Morgunblaðið - 02.09.1993, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1993
11
Inga Sigríður Ragnarsdóttir
Ur málmsmiðju
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
Myndlistarkonan Inga S.
Ragnarsdóttir vinnur með sanni
á öðrum nótum í skúlptúrum sín-
um en faðir hennar Ragnar
Kjartansson gerði.
Á ég hér ekki einasta við inn-
takið heldur líka aðferðirnar, en
Inga sótti menntun til fagurlista-
skólans í Múnchen, þar sem læri-
meistarinn opnaði augu hennar
fyrir formrænni fegurð þess sem
finna má á ruslhaugum t.d. bíl-
hræjum. Þetta er ekkert nýtt í
skúlptúrlistinni, og hefur í meira
og minna mæli verið iðkað frá
fyrstu áratugum aldarinnar. En
á seinni tímum hefur sköpunar-
ferlið verið hafið til meiri vegs
en áður, og hlotið'almennari út-
breiðslu meðal listamanna og þá
einkum yngri kynslóða. Er það
mikið til komið vegna þess að
hinir eldri áhangendur aðferðar-
innar hafa komist í lykilstöður í
skólum og hafa útbreitt kenning-
ar sínar og þá gjarnan með nýrri
heimspeki og á öðrum forsend-
um. Þetta með nýju forsendurnar
getur stundum verið æði frum-
legt sé leitað undir yfirborðið, og
á dögunum las ég t.d. í blaði, að
Súmmerarnir hafi komið rýminu
inn í íslenzka list. Hvernig í
ósköpunum fóru þá fyrri lista-
menn að, ef þeir unnu ekki í rým-
inu, og minna má á að rýmið
hefur verið ein af grundvallar-
kenningum skúlptúrlistarinnar
allt frá antíkinni. Rýmið í kring-
um styttur Forn-Grikkja þótti
ekki hafa minna vægi en fyrir-
ferðin; „massinn".
Fleiri og fleiri listamenn hafna
hinum fornu aðferðum, stein- og
marmarahögginu, svo og mótun
í leir, en taka upp fijótvirkari
aðferðir með aðstoð nútímatækn-
innar. Jafnframt því sem þessi
iðja helgast af hinu meinta ný-
yrði „skúlptúr“, sem er þó ein-
faldlega skilgreining á mynd-
höggi og list rúmtaksins og hefur
verið um árþúsundir.
Að menn hagnýti sér nýja
tækni er mjög svo eðlilegt og
jafnvel lofsvert, en það úreldir
alls ekki fyrri vinnubrögð.
Þannig sá ég ferkantaða stein-
blokk eftir myndhöggvarann
Ulrich Rúckriem á safni í Bonn
sl. sumar, sem geislaði af innri
krafti og virtist mér hann mun
frekar hogginn með gömlum
verkfærum en sagaður með
áteinsög, þau hafa a.m.k. komið
við sögu í ferlinu.
Núlistir helgast þannig engan
veginn af nýtækni heldur meira
en nokkru sinni af andlegri orku
og hugkvæmni við útfærslu lista-
verkanna, og sjaldan hafði mér
verið ljósara, en frammi fyrir
steinblokk Rúckriems, að eitt er
kubbur og annað listrænn kub-
bur.
Vinnustofa Ingu S. Ragnars-
dóttur er mun frekar nútíma
málmsmiðja eða blikkverkstæði,
en mótunaraðstaða upp á gamla
skólann og auðvitað er nákvæm-
lega ekkert við því að segja. Mik-
ið er þó aðkoman önnur og hrárri
á slík verkstæði, en það er svo
auðvitað allt annað mál.
Menn verða líka að nálgast
verk Ingu og samheija hennar í
listinni með nokkru öðru hugar-
fari en verk myndhöggvara sí-
gildu miðlanna og er farsælast
að gera sér það ljóst í upphafi.
Verk Ingu í fremri sal listhúss-
ins einn einn, eru unnin í stúkk-
marmara, stál og blikk. Má orða
það svo, að hún rammi inn marm-
arann með blikkinu og að mínu
mati ferst henni það mjög vel
úr hendi í tveimur tilvikum, sem
eru aflangt verk á endavegg og
lítið í háklassísku rammaformi á
hægri vegg. Hér er smíðin mjög
traust og yfirveguð og formið
hreinna og klárara en í öðrum
myndunum í salnum, en í sumum
þeirra er smíðin ónákvæm og
myndverkin undin. í innra her-
berginu eru minni skúlptúrar og
hér hefur listakonan iogsoðið í
sundur einstaka hluta úr bifreið-
um og mótað úr þeim sértæk
form.
Leikurinn gtur verið í seinn
spennandi og hrifmikill, en verkin
njóta sín einhvern veginn ekki í
salnum. Má það í og með vera
vegna þess að fallegi gamli kol-
svarti ofninn, og hlaðni múrvegg-
urinn í bakgrunninum eins og
öðlast nýtt líf í nágrenni
skúlptúrverkanna, og sjálft rýmið
yfirgnæfir þarmeð myndverkin á
veggjunum. Sýningunni í Gallerí
1 1 lýkur í dag, fimmtudag.
Píanóleikur
Tónlist
Jón Ásgeirsson
Þriðjudagstónleikunum í Lista-
safni Siguijóns Olafssonar lauk
með tónleikum píanóleikarans Pet-
er Máté. Á efnisskránni voru verk
eftir Debussy, Janácek, Martinu,
Rakhmanínov, Liszt og Chopin.
Tónleikarnir hófust með Gleðieyj-
unni eftir Debussy, glæsilegu
píanóverki, sem var að mörgu leyti
vel leikið en það var í Sónötunni
1. oktöber, 1905, eftir Leos Janác-
ek, sem leikur Máté var stórkost-
lega vel útfærður, sérstaklega
fyrri þátturinn, sem nefnist Fyrir-
boði en sá seinni, er ber yfirskrift-
ina Dauði er hins vegar sérkenni-
lega lífvana og það er í anda þessa
sérkennilega tónskálds, að túlka
dauðann með þeim hætti.
Tveir leikandi léttir og skemmti-
lega alvörulitlir tékkneskir dansar
eftir Martinu, voru aldeilis glæsi-
lega leiknir. Prelúdía í gís-moll,
op. 32 nr. 12, eftir Rakhmanínov
er fallegt verk. Léttleikinn á að
vera í fyrirrúmi og einmitt þannig
var leikur Máté. Ástardraumurinn,
eftir Liszt er að sönnu fallegt verk
en frekar lítil nýnæmni í að heyra
þetta gamla glansnúmer, jafnvel
þó það væri flutt af þokka og
„múskaliteti".
Ijjögur verk eftir Chopin voru
næst á efnisskránni allt frægar
kanónur, Impromtu í As-dúr, op.
29, Scherzo í b-moll, op. 31, Es-
dúr Næturljóðið, op. 9 nr. 2 og
tónleikunum lauk með Polonaise í
As-dúr, op. 53. Peter Máté er
„brilliant" píanóleikari og var leik-
ur hans í „skersóinu“ og „pólónes-
unni“ stórkostlegur og smá feil-
skot í því seinna var aðéins til að
undirstrika mannlega þáttinn.
Leikur hans var hárómantískur og
víða lék hann mjög fallega með
hraða og styrkleikabreytingar og
náði að undirstrika öll kaflaskil
einstaklega vel. Máté er bráðfær
píanóleikari og ekki aðeins að
tækni hans sé mikil heldur liggur
honum ýmislegt á hjarta, er leitar
fram í tónmáli verkanna, sterkum
andstæðum í hljómblæ, hæglátum
leik með viðkvæmt lagferli og eld-
ingahröðum tónlínum, sem glitra
í öruggu tóntaki hans, m.ö.o., Pet-
er Máté er frábær listamaður.
HASKOLABIO
SÍMI 22140
l>U III I UH GAMAN AÐ l>VI AÐ GÆGJASl