Morgunblaðið - 29.08.1993, Side 8

Morgunblaðið - 29.08.1993, Side 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR SUNNUDÁCUR 29. ÁGÚST 1993 Innilegar þakkir til allra sem heiðruðu mig og glöddu á sjötugs afmœli mínu. Sverrir Markússon, Borgarnesi. TIL NOREGS MEÐ HERJÓLFI Ákveðið hefur verið að Herjólfur taki farþega með er skipið fer í slipp til Noregs í september nk. Farið verður frá Eyjum föstudaginn 10. september og áætlað er að lagt verði af stað til baka frá Noregi 30. september. Skipið mun einnig geta flutt bíla í ferðinni. Verð fyrir siglinguna verður kr. 15.000,- fyrir fullorðna og er morgunverður innifalinn í verðinu. Verð fyrir bíl verður kr. 5.000,- Þeir sem áhuga hafa á ferð þessari eru beðn- ir að pánta far sem fyrst á skrifstofu Herjólfs í síma 98-12800 og þar eru allar nánari upplýs- ingar um ferðina veittar. lA herjólfur h.f. Pósthólf 129 — • 1792 & 1433 — Vestmannaeyjum — * 86464 — Reykjavík HILMHJIVEP KOKKHKUEmm ÁVKLLT FYKimmi - KOKKA-JAKKAR - KOKKA-BUXUR - KOKKA-HÚFUR - SVUNTUR - HÁLSKLÚTAR - TÖLUR (MARGIR LITIR) - KOKKA -SKÚR vmm, vbisiim, LYNGHÁLSI 3, SÍMI 677710 TILBOÐ ÓSKAST í Nissan Pathfinder SE V6, 4 dyra (litur svartur), árgerð’91 (ekinn 14þús. mílur), Ford Bronco IIXLT 4x4, árgerð '89, og aðrar bifreiðar er verða sýndar á Grensásvegi 9 þriðjudaginn 31. ágúst kl. 12-15. Tilboðin verða opnuð sama dag kl. 16. SALA VARNARLIÐSEIGNA SIDFRÆDI/Hvers vegna er ungu fólki kvöl að vól? KvalafiiUt valfrdsi „Hver sá, sem lætur heiminn eða sinn hluta heimsins móta stefnu sína í lífnu, hefur enga þörf fyrir aðra hæfileika en eftirsköpunar- listina." John Stuart Mill (Frelsið, bls. 116, H.Í.B. 1978). Bára hefur slitið bamsskónum og á að velja sér nýja skó. Foreldrar hennar fara með hana í skóbúð til að líta á úrvalið. Skósal- inn mælir eindregið með vinsæl- ustu skónum. Foreldrar Báru benda á skóteg- und sem er marg- reynd. Ókunnugt fólk í búðinni fer að ráðleggja henni við skóvalið. En Bára veit að henni er ætlað að velja sjálf. Hún mátar ýmsar þekktar tegundir sem fjöldinn allur þramm- ar á um göturnar. Hún hikar. Efi læðist að henni. Skórnir klæða hana bara ekki. Hún er lengi í búðinni og sölumaðurinn missir þolinmæðina. „Þú ert ómöguleg," segir hann. Foreldrar hennar taka að troða henni í skó sem þeir hafa valið. En stúlkan lætur ekki segj- ast. Hún mátar og mátar. Prófar lengi tiltekin skópör en er aldrei ánægð. Hún skilur að þetta er ekki léttvæg ákvörðun. Hún á eft- ir að spranga um heiminn í skónum sem hún velur. Loks fær hún hug- mynd. Hún gengur berfætt út úr búðinni. Hún ætlar að smíða sér skó eftir eigin höfði. Hver einstaklingur er nýr og ferskur fiskur. Hann hefur aldrei verið til áður og verður aldrei aft- ur. Hann hefur eitt líf til að lifa og af þeim sökum er engin ástæða til að herma eftir öðrum eða gera það sem aðrir hafa gert. Rithöf- undur sem apar eftir kollegum sín- um skrifar til einskis. Hver maður þarf að finna sinn eigin stíl á sama hátt og hver listamaður. Hann þarf að rannsaka sjálfan sig, hlusta á sína innri rödd og hlýða henni. Hann verður að þora að láta skoð- anir sínar í ljós, prófa þær og breyta síðan eftir þeim. Hann þarf að reisa líf sitt á eigin dómgreind og skapgerð. Það er til lítils að ganga veg lífsins á skóm sem eru of þröngir og aflaga fæturna. Það er viturlegt að afla sér þekk- ingar, kanna söguna, venjur og siði og rökræða skoðanir, en að lokum þurfum við að spyija: Hvað ætla ég að gera? Hvemig vil ég haga mínu lífi? Það styrkir að ganga á móti vindi. Það eflir að halda nýja braut. Það hvetur að gera það sem mann langar til þrátt fyrir úrtölur annarra, en það letur og slævir að gera eins og aðrir. Spurningin er að lifa lífinu lifandi eða dauður. Samfélagið hefur tilhneigingu til að steypa alla í sama mót. Það er skólaskylda og allt námið er samræmt. Jafnréttið á að felast í því að allir standi jafnir gagnvart sama kerfinu. En raunverulegt jafnrétti felst í því að enginn fái sömu meðhöndlun heldur hver í samræmi við sína persónu, ráða- breytni og andlega og líkamlega getu. Skólakerfið og samfélagið eru holdgervingar ófrumleikans. Kerfið gerir þeim erfítt fyrir og stundum verður líf þeirra óbæri- legt. Það er verst fyrir samfélagið sjálft og leiðir að lokum til hnign- unar. Ungt fólk kvartar gjaman yfir því að það viti ekki hvaða braut það eigi að velja sér í llfínu. Nem- endur rokka milli brauta í mennta- skólum og jafnvel stúdentar standa ráðþrota gagnvart framhaldinu. Þeir spyrja: Hvað á ég að gera? Hvað á ég að velja? Hvert er mitt áhugasvið? Og ef svörin láta á sér standa fylgja þau bara straumnum. Þetta er í rauninni mjög skiljan- legt, því það er ekki ýkja langt síðan að foreldrar völdu bæði fram- tíðarstörf bama sinna og maka þeirra líka! Ofurvald foreldra er heyrir blessunarlega sögunni til og ungt fólk upplifir Ioks að sá á kvö- lina sem á völina. Og þannig á það einmitt að vera. Vandinn er tilvist- arlegur. Unga fólkið verður sjálft að velja og ber fulla ábyrgð á vali sínu. Þess vegna er valið og á að vera erfitt. Það upplifir svo sterkt að hver persóna er sérstök og það sem hentar einum hentar ekki öðr- um. Ég tel að ofangreindur vandi kalli á ný fög inn í skóla. í raun hrópar hann og kallar á heimspeki- kennslu handa bömum. Það þarf að leggja rækt við gagnrýna og skapandi hugsun strax í barna- skóla. Það þarf að laða fram sér- staka hæfileika hvers barns og hjálpa því til að þroska þá og leyfa þeim að njóta sín. Gömlu steypu- mótin eru löngu brotin! Það þarf að glíma við tilvistarvandann, dauðann, guð, frelsið, ástina, hatr- ið, lygina, stríð og frið með heim- spekilegum hætti strax í æsku. Það þarf að svipta af hjúp blekkingar- innaxJil að börnin sjái smæð mann- legrar visku. Viðurkennum að eng- in veit erindi sitt á jörðu og að hver persóna stendur ein andspæn- is öllu. Leitum og spyijum nýrra spurninga. Rífum niður og byggj- um upp. Eins og þessi kynslóð fellur ekki vel í steypumót hinnar undan- gengnu, fellur barnið ekki vel í steypumót foreldra sinna. Hver maður þarf að skapa sér sín eigin örlög. Þess vegna þarf hann að spyija: Hver er ég? Hvað vil ég gera í lífinu? Tilvistarvandinn er sprottinn af þessu og enginn verð- ur hamingjsamur nema hann geri það sem hann vill. Og hvort sem það heppnast eða ekki þá gengur hann a.m.k. sinn eigin veg. Það versta sem við getum gert bömum okkar er að blekkja þau og telja þeim trú um að lífið sé fastmótað. Það þarf því að hjálpa þeim að skilja tilfinningar sínar og efla með þeim sjálfstæða hugsun. Virkja hugsunina, ekki slæva. Segja þeim að fylgja eðli sínu og ráða ráðum sínum sjálf, en um leið að fræða þau um hvað aðrir hafi gert hingað til. Aðeins þannig skapast svigrúm fyrir frumleika og sköpun. Speki: Frumleikinn fetar ekki I gömul spor eða fer í föt annarra. Hann vefur sér nýja flík og mark- ar spor. Fáir geta farið í fötin hans eða í spor hans stigið. Sumir vilja þó níða af honum skóinn. eftir Gunnar Hersvein Þjóólífsþanka 'X/Mótmœlastöður — aðTialdsaðgerðir? ÖryggisventiUinn NÚ ER Shimon Peres farinn heim til sín og við sitjum eftir með minninguna um milt bros hans, ég sá það raunar aldrei í návígi, til þess var ég of langt í burtu föstudaginn þann sem ég tók þátt í mótmælastöðu við Stjórnarráðshúsið, auk þess var ég gleraugnalaus og tárfellandi í rokstrekkingn- um sem stóð á okkur frá höfninni. Ég tók mér þarna stöðu ásamt vinkonu minni til þess að tjá í verki van- þóknun mína á stríðsrekstri eins og þeim sem ísraels- manna reka nú gegn Palest- ínumönnum og raunar skömm mína á hernaðarof- beldi hvar sem það birtist. Limlest böm með biðjandi augu, sjúkir, særðir og hjálp- arlausir - blóð og sorg - þessu var ég að mótmæla. Meðan beðið var eftir að Peres birtist íhugaði ég þá þýðingu sem slíkar mót- mælaaðgerðir hafa. í fyrsta lagi er það hinn aug- ljósi tilgangur, sá að sýna í verki andstyggð á of- beldi. Vissulega er aðhald nauð- synlegt öllum þeim sem stjóma. Mótmælastöður eru aðhaldsað- gerðir. í öðru lagi hafa mótmæla- stöður annan og ekki síður mikil- vægan tilgang. Þær em öryggis- ventill samfélagsins. Þegar innri þrýstingur eykst vegna erfíðra kringumstæðna í samfélaginu er nauðsynlegt að losa um hann á einhvern hátt. í heilbrigðum sam- félögum gegnir öryggisventillinn hlutverki sínu, í samfélögum, sjúk- um af ofbeldi og skoðanakúgun er gjarnan reynt að loka fyrir slíka ventla með þeim langtímaárangri að allt springur í loft upp. Þegar Peres kom út úr stjórnar- ráðinu í svörtu fötunum sínum sýndu viðbrögð manna þroskastig hins íslenska þjóðfélags. Mótmæl- endur hófu spjöld sín upp í rétt- stöðu og úuðu hæfilega hátt, með- an aðrir klöppuðu Peresi og hans mönnum lof í lófa. Á þetta hlýddu alvarlegir og fáskiptnir lögreglu- menn. Síðan steig Peres inn í lím- ósínu og mannfjöldinn gekk rólega á brott. Friðsamleg mótmæli stóð í blöðunum daginn eftir. Það voru orð að sönnu - sem betur fer. eftir Guórúnu Guðlaugsdóttur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.