Morgunblaðið - 02.09.1993, Page 37

Morgunblaðið - 02.09.1993, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1993 37 íslensk _'SIEN,SK Nc- íslensk ensk orðabók DÖPJS K Uclandit-tnglish Oi(»ionary Aðalsteinn Guðmunds- - Minning son Fæddur 15. október 1911 Dáinn 18. ágúst 1993 Þeim fækkar óðum vinunum sem komnir voru til vits og þroska þegar ég fer að muna. Vinum mínum sem hjálpuðu til að skapa það skjól og öryggi sem ungviði er svo nauðsyn- legt. Einn þeirra var Aðalsteinn föð- urbróðir minn sem er til moldar bor- inn í dag. Aðalsteinn var' næstyngsti sonur hjónanna Sigríðar Sakaríasdóttur og Guðmundar Guðmundssonar bónda í Stakkadal við Aðalvík. Þau hjón eignuðust átta stráka sem allir kom- ust til fullorðins ára. Elstur var fað- ir minn Guðmundur Kristján, og síð- an komu í aldursröð: Sakarías Helgi, Karl Leifur, Sigurður, Stefán Gunn- ar, Sigurjón, Aðalsteinn og Jóhann. Alli ólst upp í föðurgarði í glöðum strákahóp og tókst á við þau verk sem honum voru ætluð í sveitinni. Þegar hann komst á unglingsár vann hann hjá Látrabændum sem land- maður á vertíðum. Tæpra 15 ára missti hann föður sinn og tveim árum seinna móður sína. Bræðurnir urðu því ennþá mik- ilvægari en ella. Þrír þeir elstu voru að vísu við róðra frá ísafirði, en komu heim í Stakkadal milli vertíða. Þeir reyndu að halda saman búinu með aldraðri móðursystur og hjálpuðust að við að annast litla bróður sinn sem alla tíð var veiklaður. Einum bræðranna, Siguijóni, var komið í fóstur kornungum og ólst ekki upp með bræðrum sínum, en var samt einn af hópnum alla tíð. 19. október 1929 varð mikið reið- arslag þegar tveir bræðranna fórust með sama bátnum, Gissuri hvíta. Það voru þeir Stefán og Helgi. Stefán var ólofaður, en Helgi átti unnustu og litla dóttur og bam í vændum. Þetta hörmulega slys hafði mikil áhrif á alla bræðurna, kannski mest á Alla, og hefur eflaust átt sinn þátt í því hvað þeir tóku áföllum í lífinu með miklu æðruleysi. Haustið 1929 var Alli á ísafirði, gekk í kvöldskóla og bjó hjá pabba og mömmu ásamt Stefáni sem deildi með honum herbergi. Frá þessu hausti eru fyrstu minningar mínar um Alla frænda. Það fylgdi ungu mönnunum fleira ungt fólk og frá herbergi þeirra bárust glaðværir hlátrar sem lítilli hnátu fannst for- vitnilegt að kanna nánar. Ein mynd frá þessu hausti af unga fallega frændanum er til í minninu. Hann stendur með litlu systur mína úti- klædda og vansæla í fanginu. Þau eru á leið til læknis og Alli heldur á henni fyrir mömmu, sem er komin langt á leið. Milli Alla og mömmu var alltaf vinarþel. Alli átti sjálfur von á barni, sem fæddist 17. janúar 1930. Það var stúlka og var skírð Sigríður eftir föðurömmu sinni. Arið 1931 hóf Alli svo búskap í Stakkadal með unnustu sinni, Jónu Friðriksdóttur. Hann brá síðan búi árið 1933 eftir lát Jónu. Sigríði litlu dóttur þeirra var komið í fóstur og Alli fluttist til Reykjavík- ur. Þar stundaði hann að mestu smíðar, en það voru krepputímar og erfitt um vinnu og m.a. fór hann á síldveiðar haustið 1935 sem stóðu fram yfir áramót. Alli hafði þá kynnst konuefni sínu Gyðu Guðmundsdóttur frá Kirkjuhóli á Snæfellsnesi. þau giftu sig 7. ág- úst 1937 og eignuðust fjögur mann- vænleg börn, Ragnar, Stefán Helga, Bjarnþór og Önnu Lóu. Öll studdu þau foreldra sína af kærleika þegar halla tók undan fæti og elli og veik- indi sóttu að. Gyða var kyrrlát kona en kímin. Hún flíkaði ekki tilfinning- um sínum, en var trygg þeim sem hún tók, og stóð með bónda sínum í blíðu og stríðu. Gyða dó 13. nóvem- ber 1984 eftir langvinn veikindi. Alli var trésmiður að iðn og vann að mestu einsamall. Hann átti lengi verkstæði þar sem hann smíðaði húsgögn og innréttingar. Hann var hagleiksmaður sem vandaði vinnu sína. Síðustu árin sem hann gat unn- ið rak hann innrömmunarverkstæði af smekkvísi og vandvirkni. Heimili Alla og Gyðu stóð opið ættingjum beggja. Það var nánast aldrei svo brönert að ekki væri hægt að bæta einum við til gistingar í lengri eða skemmri tíma. Það var t.d. alveg sjálfsagt að skjóta yfir mig skjólshúsi í margar vikur, þegar ég 19 ára gömpl kom suður á vit ævintýranna. Áður hafði ég gist hjá þeim í skólaferðalögum og fríum og alltaf notið sömu velvildar. Lilja Páls- dóttir, systurdóttir Gyðu, kom á heimilið í bernsku og var þar meira og minna til fullorðinsára. Eftir að ég fór að búa sjálf hér í Reykjavík átti ég margar góðar stundir með þeim hjónum. Alli stríddi mér góðlát- lega, Gyða brosti að og bæði voru mér hlý. Síðustu árin dvaldi Alli á Drop- laugarstöðum og undi sér þar vel í umönnun góðs fólks. Heilsan var orðin léleg, en alltaf var jafn gott að hitta hann og eiga með honum stund. Það er komið að leiðarlokum og ekkert eftir nema að kveðja. Allir synir Sigríðar og Guðmundar í Stakkadal eru horfnir af sjónarsvið- inu. Eg sé þá í anda saman í hóp, glaða á svip, svolítið prakkaralega með stríðnisglampa í augum. Ég finn streyma frá þeim hlýjuna og elsk- una. Þeir tókust á við þá ábyrgð sem lífið lagði þeim á herðar, vildu vita með sjálfum sér að þeir ynnu fyrir hýrunni sinni og helst að skulda eng- um neitt. Þetta voru vandaðir menn sem gott var að þekkja. Ég kveð Aðalstein föðurbróður minn með virðingu og þökk og sendi fjölskyldu hans hugheilar kveðjur. Guðrún Sæmundsen. ORÐABÆKURNAR 34.000 ensk uppfletiiord Ensk íslensk orðabók English-ltclandit Ditfionary w**-*”* DSnsk islensk islensk dönsk orðobók Frönsk íslensk íslensk fiönsk ordnbók !s**sk ls*ensk *n$k oröabók ik íslensk þýsk ordobók Itöhk íslenslt úlensk itölsk orðobók Spænsk íslensk islensk orðabók Ódýrar og góðar orðabækur fyrir skólann, á skrifstofuna og í ferðalagið ORÐABÓKAÚTGÁFAN N|f Lada Sport kostar M 808.000 Flostir ieppar kosta yfir 2.000.000 MÍsmunarÍnBi or heiit æwiiitfri Sfffli fjélskyldana. BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR HF. ÁRMÚLA 13,* REYMAVÍK SÍMI: 68 12 00 • BEINN SIMI: 3 12 36

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.