Morgunblaðið - 02.09.1993, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1993
Fimm leikrit verða sýnd hjá Leikfélagi Akureyrar á tuttugasta afmælisári atvinnuleikhúss
Tekist á við lífið af
öllu afli á afmælinu
FIMM leikrit verða sýnd hjá Leikfélagi Akureyrar í vetur þegar
þess verður minnst að 20 ár eru liðin frá því stofnað var atvinnuleik-
hús á Akureyri. Leikárið hófst formlega í gær og við það tækifæri
kynnti Viðar Eggertsson leikhússtjóri þau verkefni sem tekin verða
til sýninga í vetur. Hann sagði að nú þegar leikhúsið stæði á tvítugu
yrði tekist á við lífið af öllu afli, blásið yrði í lúðra og þess minnst
með stolti að atvinnuleikhús hefði starfað í bænum í tvo áratugi.
Ferðin til Panama
Fyrsta verkefni vetrarins er leik-
ritið Ferðin til Panama eftir Janosch
Aðalfundur Eyþings
Rætt um H A
og atvinnulíf
EYÞING, samtök sveitarfélaga í
Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum,
heldur sinn fyrsta aðalfund á Ak-
ureyri í dag, fimmtudag og á
morgun föstudag. Háskólinn á
Akureyri og tengsl hans við at-
vinnulífið verður aðalmál þings-
ins, en einnig verður kynnt tillaga
Umdæmanefndar um sameiningu
sveitarfélaga.
Þingið verður haldið á Hótel
KEA. Síðdegis í dag verður ’rætt
um tengsl Háskólans á Akureyri
við atvinnulífið og starfsemi skólans
kynnt.
Nýsköpun í sjávarútvegi
Á morgun, föstudag, flytur Krist-
ján Kristjánsson fyrirlestur um
Háskólann á Akureyri og eflingu
atvinnulífsins, þá flytur Jón Þórðar-
son fyrirlestur um Háskólann á
Akureyri og nýsköpun í sjávarút-
vegi og loks flytja þeir Valtýr Sigur-
bjarnarson og Ari Teitsson fyrirlest-
ur um áhrif samdráttar í landbún-
aði á tekjur sveitarfélaga.
í leikgerð leikhóps LA sem Ingunn
Jensdóttir leikstýrir. Þarna er um
að ræða ævintýrasýningu fyrir börn
og verður frumsýning í Grímsey 19.
september næstkomandi. Síðan
verður haldið í leikför um Norður-
land og lokasýningin verður í Hrís-
ey. Viðar sagði að ósérhlífni starfs-
fólks gerði kleift að unnt væri að
ferðast um með sýninguna og gefa
þannig sem flestum kost á að sjá
hana. Hann sagði félagið hafa sið-
ferðilegum skyldum að gegna við
alla Norðiendinga, þær væru ekki í
lögum þess heldur siðferðilegar.
Afturgöngurnar
Liðin eru 46 ár frá því LA sýndi
síðast verk eftir Henrik Ibsen þegar
Brúðuheimilið' var sýnt á fjölum
Samkomuhússins, en annað verkefni
LA í vetur verður sýning á Aftur-
göngum Ibsens sem frumsýnt verður
15. október. Leikstjóri er Sveinn
Einarsson, en hann setti verkið upp
í Kaupmannahöfn síðastliðinn vetur
við góðar undirtektir. Sigurður
Karlsson er gestaleikari frá Borgar-
leikhúsinu og þau Kristján Franklín
Magnús og Rósa Guðný Þórsdóttir
leika einnig í verkinu, en þau eru
öll að leika í fyrsta sinn hjá LA. Auk
þeirra leika þau Sunna Borg og Þrá-
inn Karlsson í Afturgöngunum, en
fyrsta æfing verksins var í gær.
Ekkert sem heitir - átakasaga
Jólaleikritið í ár er splunkunýr
íslenskur skemmtileikur, sem ber
heitið Ekkert sem heitir, átakasaga
og streymir um þessar mundir úr
penna höfundar sem kallaður er
„Heiðursfélagi" en nafn hans verður
ekki gefið upp strax að sögn leikhús-
stjóra. Leiknum er ætlað að létta
lund fólks um miðbik vetrar. Leik-
stjóri verður Hlín Agnarsdóttir.
Par á bar
í janúar verður frumsýnt leikritið
Par á bar eftir Jim Cartwright í
þýðingu Guðrúnar Bachmann og
leikstjórn Hávars Siguijónssonar, en
hann leikstýrir í fyrsta sinn hjá LA.
Hinir gamalreyndu leikarar Þráinn
Karlsson og Sunna Borg leika hjón-
in sem eiga barinn og þau leika líka
alla gestina sem rekast þar inn, alls
14 hlutverk. Leikritið er, að sögn
Viðars, hnyttið, áleitið og óvenjulegt
en um venjulegt fólk, en höfundur
þess Jim Cartwright einn athyglis-
verðasti leiritahöfundur Breta um
þessar mundir, hann er einnig höf-
undur Strætis sem sýnt var í Þjóð-
leikhúsinu á síðasta ári.
Óperudraugurinn
„Það er hefð hér hjá Leikfélagi
Akureyrar að enda leikárið með
músíkleik og við væntum þess að
verkið sem frumsýnt verður í vor
verði enginn eftirbátur þeirra sem
áður hafa verið sýnd,“ sagði Viðar,
en seinnipartinn í mars verður
Óperudraugurinn (Phantom of the
Opera“ eftir Ken Hill frumsýnt hjá
LA í leikstjórn Þórhildar Þorleifs-
dóttur. Hún leikstýrir aftur hjá fé-
laginu eftir 10 ára hlé; en síðast
setti hún upp metaðsóknarsýning-
una My Fair Lady. Tónlistin í verk-
inu er eftir þekkt tónskáld, Mozart,
Verdi og Offenbach, þekktar aríur
úr verkum þeirra eru fléttaðar inn
í verkið. Viðar sagði að ekki yrði
gert opinskátt um hveijir yrðu á
sviðinu strax, en leit stæði yfir að
leikurum og söngvurum.
Strýta bauð í eiguir
þrotabús K. Jónssonar
EITT tilboð barst í eignir þrotabús Niðursuðuverksmiðju K. Jónsson-
ar, en frestur til að skila inn tilboðum rann út um miðnætti í fyrrinótt.
Tilboðið var frá Strýtu hf. fyrir
hönd óstofnaðs hlutafélags, en
Strýta hefur leigt rekstur þrotabús-
ins síðustu mánuði eða frá því
skömmu eftir að Niðursuðuverk-
smiðja K. Jónssonar var lýst gjald-
þrota. Tilboð Strýtu hljóðaði upp á
103 milljónir króna og er bæði í
fasteignir og vélar þrotabúsins.
Áður hafði borist tilboð frá Lands-
banka íslands að upphæð 75 millj-
ónir króna en það var einungis í
fasteign búsins.
Veðhafafundur
Ólafur Birgir Árnason, skipta-
stjóri þrotabús Niðursuðuverk-
smiðju K. Jónssonar, sagði að á
morgun, föstudag, yrði fundur með
veðhöfum þar sem rætt yrði um
tilboðið en að honum loknum ætti
að liggja ljóst fyrir hvort því yrði
tekið eða hafnað.
Tilboð Strýtu stendur fram á
laugardag. Eigendur Strýtu eru
Rekstrarfélag Landsbanka íslands,
Samheiji og Kaupfélag Eyfirðinga.
p i i * Morgunblaðið/Golli
Vofflur í upphafi leikars
STARFSFÓLK Leikfélags Akureyrar kom saman í gær í upphafi nýs
leikárs en þess verður í vetur minnst að 20 ár eru liðin frá því atvinnu-
leikhús tók til starfa i bænum. í tilefni dagsins var boðið upp á vöfflur
og rjóma sem þeir Aðalsteinn Bergdal og Kristján Franklín Magnús eru
í óða önn að fá sér, en til vinstri við þá bíða þau Þórey Árnadóttir,
Dofri Hermannsson og Ingvar Björnsson eftir að komast að.
Innritun í Tónlistarskólann að ljúka
Óperudeild verður
við skólann í vetur
ÓPERUDEILD verður starfandi við Tónlistarskólann á Akureyri í vet-
ur og er það í fyrsta sinn sem íslenskur tónlistarskóli starfrækir slíka
deild. Þá verður í vetur starfandi við skólann sinfóníuldjómsveit með
þátttöku nemenda úr öðrum norðlenskum tónlistarskólum. Kennsla
hefst við skólann 20. september næstkomandi, en innritun lýkur á
morgun, föstudag.
Tónlistarskólinn á Akureyri hefur
fengið til liðs við sig hollenskan söng-
þjálfara, Gerrit Schuil, sem m._a. mun
starfa við óperudeildina. Áhersla
verður lögð á að þjálfa samhæfingu
leiklistar og söngs. Æfð verða atriði
úr óperum sem sýnd verða næsta vor.
Rós í hnappagatið
Guðmundur Óli Gunnarsson skóla-
stjóri Tónlistarskólans á Akureyri
sagði óperudeildina vera nýja rós í
hnappagat söngdeildar, en deildin
hefði vaxið mjög á undanförnum
árum og væru nú um 70 nemendur
þar við nám. Skýringin á öflugri
starfsemi söngdeildar væri m.a. að
hæft fólk starfaði þar við kennslu
og eins hefði starf kóranna eflst
mjög síðustu ár, gerðar væru meiri
kröfur til kórfélaga þannig að þeir
sækja sér í síauknum mæli menntun-
ar. Söngdeild skólans sýndi Ástar-
drykkinn við miklar vinsældir síðasta
vor, en áður hafði deildin flutt kafla
úr þekktum óperum.
Innritun í skólann lýkur á morg-
un, föstudag, en þegar hafa um 520
skráð sig til náms við skólann, sem
er heldur færra en á síðasta ári, að
sögn Gunnars Frímannssonar rekstr-
arstjóra. Hann sagði greinilegt að
þar gætti áhrifa samdráttar í at-
vinnulífi og þar með tekjum fólks.
Sinfóníuhljómsveit
Forskóli verður með svipuðu sniði
og áður, en til að öiva aðsókn í hann
hafa skólagjöld verið lækkuð. Þá
verður í vetur starfandi sinfóníu-
hljómsveit innan skólans með þátt-
töku nemenda úr öðrum tónlistar-
skólum á Norðurlandi og er áætlað
að hljómsveitin haldi tónleika í nóv-
ember næstkomandi.
------♦ -------
Haustþing
kennara
að Laugiim
HAUSTÞING Bandalags kennara
á Norðurlandi eystra, BKNE og
Fræðsluskrifstofu hefst í Lauga-
skóla í dag, fimmtudaginn 2. sept-
ember, en það stendur yfir þar til
síðdegis á morgun. Áðalfundur
BKNE verður síðan haldinn síð-
degis í dag.
Þingið hefst með ávarpi fræðslu-
stjóra, Trausta Þorsteinssonar. Aðrir,
sem flytja erindi, eru Þröstur Guð-
mundsson aðstoðarskólastjóri Garða-
skóla, Rósa Eggertsdóttir kennari,
Eiríkur Jónsson varaformaður og
Ámi Þór Sigurðsson félagsmálafull-
trúi, starfsmenn Kennarasambands-
ins, og Ólafur B. Thoroddsen fulltrúi
BKNE í skólamálaráði.