Morgunblaðið - 14.07.1993, Side 42
42
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1993
HJOLREIÐAR / TOUR DE FRANCE
KNATTSPYRNA
Aðalleikvangur — LAUGARDALSVÖLLUR
VALUR - ÞOR
Lollapottsfélagar oog ársmiðahafar eru boðnir í kaffi í leikhléi.
BRÆÐURNIR
AEG CpoRMssoNHF AEG
Gullittil
Sampdorfa
Karlheinz Riedle
fertil Dortmund
/ KVÖLD KL. 20.00
Slegið á létta strengi
MIGUEL Indurain sló á létta strengi í orðsins fyllstu merkingu áður en hann flaug frá norðaust-
ur Frakklandi niður í frönsku Alpana í gær, þar sem tíundi leggur Tour de France keppninnar
og jafnframt fyrsti ijallahlutinn hefst í dag.
IJollenski knattspyrnukapp-
" "inn Ruud Gullit ákvað í gær
að ganga til liðs við Sampdoría
og leika með félaginu næsta
keppnistímabil. Gullit, sem er
31 árs, hefur leikið sl. sex
keppnistímabil með AC Milan.
Sampdoría, sem varð ítalskur
meistari 1991, ætlar að styrkja
lið sitt verulega fyrir næsta
keppnistímabil og hefur það
áhuga að kaupa fyrirliða enska
landsliðsins, David Platt, frá
Juventus og einnig danska
landsliðsmanninn Brian Laudr-^
up frá Fierontína.
ítalska félagið Lazio seldi í
gær v-þýska landsliðsmanninn
Karlheinz Riedle til Dortmund í
Þýskalandi. Ekki var kaupverðið
gefið um, en það mun vera um
497 millj. ísl. kr. Lazio keypti
Riedle frá Werder Bremen 1990
á 405 millj. króna. Hann hefur
skorað 30 mörk fyrir Lazio í
ítölsku 1. deildarkeppninni.
Ástæðan fyrir því að Riedle er
seldur er að Lazio hefur keypt
Króatann Alen Boksic frá Mar-
seille, en hann skoraði 23 mörk
á sínu fyrsta tímabili með Evr-
ópumeisturunum. Kaupverð
hans er 710 millj. ísl. kr.
Þess má geta að Bayern
Munchen reyndi bæði að fá
Gullit og Riedle til sín, en það
gekk ekki. Margir telja að veldi
Bæjara sé að dvína.
Er Indurain búinn að
tryggja sér sigurinn?
TOUR DE France hjólreiðakeppnin heldur
áfram ídag og munu hjólreiðamennirnir hjóla
204 kílómetra frá Villard de Lans til Serre
Chevalier í frönsku Ölpunum. Spánverjinn
Miguel Indurain, sem er í Banesto-liðinu, náði
rúmlega tveggja mínútna forystu á mánudag-
inn með frábærri frammistöðu í hraðakeppn-
inni, og veltu hjólreiðamennirnir því fyrir sér í
gær meðan þeir flugu frá norðaustur Frakk-
landi niður í Alpanna, hvort einhver ætti mögu-
leika á að ná honum ífjöllunum.
Indurain hefur sigraði í tveimur síðustu keppnum
og flestir eru á því að hann muni ná þriðja titlinum
í ár. Einn aðalkeppinauta hans ítalinn Claudio Chi-
appucci, sem er í Carrera-liðinu, segir að það sé nán-
ast ómögulegt að ná honum. „Eg reyni að sjálfsögðu
að ná honum í fjöllunum, en við skulum ekki gleyma
því að það er önnur hraðakeppni rétt áður en við
komum til Parísar,“ sagði Chiappucci. Hraðakeppnin,
„time-trial“, þar sem keppendur eru
ræstir út einn í einu og hver um
sig hefur aðeins klukkuna til að
keppa við, er sérgrein
Indurains, og á mánudaginn koma
hann í mark á rúmlega tveggja
mínútna betri tíma en næsti maður
í hraðakeppni, þrátt fyrir að dekk
hafi sprungið á hjólinu hans og
hann því tapað dýrmætum sekúnd-
um -þegar hann beið eftir aðstoðar-
mönnum sínum og nýju hjóli.
Vonandi ekki bara keppni um
annað sætið
Áður en keppnin hófst var talið
að auk Chiappucci yrðu heimsmeist-
arinn Gianni Bugno frá Ítalíu og
Alex Zuelle og Tony Rominger frá
Sviss í baráttu við Indurain um sig-
urinn, en af þessum er aðeins Bugno
eftir í baráttunni, tveimur mínútum
og 32 sekúndum á eftir Indurain.
Bugno var í gær ekki tilbúinn að
lýsa því yfir að keppnin væri búinn,
en hljómaði ekki ýkja sannfærandi.
„Fyrir mig og aðra fjallagarpa hefst
keppnin á morgun, og ég vona að
það verði ekki bara keppni um ann-
að sæti,“ sagði Bugno. Laurent
Fignon og Greg LeMond, sem báðir
hafa unnið Tour de France hjól-
reiðakeppnina, segja að Indurain
geti lent í vandræðum í fjöllunum,
ef allir keppinautar hans reyni að
ná honum. En báðir sögðust þeir
hræddir um að keppinautarnir væru
búnir að játa sig sigraða og fylgd-
ust einungis grannt hver með öðr-
um í keppni um annað og þriðja
sætið.
Hollendingurinn Eric Breukink
er nú í öðru sæti, einni mínútu og
35 sekúndum á eftir Indrain. Hann
hefur þegar lýst því yfir að hann
muni ekki reyna að sækja á Indura-
in á næstu tveimur leggjum. „Ef
það verður ennþá ein og hálf mín-
HANDKNATTLEIKUR
-Selfoss og ÍR
í forkeppni?
Það getur farið svo að tvö íslensk lið þurfi að
leika í forkeppni í Evrópukeppninni — Sel-
foss og ÍR. Litlar líkur eru aftur á móti að Valur
og FH taki þátt í forkeppni, þar sem íslensk lið
komust í 8-liða úrslit Evrópukeppni meistaraliða
og IHF-keppninni sl. keppnistímabil. IHF-keppnin
verður nú Evrópukeppni deildarmeistara.
Selfyssingar taka þátt í Evrópukeppni bikar-
hafa og ÍR-ingar í EHF-keppninni. Forkeppnin
-'verður á tímabilinu 29. ágúst til 5. september, en
á morgun verður ljóst hvort að félög frá íslandi
taki þátt í forkeppninni.
Liðin fjögur sem taka þátt í Evrópukeppninni
muna leika í móti í Reykjavík 20.-22. ágúst á
vegum Dómara- og mótanefndar HSÍ. Mótið verð-
ur samhliða því að dómarar sem dæma næsta
vetur verða kallaðir á fund til að fara yfír nýjar
reglur.
Valsmenn
hefjavömina
gegn ÍR-ingum
Islandsmeistarar Vals hefja meistaravörn sína
að Hlíðarenda, en þeir leika þar gegn ÍR-ingum
í fyrstu umferð 1. deildarkeppninnar í handknatt-
leik.
Nýliðamir hjá Aftureldingu og KR hefja bar-
áttu sína á heimavöllum. Afturelding fær Þór frá
Akureyri í heimsókn í Mosfellsbæ og KR-ingar
taka á móti Víkingum. Stjaman leikur heima
gegn Haukum, KA fær lið ÍBV í heimsókn og
FH-ingar leika heima gegn Selfyssingum í fyrstu
,\~)»amferðinni.
Landsliðið til
Strasbourg
Mandknattleikssamband ísland hefur þegið boð
um að íslenska landsliðið leiki á sterku móti
í Strasbourg í byijun desember. Fjórðar efstu þjóð-
imar frá Ólympíuleikunum í Barcelona taka þátt
í mótinu — Rússar, Svíar, Frakkar og íslendingar.
Hér er um að ræða tveggja daga mót 7. og 8.
desember. Hver þjóð leikur tvo leiki. Sigurvegar-
arnir úr fyrstu viðureignunum leika til úrslita, en
tapliðín um þriðja sætið.
KNATTSPYRNA
leikinn í Hollandi
Bragi Bergmann knattspyrnudómari dæmdi á
dögunum nokkra knattspyrnuleiki á Ólympíu-
dögum æskunnar sem haldnir voru í Hollandi og
stóð sig með miklum ágætum. Frammistaða hans
var það góð að hann var valinn til að dæma úr-
slitaleikinn, milli Spánveija og Hollendinga, sem
Spánverjar unnu í vítaspyrnukeppni.
úta á milli okkar þegar við komum
út úr Ölpunum, gæti ég reynt að
vinna á í Pýreneafjöllunum,“ sagði
Breukink í gær. „Það er inikilvæg-
ast að tapa ekki tíma í Ölpunum.“
Aðeins einn getur sett strik í
reikninginn
Eftir stendur aðeins einn hjól-
reiðamaður sem sett gæti strik í
reikninginn hjá Indurain; hann
sjálfur. „Þetta ræðst á næstu dög-
um. Enginn veit hvernig líkaminn
tekur því þegar skipt er snöggleg
frá flatlendi yfir í fjalllendi," sagði
Indurain. Hann sagðist hafa verið
að hjóla á 45 km/klst. meðalhraða
síðustu tíu daga, en einn slæmur
dagur í fjöllunum gæti kostað hann
mínútur. „Það munu allir sækja á
miðvikudaginn [í dag] og ég er
hræddur um að ég geti ekki svarað
því. Ég er þungur. Chiappucci,
Bugno og Rominger bera um 10
til 15 kílóum minna en ég upp
brekkurnar," sagði Indurain.
Viðbrögð hans eru dæmigerð
miðað við síðustu ár, og hann dreg-
ur mjög úr sýnilegum hæfileikum
sínum í fjöllunum. Auk þess mun
hann fá góðan stuðning frá félögum
sínum í Banesto-liðinu, sem eru
reyndar fjallageitur. Indurain veit
auðvitað af þessu, og sagðist á
mánudaginn geta treyst á félaga
sína. „í fjöllunum get ég treyst á
hjálp félaga minna Pedro Delgado
og Gerard Rue.“
íkvöld b
Knattspyrna. Einn leikir verður í I
1. deildarkeppninni: Valur - Þór.
Fjðrir leikir verða leiknir í 2. deild: I
Tindastóll - Þróttur R., KA - Grinda- I
vík, Leiftur - Breiðablik og Þróttur I
Nes. - Stjarnan.
■Ailir leikirnir hefjast kl. 20.