Morgunblaðið - 29.08.1993, Side 27
B 27
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1993
Menningarsamband aldraðra
á Norðurlöndum
Frá Margréti Friðriksdóttur
Undirbúningsfundur að stofnun
Menningarsambands aldraðra á
Norðurlöndum (Samnordisk Pensi-
onar Kultur) var haldinn að Hane-
holmen í Finnlandi í janúar 1982.
Menningarsambandið var svo form-
lega stofnað 12. ágúst sama ár.
Stofnendur voru einn frá hveiju
Norðurlandanna. Jónína Kristjáns-
dóttir var fulltrúi íslands, en aðal
hvatamaður að stofnun Menningar-
sambandsins var Bjarne Lonegren
frá Finnlandi. Síðan hafa verið hald-
in námskeið hvert ár til skiptis á
Norðurlöndunum. Árið 1985 var
námskeið haldið á íslandi á Hótel
Esju í Reykjavík. Þá var í fyrsta
sinn leikfimisýning eldri borgara,
en þar sýndu eldri borgarar úr
Kópavogi. Að þessu sinni var nám-
skeiðið haldið í Bændaskólanum á
Hvanneyri. Þátttakendur voru 60
talsins frá öllum Norðurlöndunum.
Sýslumaður Mýra- og Borgarfjarð-
arsýslu setti mótið. Kór Hvanneyr-
arkirkju söng undir stjórn Hannesar
Baldurssonar. Magnús B. Jónsson,
skólastjóri Bændaskólans, sýndi
okkur staðinn og söfnin þar. Helgi-
stund var í Hvanneyrarkirkju í
umsjá séra Agnesar Sigurðardóttur
og organisti var Hannes Baldurs-
son. Kvöldvökur voru haldnar og
kom þar margt skemmtilegt fram
frá hveiju landi, svo sem söngur,
dans, leikrit og sýning á íslenskum
þjóðbúningum. Storm Ljungren
flutti á sænsku þætti úr Egilssögu
um Skallagrím á Borg. Kennarar
og fræðimenn voru þama Erling
Ólafsson phil. cand með sögu ís-
lands og bókmenntir, séra Magnús
Guðjónsson með landafræði og jarð-
fræði og fl.
Kennslu á íslenskri handavinnu
önnuðust Dóra Sigfúsdóttir og
Kristín Guðmundsdóttir. Leikfimi
og dans) víkivaka og fl.) Elísabet
Hannesdóttir. Tónlist Kristín Pét-
ursdóttir. Farin var skoðunarferð
um Borgarfjörð. Leiðsögumaður
var Magnús Óskarsson. Síðasta
daginn var farið til Þingvalla, Gull-
foss, Geysis og í Skálholt, leiðsögu-
maður var Magnús Guðjónsson.
Það kvöld var kveðjuhóf á Hótel
Selfossi. Til skemmtunar var sýnd
glíma, Maria Vorre frá Danmörku
frumflutti ljóð um ísland, Kór eldri
borgara í Reykjavík söng undir
stjórn Kristínar Pétursdóttur, einn
af dönsku þátttakendunum, Nína
Agnete Fabricius, lék á fiðlu en síð-
an var ekið til Reykjavíkur.
Þeir sem sáu um þetta námskeið
vom Anna Sigurkarlsdóttir, Jónína
Kristjánsdóttir, Elísabet Hannes-
dóttir og Kristín Pétursdóttir.
Formaður sambandsins, Bent
Mártenson, frá Finnlandi lét af
störfum, en við formannsstarfinu
tók Tore Dahl Sandberg frá Dan-
mörku. Næsta námskeið verður
haldið í Danmörku 14. til 20. ágúst
1994. Allur aðbúnaður á Hvanneyri
var til fyrirmyndar. Þetta er í fyrsta
skipti sem ég tek þátt í slíku nám-
skeiði og fannst mér þetta frábær-
lega vel undirbúið, skemmtilegt og
fróðlegt. Anna og Magnús eiga sér-
stakan heiður skilinn fyrir hve vel
tókst til. Undirbúningur krefst mik-
illar vinnu, en vel var að öllu staðið.
MARGRÉT FRIÐRIKSDÓTTIR
Brekkubraut 1
Keflavík
LEIÐRÉTTINGAR
Rangt nafn
í frétt um umhverfislistaverk við
unglingageðdeildina við Dalbraut
var rangt farið með nafn myndlist-
arkonunnar sem átti hugmyndina
að verkinu. Hún heitir Bergljót
Kjartansdóttir en ekki Ragnars. Er
beðist velvirðingar á þessum mis-
tökum. __________
Rangt farið með
nafn
í frétt um tónleika á Sólon Is-
landus í blaðinu á föstudag, er rangt
farið með nafn eins tónlistarmanns-
ins, hún heitir Hekla Arnardóttir,
en ekki Hulda Arnardóttir. Er beð-
ist velvirðingar á þessum mistökum.
Ranglátur skattur
Frá Herði Þorkatli Ásbjörnssyni
NÝLEGA birtist í Morgunblaðinu
grein um innheimtu erfðaskatts (Sig-
rún Halldórsd.). Önnur saga, sem
sýnir hvernig slíkur flatur skattur
kann að verka á líf einstaklings, er
eftirfarandi:
Gamall maður deyr eftir fimm ára
sjúkrahúsdvöl og nánasti ættingi er
ein systir, sem er ellilífeyrisþegi.
Dánarbúið fólst í íbúðarhluta að
verðmæti 2,2 millj. kr. en peninga-
innstæða var lítil sem engin. Nú
hafði systirin hugsað um bróður sinn
sem öryrkja á efri árum og bjó á
sama stað, þannig að í raun og veru
veitti hún sama stuðning og maki
og/eða niðji. Ennfremur er víst, að
i þessu tilfelli sparaði hún ríki og
borg aðhlynningu til fjölda ára. En
launin sem þessi eini nánasti ættingi
fær frá þjóðfélaginu er staðgreiðslu-
skattur upp á 17-18%, sem er meira
en tvöföldun miðað við maka/niðja
(5-8%).
Til þess að eignast þessa litlu eign,
sem þarfnast viðhalds fyrir eina millj.
kr., er systirin sett í B fl. erfða í þó
að öll sanngirni mæli með slattlagn-
ingu í A fl. í þessu tilfelli verður
ellilífeyrisþeginn að greiða ríkinu
mörg hundruð þús. kr. í staðgreiðslu
en til þess verður hún að eyða öllu
sparifé sínu.
í innheimtu skattsins vantar heim-
ild til breytinga samkvæmt mati
skattstjóra, þegar aldur, skyldleiki,
efnahagur og aðrar aðstæður arftaka
mæla með því. Hér með er skorað á
skattayfirvöld að sýna öldruðum og
efnalitlum meiri tillitssemi í inn-
heimtu erfðaskattsins.
HÖRÐUR ÞORKELL
ÁSBJÖRNSSON
Njálsgötu 23, Reykjavík
Guðlaug, ekki
Guðlaugur
Þau mistök urðu í frétt um Skrúðs-
gleði á Fáskrúðsfirði í blaðinu í gær
að Guðlaug Hestnes, sem lék undir
söng, var nefnd Guðlaugur. Beðist
er velvirðingar á mistökunum.
með frönskum og sósu
=995.-
LISTDANSSKOI.I ISEANDS
lín}»jaleij»i 1 - Sími 67D11S
Inntökupróf verða dagana 1. og 2. september Lágmarksaldur er 9 ára.
Kennaiar: Ingibjörg Björnsdóttir. Alan Howarö. Auður Bjarnadóttir. Nanna Ólatsdóttir. David Greenall. Guðniundiir Helgason o.ll
Keflavík
Listdansskólinn helrlur
hallettnámskeið i
Ketlavik í vetur.
Kennslustaður:
Hatnargata 23.
Inntökupról verða
laugardaginn 4. sept-
emberkl. 14.00.
Skráning i sima 91-679188. «
STRÁKAR!
Boðið verður upp á sérstaka tíma
tyrir stráka i vetur.
Gamlir nemendur:
i vetur verða timar tvisvar í viku
tyrir gamla hallettnemendur. mánudaga
og miðvikudaga kl. 18.30-20.30
Nemendur trá fyrra ári komí
Iaugardaginn4. septemher milli
kl. 10.00 og 12.00 með stundaskrár.
UPPLYSINGAR OG SKRÁNING í INNTÖKUPRÓF Í SÍMA 679188 mánudaginn 30. og
þriðjudaginn 31. ágúst milli kl. 15.00 og 19.00. Kennsla hefst þriðjudaginn 7. september.
SEVEN
SEAS
Mikið
úrvalaf
prjónafatnaði
fyrirdömur
áöiium
Gluggmn
Laugavegi 40.
Frdbœrir vetrarlitir
US-2290
212 Itr. kælir - 78 Itr. frystir
Mál HxBxD: 147x60x57cm
Tvísk. m/frysti aö ofan
«st9l ■
US-1300
gerd us-1300 - staðgreitt kr. 265 Itr. kælir- 25 Itr. frystih.
Mál HxBxD: 140x60x57cm
Innb. frystihólf - Hljóölátur
39900
KR. 420 0 0 - MF.Ð AFBORGUNUM
RONNING
SUNDABORG 15
SÍMI 68 58 68
FAGOR
UC-2380
250 Itr. kælir-110 Itr. frystir
Mál HxBxD: 170x60x57cm
Tvísk. m/frysti að neðan
Tvöfalt Hitachi kælikerfi
US-2360
282 Itr. kælir - 78 Itr. frystir
Mál HxBxD: 171x60x57cm
Tvísk. m/frysti aö ofan