Morgunblaðið - 02.09.1993, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1993
Valgerður Gísla-
dóttir - Minning
Horfin, dáin, hvílík harmafregn.
Við stóðum orðíaus, hnípin og stjörf.
Þú sem varst fyrir nokkrum.dögum
hress og kát á leið til útlanda, hafð-
ir nú mætt manninum með ljáinn
og það fer aldrei nema á einn veg.
Eftir sitjum við og spyrjum, af
hveiju þú, í blóma lífsins og ótal
hlutir ógerðir. Það getur verið svo
erfitt að skilja tilganginn í þessu lífi,
en hann hlýtur að vera einhver, þó
erfítt sé að greina hann á stundum.
Við kynntumst Valgerði fyrir
nokkrum árum og þau kynni voru
góð og fóru vaxandi. Hún var skör-
ungur í orði og æði. Glæsikona á
velli og hvar sem hún fór, var tekið
eftir henni. Dugnaðarforkur, ósér-
hlífín og ætíð tilbúin til verka. Hest-
ar áttu hug hennar allan og vann
hún mikið að félagsmálum í þeim
efnum, bæði fyrir Fák og Landssam-
band hestamanna. Hún var mjög
hvetjandi í starfí, jákvæð og skilaði
sínu, fljótt og vel. Um tíma var hún
formaður kvennadeildar Fáks með
miklum sóma og vann mikið og gott
starf í þágu bama og unglinga á
vegum síns félags. Nú síðasta ár
starfaði hún í aðalstjóm, sem gjald-
keri. Þessi störf og íjölmörg önnur
- verða seint fullþökkuð.
Þegar komið er að leiðarlokum
er margs að minnast, og hugurinn
reikull. Það vantar svo mikið og erf-
itt að trúa að hún sé um Gjallarbrú
gengin.
Við vottum eiginmanni, Gylfa
Geirssyni, og einkasyni þeirra Gísla
Geir, okkar dýpstu samúð í þeirra
miklu sorg. Það er þó örlítil huggun
harmi gegn, að Valgerður „átti sög-
una stutta en göfuga“. Megi drottinn
almáttugur blessa ykkur öll.
Alda, Guðbrandur
og Gunnar Örn.
í dag kveðjum við vinkonu okkar,
Valgerði Gísladóttur, sem alltof fljótt
var hrifin á brott.
Þegar við fréttum af veikindum
hennar vorum við mjög slegnar en
jafnframt bjartsýnar á að hún mundi
rífa sig upp, þessi baráttukona. En
enginn veit sinn næturstað og það
kom eins og reiðarslag yfir okkur
að hún hefði beðið lægri hlut.
Vala, eins og hún var alltaf kölluð
af kunningjum sínum, var mikil
áhugamanneskja um hesta og var
einmitt rétt ófarin á heimsmeistara-
mót íslenskra hesta erlendis er hún
veiktist svo skyndilega. Hún var
mikil félagsmanneskja og hafði
starfað að félagsmálum í Hesta-
ERFIDRYKKJUR
frá kr. 850-
ími620200
P E R L A N
mannafélaginu Fáki í mörg ár.
Lengst af var hún formaður kvenna-
deildar og stjómaði þar af röggsemi
og hressileika eins og henni var lag-
ið, hvort sem var í kvennareið hér
áður fyrr á mósótta klárnum sínum
eða í öllum gönguferðunum sem við
Fákskonur förum í sl. haust. Einnig
starfaði hún með unglingadeildinni
og núna síðast í stjórn félagsins sem
gjaldkeri. Hún var eins og áður hef-
ur komið fram mikil baráttumann-
eskja, ef hún ætlaði sér eitthvað lét
hún ekkert stöðva sig.
Ekki er ætlunin að gera hér ætt
Völu skil, til þess skortir okkur þekk-
ingu, en okkar langar að minnast
hennar á því sviði sem við þekktum
hana best, starfandi af fullum krafti
í félagsmálum hestamanna.
Vaia hafði allt til að bera til að
ná til fólks, glæsileg, hláturmild,
alltaf hress og kát, alveg einstaklega
lífsglöð. Áhugamál hennar, hesta-
mennskan, var hennar vítamín.
Hún vildi veg kvenna sem mestan
og að gera þær virkari. Til dæmis
kom hún með þá hugmynd að konur
færu ríðandi á fund forseta íslands
og þegar Fákskonur fóru ríðandi til
Bessastaða í tilefni af 70 ára af-
mæli Fáks á síðasta ári var hún í
þeim hópi.
Við fráfall Völu hefur í röðum
okkar myndast stórt skarð, sem seint
verður brúað, en við trúum því að
henni hafi verið ætlað annað og
æðra hlutverk. Að leiðarlokum vilj-
um við þakka henni allar góðu sam-
verustundirnar í blíðu og stríðu og
vottum Gylfa og Gísla Geir, sem svo
mikið hafa misst, foreldrum, systkin-
um og öðrum þeim sem eiga um
sárt að binda á þessum erfíðu tímum
dýpstu samúð okkar og biðjum al-
góðan Guð um styrk þeim til handa.
Fyrir hönd Kvennadeildar Fáks,
Brynja J. Jónasdóttir,
Gréta Guðmundsdóttir,
Helga B. Helgadóttir.
Miðvikudaginn 25. ágúst lést á
Borgarspítalanum vinkona okkar,
Valgerður Gísladóttir. Við vorum
vinnufélagar í Landsbanka Islands,
Vesturbæjarútibúi, en þar vann Vala
um átján ára skeið, eða þar til fyrir
fímm árum að hún hóf störf við út-
gerð föður síns.
Vala var fágætur persónuleiki og
ógleymanleg öllum sem henni kynnt-
ust. Það var ekki lognmollan þar sem
Vala fór, hún hafði einstakt lag á
að sjá skoplegu hliðarnar á tilver-
unni enda var kaffítími með Völu á
við margar vítamínsprautur.
Vala var fæddur foringi, úrræða-
góð og hafði jafnan frumkvæði þeg-
ar gera átti skemmtilega hluti. Með-
al annars kom hún því til leiðar að
við fórum fjórar í danstíma, ásamt
mökum, og af því tilefni var stofnað-
ur félagsskapurinn Danssporið.
Reglulega komum við saman, borð-
uðum góðan mat og skemmtum okk-
ur. Þar var Vala aðaldriffjöðrin,
stjómaði leikjum og setti upp leikrit
af miklum móð. Þetta voru ógleym-
anlegar stundir.
Vala var jafnan valin til forystu
enda var henni ekkert óviðkomandi.
Hún var kosin í íþróttanefnd bank-
ans, einna fyrst kvenna. Helsta verk-
svið nefndarinnar voru boltaíþróttir
og dæmigert að með tilkomu Völu
var fljótlega farið að bjóða starfs-
mönnum upp á ýmislegt sem ekki
hafði tíðkast áður, meðal annars
reiðnámskeið, en hestamennskan
átti hug hennar allan.
Höfðingsskapur Völu átti sér lítil
takmörk. Þegar starfsmaður hættir
í bankanum eru honum oft rétt blóm
eða annað smáræði í kveðjuskyni.
Vala bætti hér um betur. Stuttu
eftir að hún hætti störfum kom hún
færandi hendi með lítið pottablóm á
hvert einasta skrifborð í útibúinu,
en starfsmenn voru um það bil 20!
Hún var jafnan í hlutverki veit-
anda, það var hennar eðli. í bankan-
um fékk hún litla útrás fyrir sköp-
unarkraft sinn, í raun var hún lista-
maður í sér. Þeir voru til að mynda
ófáir grímubúningarnir sem hún
útbjó á son sinn Gísla Geir þegar
hann var í barnaskóla, enda hreppti
hann ósjaldan verðlaunin á öskudag-
inn.
Ríkur þáttur hjá Völu var áhugi
og umhyggja fyrir öðrum, hún hélt
virku sambandi við fjölda samferða-
manna og lét sér raunverulega annt
um aðra. Það eru líka margir sem
nú sjá óviðjafnanlegum vini á bak,
gegnheilli konu sem var stórveldi í
jákvæðri merkingu orðsins.
Gylfí og Gísli Geir voru henni allt
og biðjum við góðan Guð að styrkja
þá í sorginni, einnig foreldra, systk-
ini og aðstandendur alla.
Dísella, Sigrún og Metta.
Heimsmeistaramóti íslenskra
hesta í Hollandi er lokið. Aldrei hef-
ur íslenska landsliðinu í hestaíþrótt-
um gengið eins vel og það fengið
eins mikið af verðlaunum. Það var
samt skuggi yfír flestöllum íslend-
ingum sem þar voru saman komnir,
því að það vantaði þar eina fjöl-
skyldu í hópinn. Það voru þau Vala,
Gylfí og Gísli Geir. Þau ætluðu svo
sannarlega að vera þar og þeir feðg-
ar voru komnir á staðinn með bílinn,
en Vala ætlaði að koma nokkrum
dögum seinna. Þar átti heldur betur
að skemmta sér. Ég heyrði í Völu
daginn áður en ég og fjölskylda mín
lögðum af stað og ætluðum við síðan
að hittast eftir að hún kæmi út.
Þegar við komum á staðinn fáum
við þær fréttir að hringja heim og
er Vala þá mikið veik. Hvernig gat
á þessu staðið? Ekki hún Vala. Hún
sem var svo hraust. Hún sem var
hrókur alls fagnaðar og allir tóku
eftir henni. Stór og glæsileg kona
með mikið og fallegt hár, en það var
eitt af því fyrsta sem ég tók eftir
er ég hitti hana fyrst. En hún Vala
fór aldrei á heimsmeistaramótið,
heldur hefur hún eflaust farið á eitt-
hvert annað og meira heimsmeist-
aramót þar sem henni hefur verið
ætlað meira hlutverk. Einhver hlýtur
tilgangurinn að vera.
Mín elskulega vinkona Valgerður
Gísladóttir, eða Vala eins og hún
var kölluð, er dáin. Við hjónin kynnt-
umst þeim Völu og Gylfa stuttu eft-
ir að við fluttum úr Borgamesi fyrir
12 árum, í gegnum sameiginlegt
áhugamál sem er hestamennska. Við
hjónin tókum fyrst eftir þeim á hest-
baki í Víðidalnum. Það var tekið
eftir þeim þar sem þau vom. Síðan
hófust kynni í gegnum félagsmál
Fáks. Við Vala störfuðum saman í
stjórn kvennadeildarinnar í fjögur
ár og var oft glatt á hjalla. Standa
þurfti í fjáröflun og skorti þá Völu
ekki hugmyndaflugið. Þegar einhver
ný kona sást á hestbaki var Vala
ekki lengi að drífa hana í kvenna-
deildina með einhverjum ráðum.
Kvennakvöldin hjá Fáki em mér líka
mjög minnisstæð, en þar lá Vala
ekki á liði sínu að útvega þetta og
hitt. Alltaf til í allt. Við Vala stóðum
fyrir gönguklúbbi ásamt öðmm kon-
um í Fáki og gengið var einu sinni
í viku frá hausti og fram að jólum
þegar ekki var hægt að ríða út.
Allan síðasta vetur stóðum við
Vala saman í því að hanna nýjan
búning fyrir Fák, en það getur verið
erfitt þegar ákveða á eitthvað fyrir
um eitt þúsund manns. Margir urðu
til að gagnrýna okkur. Við vomm
svolítið viðkvæmar fyrir því. Þá
hringdi ég í Völu og hún í mig og
við stöppuðum stálinu hvor í aðra.
Við héldum okkar striki og nú em
allir mjög ánægðir. Hennar síðasta
verk í búningastússinu var að panta
jakka fyrir sjálfa sig, en ekki fer
hún í hann.
Ekki má gleyma öllum þeim reið-
túrum og ferðalögum í sambandi við
hestamannamót út um allt land, þar
sem grillað var saman og allir vom
glaðir. Okkar síðasta ferð var fyrir
um mánuði þegar fjölskyldan ætlaði
að hittast hjá Helgu og Ragga að
Fossi í Grímsnesi og auðvitað vom
Vala og Gylfi með, því að þau vom
hluti af fjölskyldunni.
Það er erfitt að hugsa sér að lífið
haldi áfram þegar svo elskuleg
stúlka er dáin. Við verðum að ylja
okkur við þær góðu og fallegu minn-
ingar sem við eigum um Völu. Mað-
ur vill helst að lífíð sé eilíft, að ekk-
t
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
GUÐSTEINN SIGURGEIRSSON
húsgagnabólstrari,
Álfheimum 12,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Langholtskirkju
föstudaginn 3. september kl. 13.30.
Ragnheiður Finnsdóttir,
Geir A. Guðsteinsson, Sigurbjörg Gestsdóttir,
Finnur J. Guðsteinsson, Fanney Sigurðardóttir,
Guðlaug Guðsteinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
Lokað
Skrifstofa Hestamannafélagsins Fáks verður lokuð
í dag vegna útfarar VALGERÐAR GÍSLADÓTTUR.
t
Eiginkona mín,
ÁSTA HERMANNSDÓTTIR,
Víkurbraut 14,
Vík f Mýrdal,
verður jarðsungin frá Víkurkirkju laugardaginn 4. september
kl. 14.00.
Blóm og kransar afþakkaöir. Þeim sem vilja minnast hennar er
bent á Krabbameinsfélagið.
Árni Sigurjónsson.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
SIGRÚN BALDVINSDÓTTIR,
fyrrum húsfreyja í Ásbyrgi,
verður jarðsungin frá Kópavogskirkju, föstudaginn 3. september
kl. 13.30.
Sigurveig Erlingsdóttir,
Hulda Erlingsdóttir,
Kristfn Erlingsdóttir,
Baldvin J. Erlingsson,
barnabörn og
Jónas Jónsson,
Jónas Hallgrfmsson,
Hrafn Magnússon,
Guórún H. Jónsdóttir,
barnabarnabörn.
ert breytist. Þannig hugsar maður
ekki fyrr en maður stendur frammi
fyrir dauðanum. En lífíð heldur
áfram, hvort sem maður vill það
eður ei. Við verðum því að standa
saman í sorg okkar og styðja þá
feðga Gylfa og Gísla Geir sem hafa
ekki bara misst móður og eiginkonu
heldur líka sinn besta vin. Ég vil
biðja góðan Guð að styrkja þá í sorg
þeirra.
Edda Hinriksdóttir.
Okkur systumar langar að kveðja
hana Völu okkar sem alltaf var svo
góð við okkur. Við munum fýrst
eftir henni, hve góð hún var við
okkur og hún var alltaf að kaupa
gjafir handa okkur.
Við höfðum hlakkað mikið til að
fara saman til Hollands og eyða þar
saman sumarfríinu okkar. En nú er
hún farin frá okkur.
Það er mikill missir að henni, en
Guð tekur alltaf fyrst þá sem hann
elskar mest. Við söknum hennar
mikið, en vitum að hún fylgist með
okkur.
Guð gefí Gísla Geir og Gylfa styrk.
Edda Rún og Jóna Margrét
Ragnarsdætur.
Allt er í heiminum hverfult. Þessi
orð komu í hugann þegar við fregn-
uðum lát samstarfskonu okkar Val-
gerðar Gísladóttur, sem starfaði
ásamt okkur að uppbyggingu ung-
lingamála á vegum Landssambands
hestamannafélaga og Hestaíþrótta-
sambands íslands. Samstarfíð við
Valgerði var einstaklega ánægju-
legt, sérstæður persónuleiki hennar
hafði góð áhrif á umhverfí sitt enda
drift, jákvæð viðhorf og ákveðni
hennar aðal, auk þess sem skipulögð
og markviss vinnubrögð hennar
gerðu okkur starfið auðveldara.
Valgerður setti markið ávallt hátt
og hennar háttur var að gera hlutina
með glæsibrag eða sleppa þeim.
Nú er skarð fyrir skildi, og ekki
verður auðvelt að fylla það skarð.
Við erum þakklátar fyrir að hafa
fengið að njóta samvista við Val-
gerði og fyrir allar þær ánægjulegu
stundir sem lifandi og hressilegt við-
mót hennar setti mark sitt á. Við
viljum votta þeim feðgum Gylfa og
Gísla Geir ásamt öðrum aðstandend-
um Valgerðar, okkar innilegustu
samúð.
Elín G. Magnúsdóttir,
Rosemarie Þorleifsdóttir,
Kolbrún Kristjánsdóttir,
Eydís Indriðadóttir,
Ásdís Ingimarsdóttir.
Horfin, dáin, harmafregn. Okkur
í stjórn Fáks setti hljóða, þegar and-
látsfregn Valgerðar bar að. Hún sem
hafði fyrir nokkru verið alhress og
kát með okkur á fundi, var nú öll.
Stundum er bilið stutt milli lífs og
dauða, en sjaldan hefur okkur fund-
ist það jafnstutt og nú.
Valgerður var mjög virk í félags-
málum fyrir hestamannafélagið Fák
um áraraðir. Hestar og þeirra mál-
efni áttu hug hennar allan og vann
hún mjög fómfúst starf í þágu þess-
ara mála, m.a. verið formaður
kvennadeildar með miklum glæsi-
brag og nú starfað í aðalstjóm fé-
lagsins í nokkur ár, síðast sem gjald-
keri þess. Að auki starfaði hún í
ýmsum nefndum fyrir félagið svo
og nefndum hjá Landssambandi
hestamannafélaga. Hún var glæsi-
kona í orði og á borði. Hvar sem
Erfidrykkjur
Glæsileg kaifi-
hlaðborð fiillegir
salir og nijög
góð þjónusta.
llpplýsingar
ísínra22322
*
FLUCLEIDIR
léTEL Ltrmmt