Morgunblaðið - 25.07.1993, Síða 8

Morgunblaðið - 25.07.1993, Síða 8
J 8 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 1993 ÍDAG 25. júií 1241 Andlát Hallveigar Orms- dóttur, konu Bjarnar Þorvaldssonar og slðar Snorra Sturlusonar. 1510 Heklugos hefst. 1808 Enskt víkingaskip rænir fjárhirzlu landsins 37.000 dölum. 1875 HjálmarJónsson skáld frá Bólu deyr. 1902 Dáinn síra Þorkell Bjarna- son á Reynivöllum, sem skrifaði Um siðbótina (1878) og ýmsar tímaritsgreinar, m.a. um síldveið- ar í Andvara', sat á þingi 1881- 1885 og 1893-1899. 1912 Hannes Hafstein verður ráðherra íslands í annað sinn. 1942 Dáinn Magnús Stefáns- son skáld (Örn Arnarson). 1946 Alþingi samþykkir að æskja inngöngu í Sameinuðu þjóðirnar. 1956 Vestur-íslenzka skáidið Guttormur Guttormsson deyr. 1959 Átök sjómanna af síld- veiðiskipum og lögreglu á Siglu- firði= Táragas berst inn um aðal- dyr hótelsins á grátandi dansend- ur. 1974 Alþjóðadómstóllinn úr- skurðar útfærslu fiskveiðilögsög- unnar í 50 sjómílur ólöglega. 1979 Þórarinn Guðmundsson tónskáld deyr. Erlent 1581 Utrecht-sambandið, banda- lag kalvfnista í sjö nyrztu héruðum Hollands, afneitar með eiði hollustu við Filippus II og lýsir i raun yfir sjálf- stæði Niðurlanda frá Spánverjum. 1593 Hinrik IV af Navarre Frakkakonungur afneitar mót- mælendatrú og gerist kaþólsk- ur með þeim orðum að „París sé einnar messu virði". 1689 Loðvik XIV segir Eng- lendingum stríð á hendur eftir flótta Jakobs II hins kaþóiska til Frakklands, þar sem hann undirbýr innrás í írland. 1799 Napóleon sigrar Tyrki við Aboukir skammt frá Alex- andríu. 1830 Karl X Frakkakonungur tekur sér vald til að stjórna með tilskipunum. 1898 Bandaríkjamenn taka Puerto Rico herskildi. 1920 Þjóðhátíð á Dybböl Banke í tilefni endursameining- ar Norður-Slésvíkur og Dan- merkur= Grikkir taka Adríanóp- el (Edirne) af Tyrkjum= Frakkar taka völdin í Damaskus. 1948 Brussel-sáttmálinn um Vestur-Evrópubandaiagið tek- ur gildi. 1952 Kola- og stálsam- steypa Evrópu tekur til starfa. 1977 Vopnahlé í styrjöld Egypta og Líbýumanna. 1978 Fyrsta tilraunaglasa- barnið fæðist í Bristol á Eng- landi. 1979 ísraelsmenn skila Egyptum 6.500 ferkílómetrum lands á Sinaiskaga. AFMÆLISDAGAR Stolt ítalska flotans sekkur 1956 Árekstur varð í nótt skammt fyrir utan höfnina í New York milli sænska far- þegaskipsins Stockholm og ítalska skipsins Andrea Dor- ia, sem sökk skömmu eftir hádegi. Flestum farþegun- um, á annað þúsund manns, var bjargað, en þó er óttazt að 55 hafi farizt af skipun- um. Sænska skipið laskaðist töluvert, en komst hjálpar- laust til hafnar. Andrea Dor- ia var 23.000 smálestir að stærð, eitt af stærstu far- þegaskipum heims og stolt ítalska flotans. Arthur J. Balfour 1 868. Forsæt- isróðherra Breta 1902-1905; utan- ríkisráðherra frá 1916 og höfundur kenningar, sem við hann er kennd, um stofnun Gyðingaríkis í Palestínu. Elísabet Belgíudrottning 1876. Kona Alberts I og hlaut lof fyrir sjúkrahússtörf í fyrri heimsstyrjöldinni; seinna köll- uð „rauða drottningin" vegna áhuga á þjóðfélagsmálum. Björn Emilsson 1948. Fram- leiðandi sjónvarpsefnis hjá RÚV. Kolbrún Bergþórsdóttir- 1957. Bökmenntagagnrýn- andi. Tamílskir fangar myrtir á Sri Lanka 1983 Átökin á Sri Lanka hörðnuðu í dag þegar fangar í Colombo myrtu 37 tamílska samfanga sína. Fyrir tveimur dögum felldu skærulið- ar Tamíla 13 stjórnarhermenn í bænum Jaffa á Norður-Sri Lanka. Tamílar, sem upphaflega fluttust frá Indlandi, eru um 17,5% íbúanna. Átök Tamíla og meirihluta Sinhala, sem eru 74% landsmanna, hafa farið síharðnandi síðan 1975. Aðskilnaðarhreyfing Tamíla, sem var sett á fót 1965, hefur gripið til sífellt harðari ofbeldisaðgerða til þess að ná fram pólitískum markmiðum sínum. Skilnaðarstefna Tamíla hefur spillt sambúð ríkisstjórna Indlands og Sri Lanka og ítrekaðar tilraunir hafa verið gerðar til þess að koma í veg fyrir að samskiptin versni enriþá meir. Dauðadans Mötu Hari 1917 Fögur dansmær og gleðikona hefur verið ákærð fyrir að fá franska liðsforingja til þess að ljóstra upp ríkisleyndarmálum. Hún kallar sig Mata Hari, sem er heiti úr máli Malajamanna og merkir „dagsauga." Hún er 41 árs gömul, af hollenzkum ættum og heitir Margaretha Gertruida MacLeod (fædd Zelle). Mata Hari fékkst til að njósna fyrir Frakka þegar Þjóðveijar höfðu hernumið Belgíu, þótt hún starfaði þá fyrir þýzka ræðismanninn í Haag. Hún hefur aðeins játað að hafa útvegað Þjóðverjum úreltar upplýs- ingar einu sinni. Sækjendur í máli hennar gátu ekki lagt fram órækar sannanir fyrir því að hún hefði stundað njósnir. Dollfuss myrtur í nazistauppreisn 1934 Engelbert Dollfuss, kanzlari Austurríkis úr flokki kristilegra hægrimanna, særðist lífshættulega þegar vopnaðir menn ruddust inn í skrifstofu hans í dag. Annar hópur náði útvarpsstöðinni í Vín á sitt vald og tilkynnti að nazistinn Rintelen hefði verið skipaður kanzlari. Austur- rískir nazistar beijast fyrir sameiningu við Þýzkaland -Anschluss - og umsvif þeirra hafa aukizt svo mjög að undanfömu að valdaráns- tilraun þeirra kemur ekki á óvart. taða Dollfuss hefur veikzt síðan hann fyrirskipaði stórskotaárás á verkamanna- bústaði í Vín í febrúar vegna mótmælaaðgerða sósíalista. Harðir bardagar geisuðu í nokkra daga og sárin eru ekki gróin. I vor kunngerði Dollf- uss nýja stjórnarskrá, sem þykir einræðiskennd og nýtur ekki stuðnings út fyrir raðir kaþólskra fylgismanna hans. Yfirvöld i Austurríki hafa brugðizt skjótt við uppreisn nazista í dag og virðast ráða við ástandið. Mussolini, sem Dollfuss studdist við í utanrík- ismálum, heitir austurrískum ráðamönnum fullum stuðningi í baráttu þeirra fyrir því að varðveita sjálfstæði Austur- ríkis. Kol flutt meö eimreiö Mussolini kollvarpað Flaug yfir Ermarsund 1909 Frakkinn Louis Blériot flaug í dag fyrstur manna yfir Ermarsund frá Calais í Frakklandi til Dover í Englandi í lítilli 24 hestafla einþekju. Vegalengdin er rúmlega 23 mílur og ferðin tók 36'/2 mínútu. Engin siglingatæki voru um borð, en Blériot hafði hækjur meðferðis því að hann lenti í slysi fyrir skömmu. Fyrir ferð- ina hlýtur Blériot 1.000 punda verðlaun, sem brezka blaðið Daily Mail hafði heitið hveijum þeim sem flygi fyrstur manna yfir Ermar- sund. „Bretland er ekki lengur eyja,“ sagði Blériot við tíðindamann blaðsins skömmu eftir að hann lenti hjá Doverkastala. 1814 Síðasta náman í Bret- landi, þar sem tilraunir hafa verið gerðar til að flytja kol með eimreiðum, er í Killingworth. Aðalvélamaðurinn þar, George Stephenson, hefur smíðað eimreið, sem getur dregið átta hlaðna vagna með 6,4 km hraða á klukkustund. Stephenson kallar eim- reiðina „Blúcher" og fékk hugmyndina að henni þeg- ar hann sá „gufuketil á hjólum,“ sem Matthew Murray smíðaði fyrir John Blenkinsop til þess að nota 1943 Stórráð ítalskra fasista hefur steypt Mussolini einræðis- herra af stóli. Fall hans er eðli- leg afleiðing hrakfara ítala í stríðinu. Her þeirra á austur- vígstöðvunum hefur goldið mikið afhroð í orr- ustunni um Stal- íngrad, Þjóðveijar hafa þrengt póli- tískt svigrúm þeirra og Banda- menn hafa gert innrás í Sikiley eftir hrun ítalska heimsveldisins í Afríku. Á fundi stórráðsins lýsti mikill meirihluti yfir vantrausti á Mussolini, sem sagði reiður: „Þið hafið valdið stjórnarkreppu.“ Síðan gekk hann á fund konungs og sagði: „Stórr- áðið ber ekki lengur traust til mín. Ég segi af mér sem æðsti maður heraflans — einhver annar verður að halda stríðinu áfram.“ Hann hélt að hann yrði áfram leiðtogi flokks- ins og þjóðarinnar — Duce — en konungurinn hafði undirbúið valdarán. Lögregla stöðvaði Mus- solini þegar hann kom út úr höll inni og flutti hann á öruggan stað Ný stjórn Badoglios marskálks mui semja frið við Bandamenn eftir fal 20 ára stjórnar fasista. Fasisminr hefur hrunið á einni nóttu eins og spilaborg. í nálægri námu. Stephenson er sannfærður um hægt verði að auka afl Blúchers ennþá meir og heldur áfram tilraunum með eimreiðina.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.