Morgunblaðið - 29.08.1993, Side 20
MQKGUNBliAeiÐ jFQUC, IJTOTI'ÍII¥|s$nMí#0%R 39í AÁQÚST ,3i993
Morgunblaðið/Júlíus
LÖMBIN ÞAGNA
ÁRSGAMALT kjöt hefur nú
verið selt í hálfum skrokkum
í pokum á útsöluverði, en það
er í raun rétta verðið fyrir
það fitudrasl sem fyrirfinnst
í pokunum. Þegar búið er að
skera fitu og slög af lamba-
hryggi til dæmis, er aðeins
um 64% af kjötinu eftir sem
nýtanlegt er. Neytendur ættu
að hafa þetta í huga áður en
þeir stilla sér upp í biðraðir
til að komast yfir feitt sauða-
kjöt.
Lambahryggur er eitt af því
besta sem ég fæ, það er að segja
þegar búið er að framkvæma
ákveðnar skurðaðgerðir á hon-
um. í sumar heimsóttu mig út-
lendingar og hafði ég að sjálf-
sögðu lambahrygg á boðstólum
síðasta kvöld heimsóknarinnar
til að tryggja að þeir yfirgæfu
landið klökkir af hrifningu.
Undirbúningur fyrir þessa
síðustu kvöldmáltíð var hins
vegar gerður með pukri og leynd
eftir að gestimir vom komnir í
háttinn, því ég vildi ekki láta
þá sjá hvernig hinn heilagi, ís-
lenski lambahryggur liti út ótil-
hafður. í skjóli nætur, nokkrum
dögum fyrir kvöldmáltíðina,
gerði ég lýtalækningar á lamb-
inu, skar burtu mör og æða-
hnúta, slög og slepjulega fitu
og íjarlægði hina viðbjóðslegu
stimpla sem minna ætíð á
brennimerkingu nasista á gyð-
ingum í stríðinu.
I mörg ár hef ég viðhaft þess-
ar þöglu skurðaðgerðir á eldhús-
borðinu og litið á þær sem óumf-
lýjanleg örlög. Ég og þjóðin
höfum lifað á þessu feita lamba-
kjöti frá fæðingu og höfðum
hugsað okkur að lifa á því áfram
eða allt þar til við færum að
jarma. Hins vegar sætir lamba-
kjöt svo niðurlægjandi meðferð
í sölu að ég yrði ekki hissa þótt
lömbin hættu að jarma og þögn-
uðu fyrir fullt og allt. Yfirleitt
er lambakjöti hrúgað frosnu í
pokum og lofttæmdum umbúð-
um í kæliborðin meðan nostrað
er við nauta- og svínakjöt í kjöt-
borðunum.
Ég hafði þó aldrei áttað mig
á þeim vörusvikum sem höfð eru
í frammi af seljendum lamba-
kjöts fyrr en mér var bent á
ýmsar staðreyndir þar að lút-
andi.
Starfsfélagi minn sem er mik-
ill sælkeri og annálaður frí-
stundakokkur hélt kvöldverðar-
boð fyrir útlendinga og bauð
þeim að sjálfsögðu upp á hinn
heilaga, íslenska lambahrygg.
Hann viðhafði sömu skurðað-
gerð og ég, skar burtu slög og
fitu, en lét ekki þar við sitja
heldur vigtaði viðbjóðinn áður
en hann fór í ruslatunnuna og
kom þá stóri sannleikur í ljós.
Hann hafði keypt tvo lamba-
hryggi sem vigtuðu samtals
4.905 kíló. Kílóið var á kr.
734.00 og kostuðu þeir því sam-
tals kr. 3.600. Þegar hann hafði
snyrt hryggina til þannig að
þeir voru bjóðandi fólki, kom í
ljós að fitudraslið sem ónýtan-
legt var vigtaði hvorki meira né
minna en 1.792 kíló, eða 36.53%
af kjötinu. Það sem fór í tunn-
una kostaði sem sagt kr.1.315.
Af þessum tveimur hryggjum
sem vigtuðu tæp fimm kíló þeg-
ar þeir voru keyptir út úr búð,
var aðeins hægt að nýta 3.113
kíló. Það má því segja að kílóið
hafi verið keypt á kr. 1157.00
en ekki kr. 734.00
Á dögunum var mikil kjötút-
sala í Hagkaup. Birgðir tæmd-
ust fyrir hádegi fýrsta daginn í
Kringlunni og í Njarðvíkum voru
menn komnir í biðröð klukkan
hálfátta um morguninn til að
ná örugglega í útsölukjöt. Ég lét
ekki sjá mig á þessum stöðum.
í fyrsta lagi hef ég ekki geð í
mér til að standa í biðröð eftir
mat, rétt eins og ég búi í ein-
hveiju kommúnistaríki, og í öðru
lagi hafði ég engan áhuga á
vörunni.
Mér er spurn, hefði ekki verið
nær að hafa kjötið á lægra verði
í vetur sem leið til að menn
sætu ekki uppi með mörg þús-
und tonn af gömlu kjöti eftir
árið? Og hvernig stendur á því
að seljendur lambakjöts skuli
árum saman komast upp með
þau vörusvik sem ég tilgreindi
hér að ofan? Og hvers vegna
láta neytendur endalaust bjóða
sér upp á þessa fitubita?
Lambalqotið sem að undan-
fömu hefur verið auglýst á kr.
398.00 kílóið, er selt í hálfum
skrokkum sem þýðir yfirleitt að
menn fá eitt lambalæri með
slagi og hækli sem þarf að
henda, kótilettur úr hálfum
hrygg, nokkrar grillsneiðar sem
eru ekkert nema fita og bein,
örfáar illa sneiddar framhryggj-
arsneiðar og einhverja ólögulega
bita sem ætlast er til að menn
noti í kjötsúpu.
Ég keypti hálfan lamba-
skrokk í vor og á ennþá í frysti-
kistunni einhveija fítubita sem
voru seldir sem súpukjöt. í hvert
sinn sem ég segi við dætur mín-
ar: Jæja stelpur nú notum við
þessa bita í kjötsúpu, þá segja
þær „Oj“.
Það má segja þeim til afsök-
unar að þær eru neytendur
framtíðarinnar sem hafa ekki
sömu lyst á fitu og forfeðumir
höfðu og geta auk þess valið
úr kjöttegundum, sem þeir gátu
ekki. Þeir sem ákveða verð og
sölu á dilkakjöti í haust ættu •
að hafa þessar staðreyndir í
huga ef þeir vilja ekki sitja uppi
með heilu skipalestirnar af lam-
baskrokkum.
Kristín Maija Baldursdóttir
LÍKAMSRÆKT
Fitunni brennt
Svitinn bogaði í stríðum straumum af þeim 3p0 manns
sem tóku þátt í fitubrennsludegi í Stúdíó Ágústu og
Hrafns. Þolfimi var æfð stanslaust í þijá klukkutíma í öll-
um þremur sölum stúdíósins, þeir sem best vom á sig
komnir héldu út allan tímann. Flestir létu sér hins vegar
nægja að taka duglega á hluta tímans.
Þetta er í fjórða skiptið sem
fítubrennsludagur er haldinn í
Stúdíói Ágústu og Hrafns og
hafa kennarar oft verið með
uppákomur við kennsluna á
þessum degi, til dæmis kennt
í óvenjulegum búningum. Eftir
að fítubrennslunni lýkur er
jafnan grillað og svo var einn-
ig nú.
Hrafn Friðbjörns-
son og Þóranna
Rósa taka ræki-
Iega á með hópana
í þolfiminni.
Morgunblaðið/Ami Sæberg
LEIKLIST
Perlan stefnir á Belgíu
Leikhópurinn Perlan sýndi listir
sínar á afmæli Kringlunnar í
Reykjavík föstudaginn 13. ágúst
sl. Þrettán manna hópur sýndi
leikverkið í skóginum, eftir Sigríði
Eyþórsdóttur og Eyþór Amalds.
Nú er hafínn undirbúningur fyrir
ferð Perlunnar á alþjóðlega lista-
hátíð fatlaðra í Brussel í Belgíu,
sem haldin verður næsta vor. Þar
ætlar Perlan að sýna Mídas kon-
ung, verk sem byggir á gömlu,
grísku ævintýri í leikgerð Sigríðar
Eyþórssdóttur. Verið er að vinna
að fjárölfun fyrir 18 manna hópinn
sem tekur þátt í uppfærslu Mídas-
ar konungs.
Að sögn Sigríðar Eyþórsdóttur
leikstjóra Perlunnar verður þetta
kostnaðarsöm ferð: “Enn sem
komið er eigum við mun meira af
bjartsýni en peningum, en við von-
umst til að geta aflað fjár með
sýningahaldi hér heima og erum
tilbúin til að skemmta hjá félaga-
samtökum gegn vægu gjaldi, sem
allt mun renna í ferðasjóð. Við
látum okkur líka dreyma um að
það góða fólk sem áður hefur að-
stoðað Perluna með fjárframlög-
um og vinnu, sleppi ekki hendinni
af okkur.“
Uppsetning leikhópsins Perlunnar á Mídasi konungi er veisla fyrir augað.