Morgunblaðið - 29.08.1993, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1993
B 7
KAUPMANNAHAFNARBRÉF
Hriktir í (máttar)stoðum
Skoðanakönnun á sunnudag-
inn var um fylgi stjórnmála-
flokkanna dönsku hefur orsak-
að nokkurn titring í stjórnar-
búðunum og spennublandna
gleði í röðum Vinstriflokksins.
Samkvæmt henni hefur fylgið
hrunið af Jafnaðarflokknum og
litlu meðsíjórnarflokkarnir
þrír eru nálægt því að detta af
þingi vegna lítils fylgis. Og
samkvæmt könnuninni er
Vinstriflokkurinn undir forystu
Uffe Ellemann-Jensens orðinn
stærsti flokkurinn. Poul Nyrup
Rasmussen forsætisráðherra
og formaður jafnaðarmanna
hefur miðlað sínum skilning á
úrslitunum úlpuklæddur með
grænlenska ísjaka í bakgrunn-
inum, því hann er á vikuferð á
Grænlandi, meðan aðrir hafa
talað léttklæddir úr grænkunni
hér heima fyrir. í skelfingu
jafnaðarmanna hafa umræður
um flokksformannsskiptin fyr-
ir rúmu ári komið upp á yfir-
borðið. En könnunin hefur
einnig vakið upp umræður um
hvernig stjórnmálamenn og
hvaða mál höfði til fólks.
Flóttamenn og fimbulfamb
Þegar niðurstöður skoðana-
könnunarinnar lágu fyrir voru
þær bornar undir Nyrup Ras-
mussen. Hann áleit að flokkurinn
liði fyrir útlendingavandann og
hvernig Danir ættu að snúa sér í
að taka á móti þeim. Hér skírskot-
aði hann til eldfims máls, því
margir kjósendur hafa augljósar
áhyggjur af flutningi útlendinga
hingað og hvort flóttamennirnir,
sem koma hingað frá ófriðarsvæð-
unum á Balkanskaga, fari nokk-
urn tímann aftur.
Innflytjendamálið hefur sér-
staklega komið inn á borð jafnað-
armanna, því undanfarnar vikur
hefur borgarstjóri jafnaðarmanna
í Hvidovre átt í útistöðum við
samflokksmann sinn, Birte Weiss
innanríkisráðherra, vegna inn-
flytjenda. Hvidovre er útborg
Kaupmannahafnar og í stórum
risablokkum með bæjaríbúðum
búa atvinnuleysingjar og aðrir
sækja í ódýrt húsnæði. Félagslegu
vandamálin eru hrikaleg og þeir
sem hugsa um Kaupmannahöfn
sem fallega og notalega borg fá
aðra hugmynd, þegar þeir koma
þarna. Hverfið er ekki beint fá-
tækrahverfi, því það sveltur varla
nokkur í velferðarríkinu, en and-
leg eymd félagslegra utangarðs-
manna er skelfileg. Þarna eru
margar tómar íbúðir og þama
hafa innflytjendur komið sér fyrir
á stórum svæðum og lifa sínu lífi.
Borgarstjórinn neitaði að taka við
fleiri útlendingum til að vekja at-
hygli á að þeir dreifðust svo
ójafnt, kæmu allir í hverfi, þar
sem vandamálin væru fyrir, með-
an betur stæð bæjarfélög slyppu,
því þar væru engar bæjaríbúðir.
Borgarstjórinn hefur ný verið
skrúfaður til að aflétta aðflutn-
ingsbanninu. Það samræmist ekki
afstöðu stjórnarinnar.
Svar Nyrups hljómaði eins og
hann vildi varpa sökinni á vin-
sældatapi flokksins á flóttamenn
og innflytjendur og það vakti
hneykslun utan flokks og innan
og vonbrigði flokksmanna. Að ári
eiga að vera kosningar og hvort
sem þær koma fyrr eða seinna
þá er hugsanlegt að útlendinga-
málin verði eitt aðal málið, þó
stjórnmálamenn óski almennt
ekki eftir að höfða til kjósenda á
þeim forsendum. Það hefur því
enginn viljað taka undir með Nyr-
up um að útlendingar eigi sök á
minnkandi vinsældum flokks hans
og stjórnarinnar almennt. Svend
Auken fyrrverandi flokksformað-
ur, sem varð að bíta í gras fyrir
Nyrup í fyrra, sagði nokkuð
skarplega að vandinn lægi ekki í
þessum málaflokki, heldur óklárri
stefnu og fimbulfambi. Eftir þessi
orð hringdi Nyrup í hann til að
minna hann á að hann væri um-
hverfisráðherra og ætti ekkert
með að úttala sig um flóttamenn
og innflytjendur.
„Forsætisráðherraáhrifin“
Auken var settur af, meðal
annars vegna þess að hann þótti
ekki eiga nógu auðvelt með að
vinna með öðrum og vera svolítið
kauðskur. Það háði honum þó
ekki í kosningunum 1990, þegar
flokkurinn vann mesta sigur um
árabil. Síðan hefur ekki verið kos-
ið, svo þingsætin sem flokkurinn
náði undir stjóm Aukens eru nú
homsteinninn að stjórn Nymps.
En Auken hafði þann mikla kost
stjórnmálamanns að hann gat
komið boðskap flokksins skýrlega
til skila, án nokkurrar loðmullu.
Með Nyrup var hins vegar fundinn
formaður sem átti að höfða til
fleiri og glenna flokkinn upp á
gátt í allar áttir. Um leið hefur
flokkurinn fengið formann, sem
svarar aldrei skýrt og klárt, held-
ur alltaf loðið og margrætt. Hvort
sem það er þessi málflutningur
eða eitthvað annað, þá er stað-
reynd að miðað við skoðanakönn-
unina nú, þá hefur fylgi flokksins
hrunið úr 37,4 prósentum í kosn-
ingunum 1990 í 28,5 prósent nú.
Þegar Poul Schluter þáverandi
forsætisráðherra og leiðtogi
íhaldsmanna leiddi flokk sinn í
gegnum fyrstu kosningarnar eftir
að hann komst til valda 1982
vann flokkurinn hressilega á. Þá
var talað um „forsætisráðherra-
áhrifin", nefnilega áhrifín sem
fylgdu nýfengnu valdi. Þessi áhrif
hafa ekki skilað sér til Nymps.
En formannsskipti Jafnaðar-
flokksins er ekki aðeins hægt að
skýra með manngerðum Aukens
og Nyrups. Með kosningu Nyraps
má segja að sá vængur flokksins,
sem kýs að aðlaga jafnaðarstefn-
una markaðshagfræði á kostnað
velferðarkerfishagfræðinnar hafi
sigrað. Þess vegna hefur mál-
flutningur flokksins færst frá því
að vera stöðugt með hag smæl-
ingjanna á vörum yfír í að vera
með hag atvinnulífsins á vömn-
um, þó það sé skýrt með því að
aðeins þannig verði litla mannin-
um hjálpað. Þó flokkurinn sé enn
formælandi litla mannsins þá er
ekkert á ytra byrðinu, sem litlu
mennirnir og verkalýðurinn getur
samsamað sig við. Nyrap býr í
stórri íbúð á Friðriksbergi, sem
einu sinni var háborg betri borgar-
anna og flestir í hans nánast hópi
innan stjórnar og utan búa þar
eða í menntamannahverfinu á
Austurbrú og hafa fremur á sér
blæ hámenningar en verkalýðs-
mennmgar.
Anker Jörgensen fyrrum for-
maður jafnaðarmanna býr hins
vegar í verkamannahverfí, þar
sem jafnaðarmenn hafa löngum
verið í miklum meirihluta. Þegar
sjónvarpsmenn heimsóttu hverfíð
í vikunni til að spyija íbúana um
afstöðu þeirra, áttu þeir ekki i
neinum vandræðum með að fínna
kjósendur flokksins. En ef kosið
væri nú, virtust flestir þeirra
verða fyrram kjósendur. Þeir
höfðu flestir gjörsamlega misst
trúna á að flokkurinn ætlaði til
dæmis að létta á þeim skattbyrð-
inni, eins og hann hefur lofað.
Stjórnin samþykkti í vor breyt-
ingar á skattalögunum og sam-
kvæmt þeim eiga þeir láglaunuðu
að sleppa mun betur en áður.
Nyrup og fleiri trúa því statt og
stöðugt að þegar kemur að skat-
tauppgjöri þessa árs samkvæmt
nýju reglunum næsta vor, muni
kjósendur endanlega skilja að
jafnaðarmennskan sé þeim fyrir
bestu. Kosningasérfræðingar,
sem stunda rannsóknir á kosning-
um, afstöðu fólks og hvað móti
hana, segja hins vegar að þetta
sé hin mesta meinvilla. Allar rann-
sóknir sýni að kjósendur hætti
kannski við að kjósa tiltekinn
flokk, ef þeir finni að skattar sín-
ir hafi hækkað vegna aðgerða
hans. Hins vegar láti þeir ekki
flokkana njóta þess ef skattamir
lækki. Og Auken vann sinn kosn-
ingasigur 1990 með því að segja
kjósendum að þjóðin hefði ekki
efni á skattalækkunum.
Menn og maskínur
En hvað er það þá sem höfðar
til kjósenda og á hvem hátt er
hægt að vekja traust þeirra?
Margir vildu víst gefa mikið fyrir
að fá óyggjandi svar. Eftir fram-
vindunni undanfama mánuði má
ætla að kjósendur kunni að meta
skýr svör og tæpitungulausan
málflutning. Uffe Ellemann-Jens-
en hefur fengið andstæðinga sína
til að reytá bæði hár og klæði
með beinskeyttum og að margra
dómi ósvífnum athugasemdum.
Samt er það hann sem stendur
nú með pálmann í höndunum. í
kosningunum 1990 fékk flokkur-
inn 15,8 prósent atkvæða, en 29
prósent fylgi samkvæmt könnun-
inni nú. Og það má heldur ekki
gleyma að fyrri stjórn tókst að
ná verðbólgunni niður og koma
skikk á viðskiptajöfnuðinn við út-
lönd. Reyndar jókst atvinnuleysið,
en þar eru Danir ekki einir á báti
og kjósendur virðast ekki hafa trú
á aðgerðum núverandi stjórnar til
að draga úr því. Stjóm borgara-
flokkanna á því kannski enn
sterkari ítök en jafnaðarmennsk-
an, þrátt fyrir glæsta sögu hennar
hér.
Hvað sem segja má um Nyrap,
þá er hann jörmunn traustur.
Hann haggast bókstaflega aldrei,
er alltaf fullur skilnings á öllum
vanda, aldrei óþolinmóður, en allt-
af tilbúinn til að skýra og jafna
út allt sem minnir á ágreining.
Undanfarin ár hefur spænski hjól-
reiðakappinn Indurain sigrað í
hverri hjólreiðakeppni sem hann
hefur tekið þátt i, þar á meðal
Frakklandskeppninni frægu á ör-
uggan og óhagganlegan hátt. Nú
hafa aðstandendur keppninnar
áhyggjur af að áhorfendur missi
áhuga á keppninni, því Indurain
er nefnilega eins og maskína
fremur en maður. Hann bara hjól-
ar og hjólar og hjólar ... og vinn-
ur og annað er ekki um hann að
segja. Hann æsir sig aldrei upp,
bregður aldrei skapi og sýnir yfir-
leitt aldrei minnstu svipbrigði.
Hann vantar þetta mannlega, sem
gæti höfðað til áhorfenda.
Kannski gildir það sama um kjós-
endur og áhorfendur hjólreiða;
báðir hóparnir vilja sjá einhveijar
tilfínningar hjá sínum mönnum.
En undir haukfráum gagnrýn-
isaugum fjölmiðla þá komast
kannski heldur ekki lengur aðrir
stjómmálamenn að en þessir ógn-
ar sléttu og felldu, sem líta út
eins og virðulegir embættismenn
af gamla skólanum. Ef minnsti
granur leikur á því að þeim finn-
ist sopinn góður eða gaman að
sletta úr klaufunum með hinu
kyninu eða lifí á einhvem hátt
skrautlegu lífí, eða eru svolítið
ögrandi, þá eiga þeir sér varla
viðreisnar von. Þetta er ekki að-
eins danskt fyrirbæri. Ætli Krag,
Churchill, Brandt og De Gaulle
kæmust í leiðtogastólana
núna.. .
Sigrún
Davíðsdóttir.
Benidorm
8. september
kr. 39.300
Njóttu haustsins á Benidorm í yndislegu veðri við eina
fegurstu strönd Spánar. Síðustu sætin á sértilboði okkar
til Benidorm 8. september. Glæsilegar nýjar íbúðir,
Tropicmar, rétt við ströndina í Benidorm.
k, 39.300 kc 46.800
Hjón nicð 2 börn, 2-12 ára, 2 í íbúð,
Tropicmar, 8. sept., Tropicmar, 8. sept..
2 vikur. 2 vikur.
Flugvallarskattar:
Flugyallarskattar og forfallatrygging kr. 3.570,-
fyrir fullorðinn, kr. 2.315 fyrir börn.
HEIMSFERÐIR hf.
Austurstræti 17, 2. hæð • Sími 624600
STEINAR WAAGE
S/A
SKOVERSLUN
1AUSTTILBOÐ
3.495,
Stærðir: 28-41
Litir: Svartur, brúnn og grænn
Sóli: Grófur göngusóll
Loðfóðraóir
"N
PÓSTSENDUIVI SAMDÆGURS • 5% staðgreiðsluafslátturI
STEINAR WAAGE J? Tl 7 ' * STEINAR WAAGE ^
SKÓVERSLUN Z’ \°PP SKorinn SKÓVERSLUN ^
SÍMI 18519 <P JL VELTUSUNDI • SÍMI: 21 1212 SÍMI689212 ^