Morgunblaðið - 29.08.1993, Side 16

Morgunblaðið - 29.08.1993, Side 16
16 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1993 4 Ráðhúsarkitektarnir Steve Christer og Margrét Harðardóttir fengu fyrstu verðlaun í samkeppni um nýtt dómhús Hæstaréttar íslands. eftir_Guðmund Löve NÝLEGA voru veitt verð- laun í samkeppni um nýtt dómhús fyrir Hæstarétt ís- lands, á lóðinni milli Arnar- hóls, Safnahúss, Þjóðleik- húss og Arnarhvols. Alls bárust 40 tillögur í keppn- ina, en tillaga arkitektanna Margrétar Harðardóttur og Steve Christer í Studio Granda bar sigur úr býtum. * greinargerð með tillögunni seg- ir eftirfarandi: Byggingin stendur við norð- urjaðar afmarkaðs byggingarreits, gegnt Amarhváli. Staðsetningin styrkir götulínu Lindargötu í vest- urenda þar sem hún opnast mót Arnahóli. Arnarhváll og Hæstirétt- ur varða þannig sitt hvort horn Lindargötu í götumynd Ingólfs- strætis. Reynt er að þrengja ekki að Safnahúsinu, sem nýtur sín best sjálfstætt. Þessi götulína, ásamt Þjóðleikhúsinu gnæfir að baki stjrttu Ingólfs Arnarsonar á Amar- hóli þegar horft er frá höfninni og úr Kvosinni. Nýbygging Hæstaréttar er breið- ust og hæst í vesturenda, við Ing- ólfsstræti, svo hlutföll gaflaveggjar nái jafnvægi við Arnarhvál og Safnahúsið, en einnig til að draga fyrir norðanáttina og mynda skjól- góða grasflöt á suðausturhluta lóð- arinnar. Aðalinngangur almennings í Hæstarétt er á suðvesturhorni hússins, upp nokkur þrep eða ská- halla frá Ingólfsstræti. Þrepin eru andspænis göngustíg, sem liggur yfir Arnarhól miðjan, handan göt- unnar. Miðja hólsins er mörkuð áfram af tijálínu sunnan við húsið, sem gengur í austur að Þjóðleikhús- inu. Vesturgafli Hæstaréttar er snúið um 2 gráður í austur, og norðvest- urhornið dregið í boga svo inngang- ur í Arnarhvál sjáist vítt að. Húsin standa næst hvort öðru á horni Ingólfsstrætis, en fjarlægjast er dregur austur að Lindargötu. Þann- ig myndast gott rými við væntan- legan aðalinngang Arnarhváls um núverandi dyr Hæstaréttar. Austur- hluti Hæstaréttar er lægri við þetta nýja inngangstorg, svo þar nýtur góðrar birtu og torgið tengist betur grasflötinni sunnan við húsið. Lágt þakið er hulið skriðmnnum, sem væntanlega leita niður húshliðina. Inngangur dómara er á miðri norð- urhlið hússins, skáhalt á móti nýjum inngangi í stjórnarráðið. Innkeyrsla í bílageymslu er um akstursleið frá Hverfisgötu milli Þjóðleikhúss og Safnahúss, sem tengist áfram Lindargötu. Við inn- keyrslu í bílageymslu eru fjögur skammtímastæði. Auk þess er gert ráð fyrir að hægt sé að aka upp á styrka gangstétt við aðalinngang frá Ingólfsstræti. Innviðir og skipulag Innra skipulag er mótað af ákvæðum forsagnar um aðskilnað almennings og dómara. Þannig eru veggir réttarsalanna eins konar vébönd og handan þeirra á almenn- ingur ekki erindi. Frá aðalinngangi liggja gönguhallar eftir húsinu endilöngu, sá fyrri upp hálfa hæð í aðaldómsal og sá síðari áfram upp í minni dómsal, þingsal og móttöku- herbergi forseta Hæstaréttar við enda hallans. Skáhallarnir eru í háu opnu rými, sem tengist aðalinn- gangi og kaffistofu. Þaðan sjást allir hlutar hússins, sem að almenn- ingi eða gestum réttarins snúa. Norðan við þetta háa rými, næst aðalinngangi, er afgreiðsla Hæsta- réttar og öryggisvarsla, auk kaffi- afgreiðslu, snyrtinga og fatahengis. Bak við afgreiðsluvegginn er svo skrifstofa Hæstaréttar og eldhús. Þar er komið inn á afmarkað svæði réttarins sem tengist milli hæða með lyftu og stiga. í kjallara eru skjalageymslur, tæknirými, ræsti- miðstöð og húsgeymsla, en í austur- hluta, sem er lítillega niðurgrafinn eru tólf bílastæði, sorpgeymsla, vörumóttaka, aðgangur að tækni- rými og beinn inngangur úr bíla- geymslu fyrir dómara. Aðstaða dómara og lögmanna Aðstaða lögmanna og viðtalsher- bergi eru í lágbyggingu austan við aðaldómsal, með beinum inngangi lögmanna í norðausturhorni salar- ins. Aðstaða dómara er í boga- dregnu norðvesturhorni annarrar hæðar og veitir beina inngöngu í báða dómsali og þingsal. Þingsalur tengist móttöku forseta Hæstarétt- ar í suðvesturhorni annarrar hæðar um tvöfalda hurð. Ef þörf þykir má opna báða sali fram í gönguskál- ann ef um stærri móttökur er að ræða. Á suðurvegg móttökuher- bergis er hurð, sem opnast út á litl- ar svalir yfir aðalinngangi. Þar er gert ráð fyrir að forseti íslands geti heilsað mannfjöldanum eftir innsetningu í embætti, ef sú athöfn verður færð í Hæstarétt íslands. Aðaldómsalur nýtur dagsbirtu um norðurglugga auk þess sem sandblásinn glerflötur er við inn- gönguhurð í suðurvegg. Minni dóm- salurinn er lýstur um sambærilegan glerflöt við inngönguhurðir í suður- vegg, en auk þess er dagsbirtu beint niður í salinn yfir málflutnings- svæðið, um keilulaga op, frá þak- r

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.