Morgunblaðið - 02.09.1993, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1993
Ábyrgð bílasala
engin gagnvart leyndum
göllum eða fölsuðum pappírum
ÁBYRGÐ bílasala gagnvart fölsuðum pappírum
eða leyndum göllum er engin, samkvæmt núgild-
andi lögum. Bílasalar þurfa ekki að uppfylla
neinar faglegar kröfur og hver sem er getur
opnað bílasölu án þess að þurfa að leggja fram
tryggingar fyrir starfseminni. Bílasalar geta auk
þess skammtað sjálfum sér umboðslaun eftir eig-
in geðþótta þar sem enginn fastur taxti er til,
en tvö til tvö og hálft prósent eru algengust
sölulaun þegar verslað er með notaða bíla, sam-
kvæmt upplýsingum Morgunblaðsins.
Söluloun bíla-
sala eru al-
geng tvö til
tvö og hálfft
prósent.
ERTUIBILAHUGIEIDINGUM?
„Athugið vel hvort víxlar eða skuldabréf séu þannig úr garði
gerð að ekki hljótist vandræði. Hugið að því hvort kaupandi sé
á „svörtum lista“ vegna alvarlegra vanskila. Takið ekki við ávísun-
um án þess að kanna áður hvort að innistæða sé fyrir þeim.
Margir hafa staðið uppi með verðlausa pappira af þessu tagi og
tapað stórum fjárhæðum.“
Fram 'hefur komið að mikið sé
um vafasöm viðskipti með notaða
bíla þessa dagana og hefur fjöldi
kærumála borist inn á borð til Fé-
lags íslenskra bifreiðaeigenda.
Dæmi eru um að kílómetramælar
hafi verið færðir niður og mikið er
um fölsuð skuldabréf í þessum við-
skiptum.
Auknar kröfur
í viðskiptaráðuneytinu er nú til
því sem næst fullmótað frumvarp,
sem m.a. hefur verið unnið í sam-
ráði við FÍB, og má búast við að
það verði lagt fram á haustþingi. í
því eru gerðar auknar lagalegar og
faglegar kröfur til þeirra, sem fá
leyfi til að stunda viðskipti með
notaða bíla. „í frumvarpinu felst
m.a. sú krafa á bflasala sem fag-
menn að þeir kanni gildi pappíra
svo langt sem það er hægt og að
þeir, sem stunda slík viðskipti, hafi
í það minnsta verslunarleyfi. Á hinn
bóginn ber bfleigendunum sjálfum
að taka alla pappíra með ákveðnum
fyrirvara, kanna þá ofan í kjölinn
áður en þeir sætta sig við þá. Það
er enginn dónaskapur að sýna var-
kárni í viðskiptum," segir Runólfur
Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB.
Dæmi eru um að bílasölur hafi
opið um helgar án þess að vera
beintengdar við bifreiðaskrár þar
sem m.a. er hægt að fá upplýsingar
um hvort veðbönd eru áhvílandi á
bifreiðunum og hversu margir eig-
endur hafa verið frá upphafi. „Það
á auðvitað að gera þá lágmarks-
kröfu að allir bílasalar séu tengdir
bifreiðaskrám í gegnum Skýrsluvél-
ar ríkisins. Því fer fjarri að verið
sé að stimpla stéttina í heild. Það
eru aðeins fáir svartir sauðir, sem
koma óorði á bílasala," segir Run-
ólfur. ■
JI
Þetta kemur m.a. fram í ábend-
ingapunktum frá Félagi íslenskra
bifreiðaeigenda sem víti til varnaðar
í bílaviðskiptum. Ennfremur segir:
„í bifreiðaskrá kemur fram hvort
einhverjar skuldir hvíli á bíl. Gang-
ið úr skugga um að gengið hafi
verið frá öllum veðskuldum áður
en afsal er undirritað.
Stundum er sagt að nýlega sé
búið að taka upp vél eða gírkassa
og í slíkum tilvikum er mikilvægt
að óska eftir reikningum til vitnis
um hvað gert hefur verið. Smurbók
segir sitt um hvernig viðhaldi á bíln-
um hefur verið háttað. Kaupandi
bíls ber ábyrgð á að rannsaka
ástand bflsins fyrir sölu. Með hlið-
sjón af reynslunni getur komið sér
vel að hafa samband við fyrri eig-
endur, meðal annars til að vera viss
um að kílómetrastaða á hraðamæli
sé örugglega rétt.“
Eftirtalin atriði skal athuga áður
en farið er að huga alvarlega að
bílakaupum:
- Mælið olíu á vélinni. Lítil eða
óeðlilega þykk olía bendir til að
vélin sé mjög slitin. Skoðið smur-
þjónustubók.
- Athugið hvort felgulykill, tjakkur
og varahjól séu í bílnum.
- Athugið að leiðbeininga- og þjón-
ustubækur séu meðfylgjandi.
- Athugið hjólbarða. Raufar í
mynstri skulu vera a.m.k. 1,6 mm
á dýpt þar sem þeir eru mest slitn-
ir. Hjólbarðar skulu allir vera af
sömu gerð. Ekki má vera hlaup í
hjólum. Beyglur á felgum geta bent
til að bílnum hafi verið ekið óvar-
lega.
- Ræsið vélina. Hlustið eftir óeðli-
legum hljóðum. Athugið útblásturs-
kerfi.
- Stigið fast á hemlafetil. Fótstig
á ekki að fara alveg í botn, heldur
á að vera gott bil niður að gólfi.
- Athugið höggdeyfa með því að
ýta á aurbretti yfir hverju hjóli.
Haldi bíll áfram að fjaðra geta
höggdeyfar verið bilaðir eða ónýtir.
- Athugið kílómetramæli. Berið
álestur saman við almennt útlit og
aldur bifreiðarinnar. Reikna má
með að meðalársakstur sé um 15
þúsund km á ári. ■
JI
HELGARTILBOÐIN
Bónus
Planters hnetusmjör. Kaupir eina
dós og færð þá næstu fría.149 kr.
Appelsínusafi..............69 kr.
Hagver hrísgijón...........79 kr.
KellogsCornpops379g.......167 kr.
Bambolina bleiur 24 stk...399 kr.
K&K svínaskinka...........959 kr.
Fjölnota myndavél m/filmu...997 kr.
Kjöt og fiskur
Super appelsínusafí, 1 lítri.77 kr.
Super Luxus kaffi, 500 g..179 kr.
Townhousemaískom, 480g..64 kr.
Nautahakk...............485 kr. kg
Svínakótelettur.........945 kr. kg
Svínaherðablöð..........398 kr. kg
Svínalærisneiðar........495 kr. kg
Svínarif................490 kr. kg
Sneiddur svínabógur.....495 kr. kg
Léttr.lambahryggur......698 kr. kg
Hagkaup
Ömmupizzur; 3 teg, 600 g...298 kr.
Íslensk-kínv lakkr, 500 g..189 kr.
súkkulaðikex,'300 g........119 kr.
Outspan appelsínur......109 kr. kg
utspan mandarínur.......139 kr. kg
1944 hrísgijónagrautur m/
blóðmörskepp...............199 kr.
Ungnautagúllas og ungnautasnitsel
samanípakka...........1.179 kr. kg
F&A
KP kartöfluflögur, 26 g........25 kr.
Terrys konfekt, 227 g.........336 kr.
Gulp eldhúsrúllur, 2 stk.......56 kr.
Diet kók, 2 0,33 lítra dósir...49 kr.
Agfa E180 mb. spólur.........374 kr.
Agfa E240 mb. spólur.........447 kr.
Nóatún
Lambahamborgarhr....... 898 kr. kg
Londonlamb.............799 kr. kg
Saltkjöt, 2 fl.........349 kr. kg
Saltaðar lambasíður....199 kr. kg
Maryland karamellukex.......79 kr.
Bolands Fig Roll, 200 g.....98 kr.
Jarðarbeijagrautur, 1 lítri.129 kr.
Prik þvottaefni, 70 dl.....299 kr.
WC pappír, 12 rúllur.......239 kr.
Wasataumýkir, 1,5 lítri...119 kr.
Scan maxi bleiur, 22 stykki.,.599 kr.
Fezzauppþvottalögur, 1 lítri...69 kr.
Ryvita hrökkbrauð..........79 kr.
Rúsínur, 250 g.............65 kr.
Maling aspas, 430 g........59 kr.
Fiber kst músli, 375 g....185 kr.
Fiberhunangsmúsli, 500g...216 kr.
Lambalifur og hjörtu..199 kr. kg
Lambanýru...............99 kr. kg
íslenskt blómkál........98 kr. kg
Hollensk epli...........68 kr. kg
Garðakaup
Haust hafrakex...............99 kr.
Java kaffi, 500 g...........175 kr.
Epla- ogperusafi, 1,5 lítri.218 kr.
Nopa þvottaefni, 1,5 kg.....198 kr.
Nopa mýkingarefni, 2 lítrar ....89 kr.
Svínabógsneiðar.........555 kr. kg
Svínaragú...............695 kr. kg
Söltuð rúllupylsa.......270 kr. kg
Svínakótelettur.........945 kr. kg
Bayonskinka m/til er....875 kr. kg
Úrbeinað svínalæri......775 kr. kg
Svínasteik .............375 kr. kg
Marguise fr. kart, 1,5 kg..264 kr.
Fjarðarkaup
íslenskt blómkál..........99 kr. kg
íslenskt hvítkál..........88 kr. kg
íslenskt spergilkál......119 kr. kg
Vatnsmelónur..............59 kr. kg
Java kaffi, 500 g...........178 kr.
Kryddlæri frá KB.........711 kr. kg
Lasagne..................349 kr. kg
Vanilluíspinnar..............229 kr.
Kerti, 10 stk., 24 cm........119 kr.
Samlokubrauð, gróf og fín...98 kr.
Myllu skúffukaka.............159 kr.
Hvítlauksbrauð...............149 kr.
Annað kvöld, föstudag frá kl.
19.00 til 21.00, verður sértilboð á
Ola Party pizzum og hálfum lítra
af kók á 289 kr.
Matvörumarkaðurinn
á Akureyri
Lambahamborgarahryggur
.....................698 kr. kg
Beikonskinka.........998 kr. kg
Einars Músli-samlokubrauð....99 kr.
Einars hunangsterta.....199 kr.
9íaustíitirnir fcgmnir
JUVENA
Hvernig er verð ákveðið?
Verðmyndun mjólkur er flókið mál og eru
hinir ýmsu sjóðir og gjöld notuð til þess að
halda verði hennar jöfnu um land allt. Tölur
þessa eru fengnar úr ritinu Hagtölum land-
búnaðarins. Þar stóðust útreikningar að vísu
ekki alveg þannig að búið er að leiðrétta
það hérna.
Afurðastöðvaverð til bóndans..........27,81 kr.
Það verð sem bóndinn fær fyrir mjólkina frá mjólk-
urbúinu. Auk þess fær bóndinn 24,77 kr. í formi
beinnar greiðslu frá ríkinu, og samtals eru þetta
52,58 kr. sem hann fær.
Vinnslu- og dreifingarkostnaður.......16,59 kr.
Þetta er það sem kostar að vinna mjólkina í
mjólkurbúinu og dreifa henni til neytenda.
Sjóðagjöld..............................1,60 kr.
Þetta skiptist í neytenda- og jöfnunargjald.
Verðmiðlun og flutningar................1,77 kr.
Kostnaður við að flytja mjólkina frá bændum í
mjólkurbúin og tilfærsla fjárs milli mjólkurbúa til
að draga úr tapi. Fé rennur til afskekktra búa til
að minnka taprekstur. Um næstu áramót verður
þetta gjald lækkað niður í 70 aura og ef einhvert
mjólkurbú getur ekki starfað á þeim forsendum
verður viðkomandi bú lagt niður.
Verðtilfærsla...........................1,61 kr.
Verðtilfærsla á milli vöruflokka til að jafna verð
á milli vöruflokka. Til dæmis er verð á undan-
rennu lækkað en verð á ijóma hækkað.
Úr uppgjörssjóði.......................-3,81 kr.
Um síðustu áramót voru gerða breytingar á verð-
myndun landbúnaðarvara þegar niðurgreiðslum
var hætt og í stað þess teknar upp beinar greiðsl-
ur til bænda. Þessi sjóður er afsprengi þeirra
breytinga og er stofnaður til þess að halda verð-
hlutfalli milli mjólkurvara óbreyttu frá því fyrir
breytingar. Mjólkurbúin greiða í sjóðinn og fá úr
honum í samræmi við það sem þau framleiða.
Mínus-merkið þýðir að greitt er úr sjóðnum til
mjólkurbúanna til að jafna verðið út.
Umbúðagjald.............................5,50 kr.
Kostnaðurinn við umbúðirnar og vélar til pök-
kunnar.
Niðurgreiðsla umbúða og afrétting......-0,17 kr.
Umbúðir eru niðurgreiddar og afréttingin er leið-
rétting í verðmynduninni.
Endurgreiðsla virðisaukaskatts.........-4,32 kr.
Hluti virðisaukaskattsins er niðurgreiddur til að
skattstigið á mjólkinni sé 14% í stað 24,5%.
Heildsöluverð..........................46,58 kr.
Verða á mjólk frá heildsölum til smásala.
Smásöluálagning.........................6,43 kr.
Smásöluálagning á mjólkurlítrann er ætíð það
sama.
Smásöluverð...........................53,01 kr.
Virðisaukaskattur 24,5%................12,99 kr.
Smásöluverð með Vsk.......................66 kr.
Hagtölur landbúnaðarins ■