Morgunblaðið - 02.09.1993, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1993
27
sjálf-
íreml?
Rússnesk áhrif -
gömul og ný
NÁLÆGÐARINNAR við Rúss-
land verður ekki einungis vart
í eistneskum stjórnmálum.
Arkitektúr í Tallinn er oft und-
ir greinilegum rússneskum
áhrifum og er þessi rétttrúnað-
arkirkja, sem staðsett er gegnt
eistneska þinginu, mun já-
kvæðara dæmi þar um en hinn
sovéski arkitektúr síðustu ára-
tuga, sem er áberandi víðs veg-
ar um Eistland.
P o. n ti t:i.
Í « :: .. n
i n r; 't *»■
II tl n % ■
p -• >i u
w i* wftrrríí? <■> « v « i
.< :• warwnR n >’ ««>
. « •< wwm .< :< ww
« » « WMSlitS- <’ :: «;*f«
WB " ’
m 4 » r
Morgunblaðið/Steingrímur Sigurgeirsson
við Rússa, ennþá yngri. Luik er ein-
ungis 26 ára gamall og þar með lík-
lega yngsti ráðherrann í gjörvallri
Evrópu. Á meðan beðið er eftir hon-
um í eistneska utanríkisráðuneytinu
öðlast hann enn frekari upphefð.
Hann er gerður að varnarmálaráð-
herra. Eistneskir viðmælendur játa
fúslega að hann hafi enga reynslu
hvorki af herfræðum né herþjónustu
og geta þess að helsti keppinautur
hans um embættið hafi verið prest-
ur! Þó að ráðherravalið og meðalald-
urinn kunni að þykja óhefðbundinn
í vestrænum augum er þetta þó rök-
rétt í landi sem nýsloppið er úr
hrömmum rússneska bjarnarins.
Allir þeir sem einhveija reynslu hafa
af hermálum eða stjórnmálum fengu
þá reynslu á tímum Sovétríkjanna
og eru því óhæfir til að vera í for-
ystu þjóðar sem er að reyna að
hverfa frá þeirri fortíð.
Líklega myndi Luik líka sóma sér
vel í ráðherraembætti hvar sem er
í vesturhluta Evrópu. Framkoma
hans er örugg og hugsunin skýr.
„Rússar hafa enn áhuga á að taka
völdin í Eystrasaltsríkjunum. Jafn-
vel stefna litháískra stjórnvalda, sem
lengst hafa gengið í þá átt að reyna
að ná góðum samskiptum, er ekki
ásættanleg í þeirra augum. í Eist-
landi eru enn rúmlega 4.500 rúss-
neskir hermenn. Að minnsta kosti
teljum við það. Við vitum ekki hina
nákvæmu tölu, þar sem Rússar veita
okkur ekki neinar upplýsingar. Þess-
ir hermenn ógna hins vegar í sjálfu
sér ekki öryggi Eistlands. Það eru
engar herstöðvar í landinu, sem
hægt er að setja í viðbragðsstöðu
með mjög skömmum fýrirvara. Ef
rússneskir hermenn í Eistlandi ætl-
uðu sér að hefja aðgerðir gegn Eist-
lendingum væri það mjög flókin og
tímafrek aðgerð. Rússar nota hins
vegar hermennina sem vopn í samn-
ingaviðræðum sín'um við Eistlend-
inga og ef þannig er litið á málið
er mjög erfitt að komast að ein-
hverri málamiðlun," segir Luik.
Mörg sár verða að gróa
Hann segist ávallt hafa verið
þeirrar skoðunar að fyrr en Rússar
dragi herafla sinn til baka sé ekki
unnt að koma á eðlilegum samskipt-
um milli Rússa og Eistlendinga.
„Það má svo spyija hvort þau sam-
skipti geti yfir höfuð verið vinsam-
leg. Ég tel að svo geti orðið en ekki
eins og er. Það eru of mörg sár sem
þurfa að gróa fyrst og líklega munu
líða fimm til sex ár áður en hlutirn-
ir komast í eðlilegt horf. Þá verður
að líta á efnahagslegu hliðina á
málinu. Fyrir skömmu voru nánast
öll okkar viðskipti við Rússa. Nú
erum við með stöðugan gjaldmiðil,
sem hvílir á gullfæti, og þó að Rúss-
ar séu í raun í viðskiptastríði við
okkur geta engin pólitísk landamæri
eða ákvarðanir stöðvað viðskiptin.
Rússneskir athafnamenn eru mjög
virkir þrátt fýrir að hin pólitísku sam-
skipti ríkjanna séu ekki_ upp á hið
besta þessa stundina. Ég held að
með auknum viðskiptum geti sam-
skiptin líka tekið stakkaskiptum."
Luik segir að það sem helst muni
getað verndað Eistlendinga gegn
yfirgangi Rússa sé alþjóðleg viður-
kenning og samruni við Evrópu.
Þeir eru nú aðilar að Evrópuráðinu
og telja það eiga eftir að gera Rúss-
um mun erfiðara fyrir, vilji þeir ráð-
ast á landið. Hann segist hins vegar
ekki telja hættu á að svipað upp-
lausnarástand og er á Balkanskaga
muni skapast við Eystrasalt þrátt
fyrir þjóðernisdeilur. „Ég held að
það sé mjög ólíklegt og spyr alltaf
á móti þegar svona kenningar eru
settar fram: Hver er Milosevic Eyst-
rasaltsins?"
Narva-vandamálið segir hann
fyrst og fremst vera efnahagslegs
eðlis og hann sjái ekki hvernig átök
eigi að hefjast í Eistlandi út frá þjóð-
ernislegum forsendum.
„Það eiga allir kost á því að fá
eistneskan ríkisborgararétt, jafnvel
Rússar. Nú þegar eru um 100 þús-
und Rússar eistneskir ríkisborgarar
og þeim fer óðum fjölgandi. Rússar
í Eistlandi eru líka mjög dreifðir um
landið og geta því ekki gert tilkall
til neins eins landssvæðis. Það eru
því engar forsendur fyrir .júgóslav-
nesku“-ástandi í Eistlandi.
Rússum standa tveir kostir til
boða í þessari deilu, annars vegar
miskunnarlaust áróðursstríð eða
hernaðarátök. Þeir hafa valið fyrri
kostinn og við teljum okkur geta
att kappi við þá á þeim forsendum.
Á þeirri hálfu öld, sem við vorum
hluti af Sovétríkjunum, lærðum við
ýmis áróðursbrögð," segir Luik og
glottir.
Hann segir að meðan rætt sé við
Rússa á bak við luktar dyr fari allt
friðsamlega fram. Þegar viðræðun-
um ljúki og blaðamannafundirnir
taki við ráðist menn aftur á móti
harkalega hvor að öðrum með sví-
virðingum og ásökunum.
„Málefni Eystrasaltsríkjanna
hafa mjög táknrænt gildi í Rúss-
landi og má kannski bera stöðu
þeirra saman við gildi Kúrileyja í
hugum Japana. Þetta eru lands-
svæði sem í rauninni skipta viðkom-
andi ríki litlu máli en hafa mikla
tilfínningalega merkingu.“
Luik segir að auk rússneska her-
aflans verði að finna lausn á því,
hvað verði um þær þúsundir liðsfor-
ingja á eftirlaunum sem dveljast í
Eistlandi. „Ef um væri að ræða eldri
menn væri þetta ekkert tiltökumál.
Þetta eru hins vegar menn á besta
aldri, sem hvenær sem er má kalla
inn í herinn á ný. Okkar krafa er
sú að þeir verði að hverfa á brott
og það sem reynst hefur flóknast i
viðræðunum er félagslegi þátturinn.
Rússar fara fram á að við greiðum
kostnaðinn við að byggja íbúðir
handa þessurn mönnum í Rússlandi
vegna húsnæðiseklunnar þar í landi.
Ég tel það í raun ekki vera kjarna
málsins. Kannanir okkar sýna fram
á að það sem þessir menn hafa
mestar áhyggjur af er að einhveijir
aðrir fái íbúðirnar þeirra dragist
brottflutningurinn á langinn. Það
er líka mun dýrara að halda þeim
uppi hér heldur en að byggja tveggja
herbergja íbúðir handa þeim.“
„Óttumst um tilvist okkar sem
þjóðar“
Einn helsti sérfræðingur Eistlend-
inga í málefnum minnihlutahópanna
er þingmaðurinn Merle Krigul og
hefur hún oft talað máli þeirra í
þessum efnum á alþjóðavettvangi.
Hún telur veruiega ástæðu til að
hafa áhyggjur af rússnesku her-
mönnunum. „Æfingar þeirra í Eist-
landi hafa oft gengið út á það að
hertaka stjórnarráðsbyggingar.
Liðsforingjarnir, sem eiga að vera á
eftirlaunum, eru líka mjög vel skipu-
lagðir og gegna á vissan hátt því
hlutverki að halda tengslum við
yngri Rússa sem búa í Eistlandi.
Það er stefna Rússa að gera allt sem
í þeirra valdi stendur til að viðhalda
byggðum Rússa þar sem þær er að
finna. AUs staðar í heiminum reka
Rússar áróður fyrir því hve illa sé
farið með landa þeirra í Eistlandi.
Markmiðið er að ef eitthvað gerist
verði almenningsálitið Rússum í vil.“
Hún segir djúpstæðan ótta bær-
ast í bijósti Eistlendinga varðandi
framtíð þjóðarinnar. „Við óttumst
það að verða enn á ný innlimuð L-
einhvers konar Sovétriki, þar sem
okkur verður ekki leyft að viðhalda
tungu okkar og menningu. Við ótt-
umst um tilvist okkar sem þjóðar.
Þetta er ekki ástæðulaus ótti þar
sem á tímum Sovétríkjanna var 85
smáþjóðum útrýmt. Þær eru nú með
öllu horfnar. Það sem við förum fram
á er einhvers konar trygging af
hálfu umheimsins fyrir því að Eist-
land fái að lifa af.“
Ef friður helst og rússneski her-
aflinn hverfur á brott er óvíst hversu
marga Rússa verður að finna í Eist-
landi í framtíðinni. Eistlendingar
vona að þeir sem ekki geta hugsað
sér að búa undir eistneskri stjórn
muni halda heim með hermönnunum
og að þeir sem eftir verði muni að-
lagast Eistlandi. Krigul er fremur
bjartsýn á að sú verði raunin. Það
hafi hins vegar komið upp ákveðið
sálfræðilegt vandamál í tengslum
við lögin um ríkisborgararétt. Þar
hafi nefnilega verið tekið fram að
allir þeir, sem ekki séu ríkisborgar-
ar, séu útlendingar. Þetta sé eitur í
beinum Rússa og hafí hún fullan
skilning á því. „Það er á margan
hátt talið fínt að vera eistneskur
ríkisborgari. Svo virðist sem flestir
Rússanna hafi ekki enn gert upp
hug sinn og fjölmargar umsóknir
um ríkisborgararétt berast yfirvöld-
um á hveijum degi. Vandamálið er
að margir þeirra Rússa sem fluttu
hingað komu til Eistlands sem full-
trúar hinnar „útvöldu þjóðar“ og
nenntu ekki að hafa fyrir því að
læra tungumál smáþjóðar. Ég tel
hins vegar að samruni muni eiga
sér stað þegar fram líða stundir.“
nskra útvegsmanna
túlk-
I
nálsins
ið sé notuð af flotanum en hún sé
um krónu ódýrari. Að teknu tilliti til
þess er mismunurinn samt um millj-
arður króna.
Flutningskostnaður stærsti
liðurinn
Að sögn talsmanna olíufélaganna
er flutningskostnaður á olíunni hing-
að til lands einn stærsti liðurinn í
þeim mismun sem er á verðum hér
og ytra en þessi kostnaður nemur
rúmlega 7 dollurum á tonnið eða um
0,60 kr. á lítrann. Einnig megi nefna
atriði eins og jöfnunargjald sem lagt
er á olíuna en það nemur tæplega
krónu á lítra og þær lánareglur sem
gildi í viðskiptum við útgerðarfyrir-
tækin.
Kristinn Björnsson segir að Krist-
ján geri samanburð á bifreiðagasolíu
hér heima og skipagasolíu erlendis.
Eðlilegra sé að miða við skipagasolíu
hér heima og þá sé lítrinn á 15,14
krónur en ekki 16,70 eins og Krist-
ján segir. Þá sé uppgefið verð í Nor-
egi hjá Kristjáni ekki rétt, hann nefni
10,73 en samkvæmt upplýsingum
Skeljungs sé verð þetta 11,60 krón-
ur. Áð teknu tilliti til þessara stað-
reynda og þess að í Noregi sé um
staðgreiðslu að ræða en hér heima
lánaviðskipti sé verðmunurinn á
skipagasolíunni 16% en ekki 60%.
Einar Benediktsson forstjóri Olís
segir að ýmsa þætti skorti í málflutn-
ing Kristjáns til að samanburður
hans við olíuverð ytra sé sanngjarn.
„Fyrir utan flutningskostnað og
flutningsjöfnunargjald má nefna
kostnaðinn við birgðahald og dreif-
ingu hér innanlands þar sem reynt
er að þjóna smæstu stöðunum jafn-
vel og þeim stærstu þótt lögbundið
sé að selja beri olíuna á sama verði
á öllu landinu," segir Einar. „Kristján
notar til samanburðar staðgreiðslu-
verð ytra en hér heima fæst olían á
greiðslufresti og þvi verður að taka
inn í dæmið áhættu olíufélagana og
kostnað af þeim lánaviðskiptum."
Hvað varðar fullyrðingar Kristjáns
um að olíufélögin hafi velt vandanum
af eigin mistökum yfir á útgerðina
og að þau séu fljót að hækka verð
en ekki lækka eftir verðsveiflum á
heimsmarkaði segir Einar að þetta
sé rangt. „Ég vísa þessum fullyrðing-
um á bug og hygg að þegar dæmið
er grannt skoðað komi í ljós að verð-
breytingar olíufélaganna eru fylli-
lega í samræmi við verðþróun erlend-
is og gengisþróun hér heima og því
eigi þessi orð ekki við rök að styðj-
ast.“
Geir Magnússon segir það alrangt
að verð olíufélaganna breytist ekki
í samræmi við verðsveiflur á heims-
markaði. „Ég tel að olíufélögin séu
mjög fljót að breyta verðum sínum
til hækkunar eða lækkunar eftir því
sem ástæður eru til,“ segir Geir.
Aukin áhætta hækkar verð
Kristinn Björnsson segir það ekki
rétt að olíufélögin séu að velta mis-
tökum sínum yfir á útgerðina. „Hitt
á svo Kristján Ragnarsson formaður
bankaráðs íslandsbanka hf. að vita
manna best að hinir miklu erfiðleikar
og útlánatöp hjá stærsta viðskiptaað-
ila olíufélaganna, það er sjávarútveg-
inum, hlýtur að hafa áhrif á olíuverð
hérlendis," segir Kristinn. „Það er
þekkt staðreynd í viðskiptum, ekki
bara olíuviðskiptum, heldur líka til
dæmis bankaviðskiptum að aukin
áhætta af útistandandi skuldum, og
þegar orðin veruleg töp, hlýtur að
hækka verð þeirrar þjónustu eða
vöru sem um ræðir. Þetta á við hvort
sem um er að ræða vexti hjá íslands-
banka eða olíuvörur.“