Morgunblaðið - 29.08.1993, Side 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1993
Glasgow menagerie: U2's ‘Zooropa’ hits UK
ELnn
AND BLINDING!
BJORK shouts to the top
CREDtT TO THE NA110N * THE UVELLERS * AIPHA & OMEQA
RO0ERT PUKT * POGUES * BASREUGIOM * BOOIHUEVS
JOMN HEOLEY -k FAULY CAT * SKTSCRAPER * BUJU BANTON
Tveimur dögum síðar syngur
„Ef ég hefði kallaó plötuna
Fjöldamoróingi drepur niu
manns eóa Viókvæmt blóm
þakió dögg, eóa eitthvaó álika
undarlegt er ég viss um aó fólk
myndi hlusta á hana á allt
annan hátt."
seminnar því hann bauð miða á
tónleikana á 50 sterlingspund, um
5.000 íslenskar krónur, en mið-
amir kostuðu upphaflega sem
nam 850 krónum íslenskum. Þeg-
ar undirritaður afþakkaði miðana
hvarf öll kurteisi eins og dögg
fyrir sólu og með það sama var
maðurinn horfinn.
Áheyrendur voru orðnir
óþreyjufullir þegar Björk sté á
svið hálftíma á eftir áætlun, en
allt var fyrirgefið um leið og hún
byijaði að syngja fyrsta smáskífu-
lagið af Debut, Human Behavio-
ur. í hljómsveit Bjarkar er valinn
maður í hveiju rúmi, tónlistar-
menn frá Wales, Englandi, Tyrk-
landi, íran, Indlandi, Barbados og
Grikklandi, sem hæfir vel tónlist-
inni á Debut; einskonar Tjölþjóð-
legri blöndu, sem þó ber ekki keim
eins eða neins; alþjóðleg danstón-
list sem er ekki síður tónlist fyrir
höfuð en fætur. Ekki fengu hljóm-
sveitarmeðlimir nema tvær vikur
til æfinga og það mátti heyra það
og sjá á sviðinu, því á köflum
greindust þræðir tónlistarinnar í
stað þess að mynda samfelldan
vef, en Björk stýrði sveitinni eins
og herforingi með augum og fasi.
Kannski er það áreynslan við að
stýra hljómsveitinni sem gerir það
að verkum að í upphafi er Björk
nánast sem hún sé ekki á sviðinu,
eins og hún sé að syngja fyrir
sjálfa sig en ekki fyrir áheyrendur
og lýsingin undirstrikar það, þar
sem hún er yfirleitt í hálfrökkri í
stað þess að vera í miðju sviðsljós-
inu eins og einhver hefði átt von
á. Eftir því sem sígur á tónleikana
fjölgar þó þeim augnablikum þar
sem hún heillar til sín viðstadda
með röddinni og einföld sviðs-
myndin undirstrikar að það eina
sem skiptir máli er tónlistin.
Björk söng lögin af Debut eitt
af öðru og mesta hrifningu í fyrri
hluta tónleikanna vakti næsta
smáskífa, Venus as a Boy, en
þegar upp var staðið var það
Akkerislagið, þar sem Björk syng-
ur við undirleik tveggja saxófóna,
sem vakti mesta hrifningu og þeg-
ar laginu lauk voru allir svo heill-
aðir að þeir gleymdu um stund
að klappa. Lögin voru eðlilega
flest á ensku, en sum þó á ís-
lensku og það virðist svo vera að
þegar mest er lagt undir í textun-
um fínnist Björk hún þurfa að
syngja á íslensku, eða eins og hún
sagði í viðtali í New Musical Ex-
press, „mér fannst mjög erfítt að
syngja á ensku til að byija með,
mér fannst alltaf eins og ég væri
Grunsamlega frjálslegt
eftir Árna Matthíasson
Tónleikamyndir: Björg Sveinsdóttir
VELGENGNI Bjarkar Guð-
mundsdóttur undanfarnar
vikur hefur tæplega farið
framhjá nokkrum manni hér
á landi. Vinsældir hennar
og umfjöllun í erlendum
fjölmiðlum benda til að hún
sé nú þegar orðin stjarna á
heimsmælikvarða og þar
með líklega þekktasti ís-
lendingur sem nú er uppi
og frægðarsól hennar er
enn að rísa. Meira um vert
er þó sú staðreynd að
frægð Bjarkar virðist ekki
byggð á sandi poppfroð-
unnar, heldur ber öll um-
fjöllun um hana vott um að
hún nýtur hylli og virðingar
fyrir að vera að ryðja nýjar
brautir í tónlist. Þá hefur
hún einnig vakið athygli fyr-
ir ígrundaða hreinskilni í
viðtölum og beinskeyttar
líkingar. Sá sem þetta skrif-
ar gerði sér ferð til Lundúna
á dögunum til að sjá Björk
á sfnum fyrstu sólótónleik-
um og komst þá ekki hjá
þvf að sjá nafni hennar og
myndum hvarvetna bregða
fyrir í blöðum, tfmaritum og
sjónvarpi.
n Issue
Oegar frumraun Bjarkar,
breiðskífan Debut, skaust í
þriðja sæti breska breið-
skífulistans í vikunni sem
hún kom út mátti ljóst vera að
mikið ævintýri var að hefjast. Sú
velgengni kom þó þeim ekki á
óvart, sem fylgst hafa með í heimi
tónlistarinnar, enda var eftirvænt-
ingin eftir plötu Bjarkar fádæma
mikil. Þegar þetta er ritað hefur
platan selst í um 500.000 eintök-
um um allan heim. Þar með er
hún nú þegar orðin önnur sölu-
hæsta plata íslensks listamanns
frá upphafí, hún fellur á milli
Life’s too Good Sykurmolanna,
sem seldist í um milljón eintökum
og Here Today Tomorrow Next
Week sömu sveitar, sem seldist í
um 400.000 eintökum. En Debut
er enn í fullri sölu og sú stað-
reynd, ásamt þeirri miklu athygli
sem Björk hefur vakið, skipar
henni í öndvegi sem þekktasta
tónlistarmanni íslendinga fyrr og
síðar.
Björk fluttist búferlum til Lund-
úna í árslok, kom sér fyrir í íbúð
í Little Venice-hverfínu í Lundún-
um og býr þar með enskum sam-
býlismanni sínum, Dominic
Throps, sem jafnan er kallaður
Dom T, og Sindra, sex ára göml-
um syni sínum og Þórs Eldons.
Ástæðuna fýrir flutningnum sagði
Björk vera meðal annars þá að
búa Sindra traustara heimili, enda
er hann kominn á skólaaldur og
gengur í breskan skóla.
Tónlist fyrir höfuð og fætur
í kjölfar velgengni plötunnar
dreif Björk í að setja saman hljóm-
sveit til að fylgja plötunni eftir á
tónleikaferð um heiminn og fyrstu
tónleikarnir voru haldnir í London
Forum tónleikastaðnum í Lundún-
um fimmtudaginn 19. ágúst.___
London Forum er ríflega 1.500
manna tónleikastaður og viðeig-
andi að Björk hefji tónleikahald
sitt þar, því það var á þeim sama
stað sem Sykurmolarnir komu
fyrst fyrir sjónir Breta fyrir tæp-
um sex árum, en þá hét hann The
Town and Country Club. Mikill
áhugi var fyrir tónleikum Bjarkar
og seldist upp á þá áður en auglýs-
ingar hófust, afspurnin ein var
næg auglýsing. Þegar blaðamaður
Morgunblaðsins kom að staðnum
á fímmtudagskvöldið var þröng
fyrir .utan sem vildi komast inn.
Um leið og leigubifreiðin stað-
næmdist var þar kominn skugga-
legur náungi sem opnaði dyrnar
og bauð fram aðstoð við að bera
pjönkur úr bílnum. Ekki þurfti
lengi að bíða eftir ástæðu hjálp-