnar“ í öllu réttlátir gagnvart lögmálinu og höfðu þeir ekkert að álasa sjálfum sér fyrir? Heyrum hvað Jesús segir um þá í Mt., 23: „Vei yður, fræðimenn og farísear, hræsnarar. Þér gjaldið tíund af myntu, anís og kúmeni, en hirðið ekki um það, sem mikilvægast er í lögmálinu, réttlæti, miskunn og trúfesti... Vei yður, fræðimenn og farísear, hræsnarar. Þér líkist hvítum kölkuðum gröfum, sem sýnast fagrar utan, en innan eru fullar af dauðra manna beinum og alls kyns óþverra. Þannig eru þér, sem sýnist hið ytra réttlátir í augum manna, en eruð hið innra fullir hræsni og ranglætis ... öll sín verk gjöra þeir til að sýnast fyrir mönnum . . . Hver sem upp hefur sjálfan sig, mun auðmýktur verða, en sá sem auðmýkir sjálfan sig, mun upp hafinn verða.“ Hver er þá synd faríseanna? Það er drambsemi. Jesús segir: „Án mín getið þér alls ekkert gjört“ (Jh. 15,5). Farísearnir gleyma því. Jafnvel, þegar við gerum góð verk, þá eigum við að þakka og lofa hjálp Guðs og ekki vera þóttafull- ir, eins og „þeir, er treystu því, að sjálfir væru þeir réttlátir en fyrirlitu aðra“ (Lk. 18,9). Jesús ber þar saman drambsemi faríse- ans og auðmýkt tollheimtumanns og Jesús ályktar: „Þessi maður fór réttlættur heim til sín en hinn ekki, því að hver sem upp hefur sjálfan sig, mun auðmýktur verða, en sá sem auðmýkir sjálfan sig, mun upphafinn verða“. Dramb- semi eyðileggur verðmæti góðra verka. JAN HABETS, St. Fransiskuspítalanum, Stykkishólmi. HÖGNI HREKKVlSI jL Yíkveqi skrifar Ljósmyndasýning hins þekkta ljósmyndara Mary Ellen Mark, sem nu stendur á Kjarvals- stöðum, er afar áhrifamikil sýning að mati Víkveija. Mary Ellen virð- ist takast það markmið sitt framúrskarandi vel að komast handan við klisjurnar. Hún sagði í viðtali hér í Morgunblaðinu á sunnudaginn fyrir 10 dögum að hún vildi að myndimar hennar hrifu fólk og að áhorfandanum færi að þykja vænt um það fólk sem hún tæki myndir af. „Við höfum séð svo mikið af myndum af fátækt ... að slíkar myndir eru næstum orðnar klisjukenndar ... Maður þarf að fara handan við þessar myndir sem við öll höfum séð svo oft; kafa undir yfirborðs- atriði fátæktar,“ sagði Mary Ellen m.a. í ofangreindu viðtali. Vík- veiji naut sýningarinnar einmitt á forsendum þessara orða lista- mannsins. Hún virðist hafa mikla samúð með fólki því sem hún myndar á svo áhrifaríkan hátt, án þess nokkum tíma að virðast setja sig á háan hest gagnvart viðfangs- efni sínu. Hún nálgast, með myndavél, filmu, Ijós og myrkur að vopnum, þá sem einatt hafa orðið undir í lífsbaráttunni, búa við kröpp kjör, fæðast inn í þenn- an heim fatlaðir, blindir, geðsjúk- ir, þroskaheftir, eða verða síðar á lífsleiðinni undir, vegna ofurógnar heróíns og annarra eiturlyfja, á þann hátt að Víkveiji telur að enginn geti verið ósnortinn af myndum hennar. Þetta er ekki svo lítið afrek í heimi klisjanna, eins og Mary Ellen orðaði það. xxx Istoppar frá MS hafa löngum þótt ljúffengir, ekki síst hjá ungviðinu. Fyrir allnokkru síðan komu nýir toppar á markaðinn, sem bera nafnið Ðajm ístoppar, °g þykja þeir sérdeilis góðir í kunningjahópi Víkveija. Nú ný- lega gerði Víkveiji smáverðsam- anburð á þessum ístoppum í nokkrum verslunum, þar sem hon- um ofbauð hversu margar krónur hann þurfti að reiða af hendi í nokkrum verslunum, þegar hann fjárfesti í Dajm ístoppum. Botns- skálinn í Hvalfirði virðist eiga okurmetið, í þessum samanburði Víkveija, því þar kostar toppurinn 165 krónur. í Þyrli, verslun ESSO í Hvalfirði kostar toppurinn 140 krónur, og í versluninni í Húsa- felli kostar hann 160 krónur. Sé hér um mismunandi álagningu verslunareigendanna að ræða, vegna mishás flutningskostnaðar, þá skýtur það skökku við að Botns- skálinn sé með hæsta verðið, því Botnsskálinn er jú næstur Reykja- vík þessara þriggja staða. Víkveiji kynnti sér hvert útsöluverð Dajm ístoppanna er í Hagkaup í Reykja- vík, en þár eru þeir einungis seld- ir 4 saman í kassa og kostar kass- inn 410 krónur, sem jafngildir því að hver toppur kostar 102,50 krónur. Víkveiji er þeirrar skoðun- ar að hér sé verðmunur svo mikill að óeðlilegt hljóti að teljast.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.