Morgunblaðið - 29.08.1993, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1993
B 1,9
stað. Mér fannst ekki gaman að
kenna, þetta er svo mikil ábyrgð,
það er alls ekki sama hvernig þetta
er gert. Ég var ekki nema 18 ára
og vildi ekki halda þessu áfram
þótt mér væri boðið það. Ég hitti
konuna mína á Rauðasandi. Elín
Ólafsdóttir heitir hún og fæddist á
Stakkadal en flutti með foreldrum
sínum að Saurbæ, eða Bæ, og var
matráðskona í forföllum móður
sinnar þegar ég var að kenna þar.
Mér líkaði fæðið hjá henni ekki ver
en svo að hún hefur eldað ofan í
mig síðan. Hún var þá nýlega kom-
in af húsmæðraskólanum á Staðar-
felli. Eftir að ég hætti kennslu í
Bæ fór ég suður að Nýjabæ á
Seltjarnarnesi, þar sem ég sá um
búið og skepnurnar í eina níu
mánuði. Þar settum við Elín saman
okkar fýrsta heimili. Faðir hennar
var þá dáinn og móðir hennar hafði
hætt búskap um vorið. Sigurvin
Einarsson, sem seinna varð alþing-
ismaður, hafði áður keypt Bæ.
Hann var föðurbróðir konunnar
minnar. Ég gerðist ráðsmaður hjá
honum í þrjú ár og annaðist tutt-
ugu kýr sem hann átti. Ég hafði
mjaltavél, Sigurvin var fyrstur til
að kaupa slíka vél þar um slóðir
og svo flutti ég mjólkina á hestum
til Patreksfjarðar, yfir 400 metra
hátt fjall, þriggja tíma leið. Á
sumrin var hægt að fara þessa
leið á bílum. Svo fór Sigurvin að
búa í Bæ með sínu fólki og þá fór
ég að líta í kringum mig eftir jarð-
næði.
Um þetta leyti sá ég auglýsingu
frá Nýbýlastjórn ríkisins, sem þá
var heilmikið apparat, þar sem
jarðnæði í Ölfusinu var boðið til
leigu, einir 40 hektarar og gert ráð
fyrir átta býlum af þeirri stærð
hér á svæðinu. Við fluttum hingað
árið 1952 og keyptum þá grunn
sem búið var að steypa hér undir
íbúðarhús. Það tók talsverðan tíma
að byggja hér upp, tuttugu ár var
ég að koma upp fullnægjandi að-
stöðu hér. Þá er allt með talið, öll
nauðsynleg hús, öll ræktun og vél-
ar. Ég byggði hér allt upp sjálfur
og fékk enga aðstoð. Þá og seinna
kom mér að notum að hafa tekið
bréfaskólanámskeið í vélfræði þeg-
ar ég var um tvítugt. Þegar ég hóf
búskap hér fékk ég mér þijár kýr
og setti þær í 10 fermetra vinnusk-
úr sem hér var og byggði annað
eins við hann. Ég tók svo hvaða
vinnu sem bauðst til þess að afla
peninga til byggingaframkvæmda.
Fyrst var ég á vertíð í Þorláks-
höfn, þar átti þá varla nokkur
maður heima. Svo fór ég að vinna
við húsbyggingar, m.a. á Laugar-
vatni. Þá voru allir að byggja.
Þegar ég var við smíðar kynntist
ég manni sem Sigfús hét. Éf mig
dreymir þann mann veit ég fyrir
víst_að hvert það verk sem ég snerti
á daginn eftir gengur vel. Konan
sá um bústörfin þegar ég vann frá
heimilinu. Það varð svo að vera
þótt ekki væri það gott. Hefði ég
ekki tekið hvaða verk sem bauðst
hefðum við aldrei getað byggt hér
upp. Það var oft langur vinnudag-
ur hjá henni, að sinna bústörfum,
heimilisverkum og börnunum okk-
ar fimm. Við eigum tvær dætur
og þijá syni, sem nú eru öll löngu
farin að heiman. Elsta barn okkar
fæddist þegar við vorum í Nýjabæ
á Seltjamarnesi.
Lifði í vellystingum lyá
Kananum
Árið 1952 var ég við írafoss
þegar verið var að byggja virkjun-
ina þar, vann við jarðgöngin og
hafði afskaplega gott kaup. Verra
var að ég þurfti að standa vaktir
Jón Magnússon
bóndi íLamb-
haga í Ölf usi er
glöggt dæmi um
slíkan lífsferil.
Kominn frá
barnmörgu
heimili fátækra
foreldra á
krepputímanum
tókst honum að
byggja upp
myndarlegt ný-
býli á ríkisjörð.
Til að svo mætti
verða hefur
hann hiklaust
gengið í hvaða
verk sem er og
sannarlega á
margvíslegan
hátt lagt sitt af
mörkum til
þess að byggja
upp það samfé-
lag sem við bú-
um í nú.
og ekki vel séð að maður sleppti
úr degi, það var frekar hægt í sjó-
mennskunni eða smíðunum. Þegar
ég hætti í írafossi fór ég að vinna
suður á Keflavíkurflugvelli, hjá
Hamilton. Það var árið 1953, þá
voru þeir að byija. Þar var fínt að
vera, ég kunni vel við Ameríkana.
Þótt konan mín sé húsmæðraskóla-
gengin og búi til góðan mat verð
ég þó að segja að ég hef aldrei
lifað í öðrum eins vellystingum í
mat og á Vellinum. Mér þótti kalk-
ún, beikon og svínakjöt slíkur
herramannsmatur að ég gleymi því
aldrei. Vinnan var líka hóflega
mikil. Ég vann fýrst við borun og
síðan við sprengingar. Við
sprengdum niður háls við Njarðvík-
urnar í stöllum. Gijótið var síðan
malað og var notað í uppfyllingar
m.a. í flugbrautirnar. Um tíma
stundaði ég líka uppskipunarvinnu
í Þorlákshöfn. Það var hringt þeg-
ar þurfti mannskap og maður sótt-
ur. Svona leið ævin, þetta var sam-
felld vinna.
Lestraráráttan bjargaði mér
fyrir horn
Um 1970 hætti ég að mestu að
sinna vinnu utan heimilis og fór
að sinna nær einvörðungu búinu
hér. Mér leiddist alltaf
að þurfa að fara frá heimilinu og
skilja konuna eina eftir með öll
börnin og bústörfin. Ég var þá
búin að koma upp ágætu kúabúi
og hafði töluvert af hænsnum. Það
breyttist um 1980, þegar kjarnfóð-
ursskatturinn var lagður á, þá varð
fóðrið í hænsnin svo dýrt að ég
hætti að hafa hænsnabú og ákvað
að breyta yfir í refarækt. Það gekk
vel í fyrstu. Auðvelt var að fá lán
til þess að koma upp húsum og
skepnum. Þegar ég byijaði 1983
gerði eitt refaskinn jafnmikið í
peningum og tveir dilkar, fimmtíu
sterlingspund var meðalverð fyrir
skinnið. Svo fór verðið að falla.
Ég var mest með 40 læður en
1987 fækkaði ég þeim mjög, enda
farinn að tapa á öllu saman. Ég
sá eftir því að hafa nokkurn tíma
byijað á þessari refarækt. Þetta
var meira helvítis helvítið, ég var
búinn byggja hús og kaupa útbún-
að fyrir 3,8 milljónir. Það var fyrir
einstaka tilviljun að mér tókst að
bjarga mér frá meiri háttar vand-
ræðum. Eiginlega á ég þá björgun
lestraráráttu minni að þakka. Ég
hef alltaf lesið í hverri minni tóm-
stund og er nánast alæta á lestrar-
efni. Blöðin les ég auðvitað spjald-
anna á milli. Ég var einn heima
að haustlagi og ég lagði mig eftir
matinn. Þá varð fyrir mér hálfs
mánaðar gamalt Morgunblað sem
ég hafði þegar þaullesið. Ég tók
það og fór að lesa auglýsingarnar
aftarlega í blaðinu. Þá rakst ég á
auglýsingu þar sem Rannsóknar-
stofnun landbúnaðarins óskaði eft-
ir húsi undir refi. Ég gaf þetta frá
mér þá en þetta sótti á mig eftir
á og á þriðja degi hringdi ég í síma-
númerið sem gefið var upp. Þá
voru þeir ekki búnir að finna hús
og út úr þessu kom leiga á refahús-
inu mínu til fjögurra ára og at-
vinna til jafn langs tíma. Þegar
ég kynntist betur þeim mönnum
sem ég samdi við fóru þeir að
gemsast með það að þeir væru
lengi að taka við sér í Ölfusinu.
Ég slapp fyrir horn og skulda nú
aðeins eina og hálfa milljón vegna
refaræktarinnar sem er betur
sloppið en gerðist með ýmsa aðra
sem í þessu lentu. Nú á ég tvær
kýr og el upp nautkálfa. Það er
nokkuð þægilegt nema hvað nú er
eitthvað að slakna á verðinu og
svo er ég að innrétta refahúsið
mitt fyrir hænsni, ég hef nýlega
gert samning um stofneldi hænu-
unga fyrir Reykjabúið í Mos-
fellsbæ. Maður er alltaf að byija
á einhveiju nýju. Það er svo sem
allt í lagi, hitt finnst mér verra áð
allt sem ég hef unnið að hefur
orðið nánast að engu. Húsin sem.
allt mitt ævistarf liggur í, eru orð-
in úrelt og verðlaus. Þegar upp er
staðið hefur allt mitt ævistarf kom-
ið fyrir lítið, það má segja að það
hafi lent í refskjafti."
Það kom fram í samtali mínu
við Jón Magnússon að sveitarbrag-
ur hér sunnan lands væri um margt
ólíkur því sem gerist á Vestfjörð-
um. „Einkum er fólkið öðruvísi,“
sagði hann. „Hér eiga allir að vera
ofan í skúffu og svo eru aðrir sem
eiga að hafa aðgang að skúffunni.
Það virðist eins og fjöldinn sé hér
ánægður með að vera undir ann-
arra yfirráðum. Þetta hefði ekki
nokkrum manni dottið í hug vestur
við Djúp. Þar vildu menn ráða sér
sjálfír og hefðu ekki linnt látum
fyrr en þeir væru lausir. Ég var
ákaflega hrifinn af Hannibal Valdi-
marssyni þótt ég ætti aldrei kost
á að kjósa hann sjálfan. Einhver
merkilegasta saga sem ég hef les-
ið er Vestfirðingasaga, ég var þijú
ára að lesa hana, hafði hana alltaf
við höfðalagið og las í henni £
kvöldin. Bækurnar hafa verið mér
það sem ferðalög hafa verið öðrum.
Ég hef lítið ferðast innanlands og
aldrei farið til útlanda. Ef ég ætti
þess kost að komast til útlanda
myndi ég helst vilja fara til Græn-
lands. Líklega er þessi löngun
tengd því að þegar ég var að alast
upp komu heim bækur í heftum
eftir Vilhjálm Stefánsson land-
könnuð. Heimskautalöndin unaðs-
legu var ein þessara bóka. Þetta
las maður ofan í kjölinn. En ég
hef alla mína ævi aldrei farið í
sumarfrí og raunar aldrei hingað
til átt lengra samfellt frí en tvo
daga í senn. En það er allt í lagi,
svona hefur þetta alltént orðið.“