Morgunblaðið - 02.09.1993, Qupperneq 1
72 SIÐURB/C
197. tbl. 81.árg.
FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER1993
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Shimon Peres um áhrif gagnkvæmrar viðurkenningar Israela og PLO
Gæti stuðlað að allsherj-
arfriði í Mðausturlöndum
í kurteisisheimsókn
YITZHAK Rabin forsætisráð-
herra Israels var viðstaddur
er barnaskóli var settur í
austurhluta Jerúsalem í gær.
Fór hann inn í bekkjardeildir
og var myndin tekin er hann
beygði sig til að heyra hvað
palestínskur piltur vildi við
hann segja.
Jerúsalem. Reuter, Daily Telegraph.
SHIMON Peres utanríkisráðherra ísraels sagði er hann tók á
móti egypskum starfsbróður sínum, Amr Moussa, í Jerúsalem
í gær, að gagnkvæm viðurkenning Israela og Palestínumanna
gæti orðið arabaríkjum hvatning til þess að aflýsa hernaðará-
standi gagnvart ísrael og stuðlað að allsherjarfriði í Miðaustur-
löndum. I gærkvöldi bárust fregnir af því úr friðarviðræðum
ísraela og grannríkja þeirra í Washington, höfuðborg Banda-
ríkjanna, að undirritun samkomulags Israela og PLO kynni
að tefjast vegna ágreinings um forsendur gagnkvæmrar viður-
kenningar.
Peres sagði að hægt væri að
undirrita samkomulag við Frelsis-
samtök Palestínumanna (PLO) um
takmarkaða sjálfstjórn þeirra á
Gazasvæðinu og í Jeríkó nú þegar
en sagði að viðurkenning á PLO
væri annað mál. Hennar yrði þó
ekki langt að bíða. Hanan As-
hrawi, talsmaður Palestínumanna í
friðarviðræðum araba við Israela,
sagðist í gær allt eins eiga von á
því að gagnkvæm viðurkenning
Israela og PLO gæti átt sér stað
samdægurs.
Reyndar bárust fregnir af því úr
samningaviðræðunum í Washing-
ton, að undirritun samkomulags
ísraela og PLO kynni að tefjast
vegna ágreinings um forsendur
gagnkvæmrar viðurkenningar.
Hermdu heimildir að samkomulagið
yrði ekki undirritað fyrr en sam-
komulag hefði náðst um það efni.
Norður-
lönd ryðja
brautina
Stokkhólmi, Jerúsalem.
Daily Telegraph. Reuter.
Utanrikisráðherrar Norður-
landanna fimm tilkynntu í gær
að ríkin fimm hefðu samþykkt
að greiða fyrir samkomulagi um
pólitiska Iausn á deilum ísraela
og Palestínumanna með því að
veita allt að einum milljarði sæn-
skra króna, jafnvirði 8,7 millj-
arða islenskra króna, til upp-
byggingarstarfs á hernumdu
svæðunum.
Helle Degn, ráðherra þróunar-
mála í Danmörku, sagði að Danir
væru tilbúnir að leggja til aðstoð
sem svaraði 250 milljónum' sænskra
króna. Sænska fréttastofan TT
sagði að framlag Norðmanna yrði
ámóta og Finnar myndu leggja
fram 60-70 milljónir. Hlutdeild Svía
væri enn óljós.
Fulltrúar bæði ísraela og Palest-
ínumanna létu í ljós von um að
þessi aðstoð yrði til þess að ryðja
brautina fyrir aðstoð frá fleiri ríkj-
um. Ráðgjafanefnd Palestínu-
manna hefur dregið upp sjö ára
áætlun um efnahagslega endurreisn
á hernumdu svæðunum sem talin
er munu kosta jafnvirði átta millj-
arða sterlingspunda, 850 milljarða
íslenskra króna.
Israelar segjast viðurkenna PLO að
því tilskildu að samtökin láti af
hryðjuverkum og lýsi afdráttarlaust
yfir því að ákvæði í stofnskrá PLO
um tortímingu ísraels séu úr gildi
numin. Sögðust samningamenn í
Washington vonast til þess að sam-
komulag tækist á næstu dögum og
samkomulag ísraela og PLO yrði
undirritað í næstu viku.
I aðalstöðvum PLO í Túnis sagði
Yasser Abed-Rabbo, háttsettur leið-
togi samtakanna, að gagnkvæm
viðurkenning myndi að líkindum
eiga sér stað á allra næstu dögum.
Leynifundur á Spáni?
Annar PLO-leiðtogi sagði í gær að
Sýrlendingar, Líbanir og Israelar
hefðu átt í leynilegum samningavið-
ræðum á Spáni að undanförnu.
Væri samkomulag um að ísraelar
skili Sýrlendingum Gólanhæðum og
hverfi frá sjálfskipuðu öryggissvæði
sínu í suðurhluta Líbanons nokkurn
veginn í höfn. Yrði það liður í vin-
áttusamningum ríkjanna þriggja.
Fulltrúar ísraela og Sýrlendinga
í friðarviðræðunum í Washington
neituðu í gær að leyniviðræður
hefðu átt sér stað á Spáni. Itamar
Rabinovich, aðalsamningamaður
ísraela, sagði að eftir atburði síð-
ustu daga yrði líklega ekki mark
tekið á þessari neitun. Hann sagði
að líklega kæmust ísraelar og Sýr-
lendingar að rammasamkomulagi
um gagnkvæma vináttu í þeirri við-
ræðulotu sem nú stæði yfir í Wash-
ington eða þeirri næstu.
Reuter
Clinton Bandaríkjaforseti boðar niðurskurð í landvömum
Mínni fækkun í Evrópu
og Asíu en búist var við
Washington. Reuter.
STJÓRNVÖLD í Bandaríkjunum hafa skýrt frá nýrri áætlun í varnar-
málum þar sem gert er ráð fyrir miklum niðurskurði næstu árin
en jafnframt að innlend vopnaframleiðsla verði treyst og Bandarík-
in hafi áfram öflugt lið í Evrópu og Asíu. Áætlunin var unnin í
varnarmálaráðuneytinu síðustu fimm mánuði og samþykkt af Bill
Clinton forseta.
Slitnar upp úr
Bosníuviðræðum
Genf. llcuter.
OWEN lávarður sáttasemjari í Bosníudeilunni sagði í gærkvöldi
að tillaga þeirra Thorvalds Stoltenberg um frið í Bosníu væri enn
til umræðu þó leiðtoga þjóðarbrotanna þriggja greindi enn á um
kort að þrískiptingu landsins.
Sú viðræðulota sem hófst í Genf
á þriðjudag fór út um þúfur í
gær. Fulltrúar Bosníu-Króata sök-
uðu múslima um hvernig farið
hefði og Franjo Tudjman forseti
Króatíu sagði ekkert annað en
áframhaldandi stríðsátök blasa við.
Owen lávarður gaf hins vegar aðra
mynd af átökunum við samninga-
borðið. „Það slitnaði upp úr vegna
ósamkomulags um skiptingu Bosn-
íu. Það vilja allir fá meira land og
enginn er tilbúinn að gefa nógu
mikið eftir,“ sagði Owen.
Bosníu-Serbar komu til móts við
kröfur múslima og buðust til að
láta af hendi þriggja kílómetra
breiða ræmu sem tengdi svæði
múslima við borgina Gorazde og
vegatengingu við bæina Zepa og
Srebrenica en neituðu að skila
borgum í héraðinu Bihac í vestur-
hluta landsins. Króatar neituðu
hins vegar að láta múslimum eftir
hafnarborgina Neum við Adríahaf.
Vonsvikinn
ALIJA Izetbegovic vonsvikinn
eftir að upp úr friðarviðræðum
slitnaði í Genf í gær.
Búist er við hörðum deilum um
áætlunina á þingi. Clinton hyggst
ganga talsvert lengra í niður-
skurði en forveri hans, repúblikan-
inn George Bush, ætlaði sér.
Á næstu þrem árum verður
fækkað í herliðinu, úr 1,7 milljón
í 1,4 milljón manna en mjög lítil
fækkun verður í liðsafla landgöng-
uliða flotans.
-Athygli vekur að mælt er með
því að Bandaríkin hafi 100.000
manna lið og rúmlega 150 orrustu-
þotur í Evrópu og jafnmikið lið í
Austur-Asíu, þ. á m. Suður-Kóreu
og Japan.
Áður hafði verið talið að Clinton
vildi fækka enn meira í bandaríska
liðinu í Evrópu. Herstöðvum í
Bandaríkjunum sjálfum verður
fækkað verulega.
Dregið úr hergagnasmíði
Dregið verður úr smíði nýrra
herskipa og flugvéla, samt bætt
við árásarkafbáti af Seawolf-gerð
en slíkt skip kostar um 70 millj-
arða króna. Flugvélamóðurskip
verða alls 12, tveim fleiri en Bush
hafði ráðgert. Stefnt er að því að
í flotanum verði alls 340 skip um
aldamótin; þau eru nú um 450.