Morgunblaðið - 02.09.1993, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 02.09.1993, Qupperneq 30
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1993 §0 Lyklar afhentir að 44 félagslegum íbúðum Rúmlega 500 manns kynntu sér skipulag Kópavogsdals RÚMLEGA 500 manns komu til að kynna sér skipulag nýju byggðarinnar í Kópavogsdal sl. laugardag. 80 íbúðir í félagslega íbúðakerfinu eru nú nær fullbún- ar og voru afhentir iyklar að 44 þeirra á Iaugardaginn. I tjaldi við Lautasmára fór fram sýning á skipulagsúrdráttum yfir Kópa- ^ogsdal og útlitsteikningum af byggingum þar. Almennings- vagnar bs. óku með fólk um dal- inn og boðið var upp á léttar veitingar. Fjölmenni var viðstatt er skipu- lag Kópavogsdals var kynnt á laug- ardag en jafnframt fór fram af- hending lykla að 44 félagslegum íbúðum. íbúðir afhentar Aðalsteinn Sigfússon félags- málastjóri Kópavogs, Marta Jens- dóttir formaður húsnæðisnefndar, Sigurður Geirdal bæjarstjóri og Gunnar Birgisson formaður bæjar- ráðs tóku til máls áður en íbúðirnar voru afhentar. Síðan afhentu full- trúar verktakanna, Kambs hf. og Viðars hf., Mörtu Jensdóttur lykla að íbúðunum sem eru þriggja, fjög- urra og fimm herbergja. Þá afhentu Sigurður Geirdal og Gunnar Birgis- son 44 nýjum íbúðareigendum lykla. Þær 36 íbúðir sem eftir eru verða afhentar í byijun september. Brautarholti og Kringlunni sími 625200 Morgunblaðið/Svcrrir Sýningargestir í Kópavogsdal FJÖLMENNT var á skipulagssýningunni í Kópavogsdal á laugar- dag. Á myndinni sjást sýningargestir fá sér léttar veitingar sem í boði voru. Að lokinni afhendingu lék hljóm- sveitin Karnivala nokkur lög, skóla- kór Kársness söng og boðið var upp á léttar veitingar. Skipulagssýning í tjaldi við Lautasmára fór fram sýning á skipulagi Kópavogsdals og voru þar skipulagsuppdrættir og útlitsteikningar af nokkrum helstu byggingum í dalnum. Aðalíþrótta- leikvangur bæjarins er í dalnum svo og íþróttasvæði Breiðabliks en þar er nú að rísa stórt íþróttahús. Þá er einnig hafin bygging tennishallar og þar verða stór og fjölbreytt úti- vistarsvæði en gert er ráð fyrir að samtals verði um 60 hektarar í dalnum græn svæði. Boðið var upp á ókeypis ökuferð- ir um dalinn með Almenningsvögn- um b.s. undir leiðsögn Birgis Sig- urðssonar skipulagsstjóra Kópa- vogs og Gunnars Birgissonar for- manns bæjarráðs. Gafst gestum einnig kostur á að skoða sig um í sérstökum sýningaríbúðum eins og þeim sem afhentar voru. Brúarhlaup Sel- foss 4. september Fyrir alla sem vilja ganga, hlaupa eða hjóla Selfossi. BRÚARHLAUP Selfoss fer fram næstkomandi laugardag, 4. sept- ember. Þátttakendum bjóðast þijár vegalengdir, hálfmaraþon, 10 kilómetrar og 5 kílómetra skemmtiskokk. Einnig býðst að taka þátt i 10 kílómetra hjólreiðum. Skráning í hlaupið fer fram á Selfossi í Vöruhúsi KÁ 3. september klukkan 16-19. I Reykjavík fer skráning fram á skrifstofu Ungmennafélags Islands, Fellsmúla 26. Allar vega- lengdir eru löggiltar. Brúarhlaupið er árviss viðburður, það hófst á hundraðasta afmælisári Ólfusárbrúar árið 1991 og er kennt við brúnna. Hlaupið fer nú fram undir kjörorðinu í Líflegum miðbæ. Tólf fyrirtæki sem flest starfa í miðbæ Selfoss eru stuðningsaðilar hlaupsins. Allir þeir sem ljúka hlaupinu eða hjólreiðunum fá verðlaunapening sem viðurkenningu og við skrán- ingu fá allir stuttermabol. Þátttöku- gjald er 200 krónur fyrir 11 ára og yngri og 500 krónur fyrir 12 ára og eldri. í fyrra var 551 þátttakandi og framkvæmdaaðilar hlaupsins von- ast eftir meiri þátttöku í ár. Sig. Jóns. ErfraStarka |karamellpojkarna| Beiskur brjóstsykur - einnig án sykurs Ef þú ert á aldrinum 16-18 ára, átt þú möguleika á að gerast skiptinemi á vegum AFS. Þú dvelur 11 mánuði í viðkomandi landi, eykur þekkingu þína á umheiminum, lærir nýtt og spennandi tungumál og kynnist skóla- og fjölskyldulífi í viðkomandi landi. í janúar og febrúar 1994 fara íslenskir skiptinemar til Ástralíu, Argentínu, Costa Rica, Paraguay og fleiri landa S-Ameríku. Umsóknarfrestur fyrir Ástralíu er til 15. september, en frestur til að sækja um S-Ameríku er til 20. október. Upplýsingar og umsóknir fást á skrifstofu AFS, Laugavegi 59,3. hæð, milli kl. 10 og 16 virka daga. Sími 91-25450. SKIPTINEMADVÖL í OG S-AMERÍKU AFSÁ ÍSL4NDI Alþjóðleg fræðsla og samskipti

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.