Morgunblaðið - 02.09.1993, Qupperneq 32
32
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1993
Góðir
landsmenn!
Gerist fastir
styrktaraðilar og
takið þannig virkan
þátt í neyðarhjálp
og þróunaraðstoð
Œr. HJÁLPARSTOFNUN
KIRKJUNNAR
- með þinni hjálp. Sími 624400.
Keppnin um Bermúdaskálina og Feneyjabikarinn hafin
Pólland og Kína leiða
riðlana í opnum flokki
__________Brids______________
Guðm. Sv. Hermannsson
MIKIL barátta um úrslitasæti
er í uppsiglingu á heimsmeist-
aramótinu í brids í Santíagó i
Chile, þegar riðlakeppnin var
tæplega hálfnuð. Þó virðast Pól-
verjar, Kínverjar og Bandaríkja-
menn á góðri leið með að tryggja
sér sæti í átta liða úrslitum í
keppninni um Bermúdaskálina
og í keppninni um Feneyjabikar-
inn í kvennaflokki sýnast Svíar
ætla að sigla góðan byr í úrslitin
en önnur sæti eru í járnum.
Eftir 6 umferðir af 14 í riðla-
keppninni var staðan í opna flokkn-
um þessi:
A-riðill. Pólland 124, Bandaríkin
B 120, Holland 109, Brasilía 98,
Mexíkó 77, Indónesía 75, Guadel-
upe 54, Suður Afríka 51.
B-riðill. Kína 120, Noregur 99,
Ástralía 98, Danmörk 96, Indland
88, Venezúela 83, Bandaríkin A
75, Chile 54.
Fjórar efstu þjóðirnar úr hvorum
riðli komast í 8 liða úrslit sem verða
með útsláttarfyrirkomulagi. í A-
riðli er staðan eftir bókinni. Það
gæti þó háð Brasilíumönnum að
Marcelo Branco, spilafélagi Gabrí-
els Chagas, forfallaðist og Chagas
spilar þess í stað við Roberto Mello.
Þeir Branco og Chagas hafa verið
akkerispar brasilíska landsliðsins
undanfarin ár og af mörgum taldir
mynda eitt besta par í heimi enda
núverandi heimsmeistarar í tví-
menningi.
í B-riðli er hins vegar allt opið
enn. Frammistaða Kínverja kemur
nokkuð á óvart en þeir fengu sam-
tals 71 stig af 75 mögulegum á
öðrum degi riðlakeppninnar. Þá
vekur slakt gengi A-sveitar Banda-
ríkjanna athygli. Sú sveit er skipuð
Becker, Rubin, Levin, Weichsel,
Sukonek og Ekeblad og var talin
mjög sigurstrangleg á mótinu.
Danir fóru vel af stað og voru efst-
ir í riðlinum eftir fyrsta daginn en
gáfu síðan eftir, töpuðu m.a. fyrir
Indverjum, 6-24, í 6. umferð. Bæði
Dönum og Norðmönnum hefur ver-
ið spáð sæti í 8 liða úrslitum.
I kvennaflokki eru Evrópumeist-
arar Svía langefstir í öðrum riðlin-
um með 130 stig en næstir koma
Þjóðveijar með 99 stig, Bandaríkin
B með 92 stig og Argentína með
86 stig. I hinum riðlinum leiða
Bandaríkin A með 108 stig en
næstir koma Tapei með 102 stig,
ítalir með 97 stig og Kanada með
91 stig.
Glötuð tækifæri
Spilamennskan í Chile hefur
verið fjörug ef marka má þetta
spil úr leik Bandaríkjanna B og
Brasilíu í 2. umferð.
N/Enginn
Norður
♦ Á
▼ 1093
♦ KDG1092
+ ÁD3
Vestur
♦ DG8
▼ Á5
♦ 74
♦ K87542
Austur
♦ 10976532
▼ KG8
♦ Á
♦ G10
Suður
♦ K4
▼ D7642
♦ 8653
♦ 96
Opinn salur
Vestur Norður Austur Suður
Mello Cohen Chagas Berk.
1 lauf 1 spaði dobl
2 spaðar 3 tíglar 3 spaðar 3 grönd
pass pass 4 spaðar pass
pass 4 grönd/
-50
Lokaður salur
Vestur Norður Austur Suður
Rodwell Branco Bergen Amaral
1 tígull 3 spaðar pass
4 spaðar/
-50
Við annað borðið tapaði Marty
Bergen 4 spöðum þegar hann
hreinsaði ekki upp rauðu litina áður
en hann spilaði trompi. Þá hefði
norður verið endaspilaður og
neyðst til að gefa vestri slag á
laufakóng eða spila tígli í tvöfalda
eyðu.
Við hitt borðið „fórnaði" Larry
Cohen í 4 grönd yfír 4 spöðum
eftir að hafa opnað á sterku laufi.
Cohenn sagði 4 grönd raunar til
vinnings en þar eru aðeins 9 slagir
sjáanlegir. Chagas setti þó smá
spennu í spilið. Ut kom spaði á ás
en þegar Chagas komst inn á tígul-
ás taldi hann að vörnin þyrfti að
taka þrjá slagi í flýti og skipti því
í hjartaáttuna.
Chagas er þekktur refur við
spilaborðið og Berkowitz leit því
hjartaáttuna grunsemdaraugum. Á
endanum ákvað hann að stinga upp
hjartadrottninginni í þeirri von að
Chagas væri að spila undan ÁK í
hjarta, enda gat Mello skipt aftur
í spaða þótt Berkowitz hefði látið
lítið í blindum. Spilið fór því einn
niður eftir sem áður.
Ljósm.st. MYND
HJÓNABAND. Gefin voru saman
þann 7. ágúst sl. i Kópavogskirkju
af sr. Kristjáni Einari Þorvarðarsyni
Marta Þórunn Hilmarsdóttir og
Vermundur Ágúst Þórðarson.
Heimili þeirra er á Huldubraut 12,
Kópavogi.
Ljósm.st. MYND
HJÓNABAND. Gefin voru saman
þann 7. ágúst sl. í Stykkishólms-
kirkju af sr. Gunnari Eiríki Hauks-
syni Kristín Guðrún Ásgeirsdóttir
og Sigurður Sigurþórsson. Heimili
þeirra er á Hlíðarvegi 56, Kópavogi.
U'ósm.st. MYND
HJÓNABAND. Gefin voru saman
þann 7. ágúst sl. í Bústaðakirkju
af sr. Pálma Matthíassyni Erla Ósk
Sigtryggsdóttir og Kalman Snæ-
björnsson. Heimili þeirra er á Sel-
vogsgötu 14, Hafnarfirði.
MÁ BJÓÐA ÞÉR í DAIXIS?
KENIUSLUSTAÐIR
• Reykjavík Brautarholt 4, Ársel,
Gerðuberg, Fjörgyn
og Hólmasel.
• Mosfellsbær
• Hafnarfjörður
• Innritun í síma 91-20345 frá
kl. 15 til 22 að Brautarholti 4.
• Suðurnes Keflavík, Sandgerði
Grindavík og Garður.
• Innritun í síma 92-67680 frá
kl. 21.30 til 22.30.
• KENNSLA HEFST ÞRIÐJUDAGINN 14. SEPT.
• Kennum alla dansa
Gjaldskrá óbreytt
frá liðnum vetri
Samkvœmisdansa, gömlu dansana,
rock 'n 'roll, Ijútl og nýjuslu
freestyle dansana.
• Aukatímar/vrirþfl sem vilja taka
þátl í íslandsmeistarukeppni.
• Einkatímar Sértímar fyrir "prívathópa ".
• Börn 3 - 4 ára
Léttar hreyfingar og leikir
sem örva hreyfiþroska.
• Barnahópar - Unglingar - Fullorðnir - Hjón - Pör
Systkinaafsláttur -fyrsta barn fullt gjald,
annað barn hálft gjald, þriðja barn og þaryfir
frítt. Aukaafsláttur efforeldrar eru einnig í
dansnámi.
Þrautþjálfaðir kennarar með mikla reynslu og þekkingu á dansi