Morgunblaðið - 02.09.1993, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1993
Nýmeti
hjá Hagkaup
UNDANFARIÐ hafa nýjar
vörutegundir verið að birtast
í hillum Hagkaups og er þar
til dæmis um að ræða græn-
metisrétti, brauð, kökur og
austurlenska rétti.
Pizzur
Frá vörumerkinu McVities eru
komnar grillpizzur, fjórar í pakka,
með ýmsum áleggstegundum.
Einnig er um að ræða millistærð
af pizzum. Einnig eru til pizzu-
botnar baðaðir í hvítlauksolíu og
kryddaðir. Þessi botn er borðaður
í staðinn fyrir hvítlauksbrauð.
Austurlenskir réttir
Réttir þessir eru seldir undir
merkinu Ross Oriental express.
Til er kínverskur kjúklingaréttur,
indverskur kjúklingaréttur og
vorrúllur.
Kjötlausír réttir fyrir
grænmetisætur
Þessir réttir eru frá Lindu
McCartney, konu bítilsins Paul
McCartney. Uppskriftirnar eru
samdar af henni en þau hjón eru
bæði grænmetisætur. Hægt er til
dæmis að fá kjötlausa hamborg-
ara, spaghettí og kjötlausa böku.
Eftirréttir
Að lokum er farið að selja í
Hagkaup fitulitlar ostakökur með
ávaxtabragði. Þá eru til nýjar
súkkulaðikökur með þykku súkku-
laðikremi og fylltar bökur með
apríkósu-ferskju-fyllingu. ■
33 B TTTl
VIKUNNAR
Mismikið innifalið
í verði hárgreiðslustofa
í REYKJAVÍK eru starfandi um 250 hárgreiðslustofur og þá eru ekki taldar með allar rakara-
stofurnar né þeir aðilar sem taka fólk heim til sín og vinna eins og kallað er á svörtu. Þegar
landið allt er tekið þá eru hárgreiðslustofurnar nálægt 400. Að sögn Lovísu Jónsdóttur, for-
manns hárgreiðslumeistarafélagsins, komast nú færri að en vilja í faginu og erfitt er fyrir
hárgreiðslunema að komast að á stofum. Þetta stafar af því að núna bæta stofur ekki lengur
við sig fólki, markaðurinn er mettaður og það eru dæmi um að verið sé að fækka starfsfólki.
í vikunni var gerð könnun á
verði á nokkrum hárgreiðslustof-
um og haft samband við ellefu
stofur sem valdar voru af handa-
hófi, átta í Reykjavík, tvær á
Akureyri og eina á ísafirði. Það
kom á daginn að það er hægara
sagt en gert að gera verðkönnun
á þeirri þjónustu sem stendur til
boða eins og permanenti eða
klippingu. Það er ákaflega mis-
munandi hvað er innifalið í því
verði sem gefið er upp. Til að
byija með var ætlunin að hafa
með verð á djúpnæringu sem
reyndist vera frá 500 krónum og
upp í 2.400 krónur. Það var hins-
vegar illmögulegt því bæði eru
vörumerki mismunandi, sumir
bjóða upp á hárnudd með, þvott
og sérstakan hita.
Olíur, rúllur og spólur
Þetta á að sumu leyti við um
permanentið líka því mismunandi
olíur eru notaðar, rúllur eða spól-
ur og verðið fer líka eftir vinnu
við hár viðkomandi, hversu sítt
það er og svo framvegis. Það var
því einungis beðið um staðlað
verð á permanenti í sítt hár og
ekkert tillit tekið til efna eða
vinnuaðferða. Hvað snertir verð á
lagningu og blæstri er hér yfir-
leitt um lágmarksverð að ræða
og ef að hárið er sett upp eða er
frekar sítt þá hækkar upphæðin
oft til muna.
Klippt og krullað!
Herraklipping með
þurrkun, froðu/geii
Lagning Blástur
Hárþvottur
og næríng
Jói og félagar, Rauðarárstíq 41 2.000 1.500 1.560 640 5.600-7.0001 2.700
Hár og snyrting, Hverfisgötu 105 1.980 1.450 1.490 440 4.8252 2.500
Hárgreiðslustofan Hársýn, Revnimel 34 1.850 1.250 1.400 600 3.700 1.890
Kompanflð, Ármúla15 1.900 1.900 1.900 380 5.400-6.500 3 2.650
Hárgreiðslustofan Lótus, Áiftamýri7 1.720 1.480 1.630 340 5.180 3.030
Hárgr.stofan Valhöll, Óðinsqötu 2 1.420 1.420 1.490 315 4.250 2.370
Salon Nes, Austurströnd 1.400-1.590 1.220 1.280 400 3.850 2.050
Hárgreiðslustofan Krísta, Kringlunni 1.5204 1.520 1.610 510 5.600 2.600
Hárgreiðslustofan Eva, Ráðhústorgi 1, Akureyri 1.500 1.100 1.370 300 4.000-4.500 1.900
Hárgreiðslustofan Salon Hlíð, Bakkahlið 41, Akureyri 1.500 1.180 5 1.300 300 3.800 2.200
Hárgreiðslustofan Topphár, Aðalstrseti 24, Isafiröi 1.510 1.360 1.310 260 5.455 2.340
l.fereftiroliutsldd 2. með keratfni 3.olla+vinna 4. meistarataxtar Krtstu.en sveinataxtar þar eru lægrt S.stutthár
Mlsmunandi aðstæður
Verðið reyndist yfirleitt mjög
misjafnt enda er ekki lengur til
neinn samræmdur taxti eftir að
samkeppnislögin tóku gildi. Sum-
ar hárgreiðslustofur borga
100.000 krónur í leigu á meðan
aðrar borga kannski 30.000. á
mánuði og einhverjir kaupa inn
dýr vörumerki á meðan aðrir
leggja áherslu á ódýrar hársnyrti-
vörur. Þessa liði geta eigendur
hárgreiðslustofa nú tekið með í
reikninginn þegar þeir búa til sína
verðskrá. ■
grg
€éi barnaföt
+ B%tm verd
= Bestu kaupin
Berið saman verð og gæði.
Útkoman er einföla - kaupin
gerast ekki betri!
Vindjakki
kr. 1.490
Nokkur dæmí um verð:
Gallabuxur
Gallaúlpur
Leggings
Náttföt
Regnföt
Úlpur
kr.
kr.
kr.
kr.
kr.
kr.
990
1.990
890
790
1.890
2.990
Fóðraðar
galla-smekkbuxur
kr. 1.690
Fóðraðar
gallabuxur
kr. 1.590
Sokkarkr. 180
Hrn
Laugavegi 20,
sími 25040.
Opið kl. 10-18 virka daga, kl. 10-19 föstudaga, kl. 10-16 laugardaga.
PO REIAI
Suöurlandsbraut 52
v/Fákafen, sími 683919.
Ungbamafatnaður
(100% bómull)
kr. 390-790
i.
■X
5
O
Utseldur
tími rafvirkja
á 1.000 -1.700 kr.
HINN 1. júní síðastliðinn gengu
í gildi samkeppnislög og þar með
féllu allir viðmiðunartaxtar raf-
virkja úr gildi. Þetta er strax
farið að segja til sin því rafvirkj-
ar hafa margir hverjir lækkað
taxta sína og öfugt og taka þeir
allt frá þúsund krónum á tímann
og upp í sextán, sautján hundr-
uð. Það ber að hafa í huga að
þetta tímakaup á við um við-
haldsvinnu og sé um stærri verk-
efni að ræða lækkar timakaupið.
Þegar rafvirkjar vinna á svörtu
eins og þeir kalla það lækkar taxt-
inn að sjálfsögðu enn meira. Það
er markaðurinn sem ræður ferðinni
og þar sem minna er um nýbygging-
ar núna og kreppa í öllum fram-
kvæmdum þá skortir marga raf-
virkja verkefni. Þeir rafvirkjar sem
haft var samband við gáfu upp afar
mismunandi verð þegar spurt var
um taxta. Sett var upp dæmi. Hjón
voru að gera upp gamalt baðher-
bergi og vantaði rafvirkja til að
taka niður tvö ljós og setja upp ný
í staðinn. Rafvirkjamir sögðust
næstum allir taka fyrir akstur um
400-600 krónur og síðan var tíma-
vinnan frá einum og hálfum tíma
og upp í fimm klukkustundir. Menn-
irnir sögðust síðan taka frá ríflega
þúsund krónum á tímann og upp í
liðlega sextán hundruð. Virðisauka-
skattur bættist síðan ofan á þessar
tölur í flestum tilfellum. ■