Morgunblaðið - 29.08.1993, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1993
B 11
Steranotkun
Alnæmishætta, minni
eistu og persónu-
leikabreytingar
Læknablaðið Norsk medicin fjallar
um steranotkun og afleiðingar hennar
Síðari ár bendir allt til þess
að notkun stera nái langt út
fyrir raðir keppnisíþrótta-
manna, svokallaðir androg-
ena/anabola sterar koma æ
meira við sögu í smyglmálum í
Svíþjóð, segir Arne Ljungqvist,
prófessor við íþróttaháskólann
í Stokkhólmi, í grein sinni. Hann
bendir á að í Svíþjóð séu a.m.k.
hundrað þúsund manns sem
noti stera sér til skaða. Þar sem
vitað sé að skráðir keppnis-
íþróttamenn séu aðeins um
7.000 talsins og þeir gjaldi æ
meiri varhug við notkun ster-
anna sé augljóst, að flestir þeir
sem noti stera standi fyrir utan
íþóttahreyfinguna og séu flestir
á aldrinum 15 til 25 ára. Yngsti
ofnotandi stera sem vitað er um
í Svíþjóð var 13 ára. Þessar
upplýsingar kveður Arne vera
nyög í ætt við það sem fréttist
frá Bandaríkjunum og Ástralíu
um þessi efni.
Markku Alén yfirlæknir segir
að androgena- og anabolasterar
auki ekki vöðva né styrk þeirra
séu skammtar innan þess marks
sem læknar ávísa, þess vegna taki
ofneytendur tíu til fimmtíufalda
slíka skammta til þess að ná þeim
áhrifum sem þeir séu að sækjast
eftir. Hann varar í grein sinni við
áhrifum svo stórra skammta á
hormónabúskap líkamans og einn-
ig við aukinni hættu á eyðniveir-
usmiti í kjölfar sameiginlegrar
sprautunotkunar steranotenda.
Markku Alén bendir einnig á að
svo stórir skammtar af fyrrgreind-
um sterum 'hafi sýnt sig að leiði
til verulega minnkandi kyngetu
og jafnvel getuleysis meðal karl-
manna en til skeggvaxtar og ann-
arra karlmannlegra einkenna hjá
konum.
Gören Isacsson og Ulf Berg-
mann yfírlæknar gera í grein sinni
að umtalsefni þá tilgátu að ana-
bolasterar orsaki persónuleika-
breytingar hjá notendum. Þeir
segja að allir þeir sem komið hafa
á Huddingsjúkrahúsið í Svíþjóð og
hafi ofnotað stera sýni aukna árás-
arhneigð, sem líka sé að stefnt
því það auki æfingagleðina hjá
mönnum. Hjá nokkrum ofnotend-
um hafði þessi aukning orðið slík
að þeir hafí ráðist á fólk sem tefði
þá í umferðinni. Aðrir sýndu merki
þráhyggju og ofneyslu alkohóls.
Þeir nefna sem dæmi ungan mann
sem við ofnotkun stera varð niður-
dreginn og þunglyndur. Hann
reyndi að nota amfetamín til þess
að vinna gegn þessum áhrifum
steranna en það hjálpaði bara rétt
í bili. Þess vegna hætti hann allri
notkun stera og amfetamíns. Þrátt
fyrir það fékk hann hálfu ári
seinna ofskynjanir og önnur sjúk-
dómseinkenni sem sýndu fram á
að lyfjanotkun hans hafði valdið
honum varanlegum skaða. Niður-
stöður rannsóknar þeirrar sem
fram hefur farið á Huddingsjúkra-
húsinu eru að sögn læknanna þær
að notkun androgena/anabolstera
í stórum skömmtum virðist geta
kallað fram persónuleikabreyting-
ar eða geðsjúkdóma en strangvís-
indalega sé þetta ekki sannað.
Þeir benda á að notkun alkohóls
með ofnotkun stera geti leitt not-
andann út í ofbeldisaðgerðir. Þar
sem ofnotkunin sé orðin almenn-
ari meðal unglinga geti það leitt
þá til ógæfuverka.
íslenski heilsugæslulæknirinn
Pétur Péturson á Akureyri á grein
í umræddu tölublaði af Nordisk
medicin. Hann segir að þrátt fyrir
landfræðilega einangrun hafi á
íslandi talsvert verið um ofnotkun
hormónalyfja og annarra fíkni-
lyfja. Pétur segir ennfremur að
ofnotkun stera sé nú viðurkennt
heilsuvandamál á íslandi og í
framhaldi af því hafi forsvarsmenn
íþrótta- og heilbrigðismála komið
á framfæri upplýsingum um þann
skaða sem ofnotkun lyija veldur.
Hann bendir á að ýmsar slæmar
fréttir í þessum efnum hafa vakið
fólk til umhugsunar, svo sem þeg-
ar íslenskur kraftlyftingamaður
var metinn óhæfur til keppni
vegna lyfjanotkunar, talað var um
dauðsfall í tengslum við steranotk-
un, tiltekinn aðili hlaut dóm fyrir
hnífsstungu og bar að hann hefði
verið undir áhrifum anabolastera.
En þrátt fyrir þetta segir Pétur
að ekkert bendi til að lyfjanotkun-
in hafí minnkað á íslandi. Ofnot-
endur viðist vera algerlega ómót-
tækilegir fyrir öllum rökum og
sönnunum um skaðlega verkan
lyfjanna. Niðurstaða Péturs er: að
opna þurfí faglega umræðu um
hve umfangsmikið heilsuvandamál
ofnotkun stera sé. Hrópa þurfi
hátt um þau tíðindi sem verða á
þessum vígstöðvum. Gott samstarf
þurfi að takast við fjölmiðlafólk
um þessi efni.
FOSSHÁLSI 27
BIRGÐAVERSLUN
NÝJAR VÖRUR MEÐ
HVERRI SENDINGU ...
NÚ ER OPIÐ Á MÁNUDÖGUM LÍKA
t Mánudaga-föstudaga verðdæmi (staðgreitt);____________________
Mjólk og ostur með 5% afslætti
kl. 12-19 Drengjanærföt..................kr. 288,-
Morphy Richard hraðsuðuketill ..kr. 2.435,-
Laugardaga kl. 12-18 Fisher Price göngubíll.........kr. 3.032,-
* Ariel Ultra (og Colour) 5 kg.kr. 1.315,-
Sunnnudaga kl. 13-18 wc Dawn 36 rúllur.............kr. 623,-
OG VÖRUÚRVALIÐ ER STÖÐUGT AÐ AUKAST!
BETRISTOÐ ■ BETRIPJONUSTA!
Stórbreyting varð á aðstöðu Ræktarinnar um s.l. áramót,
MEIRIHÁTTAR TÆKJASALUR - PJÁLFUN ÖLL KVÖLD
Tækjasalurinn er orðinn 30% stærri. Mörg ný og fullkomin tæki. Ef þú villt æfa á afslöppuðum stað
með toppþjálfara við hendina og fjölbreytt æfingartæki er Ræktin rétti staðurinn fyrir þig.
Láttu sjá þig og við tökum vel á móti þér - því fyrr því þetra.
NÝTT FITUBRENNSLUNÁMSKEIÐ
Nýtt 8 vikna námskeið hefst miðvikudaginn 1. september. Fyrir byrjendur og þá sem vilja taka vel
á. Fitumælingar og viktun. Matarlistar og ráðleggingar. Fyrirlestrar um megrun og mataræði. Þeir
sem missa 8 kíló eða fleiri fá frítt mánaðarkort hjá Ræktinni. Nú er bara að drífa sig og koma
þessum lötu fitufrumum á óvart! Takmarkaður fjöldi kemst að. Skráið ykkur strax!
NÝTT: ÓLÉTTULEIKFIMI
A til Ö námskeið fyrir þá sem vilja leggja eitthvað á sig til að ná árangri.
TÍMATAFLAN í RÆKTINNI:
Mánudagur Þríöjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur
10:30-11:30 MRL + Pallar MRL + Pallar 11:00 Fitubr. opin
12:00 Karlatimar Karlatímar Karlatimar Kariatimar MRL + Pallar
14:00-15:00 MRL + Pallar MRL + Pallar 13:00 Pallar + æf.
15:30-16:30 Fitubrennsla Byrjendat. Fitubrennsla Byrjendat.
16:30-17:30 Pallar + œf. Oléttuleikfimi Óléttuleikfimi Fitubr. opin Byrjendat.
17:30-18:30 Þrek MRL + Pallar Þrek MRL + Pallar MRL + Pallar
18:30-19:30 MRL + Pallar Þrekhringur MRL + Pallar Þrekhríngur Fitubrennsla Byrjendat.
19:3020:30 Fitubrennsla Byrjendat. MRL Fitubrennsla Byrjendat. MRL
20:3021:30 Fitubr. opin Framhaldst. Pallar + æf. Fitubr. opin Framhaldst. Pallar + æf.
Fullkominn tækjasalur.
Vatnsgufa.
Fjölbreyttir þolfimitímar
á dýnulögðu
æfingagólfi.
Þrautreyndir kennarar.
Fjölskyldutilboð.
RBCIÍN!
DÚIMDUR STÖÐ
FROSTASKJÓLI 6
SÍMI 12815 & 12355