Morgunblaðið - 29.08.1993, Side 12
n b
MORGUNBLAÐIÐ MENIMINGARSTRAUMAR •SUNNIiUAGUK 29. ÁGÚST 1993
Morgunblaðið/Kristinn
Sólóskífa Stefán Hilmarsson einmana í hljóðverinu. .
fOLK
Bubble Flies.
MPLÖTUHAUSTIÐ
verður líflegt í meira
lagi og margt áhugavert
á leið á plast. Þar á
meðal er fyrsta breið-
skífa Bubble Flies, sem
tekin var upp á mettíma
fyrir skemmstu. Sveitin
átti eitt besta lag Núll-
disksins, en ekki er ljóst
hvort það er í hópi þeirra
12 laga sem verða á
væntanlegri plötu. Ann-
ars eru Blöðruflugurnar
að undirbúa mikið spilirí
til að fylgja plötunni
eftir, en hún á að koma
út í septemberlok eða
byijun nóvember.
UHLJÓMSVEITIN
frábæra Ham er komin
heim á ný eftir kynning-
arför til Bandaríkjanna.
Þar bárust Hamliðum
ýmis tilboð sem eru í
athug-
un, en
þeir
hyggja
á aðra
utan-
ferð síð-
ar á ár-
. Diskó Siguijón
Bkki Kjartansson.
verða
menn þó iðjulausir á
meðan, því Sigurjón
Kjartansson og Jó-
hann Jóhansson eru nú
að taka upp plötu með
Páli Óskari Hjálmtýs-
syni. Ekki er ljóst hvað
verður á plötunni, en
heyrst hefur að ætlunin
sé að gera diskóplötu.
Ham heldur svo fyrstu
tónleika eftir heimkom-
una í MR 8. september.
UEKKI er bara að ís-
lenskar sveitir sendi frá
sér plötur sem beðið er
með eftirvæntingu, því
margir bíða spenntir
eftir breiðskífu með
Nirvana. Sú er væntan-
leg á næstu vikum og
fyrir stuttu var skýrt frá
því að Pearl Jam, sem
nýtur hér mikillar hylli,
sendi frá sér nýja plötu
eftir rétt rúman mánuð.
Hörður
heldur
tónleika
HÖRÐUR Torfason,
nestor íslenskra trúbad-
úra, hefur haldið þeir sið
síðustu ár að halda
hausttónleika í Borgar-
Ieikhúsinu. A árum áður
voru þeir tónleikar kær-
komið tækifæri til að
kynna fyrir áheyrendum
hvað Hörður væri að fást
við ytra, því hann bjó þá
í Danmörku. Að þessu
sinni hefur hann og sitt-
hvað að kynna, því hann
er að vinna að breiðskífu
og viðrar mörg ný lög í
bland við eldri í Borgar-
leikhúsinu 3. september
næstkomandi.
Hörður segist hafa í
hyggju að kynna
breiðskífuna sem hann er
önnum kafinn við að taka
upp og lög af henni verði
meginuppistaðan, „en það
eru byijuð að berast til mín
óskalög eins og venjulega
og ég reikna með að spila
eftir hlé mikið af óskalög-
um, þá er óskastundin“.
Hörður segir að væntan-
leg breiðskífa verði dæmi-
gerð „Harðar Torfa plata“,
„ég verð einn með kassagít-
ar, kannski með bassafyll-
ingu þar sem þarf, enda er
ég bestur þannig. Ég vil
senda frá mér rólega plötu
og leggja áherslu á trúbad-
úrinn. Eg verð líklega einn
líka á sviðinu líka, en þó
gæti eins verið að einhveij-
■ir gestir kæmu til á síðustu
stundu.“
Nestor Hörður Torfason.
Einstakur Stefán
STEFÁN Hilmarsson gefur ekki setið auðum höndum
á þessu ári. Hann hefur spilað grimmt síðustu mánuði
með sveit sinni Pláhnetunni og gefið út ineð henni
breiðskífu sem samin var og tekin upp á mettíma,
aukinheldur sem hann hefur undirbúið af kappi sóló-
skífu, sem hann tekur nú upp og koma á út fyrir jól.
Stefán er þaulvanur
skorpuvinnu í hljóðveri
eftir veru í Sálinni, en hann
vill ekki meina að það sé
einmanalegt að vera að
þessu einn síns liðs, þó það
sé vitanlega óvanalegt,
„enda eru svo margir að
vinna að þessu með mér“.
Hann segist hafa þurft að
búa sér til tíma til laga-
smíða hvenær sem stund
hefur gefist frá Pláhnetu-
streði en hann semur flest
lög plötunnar í samvinnu
við aðra, fjögur lög með
Friðrik Sturlusyni og þijú
með Friðrik Karlssyni. Ékki
segir Stefán að platan sé
fullmótuð, „þessi sjö og eitt
lag til viðbótar steinliggja,
en ég er ekki alveg búinn
að loka lagavalinu, það eru
nokkur lög í sigtinu".
Stefán segist gefa sér
tíma fram í september til
að ljúka við plötuna, en þá
tekur við meiri vinna, því
hann þarf að fara að und-
irbúa spilirí til að fylgja
henni eftir. „Ég reikna nú
með því að ég hafi aðgang
að Pláhnetumönnum þegar
þar að kemur,“ segir Stef-
án, en þeir félagar sam-
mæltust um það í upphafi
að halda hópinn í það
minnsta fram að áramót-
um.
■ TODD Rundgren
hefur ekki notið al-
mennrar hyili, en þó ver-
ið virtur vel meðal popp-
fróðra og annarra tón-
listarmanna. Fyrir
skemmstu kom út með
honum ný breiðskífa,
No World Order, og
ekki fréttnæmt í sjálfu
sér, en hitt þykir frétt
að um sama leyti kom
út svokölluð CD-I útgáfa
af disknum. Á henni er
tónlistin klippt niður í
ótal nokkurra sekúndna
búta, einkonar tónlistar-
legókubba, sem hver og
einn, ef hann á annað
borð á CD-I spilara, get-
ur notað til að búa til
sína eigin plötu.
Til hvers er kvikmyndatónlistf
Hrein skemmti-
tónlist
**
Samtíningur Keiluhausar.
KVIKMYNDATÓNLIST greinist í tvo meginflokka,
annars vegar hreina skemmtitónlist sem notuð er
sem skraut eða til að undirstrika augnablik. Á hinn
bóginn er svo tónlist sem samin er beinlínis til að
falla að myndefninu, til að auka á áhrif mynd-
skeiðs, magna spennu eða koma áheyrendum úr jafn-
vægi. Dæmi um þá sem snjallir eru í hinu síðar-
nefnda eru snillingar eins og Alfred Newman, Ennio
Morricone og Nino Rota, en þeir sem koma við sögu
í fyrri hópnum eru legíó.
Kvikmyndatónlist af
síðari gerðinni er
ekki vænlegur söluvarn-
ingur, en þegar vel hefur
tekist til í að setja saman
safnplöt-
ur af fyrri
sortinni
hafa þær
selst í bíl-
förmum
og urn leið
verið hin
besta
auglýsing
fyrir myndina.
Kvikmyndaplötuútgáfa
stendur með blóma um
þessar mundir, enda hefur
noktun tónlistar í myndum
tekið mikinn kipp. Eins og
gengur hafa þær plötur
beinst að minsmunandi
markhópum, líkt og mynd-
irnar sjálfar, og nægir að
nefna svo ólíkar safnplötur
sem Sleepless in Seattle,
So I Married an Axe Murd-
erer, sem er með Mike
„Wayne" Myers í aðalhlut-
verki, Last Action Hero
sem státar af hormóna-
skrímslinu Amold
Schwartzenegger og Cone-
heads, sem Dan Acroyd ber
uppi.
Allar hafa plöturnar
nokkuð til síns ágætis og
til að mynda er Last Action
Hero fyrirtaks safn af
þungarokki í léttari kant-
inum, allt áður óútgefið,
þar sem hæst ber ágætt lag
AC/DC, Big Gun, aukin-
heldur sem Fishbone,
Megadeth, Alice in Chains
og Anthrax eiga spretti.
Ekki má svo gleyma rapp-
sveitinni Cypress Hill, sem
á öidungis fyrirtaks lag,
Cock the Hammer.
Tónlistin í mynd Mike
Myers, So I Married an Axe
Murderer, er Öllu nýstár-
legri en Hasarmyndahetj-
unnar, því þar eru á ferð
margar af björtustu vonum
rokksins um þessar mund-
ir. Lög á plötunni eiga Boo
Radleys, Toad The Wet
Sprocket, sem á frábært
lag, Suede, Spin Doctors,
eftir Árna
Matthíasson
The LA’s og svo mætti
áfram telja, en alls eru á
disknúm eliefú lög og Mike
sjálfur les ijóð. Ekki er
gott að meta plötuna í sam-
hengi við myndina, því sú
hefur ekki verið sýnd hér
á landi enn, en diskurinn
stendur vel fyrir sinu einn
síns liðs.
Sleepless in Seattle er
svo annað mál og öllu róm-
antískara. Sú mynd hefur
verið talin sönnun þess að
; rómaritík sé í;; sókn eftir
sólíalreal-
ískar ástir
og hrá-
klám síð-
ustu ára
og lögin á
disknum
eru nokk-
uð í sam-
ræmi við
það; As
Time Goes
By með
Jimmy
Durante,
Bye Bye
Blackbird________ ___
með Joe Hormónaskrímsll Schwartzenegger hasar-
Cocker, A myndahetja.
Kiss to
Build a Dream on með hausasafnið að flytjendur
Louis Armstrong og Back laganna eru fæstir upp-
in the Saddle Again með runalegir og til að mynda
Gene Autry svo eitthvað taka þeir Slash og Michael
sé nefnt. Gamaldags tónlist Monroe fyrir gamla Stepp-
sem kannski á vel við gam- enwolf slagarann Magic
aldags rómantík. Carpet Ride.
Diskurinn sem kenndur
er við Coneheads, eða keilu-
hausana, sem vakið hefur
mikla athygli í Bandaríkj-
unum, er meira í ætt við
samtíning sem spannar ára-
tugi, því þar eru gömul lög,
Kodacrome Pauls Simons,
Taínted Love, Magic Carpet
Ride og Can’t. Take My
Eyes off You í bland við
nýrri iög, þar á meðal fyrir-
taks lag REM, It’s a Free
World Baby. Líkiega vekur
mesta athygli við keilu-