Morgunblaðið - 29.08.1993, Side 28
28 B
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1993
ÞESSAR stúlkur héldu hlutaveltu til styrktar Blindrafélaginu og
'ívSrð ágóðinn 2.280 krónur. Þær heita Svava, Soffía, Hulda, Oddný
og Sigurlaug.
SPORTU
LAUGAVEGI 49
HELDUR ÁFRAM
Ódýrir skóla- og
leikfímiskór
»hUMMl^
Stockholm
Sterkir svartir leðurskór.
Nr. 37-45 (ekki 39)
Verö 2.990,-
ÚTSALA
Morten Frost
Nr. 30-39 og 40-43
Verð 1.490,- (áður 2.490,-)
Þetta er aðeins sýnishorn af þeim skóm
sem við eigum á útsölunni.
Mikið úrval af NIKE íþróttaskóm.
Einnig: íþróttagallar, stuttermabolir,
fótboltaskór, stuttbuxur o.fl. o.fl.
10% afsláttur af öllum öðrum vörum.
Við rúllum boltanum til þín.
Nú er tækifærið til þess
að gera góð kaup.
Póstsendum
SPORTVÚRUVERSLUNIN
SPARTA
Laugavegl 49 • 101 Reykjavík • síml 12024
BRÉF m, BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329
Herbert lemur fótastokkinn
Frá Baldri Hermannssyni:
Herbert Baldursson á fjármála-
deild Ríkisútvarpsins skrifar les-
endabréf í Morgunblaðið þann 26.
ágúst, ber saman fjárlög og efndir,
skellir skuld á Hrafn Gunnlaugsson
og lemur hart fótastokkinn.
Á það ber strax að líta, að þær
tölur sem Herbert nefnir, ná til ára
áður en hann sjálfur kom til starfa
hjá Ríkisútvarpinu og hann er alls
ókunnugur forsendum þeirra. Hins-
vegar ber svo vel í veiði, að ég er
þessum tölum gagnkunnugur, því
ég var kominn til starfa löngu á
undan Herbert, var í þjónustu séra
Emils Björnssonar, þess mæta
gáfumanns, og var honum innan
handar þegar lögð voru á ráðin um
fjárlög og framkvæmdir næstu ára;
seinna frétti Hrafn Gunnlaugsson
af leikni minni að naga blýanta, bað
mig um að koma á deildina til sín,
hvað ég gerði, og enn var Herbert
þessi ekki kominn til sögu, góðu
heilli.
Það er fljótsagt, að þær tölur sem
Herbert fer með sanna ekki nokk-
um skapaðan hlut og það er mér
ráðgáta hvers vegna hann flíkar
þeim í umræðunni. Og það er eins
og hver önnur skrýtla að gera Hrafn
Gunnlaugsson ábyrgan fyrir þeim
mismun, sem tölumar sýna. Að vísu
er það svo um Hrafn Gunnlaugs-
son, að vald hans kvað vera mikið
svo á jörðu sem á himni, en það
gengur ekki aði gera hann ábyrgan
fyrir orðum og gerðum annarra
manna.
Framúrkeyrslan mikla árið 1987
á sér eðlilegar orsakir. Verðlag
hækkaði langt umfram spár, út-
varpsstjóri tók ákvörðun um út-
sendingar á fimmtudögum og stór-
aukna framleiðslu á íslensku efni,
afnotagjöld hækkuðu stórlega í tví-
gang og ýtti það undir þessar
ákvarðanir.
Reyndar viðurkennir Herbert, að
yfirmenn Hrafns hafi krafist meiri
framleiðslu en áætlað var, en svo
óbjörgulega gengur blessaður
drengnum að hugsa, að í næstu
andrá segir hann að Hrafn hafi
ekki fengið heimild þessara sömu
yfirmanna til þess að láta viðbótar-
kostnaðinn auka heildarkostnaðinn!
Ekki botna ég í því að nokkur
maður skuli láta út úr sér aðra eins
þvælu, en kannski botnar Svavar
Gestsson í því, og það er auðvitað
fyrir mestu.
Kostuleg er sú staðreynd, að
þessi heimskulega árás Herberts
beinist eiginlega fremur gegn yfír-
manni hans sjálfs, Herði Vilhjálms-
syni fjármálastjóra, en Hrafni
Gunnlaugssyni, því ákvarðanir um
framleiðsluaukningu voru teknar
af útvarpsstjóra, og þá vitanlega í
fullu samráði við fjármálastjóra.
Gallinn við Herbert Baldursson
er sá, að hann hefur aldrei skilið
upp né niður í því sem hann er lát-
inn gera, eins og ótal ruglingslegar
skýrslur og bréf bera vitni um.
Hann var ráðinn til starfa vegna
þess að fjármálastjóri fékk ekki
hæfa menn í stöðuna, samanber
skýrslu Ríkisendurskoðunar um
fjármáladeild frá 1988. Hann byltir
sér í skjalabunkum með slíkum
flumbrugangi og gifuryrðum, að
stundum hefur yfírmaður hans, sá
dagfarsprúði Hörður Vilhjálmsson,
orðið að skipa honum að skrifa
embættismönnum Sjónvarpsins af-
sökunarbréf, en jafnvel það getur
hann ekki svo skammlaust sé.
En úr því að Herbert er genginn
í þjónustu hans hátignar, Svavars
Gestssonar, ætti hann að láta hann
hjálpa sér að útbúa annað lesenda-
bréf, afsökunarbréf til Hrafns
Gunnlaugssonar og lesenda Morg-
unblaðsins.
BALDUR HERMANNSSON,
Krummahólum 8, Rvík.
*
Anægður við-
skiptavinur
Frá Jónínu Dagnýju Hilmarsdóttur.
Ég varð fyrir þeirri reynslu að
það kviknaði í íbúðinni við hliðina
og miklar skemmdir urðu á minni
íbúð. Ég vil koma þakklæti á fram-
færi til starfsfólks Sjóvár-
Almennra, sem var alveg sérstak-
lega elskulegt. Það brá mjög skjótt
við og útvegaði mér aðra íbúð dag-
inn eftir brunann, sá um allan flutn-
ing, setti allt í hreinsun sem hægt
var að hreinsa og útvegaði mér
farsíma.
Sérstaklega vil ég þakka Rík-
harði hjá Sjóvá-Almennum og
Kristjáni sem var meðal þeirra sem
sáu um flutninginn.
Einnig langar mig til að minna
alla á, að vera tryggðir, því að þó
engum detti í hug að eitthvað geti
gerst hjá sér, þá veit maður aldrei.
JÓNÍNA DAGNÝ
HILMARSDÓTTIR,
Njarðargötu 37, Reykjavík.
r
MENNTASKOLINN
í KÓPAVOGI
FERÐAMÁLASKOLI
ÍSLANDS
NYIR MOGULEIKAR FYRIR ÞIG
Menntaskólinn í Kópavogi, sem er viðurkenndur móðurskóli
í ferðafræðum, býður nú öflugt ferðamálanám
í nýrri öldungadeild við skólann.
BOÐIÐ ER UPP Á TVEGGJA ANNA NÁM
EÐA STÖK NÁMSKEIÐ
HAUSTÖNN
Farseðlaútgáfa
Ferðafræði
Flugfélög
Hótel- og veitingahúsarekstur
Markaðsfræði ferðaþjónustu I
Þjónustusamskipti
VORÖNN
Farbókunarkerfi
Jarðfræði íslands f/ferðaþj.
Ferðalandafræði íslands
Ferðalandafræði útlanda
Ferðaskrifstofur
Markaðsfræði ferðaþjónustu II
Rekstur ferðaþjónustu
Stjórnun
V
KENNSLUTÍMI mán. - fös. frá kl. 18.00 - 21.40. Kennsla hefst 15.09.’93.
Nánari uppl. í síma 643033 frá kl. 9.00 - 14.00.
ATH. SKRÁIMIIMG STENDUR YFIR
MENNTASKÓLINN
í KÓPAVOGI
FERÐAMÁLASKÓLI
ÍSLANDS