Morgunblaðið - 29.08.1993, Side 29

Morgunblaðið - 29.08.1993, Side 29
12 bestu knattjjrautanmeistanarnip í tilefni aö landsleik íslands og Bandaríkjanna á Laugardalsvellinum, þriðjudaginn 31 ■ ágústkl. 20.00, munu 12þeir bestu úrCoca-Cola knattþrautum sumarsins sýna leikni sína fyrir leik og í leikhléi. Knattjjrautarsyning i Kringiunni SKRÁNING OG ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR HJÁ STJÓRNUNARFÉLAGI ÍSLANDS í SÍMA 621066 SíMduWBLAtííi)'1 VELVAKANDI < R 29. ÁGÚST 1993 Viltu viikja hœíileika þína til stóraukins árangurs og velgengni? Stöðugt fleiri bætast í hóp þeirra, sem mæla með þessu einstaka námskeiði, sem heitir „Phoenix - leiðin til árangurs66. Það stuðlar að stórauknum árangri í starfi jafnt sem einkalífi. Þetta námskeið er því fyrir alla. „Phoenix námskeiðið wrpað besla sem kom fyrir mig og mína jjölskyldu á síðasta ári. “ Þröstur Einarsson, vinnslustjóri Granda hf. „Phoenix námskeiðið er meðal bestu námskeiða sem ég hef sótt. A því lœrir hver og einn jákvœða sjálfsgagnrýni og að meta sjálfan sig og aðra að verð- leikum. Þetta námskeið erfyrir alla scm pora að skoða lilutina eins og peir eni í raunvenileikanum og vilja jinna bestu hugsanlegu lciðina til að auka lífsáncEgju í stafi og leik. Námsgögnin sem fylgja tryggja áframhaldandi nám og betri árangur en ég hef áður kynnst. „Þetta erfrábœrt námskeið og pað besta við pað er að pað nýtist mér jafn vel í dag og það gcrðifyrir ári, pegarég sótti námskeiðið." Hulda MjöU Hauksdótt.r. Friðþjófur Ó. Johnson, framkvæmdastjón O. Johnson & Kaaber. Námskeiðið byggir á fyrirlestrum af myndbandi með hinum þekkta fyrirlesara Brian Tracy. íslenskur skýringartexti fylgir. Fanný Jónmundsdóttir leiðbeinandi fýlgir þátttakendum í gegnum námsefnið með umræðum og íslenskri vinnubók. Hljóðsnældur með fýrirlestrum Brians Tracy fylgja öllu námsefni ef óskað er. j, Næstu námskeið: í Reykjavík: 1.-3. sept., 15.-17. sept. og 6.-8. okt Á Egilsstöðum: 15.-17. október. Akureyri: 29.-31. október. Tracy International Stjórnunarfélag islands Ökuljós geta afstýrt slysum Frá Sveini Ólafssyni: Mér hefir borist athugasemd útaf bréfi mínu til Morgunblaðsins fyrir skömmu, „Ökuljós í björtu ...“. Bréfið er frá aðila sem gefur ekki upp heimilisfang og ekki síma. Með því að efni þess krefst svars að mínu mati, tek ég bréfið upp hér á eftir svo lesendur geti áttað sig á hveiju er verið að svara. Bréf- ið hljóðar þannig: „Þessi grein þín í Mogganum er tómt rugl í þér. Það eina rétta í þessu máli er að allir ökumenn, sem eitthvað hugsa, kveiki aldrei ljós á bjartasta tíma ársins. Þessir fábjánar, sem eru að búa til alls- konar reglur, sem útilokað er að framfylgja, eru bölvaðir aular og ekkert annað. Þú ert kannski sami aulinn? Dettur þér kannski í hug að ökuljós hafi eitthvað að segja í glampandi sól og góðri birtu? Það ætti hver einasti maður sem ekur bíl að aka sínum bíl eftir aðstæð- um, bæði hvað ljós og annan útbún- að snertir. Ljósin gera ekkert ein- asta gagn nema í myrkri, þoku, hríð og drullu. Þó það sé í lögum að hafa ljósin kveikt, þá er það tómt bull og ætti ekki einn einasti maður að fara eftir því, vegna þess að það hefur enga þýðingu og hef- ur aldrei komið í veg fyrir eitt ein- asta slys í sól og björtu veðri. Næst þegar þú skrifar í Moggann þá skalt þú skrifa um þessa kjána, sem eru að búa til allskonar reglur að gamni sínu. Þeir hafa ekkert annað að gera. Það sanna öll þau mistök, sem hafa verið gerð í um- ferðarmálum okkar.“ Svo mörg voru þau orð. En ég verð að viðurkenna að í gegnum þennan heldur ósmekklega orða- flaum, sem að mestu verkar á mig eins og moðreykur af rakalausum fullyrðingum, sé ég ekkert annað en mann sem ekki vill sjá neitt nema sína eigin skoðun, byggða á hleypidómum og blindni og út frá þvi kemur svo sú niðurstaða að allt sem aðrir segi sé rugl og hans skoðun á málinu sé sú eina rétta. Þó eru þarna vissar glætur. Auðvit- að eiga allir að aka eftir aðstæðum, en er ekki einmitt þetta, það sem svo tilfinnanlega vantar? ef ég má spyrja. Það er ekki nóg að segja að menn eigi að gera slíkt, það þarf stundum, og oftast ef ekki alltaf, að hafa reglur og lög sem segja hvernig á að gera hlutina. Og spurningarnar auk fullyrð- inganna í bréfinu gefa ekki til kynna mikinn skilning á aðstæðum í akstri úti á vegum landsins. Ljós í björtu gefa skilmerkilega til kynna hvort bíll kemur á móti, eða fer í sömu átt, þegar engin ljós sjást eða sjást ekki á bíl á hinum kantinum langt framundan. Slikt getur skipt sköpum, ekki síður í björtu. Bréfrit- ari segir að það hafi aldrei forðað slysum. Hvernig veit hann það? Og hvaða mistök hafa svo verið gerð í umferðarmálum, nokkur önnur en þau, sem eru að kenna vegfarendum, sem ekki vilja fara eftir neinum reglum, af því að þeir skilja þær ekki, og vilja ekki sjá að þær eru þeim sjálfum, eins og öðrum, til öryggis og fara svo ekk- ert eftir þeim, af því að þeim finnst þær aulalegar og óþarfar. Hér kem- ur einmitt dæmi um afstöðu bréfrit- ara og fleiri til ökuljósanna í björtu. Rétt er samt að nefna annað dæmi. Það eru gulu línurnar á miðju þjóð- veganna, heilu línurnar. Þær eru viðvörun um hættu. En það eru margir, sem aka yfir þær fram úr (aka ekki eftir aðstæðum), þó þær séu viðvörun um hættu, og þó blátt bann sé lagt við slíku. Auðvitað er kannski afskaplega leiðinlegt að geta ekki farið fram úr hvar sem er. Það virðist mörgum finnast a.m.k. ef dæma skal eftir reynsl- unni. En hvað hafa ekki einmitt mörg hrpðaleg slys orðið af þeim sökum? Ég veit um allmörg. Það er t.d. hægt að slengja fullyrðingum um að þessar línur séu „gagnslausar“ og afstýri eng- um slysum. En slíkt dæmir reynsl- an sjálf sem rökleysu og viljaleysi til að sjá augljósar staðreyndir. Ökuljós í björtu hafa sama tilgang og gulu línurnar, þeim er ætlað að vara við hættu. Hver getur fullyrt um það hvort þau hafi afstýrt slys- um? má auðvitað spyrja. Svara má því, að það sé kannski ekki hægt benda á slíkt beint, en t.d. í Svíþjóð hefir reynslan sýnt samkvæmt staðtölum, að við notkun þeirra fækkaði slysum umtalsvert á veg- unumþar og því eru fleiri, eins og Þjóðveijar, að hugsa um að lögleiða ökuljós í björtu líka, auk þess sem þeir ætla að taka upp þá reglu til að afstýra aftanáakstri tuga bíla, að ef einn bíll kveikir rautt viðvör- unarljós að aftan, t.d. vegna snöggra breytina á skyggni, þ.e. þoku, sem hinir ekki sjá jafn fljótt, þá verða allir bílar á eftir að lækka ökuhraðann niður í 50 km. Þetta er dæmi um þaulhugsaðar ráðstaf- anir til öryggis, en ekki reglur bún- ar til „að gamni sínu“ af því að menn hafí ekkert annað að gera. Ég tel ekki ástæðu að fjölyrða frekar um þessar athugasemdir, en þótt bréfritari hafi komið með skoðanir sem stangast á við mína skoðun og að því er reynslan sýni raunverulegt hagkvæmt viðhorf, er samt ástæða til að færa honum þakkir, fyrir það tækifæri sem hann með athugasemdum sínum gefur til að gera þessu máli enn frekar skil en áður var gert, því margir eru haldnir sömu fordómum og hann setur fram, sem full ástæða er til að sýna fram á að eru engum til gagns og geta líka svo sannarlega skapað hættur í umferðinni, sem full ástæða er til að vara við og verður sennilega aldrei of mikið gert af. SVEINN ÓLAFSSON, Furugrund 70, Kópavogi. í sumar hefur VífilfeU hf framleiöandi Coca-Cola d íslandi, styrkt d annaö þúsund unga knattspymumenn um aUt land til þdtttöku í knattþrautum KSÍ Þriðjudaginn 31■ ágúst verða einnig knattþrautarsýningar á milli 15.00 og 16.00 i Kringlunni. Þar munu knattþrautarmeistaramir 12 bregða á leik og sýna ýmsar boltakúnstir. Dagskráþessi er hluti af Íslensk-Amerísku dögunum sem nú standayfir íKringlunni tilþriðjudagsins 31- ágúst. Forsala á leik ÍSLANDS - USA í Kringlunni alla daga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.