Morgunblaðið - 02.09.1993, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1993
21
Morgunblaðið/Kristinn
Kjarabót á
framtíð fyrir sér
AFSLÁTTARMIÐAR, eða svokölluð kjarabót, á neytendasíðum Morg-
unblaðsins sl. tvo fimmtudaga hafa yfirleitt skilað sér vel til versl-
ana og þjónustufyrirtækja. Flestir nýttu sér kjarabótarmiðana við
kaup á gróðurmold, rauðum rósum, ís, bíómiðum, þriggja gíra kven-
reiðhjólum og raftækjum. Einnig notfærðu margir sér 1.500 kr. af-
slátt af tíu tíma ljósakorti og eins tíma partanuddi, 15% afslátt af
smur- og hjólbarðaþjónustu og 20% afslátt af fatahreinsun.
Gegn framvísun afsláttarmiða
íshallarinnar frá 19. ágúst fá við-
skiptavinir 50% afslátt af öllum ís
til 13. þ.m. Eigandinn Sigrún Ólafs-
dóttir segir að hátt í 200 miðar
hafi skilað sér og séu enn að
streyma inn, auk þess sem fjöldi
nýrra viðskiptavina hafi bæst í hóp-
inn.
í Blómavali seldist gróðurmold
svipað og að vori og viku síðar rauð-
ar rósir í stórum stíl. „Viðbrögðin
við þessum tveimur kjarabótaraug-
lýsingum komu á óvart. Eflaust
finnum við upp á einhverju öðru til
að auglýsa síðar á sama hátt, enda
eykur þetta jafnframt söluna á öðr-
um vörutegundum,“ segir Kristinn
Einarsson sölustjóri.
Páll Halldór Dungal, verslunar-
stjóri í Pennanum, segist undrandi
á að ekki skiluðu sér fleiri miðar
en raun bar vitni. „Við auglýstum
500 kr. afslátt af Scout-skólatösk-
um. Þótt töskurnar hafi selst í stór-
um stíl hafa tiltölulega fáir miðar
skilað sér í kassann. Fólk á trúlega
eftir að venjast því að hagnýta sér
þennan nýja verslunarmáta, sem
virðist vera að ryðja sér til rúms.“
Egill Einarsson, verslunarstjóri í
Erninum, segir að hátt á fjórða tug
þriggja gíra kvenreiðhjóla hafi selst
þá viku sem kjarabótarmiðinn
gilti.„Þetta er mikil aukning frá því
sem verið hefur, því undanfarið
hefur mest selst af 18 og 21 gírs
hjólum.“
Forsvarsmenn verslana- og þjón-
ustufyrirtækja, sem bjóða aflátt-
armiða, eru yfirleitt ánægðir með
viðbrögðin, segja byijunina lofa
góðu og slík kjarabót eigi framtíð
fyrir sér. Einn verslunareigandi
sagði að núorðið væri vart hægt
að bjóða upp á vöru öðruvísi en
með tilboði af einhveiju tagi. Er-
lendis séu neytendur vel vakandi
fyrir kjarabót í formi afsláttarmiða
og spari þannig miklar íjárhæðir
árlega. ■
þjónusta
heildsalans
FJÖLSKYLDA nokkur
keypti að venju hunangs-
hnetucheerios á dögunum
sem alla jafna væri ekki
frásagnarvert nema hvað
óbragð var af morgun-
korninu.
Eftir að fjölskyldan hafði
gert misheppnaðar tilraunir til
að koma þessum annars
ágætu hringjum niður ákvað
húsmóðirin að senda soninn
með gallaða pakkann til heild-
salans sem er Nathan og 01-
sen.
Sælubros
Pilturinn lét sig hafa það
og kom út með sælubros á ný
hlaðinn eins mörgum pökkum
af Cheeriosi og Cocoa Puffsi
og hann gat borið. Af svipnum
að dæma hafði starfsfólkið
auðsjáanlega verið mjög al-
mennilegt og fyrir bragðið
verður áfram keypt hunangs-
hnetumorgunkorn á þessu
heimili. ■
Lipurð - Þjónustulund getur
skipt sköpum í viðskiptum.
Hraði, fjör og spenna.
Veggtennis og skvass.
Hreyfing sem
um munar!
Afitláttur fiyrir jkólufióllc.
ff
DANSSTÚ DÍÓ
S P L EVJAR >__
>*!*■.
- Káta /jrméefta/
Engjateigi 1
Stniar 687701
og 687801
HLBOÐ
VIKUNNAR
HAGKAUP
- allt í einni ferb