Morgunblaðið - 14.07.1993, Síða 40
40
MORGUNBLAÐLÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1993
Finnst Ðanmörk
hallærislegt land
Hún heitir Kristín Á.
Steiner og flutti 11
ára gömul til Kaup-
mannahafnar. Hún
kunni ekki orð í
dönsku þegar hún
byijaði þar í skóla í
7. bekk, en síðasta vor
lauk hún grunnskóla-
prófi í heimavistarskóla á
Sjálandi með hæstu dönskueinkunn í sínum
bekk.
- Hvernig var að byija í skóla í ókunnugu
landi?
Fyrst fór ég í skóla í Kaupmannahöfn. Það
var mjög erfítt að byija í skólanum og skilja
ekki tungumálið. Ég skildi ekkert í tímum til
að byija með og það var ekki tekið neitt sér-
stakt tillit til þess. En það var samt kannski
ágætt Það hefði örugglega virkað illa á hina
krakkana ef ég hefði fengið einhveija spes
meðferð. Ég var reyndar í einhveijum dönsku-
tímum en ég fékk ekkert út úr þeim. Maður
var látinn púsla einhveija orðaleiki og þetta
var eins og á leikskóla.
Ég var í Vesturbæjarskóla áður en ég flutti
út. Og þar var allt svo fijálslegt og gott sam-
- fland milli nemenda og kennara. I Danmörku
er allt miklu strangara og stífara. Og þar er
alltaf bara farið eftir bókinni. Og kennararnir
gera ekkert til að búa til gott samband við
nemendurna. Þeir halda alltaf ákveðinni fjar-
lægð.
Síðasta vetur fór ég svo í þennan heimavist-
arskóla á Sjálandi og hann var mun þægi-
legri. Fyrir það fyrsta var einn annar íslend-
ingur þar sem ég þekkti. Og svo er samband
milli fólks miklu nánara í heimavist, það eru
allir bara eins og systkini þarna. Auðvitað
þoldi maður ekki suma og það er oft mikið
>rifist þegar fólk er saman öllum stundum sólar-
hringsins.
- Eru danskir unglingar öðruvísi en íslensk-
ir?
Rosalega mikið öðruvísi. Þeir eru mun
óþroskaðri, eru t.d. ennþá að leika sér að
dúkkum og bflum í 9. og 10. bekk. Svo eru
þeir svo rosalega feimnir og lokaðir. Það þor-
ir enginn að vera hann sjálfur. Ef einhver vin-
sæll segir að honum fínnist eitthvað þá fínnst
öllum öðrum það líka. Hér heima þroskast
krakkar miklu fyrr og verða sjálfstæðari því
þau þurfa svo snemma að fara að sjá
um sig sjálf. Úti er miklu algengara
að annað foreldrið sé heima til að
sinna börnunum.
Danskir unglingar gera líka allt sem þeim
er sagt að gera. Þeir ganga meira að segja í
fötum sem mamma þeirra kaupir á þá. Það
er eins og það sé ekki til neitt unglingavanda-
mál. Og mér finnst það óeðlilegt. Það er eðli-
legt að unglingar viti hvað þeir vilja sjálfir
og beijist fyrir því.
Svo er eins og tískan sé mörgum árum á
eftir. Hippatískan er allavega búin að vera í
svona þijú ár hérna en hún er rétt að byija
úti núna. Það þorir enginn að breyta til eða
vera öðruvísi. Það eru allir eins og kópíur
hver af öðrum. Þetta á líka við um tónlistina.
Það hlusta allir ennþá á New kids on the block.
Mér finnst þetta bara ógeðslega hallærislegt
land.
- Hvernig er félagslíf unglinga í Danmörku?
Mér fannst það ofboðslega Iélegt. Það er
ekkert hægt að fara niður í bæ að hitta krakka
um helgar. Það er enginn úti eftir klukkan
níu. Það er reyndar einhver klúbbur sem mað-
ur getur farið í en maður þarf að borga fyrir
að fá að vera þar inni. Og það hafa auðvitað
ekki allir efni á því. Svo gengur þetta aðallega
út á að mála, sauma og spila og unglingar
hafa engan áhuga á því. Þetta er kannski fínt
fyrir krakka yngri en 13.
- Hvað gera þá unglingar í Kaupmanna-
höfn?
Ég bara veit það ekki. Þau eru reyndar
ofboðslega mikið með fjölskyldunni. Fjölskyld-
an skiptir svo miklu meira máli þar en hér.
Er alltaf að fara saman í ferðalög upp í
sveit, í hjólhýsið eða eitthvað.
Skemmtilegast að spila
fótbolta og sofa
Nafn: Jakob Gunnlaugsson.
Heimili: Akureyri.
' Aldur: 15 ára.
Skóli: Síðuskóli.
Sumarstarf: Reyta arfa og raka, ég vinn
hjá bænum.
Helstu áhugamál: Kvikmyndir, tónlist, fót-
boltinn og „babes“.
Hvaða félagsmiðstöð stundar þú? Dyn-
heima.
Uppáhaldshljómsveit: Metallica.
Uppáhaldskvikmynd: Hot shots.
Besta bókin:. Ég les bara íþróttasíðurnar
í Mogganum og svoleiðis.
Hver myndir þú vilja vera ef þú værir
ekki- þú? Ég veit það ekki, sennilega bara
einhver allt annar.
Hvernig er að vera unglingur í dag? Það
er fínt ef maður hefur nóg við að vera.
Hvað er það skemmtilegasta sem þú ger-
ir? Að spila fótbolta og sofa. Mér finnst líka
mjög gaman að borða.
Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir?
Að hjálpa mömmu minni að þrífa húsið og
vakna í skólann.
Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður
stór? Ég er nú minnst farinn að hugsa út í
það, kannski leikari.
Hvað gengur þú með í vösunum? Peninga,
penna, miðadrasl og um tíina gekk ég um
með verkfæraskúffu í vösunum.
Viltu segja eitthvað að lokum? Það mætti
vera meira félagslíf fyrir unglinga hérna í
bænum.
Andrea Gylfadóttir, fædd 1962
Mátti aldrei fara í bíó
Eg held að mér hafi liðið ágætlega
þegar ég var unglingur, þótt fjöl-
skyldan væri stór og ekki hægt að
gera allt sem vinir manns frá fámennari heim-
ilum fengu að gera. Ég er alin upp á Akra-
nesi þar sem allir þekkja alla og vita allt um
alla. Pabbi minn var kennari og það getur
oft verið erfitt fyrir börn
ef foreldri þess er ekki
að kenna vinsælustu fög-
in. Það eru til gungur sem
ekki þora að láta skoðanir
í ljós við viðkomandi en
ráðast á bömin í staðinn og ég lenti svolítið
í því. Sem betur fer tókst mér að brynja mig
gagnvart þessu, en ég hefði sennilega getað
farið illa út úr því. Foreldrar mínir voru mikið
í KFUM og K þar af leiðandi var maður líka
þar. Ég var á allskonar fundum og samkom-
um sem var reyndar mjög skemmtilegt og
mikill félagsskapur. Stúkan, Skátarnir,
KFUM og K og íþróttirnar auðvitað var það
sem boðið var uppá á Skaganum á þessum
tíma.
Annars fannst mömmu og pabba ég alltaf
vera eitthvað vandræðadæmi, en ég náði aldr-
ei í hverju það fólst. Kannski var það vegna
þess að ég var elsta barn og fór því fyrst
af okkur í gegnum tímabilið þar sem foreldr-
arnir missa stjórnina og maður fer að hafa
sjálfstæðar skoðanir. Kannski féll ég ekki inn
í þann ramma sem foreldara mínir voru bún-
ir að gera sér í hugarlund. Það urðu þáttaskil
í mínu lífi þegar ég ákvað að fara á lýðhá-
skóla úti í Noregi eftir níunda bekk. Ég byij-
aði eiginlega nýtt líf, kom innan um fólk í
öðru umhverfi, og prófaði margt spennandi
og skemmtilegt. I skólanum var ég að læra
bæði mússík og myndlist, ég var stútfull af
orku og óhrædd við að prófa mig áfram.
Óþægilegt atvik
Ég mátti aldrei fara í bíó. Á mínu heimili
var bara ekki farið í bíó. Einu sinni þegar
ég var tólf ára ætluðu vinir mínir að fara
og sjá myndina Pappírstungl. Ég ákvað að
fara með, ekkert mál, auðvitað færi ég í bíó.
Svo kom ég því þannig fyrir að krakkarnir
kæmu til mín á leiðinni í bíóið til að spyija
hvort ég vildi koma með. Þegar krakkahópur-
inn kom spurði ég mömmu hvort ég mætti
fara en hún sagði að ég hefði ekkert í bíó
og gera. Það kom auðvita ekki til greina að
segja krökkunum að ég mætti ekki fara, svo
ég reifst smá við mömmu og sagðist ætla
að fara. Mamma var ekkert ánægð með það
og sagði að ef ég færi þá yrði húsið læst
þegar ég kæmi heim aftur. En virðing vin-
anna skifti meira máli svo ég fór í bíó. Mér
leið auðvitað ekki vel á myndinni, ég náði
ekkert að slappa af eða njóta þess að vera
þarna. Þegar bíóið var búið og ég fór heim
var búið að læsa húsinu og ég komst ekki
inn. Ég sat á tröppunum fyrir framan húsið
þangað til ég var farin að skjálfa úr kulda
og orðið mál að pissa. Ég hugsaði með mér
að foreldrar mínir myndu fá fyrir ferðina
þegar þau finndu mig steindauða þarna um
morguninn. Ég labbaði aðeins um til að halda
á mér hita og þegar ég kom aftur eftir klukku-
tíma var búið að opna dyrnar og ég komst
inn. Þetta var aldrei
rætt neitt meira, en
þetta var mín fyrsta bíó-
ferð. Fyrir krökkunum
leit þetta út eins og það
væri mjög eðlilegt að ég
fengi að fara í bíó en svo var auðvitað ekki.
Komplexar og stríðni
Mér var stundum strítt vegna þess að pabbi
minn var kennari og vegna þess að þau voru
í KFUM og K. Það var kallað halelúja á eft-
ir mér og sungin stef úr „Jesus Christ Sup-
erstar“ eða einhver álíka hallærisleg komm-
ent.
Ferillinn
Ég hafði enga drauma um að verða söng-
kona þegar ég var unglingur. Þetta æxlaðist
allt einhvernvegin óvart. Eg var búin að vera
í músík frá því að ég var barn, í hljóðfæra-
námi, kórum og slíku, en ég stefndi aðallega
á það að verða góður sellóleikari. Svo fór ég
að fikta við að læra að syngja og kláraði
söngskólann. Þá var lagt mjög hart að mér
að fara til útlanda í áframhaldandi klassískt
söngnám og það var lengi að velkjast í mér.
Þetta var erfið ákvörðun þar sem ég var með
heimili og bam. Ég sótti um einhverja skóla
og fór í prufur en ég fann ekki alveg minn
skóla. Ég var hljómsveitinni Grafík meðan
ég var að klára söngskólann og það hafði
auðvitað sín áhrif. Þegar Grafík hætti ætlaði
ég ekki að fara aftur í hljómsveit, þetta er
mikið vinnuálag fyrir lítinn pening. En ári
síðar fengu þeir Þorvaldur og Eyþór mig til
að skoða mússík sem þeir voru að búa til.
Við prófuðum okkur áfram í stúdíói, það
vatt upp á sig og menn fóru að hafa áhuga
á að gefa þetta út. Síðan eru fimm plötur
og mikið spilað.
Ég hef mjög gaman af svona fjölbreyttri
mússík. Ef ég hefði farið út í klassískt söng-
nám hefði ég þurft að einskorða mig algjör-
lega við það. En eins og staðan er í dag get
ég leyft mér að gera það sem mér dettur í
hug. Ég hef verið víða og komið nálægt
margskonar mússík og hef mjög gaman af
því.
Að lokum
Ég held að það skipti miklu máli í lífínu
að reyna að vera samkvæmur sjálfum sér.
Trúr sinni sannfæringu, hvort sem hún breyt-
ist eitthvað með árunum eða ekki. Að vera
heill í því sem maður er að gera hvað svo
sem aðrir segja.
STJÖRNUR ( G